Morgunblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 12
12 ÞÓRSMÖRK: Aukið eftirlit ogþjónusta Frá Skógrækt ríkisins og sýslumanni Rangárvallasýslu. Um verzlunarmannahelgina veróur tekin upp sú nýbreytni að i stað innheimtu tjaldgjalda af ferðamönnum, verður innheimt eitt gjald. kr. 2.000.00 af hverjum fullorðnum sem í bórsmörk fer. Er þessi nýbreytni gerð í því skyni að auðvelda innheimtu, jafnframt því sem henni er ætlað að standa undir því aukna eftirliti og þjónustu sem ákveðið hefur verið að veita ferðafólki á svæðinu um þessa helgi. Munu aðilar frá slysavarnadeildinni á Hvolsvelli verða á svæðinu frá föstudegi til mánudags ásamt starfsmönnum Skógræktarinnar. Vonir eru bundnar við það að með þessu fyrirkomulagi megi auka öryggi allra þeirra sem í Þórsmörk leita um þessa helgi og gera þeim vistina ánægjulega. Jafnframt verður löggæsla á svæðinu. SUMARGLEÐIN Söngur, grín í tíunda skiptið fer Ragnar Bjarnason með fríðu föruneyti um landið og um verzlunar- mannahelgina verður komið á eftirtalda staði: Fimmtudags- kvöld verður leikið samkvæmt gamalli venju í Hrísey. Á föstu- dagskvöldið verður leikið á „Sjallanum" á Akureyri og í Skjólbrekku Mývatnssveit á laug- ardagskvöld. Sunnudagskvöldið verður siðan leikið í Skúlagarði i og gaman Kelduhverfi. Áður en dansleikirnir hefjast verður söngur, grín og gaman í tvær klukkustundir og í tilefni tíu ára afmælis Sumargleðinnar er sérstaklega vandað til dagskrár- gerðarinnar, að sögn Þorgeirs Ástvaldssonar, en auk hans skipa Sumargleðina Hljómsveit Ragn- ars Bjarnasonar, Magnús Ólafsson (Móli eða Þorlákur þreytti) og Ömar Ragnarsson. GALTALÆKJARSKÓGUR: Fjölbreytt dagskrá í fögru umhverfi Bindindismót verður i Galta- lækjarskógi i Landsveit. að vanda. bar hefur það verið haldið í mjög fögru umhverfi, mörg undanfarin ár. i nágrenni Heklu og Búrfells. Dagskrá mótsins verður í stór- um dráttum sem hér segir: Á föstudagskvöld verður diskótek. Á laugardag leikur hljómsveitin Tív- olí fyrir dansi, síðan verður „öku- leikni“, þar sem ökumönnum gefst tækifæri að reyna aksturshæfni sína, í umsjón Bindindisfélags ökumanna. Um kvöldið ieika tvær hljómsveitir fyrir dansi, Galdra- karlar, á palli, og Ecco, í stóru tjaldi. Á sunnuag hefst dagskrá með leik Skólalúðrasveitar Arbæjar og Breiðholts, en hún leikur auk þess á laugardagskvöld og síðan aftur á sunnudag. Að loknum leik lúðra- sveitarinnar sér sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir um guðsþjónustu. Að því búnu verður barnatími í umsjón leikaranna Eddu Þórar- insdóttur, Guðlaugar Maríu Bjarnadóttur og Sögu Jónsdóttur og að því loknu leikur hljómsveit- in Galdrakarlar fyrir barnadansi. Um kvöldið verður síðan kvöld- vaka þar sem Eggert Haukdal flytur meðal annars ávarp, auk þess sem ýmsir skemmtikraftar koma þar fram. Um kvöldið verða síðan dansleikir bæði á palli og í tjaldi. Sætaferðir verða frá Umferðar- miðstöðinni á föstudag kl. 20 og á iaugardag kl. 13.00. Mótsgjald er kr. 10.000 og er þá innifalið tjaldstæði og aðgangur að skemmtunum. ÞJÓÐHÁTÍÐIN í EYJUM: bJÓÐHÁTÍÐ Vestmannaeyja hefst i Herjólfsdal á morgun 1. ágúst kl. 13.30, en hún stendur i þrjá daga og fjórar nætur, forskot er tekið með dansleik i kvöld i samkomuhúsi Vest- mannaeyja. Hátíðin hefst að vanda með hátíðarræðu og helgistund. Þá hefst fjölbreytileg skemmti- dagskrá sem mun standa alla dagana. Helstu atriði dagskrár- innar verða sem hér segir: Helstu stangarstökkvarar lands- ins stökkva og barnahlaup verða meðal atriða á Þjóðhátíðinni. Ólöf Harðardóttir og Garðar Cortes syngja. Lúðrasveit Vest- mannaeyja leikur. Bjargsig í Fiskhellum. Á barnadansleik leikur hljómsveitin Brimkló auk þess sem Halli og Laddi og Leikfélag Vestmannaeyja skemmta áhorfendum. Þá verður barnaleikvöllur og Þórstívólí. Alls skemmta þrettán lands- frægir listamenn auk heima- manna. Um kl. 23 á föstudags- og laugardagskvöld hefjast síðan dansleikir sem standa til kl. 6 um morguninn, þar sem Brim- kló, Björgvin, Ragnhildur og Hljómsveit Gissurar Geirssonar leika fyrir dansi. Á miðnætti aðfaranætur laugardags verður síðan þjóðhátíðarbrenna. Á sunnudag stendur dagskrá Fjölbreytileg skemmti- dagskrá um helgina samfellt allan daginn og meðal annars leika handbolta lið Vest- mannaeyja og lið Götu frá Fær- eyjum, þá verður einnig svif- drekaflug auk fleiri skemmtiat- riða, m.a. Róbert Arnfinnsson og_ Jóhannes Kristjánsson frá Ingj- aldssandi. Á miðnætti verður síðan flugeldasýning. Á sunnudagskvöld verður há- tíðinni síðan slitið með varðeldi og brekkusöng og síðan verður dansað í beit eins lengi og menn hafa löngun til. Kynnir og dagskrárstjóri verður Árni Johnsen. Þjóðhátíð- arlagið að þessu sinni er eftir Val Óskarsson kennara og heitir Út í Elliðaey. Aðgangseyrir að allri hátíðinni er kr. 20.000.