Morgunblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ1980 21 í tilefni amerískrar kvikmyndaviku: Að filma veruleikann Um heimildarkvikmyndir. áÉfírtiMtr, Grein I. í tilefni af Amerísku kvikmynda- vikunni sem hefur undanfarið ríkt í Regnboganum, er ekki úr vegi að kynna dálítið þá tegund kvikmyndagerðar sem þar er á boðstólnum. En kvikmyndavikan er haldin, að sögn aðstandenda, til að .. veita innsýn inn í aðrar greinar amerískrar kvikmyndagerðar en þær sem almenningur hefur hingað til átt kost á að virða fyrir sér í kvikmyndahúsum hérlendis, þ.e. leiknar stórmyndir, framleiddar af stóru kvikmyndafyrirtækjunum í Bandaríkjunum. „Hér virðist sum sé fyrst og fremst átt við svokallað- ar „heimildarkvikmyndir". Verður í fyrstu grein gerð tilraun til að skýra hvað átt er við með orðinu „heimildarkvikmynd", en það er ef til vill ekki allskostar nákvæmt hugtak. í grein II er svo minnst á einn aðal frumkvöðul heimildar- kvikmyndagerðar, John Grierson, og tengsl hans við þá merku stofnun Empire Marketing Board, grein III fjallar svo um annan brautryðj- anda, Robert Flaherty. Nú, en vindum okkur í hugtakið „heimild- arkvikmynd", hvað merkir það? Þegar 1948 var hugtakið skilgreint svo opinberlega af samtökunum World Union of Documentary: „... hér er átt við allar gildandi aðferðir sem notaðar eru við að skrá á filmu einhvern part veruleik- ans sem er túlkaður annað hvort með filmun staðreynda eða með einlægri og réttlætanlegri endur- gerð þess sem er, í þá veru að það höfði til annað hvort skynsemi eða tilfinninga, ... og víkki út þekkingarsvið mannsins og skilning hans á veröldinni með því að leggja vandamálin fyrir á sem sannastan hátt og gera grein fyrir lausn þeirra innan greina hagfræði, menningar og mannlegra samskipta yfirleitt." Eins og menn sjá er þessi skil- greining ansi víðtæk en hefur þó fólgið í sér afmarkað siðrænt gildi. Það er gefið í skyn að heimildar- kvikmyndin skuli leggja einhvern part veruleikans fyrir manninn á þann hátt að, hann fái ekki aðeins notið hans (líkt og þess veruleika sem leiknu stórmyndirnar gjarnan miðla) heldur sé færari um að sjá lausnir sins eigin veruleika. Myndu sumir kalla þetta Brechtískt við- horf enda hafa samtökin World Union of Documentary ekki gleymt orðinu TÚLKA í skilgreiningu sinni. Reyndar er þetta orð að mörgu leyti lykilorð varðandi af- mörkun hugtaksins „heimildarkvik- mynd“. Því það er hægt að mynda veruleikann án þess að túlka hann. Án þess að miðla þjóðfélagslegum boðskap, að minnsta kosti er það hægt hér á vesturlöndum þar sem hugsanastreymi er ekki eins af- markað og bundið ytri skapalónum og í vissum öðrum menningarheild- um. Þar er veruleikinn túlkaður mjög ákveðið og aðeins hleypt lausu því sem fer saman við þá túlkun. Út frá þessu sjónarmiði er að vissu leyti þverstæða að tala um „heim- ildir". Fremur um afmörkun og stýringu heimilda. Rýrir þetta vissulega gildi hugtaks okkar, enda kallar fyrrnefndur Grierson hug- takið Heimildarkvikmynd „... klaufalegt." 1 bókinni Grierson on Document- ary London, Faber and Faber, 1%6 bls. 145) Fyrir honum var kvikmyndagerð: „... skapandi meðhöndlun veruleik- ans.