Morgunblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1980 2 5 Hættir Observer útgáfu í haust? London. 30. júli. AP. MEIRA en 1000 starfsmönnum The Observer, elsta sunnudags- blaðs á Bretlandseyjum, var í dag sent uppsagnarbréf og þeim tilkynnt, að siðasta eintakið yrði gefið út 19. október n.k. Washington 30. júlí. AP. BANDARÍSKIR leyniþjónustu menn hafa sagt þinginu. að Kúbumenn hafi vopnað og haft hönd i bagga með byltingu Sand- inistahreyfingarinnar í Nicara- gua. Þeir telja líklegt að El Salvador verði næst fyrir valinu auk þess sem Kúbumenn styðji uppreisnarmenn i Guatemala og Honduras. 16. apríl sl. sagði Randolph Ástæðan er deila um launamál milli blaðsins og 26 prentara, sem vinna hluta af fullu starfi. Eigendur Observers eru banda- rískir en þeir björguðu blaðinu frá gjaldþroti fyrir fjórum árum. í Pherson, sem er sérfræðingur á vegum CIA, að Kúbumenn litu á sjálfa sig sem „vopnabúr, þjálfun- arbúðir og ráðgjafa fyrir bylt- ingarmenn í þessum heimshluta." Hann taldi að E1 Salvador væri nú efst á blaði hjá Kúbumönnum. I Guatemala væri herinn mjög öfl- ugur og í Honduras væru aðstæð- urnar ekki heppilegar enn sem komið væri. tilkynningu útgáfustjórnarinnar sagði, að hún væri staðráðin í því að hætta rekstri blaðsins. Mönnunum 26, sem eiga í deil- unni við blaðið, hafa verið boðin 101.13 pund fyrir að prenta blaðið á 15 tíma vakt á laugardögum í stað þess að prenta það í hlutum alla vikuna. Þeir krefjast hins vegar 108.03 punda fyrir vaktina. Meðallaun þessara manna eru talin vera um 350 pund á viku sem er margfalt meira en gerist og gengur í Bretlandi. Erfiðieikar Observer eru síð- ustu ótíðindin sem berast úr Fleet Street þar sem flest hefur gengið á afturfótunum. Dagblöðin koma ekki frá sér milljónum eintaka í hverjum mánuði vegna skæru- verkfalla og tækjabilana og prent- arar hafa komið í veg fyrir endurskipulagningu og endurnýj- un vélakosts af ótta við að störf- unum fækkaði. 1971 — Geimfararnir í Apollo 15 aka í sex og hálfan tíma í rafmagnsbíl á tunglinu. 1964 — Ranger 7 sendir fyrstu nærmyndir af tunglinu. 1958 — Nikita Krúsjeff heimsæk- ir Peking. 1954 — Jtalir klífa fjallið K-2 (Godwin-Austen). 1938 — Búlgarar gera griðar- samning við Balkanbandalagið. 1934 — Morðingjar Dolfuss teknir af lífi í Austurríki. 1926 — Afghanistan gerir griðar- samning við Rússa. 1919 — Weimar-stjórnarskráin gengur í gildi í Þýzkalandi. 1917 — Þriðja orrustan um Ypres hefst. 1914 — Almennt herútboð fyrir- skipað í Austurríki. 1913 — Búkare8t-friður Balkan- ríkjanna undirritaður. 18Í2 — Spánverjar ná undir sig Venezúela-lýðveldinu og Francisco de Miranda handtekinn. 1789 — Franz hertogi af Coburg og Alexander Suvorov greifi sigra Tyrki við Foschani (Rúmeníu). 1658 — Aurangzeb verður Móg- úlkeisari Indlands. 1602 — Biron marskálkur tekinn af lífi fyrir landráð í Frakklandi. 1498 — Kristofer Kolumbus finn- ur eyna Trinidad. Afmæli. Agúst I, kjörfursti af Saxlandi (1526 - 1586) - Maxim- ilian II keisari (1527 — 1576) — John Ericsson, sænskættaður upp- finningamaður (1803 — 1889). Andlát. 1556 Ignatius Loyola, stofnandi Jesúítarcglunnar — 1849 Alexander Petöfi, skáld — 1886 Franz Liszt, tónskáld. Innlent. 1246 d. Kolbeinn kalda- ljós Arnórsson — 1851 Konungs- fulltrúi neitar að svara fyrirspurn um danska hermenn á þjóðfundi — 1876 Vesturfarar af Austur- landi koma til Quebec — 1927 Erlingur Pálsson syndir úr Drang- ey til lands — 1935 d. Tryggvi Þórhallsson — 1889 f. Júlíana Sveinsdóttir — 1898 f. ísak Jóns- son — 1960 d. Júlíus Havsteen — 1978 Geir Hallgrímssyni falin stjórnarmyndun. Orð dagsins. Bak við sérhverja röksemd er fáfræði einhvers — Louis Brandeis, bandarískur hæstaréttardómari (1856 — 1941). Verður E1 Salvador næst fyrir valinu? * I stuttu máli... HAGNAÐUR BA MINNKAR Breska flugfélagið British Airways tilkynnti í dag, að | hagnaður félagsins á síðasta s fjárhagsári, sem lauk 31. mars, I | hefði minnkað mjög mikið. I 1978—79 var hagnaðurinn 90 ; milljónir punda, en hefur nú - hrapað niður í 20 millj. Félagið hyggst þó halda áfram far- gjaldastríðinu sem nú geisar á N-Atlantshafsflugleiðinni og bjóða ennfremur lægri far- gjöld til annarra Evrópulanda. SKRÚFUÞOTUR HAGKVÆMARI Stokkhólmi 30. júll. AP. SAS-flugfélagið tilkynnti í dag, að vegna aukins eldsneyt- iskostnaðar væri áætlað að taka í notkun skrúfuþotur á I ýmsum stuttum flugleiðum ; í innan Norðurlanda. Tvær flugvélategundir koma § I helst til greina, Fokker F-27 og BAE 748, sem báðar taka 50 j farþega. Þær eiga að koma í stað DC-9 flugvéla á þessum flugleiðum. SJÖTTU SKÁKINNI FRESTAÐ BuenoN Alres, 30. júli. AP. Sjöttu skákinni í einvígi | þeirra Viktors Korchnois og I | Lev Polugayevski var frestað í ' j dag að ósk þess síðarnefnda. ; Korchnoi hefur nú 3 vinninga ’ I en Polugayevsky 2. Sá þeirra l, | sigrar sem fær 6,5 v. í 12 I skákum eða færri. FRÁ GRÆNLANDI TIL PARÍSAR Montreal, 30. júll. AP. Eagle Sarmont, bandaríski j I svifdrekaflugmaðurinn, sem ' !var kyrrsettur í Kanada áður I en hann lagði upp í ferð yfir | IAtlantshafið, sagði í dag, að j hann væri enn bjartsýnn á að ) • komast til Parísar. Sarmont ætlar að reyna að I leggja upp frá Grænlandi í | svifdrekanum, sem er vélknú- 1 inn, en kanadísk yfirvöld hafa | ekki viljað gefa þessu farar- | tæki loftferðaleyfi. Jakkar bolir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.