- en ókeypis er fyrir börn innan 14 ára aldurs og ellilífeyrisþega. Bæði Flugleiðir og Herjólfur verða með aukaferðir í tilefni Þjóðhátíðarinnar. Útivistarferðir um helgina Um verzlunarmannahelgina skipuleggur Útivist sex lengri ferðir, sem hefjast á föstudags- kvöld ög eina, sem hefst á laugar- dag. Aliar enda þessar ferðir á mánudagskvöld: 1. Langisjór, Sveinstindur, Laki. í þessari ferð verður ekið beina leið inn að Langasjó eða í nágrennið og tjaldað þar og dvalið í 3 nætur. Tveir heilir dagar gefast til skoðunarferða þarna innfrá. Öðrum deginum verður varið í göngu á Sveinstind, stórkostlegt útsýnisfjall við suðurenda Langa- sjávar og Fögrufjalla. Einnig er mögulegt að ganga um Hvanngil og á Uxatind, sérkennilegt og skemmtilegt svæði. Hinn daginn verður farið yfir Skaftá á kláfi og gegnið að Lakagígum. Þessi gönguleið er slétt og auðveld og ekki ýkja löng. Á heimleið verður svo Eldgjá skoðuð og litið við í Landmannalaugum. Fararstjóri verður Jón I. Bjarnason. 2. Dalir, Akureyjar. Ekið verð- ur vestur að Laugum í Sælingsdal og gist þar við góðar aðstæður allar næturnar. Laugardag eða sunnudag verður ekið á Skarðs- strönd og farið með báti í Akur- eyjar, sem verða skoðaðar. Hinum deginum varið til skoðunarferða um Dali. Ekið heim um Hnappa- dal á mánudag. Fararstjórar Eyj- ólfur Halldórsson og Haraldur Jóhannsson. 3. Snæfellsnes. Ekið að Lýsu- hóli á föstudagskvöld og gist þar 3 nætur. Þaðan verða svo farnar öku- og gönguferðir um utanvert nesið. Einnig eru fyrirhugaðar göngur um Helgrindur. Þessi ferð verður bæði létt skoðunarferð og fyrir sporlétt fjallgöngufólk. 4. Kjölur, Sprengisandur. Ekið norður á Kjöl á föstudagskvöld og næsta dag haldið til Hveravalla og norður af. Síðan um Skagafjarðar- dali til Ásbjarnarvatns og gist þar. Þá verður haldið suður undir Tungnafellsjökul, gengið á jökul- inn eða í Nýjadal (Jökuldal). Á mánudag verður svo ekið heim með viðkomu í Eyvindarveri. Tjaldgisting. 5. bórsmörk. Þórsmerkurferð- irnar verða bæði á föstudagskvöld og á laugardag. Tjaldað verður í Básum og skipulagðar þaðan gönguferðir um Þórsmörk og Goðaland. Enginn þarf þó að ganga lengra eða meira en hann kærir sig um. G. Arnarvatnsheiði. Sex daga hesta- og veiðiferð á Arnarvatns- heiði. Óvenjuleg en mjög skemmtileg ferð. Þá verða einnig einsdagsferðir um verzlunarmannahelgina: Á laugardag kl. 13 verður gönguferð á Vífilsfell og um Jós- epsdal. Á sunnudag kl. 8 verður einsdagsferð í Þórsmörk með 3—4 tíma dvöl í Mörkinni, og kl. 13 verður ganga á Esju eða á fjörur á Kjalarnesi. Á mánudag kl. 13 verður svo gönguferð á Keili. Skrifstofa Útivistar er að Lækj- argötu 6A. (Frétt frá Útivist). FERÐAFÉLAG ÍSLANDS: AUs farið í tíu ferðir um verzlunarmannahelgina Um ferðir Ferðafélagsins feng- ust þær upplýsingar að alls yrði lagt I tíu ferðir um verzlunar- mannahelgina og verða þær sem hér segir: Á föstudagskvöld kl. 18.00 verður farið á Strandir, fngólfsfjörð. Á sama tíma verður lagt i ferð að Lakagígum. í bórsmörk verður farið kl. 20.00, ekið verður um Fimmvörðuháls. bá verður á sama tíma lagt i ferðir í Landmannalaugar og Eldgjá, Skaftafell og Öræfajökul. bá verður farið í Álftavatn og Ilvannagil og loks verður ekið i Nýjadal og Arnarsfell um Von- arskarð. Laugardaginn 2. ágúst verður farið á Hveravelli. Lagt verður af stað kl. 8.10 um morguninn. Á sama tíma verður lagt upp í ferð um Snæfellsnes og Breiðafjarðar- eyjar. Eftir hádegi, kl. 13.00, verður síðan ferð í Þórsmörk. Lagt verður af stað í allar þessar ferðir frá Umferðarmið- stöðinni, að austanverðu, og komið verður til baka úr öllum ferðunum á mánudag. Verð ferðanna er á bilinu 22—30 þúsund krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.