“ (Sama bók bls. 13) Sú skilgreining hugtaksins „heimildarkvikmynd" sem birtist fyrst í greininni var talin nokkuð víðtæk. Þetta er þó ekkert í saman- burði við skoðun Andrew Sarris sem segir í viðtali við höfund þeirrar ágætu bókar Nonfiction Film (Dutton & Co., Inc. N.Y. 1973, bls. 2), Richard Meran Barsam að í eðli sínu séu allar kvikmyndir „... heimildir um einhvern, eitthvað, einhvern tíma, einhvern stað og þess vegna heimildarkvikmyndir. „Svona er þegar menn fara að sökkva sér í hugtökin, þeir lenda í feni því orðin, tákn þeirra, eru í sjálfu sér botnlaus, þau leiða til veruleikans sem aldrei verður skil- inn. Og afmarkast ekki nema að svo miklu leyti sem við afmörkum hugtökin, orðin og hugsanir okkar. Að vísu er nokkuð til í þessari skilgreiningu Sarris því heimildar- kvikmyndir geta verið um jafna ólíka hluti og eskimóa að berjast fyrir lífi sínu (besta dæmið mynd Flaherty, Nanook of the North, gerð 1922 með mjög takmörkuðum tæknibúnaði eins og verður vikið að í grein III) eða velferðarhippa að berjast fyrri hærra svifi inn a Úr síðasti blái djöfullinn. Gamli góði Count Basie. skynvillulönd vímugjafanna, ágætt dæmi hér er Woodstock sem margir kannast við, og gerð var 1970 með mjög fullkomnum tækniútbúnaði, þyrlum og hvaðeina). Þetta víð- feðmi stafar að sjálfsögðu af því að heimildarkvikmyndir fjalla um: líf ið sjálft í öllum þess undursamlega margbreytileik, eins og það líf kemur fyrir auga kvikmyndavélar- innar innan þeirra marka sem filman rúmar á augnabliki tökunn- ar. Með öðrum orðum, við getum afmarkað heimildarkvikmyndina við „rúm“ og „tíma“, en erum við þar nokkru nær? Aðeins skaparinn er hafinn yfir þessi takmörk, öll eru mannanna verk háð þeim og ekki síður hugsun mannsins sem líkist oft óhugnanlega mikið kvikmynd- inni, sérstaklega að því er virðist er maðurinn lendir í lifsháska sem skammtar honum mjög þröngt lífs- rúm. Nú, hér erum við víst komin hættulega langt út í heimspekilegar hugsanir, sem er mjög eðlilegt þegar fjalla skal um litt afmarkað hugtak sem hefir ekki hlotið mjög Kvikmyndlr eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON ákveðna skilgreiningu, nema hjá einstökum mönnum sem eru ef til vill þannig innréttaðir að þeir læsa hugsun sína í orð. Fyrir slíka menn er vafalaust auðveldast að átta sig á hugtakinu með því að setja það fram í ákveðið kerfi. Eitt slíkt kerfi er að flokka heimildarmvndir niður, t.d. í FERÐAMYNDIR. Við nefnd- um dæmi um eina slíka hér áðan, Nanook of the North, fjallaði hún um eskimóa, sami höfundurinn gerði aðra mynd, Moana (1926), þar sem áhorfandinn var leiddur á ólíkt heitari slóðir í suðurhöfum, en þær slóðir eru mjög vinsælar i þessarri tegund mynda. Enda eru þær oft fjármagnaðar af ferðaskrifstofum og ætlaðar til að auka ferðamanna- straum eða vera „landkynning". Myndir þessar hafa gjarnan á sér „raunveruleikablæ" enda kölluðu Frakkar þær „documentaires", en mér skilst að John Grierson hafi byggt hugtakið „heimildarkvik- mynd“ (documentary film) á þessu franska orði (sem hafði þó aðra merkingu fyrir Frökkum). Nú, ef við nefnum annan stóran flokk heimildarkvikmynda þá eru það hvers kyns FRÆÐSLUMYNDIR sem allir þekkja. Þessar myndir eru afskaplega fjölbreytilegar, sumar kenna mönnum að selja barnasápu, aðrar að skera andstæðing á háls með hníf eða jafnvel glerbroti. Þessar myndir eru gjarnan fríar á boðstólum hvort sem það er versl- unarfyrirtæki sem framleiðir þær, Gaddafí vinur Billy Carters eða virðulegar stofnanir á borð við Unesco og Encyclopaedia Britann- ica. Oft eru þessar myndir vel upp byggðar, MARKVÍSAR og styðjast við nákvæma „heimildakönnun“. Hvað um það við förum ekki nánar útí flokkun heimildamynda til skil- greiningar hugtakinu „heimildar- kvikmynd" slíkt leiðir aðeins út í einn þátt bókasafnsfræði. Ekki verður heldur frekar farið út í heimspekilegar vangaveltur um hugtakið, en lítum að lokum á það frá einni hlið, hinni pólitísku. Hér er sennilega best að vitna í hol- lenska kvikmyndagerðarmanninn Joris Ivens sem segir svo: „... heimildarkvikmyndagerðar- maðurinn verður að hafa skoðun á brennandi spursmálum eins og fas- isma og and-fasisma - þessir hlutir verða að hvíla á sinni hans, ef verk hans eiga að hafa nokkurt drama- tískt - tilfinningalegt - listrænt gildi ... ég var hissa er ég uppgötv- aði að margt fólk tók það sem sjálfsagðan hlut að heimildarkvik- mynd hlyti að vera hlutlæg. Ef til vill er hugtakið ófullnægjandi, en hvað mig áhrærir eru skilin milli orðanna heimild og heimildarkvik- mynd mjög skörp. (J.I. The Camera and I, N.Y. International Publis- hers, 1969 bls. 138). Þetta er einmitt mergurinn máls- ins .hugtakið er „ófullnægjandi" vegna þess hve það stendur fyrir vítt svið. Sem skarast við annað víðara. Það er til dæmis varlegt að áætla að Robert Flaherty hefði tekið heils hugar undir fyrrgreinda skilgreiningu Ivens, hins vegar þeir menn sem stóðu á bak við kvik- myndir Leni Riefenstal (Þeir sem séð hafa Triumph des Willens, Sigur Viljans, skilja hvað við er átt). Ef við skilgreinum hugtakið eingöngu pólitískt, þá lýsum við því aðeins yfir að við sjálf séum mjög pólitísk. Róbert Flaherty var hafinn yfir tímabundna hagsmunatog- streytu, Adolf Hitler festist hins vegar í hugmyndinni um 1000 ára ríkið. Það hefur verið markmið þessarar greinar að vara menn við að festast í ákveðinni hugmynd þegar þeir reyna að skilja hugtakið „heimildarkvikmynd“, miklu frem- ur að gefa lesandanum kost á að greina slíkar myndir, þegar hann sér þær. Einnig að hann líti ekki á slíkar myndir sem „heimild" um veruleikann, heldur skoðun hans út frá ákveðnu „sjónarmiði". I næstu grein kynnumst við þá frá hvaða sjónformi John Grierson sá veruleikann gegn um auga kvik- myndavélarinnar. Dagskrá Amerísku kvikmynd- avikunnar tvo síðustu dagana, í dag og á morgun: FimmtudaKur: Kl. 3. Stcpp (No Maps on my taps). FIuk kondórsins frá Gossamcr (Thc FlÍKht oí the Gossamcr Condor). kl. 5. TolramaAurinn (rá Vákcsa (Thc Wisard of Waukcsha). — Elvin Joncs: Enxum trommara likur (Different drummcr). kl. 7. SlaKurinn i hæjarhúsinu (Town Bloody llall). kl. 9. Hcrtoidnn á tur (On thc Koad with Duke). kl. 11. Harlan hcraó (llarlan County USA). FöstudaKur. Kl. 3. Stepp (No Maps on my Taps). — Engar lygar (No Lics). — FIuk kóndórsins frá Gussamcr (Thc FIÍKht of thc Gossamcr Condor). kl. 5. Hrrtoxinn á túr (On thc Road with Dukc). kl. 7. Amcrlka slntuö ok heimt (Amcrica lust and found). — Hókk (Cuts). kl. 9. SiAasti blái djofullinn (Thc Last of thc Blue Dcvils). kl. 11. Harlan héraA USA (llarlan County USA). * mn\&9a Þarna er aö finna lög, sem allir þekkja s.s. „Minning um mann“, „í sól og sumaryl“, „Ég hvísla yfir hafið“, „Stolt siglir fleyið mitt“ ofl., auk nokkurra nýrra laga, sem ekki hafa áður heyrst. Athugiö að þessi útgáfa er og verður aöeins til í formi kassettu og verðið er hið sama og á öðrum stjörnukassettum eða kr. 9.750.-. Stjörnukassettur eru góöir heimilisvinir og frábærir feröafólagar, sem enginn skyldi vera án. Heikfsöludreifing símar 85742 og 85055. steÍAorhf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.