Morgunblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 13
HVAÐ ER AD GERAST UM VERZLUNARMANNAHELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1980 13 Tjaldsamkoma á Iðavöllum UM verzlunarmannahelgina verður Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands með Tjaldsamkomu á Iðavöllum. Vallarhrepp i Suður-Múlasýslu. Fjölbreytt skemmtidagskrá verð- ur og má nefna meðal atriða dansleiki föstudags- og laugar- dagskvöld. þar sem hljómsveitin Högni frá Vopnafirði leikur fyrir dansi. Á sunnudagskvöld leikur hljómsveitin Amon Ra. Á laugardag verður skemmti- dagskrá og meðal atriða verða hestasýning kl. 14.00 og Diskó- keppni. Á sunnudag verða hljóm- sveitirnar Högni og Amon Ra með sérstakt efni á hljómleikum. Þá koma Gunnar Þórðarson og „Þú og ég“ í heimsókn og spila og syngja af nýju plötunni. Efnt verður til hæfileika- og brandara- keppni og er öllum velkomið að taka þátt, sem telja sig hafa þangað erindi. Þá mun UIA einnig gangast fyrir dansleikjum í Valaskjálf á Egilsstöðum föstudags- og laugar- dagskvöld og mun Amon Ra leika þar fyrir dansi. Á sunnudags- kvöldið verður íþróttafélagið Höttur með dansleik og leikur hljómsveitin Högni þá. Aðgangseyrir að Tjaldsamkom- unni er kr. 3.000 og er þá innifalið tjaldstæði og hreinlætisaðstaða. LAUGAR S-ÞINGEYJARSÝSLU Fjölskylduhátíð UM verzlunarmannahelg- ina gengst Héraðssamband Suður-Þingeyinga fyrir fjölbreyttri fjölskylduhátíð að Laugum í Suður-Þing- eyjarsýslu. ÁRNES Skemmtun um helgina Að ÁRNESI í Rangárvallasýslu verður skemmtun um verzlunarmanna- helgina sem nefnist Hver. Þrír dansleikir verða þar og þeir sem þar koma fram eru meðal annars Hver og Susan Causey, Erna Þórarins og Erna Gunnars og Sjafnaryndi auk íshússmellna. Þá koma einnig fram Rut Reginalds og Grétar Hjaltason. Dansað verður föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. IIÚNAVER Þrír dansleikir I HÚNAVERI verða þrír dansleikir um verzlunarmannahelgina. A föstudags- og sunnudagskvöld leika hljómsveitirnar Tíbrá, frá Akranesi, og Friðryk hljómsveit Pálma Gunnars, scm leikur síðan ein á laugardagskvöldið. Á svæðinu verður opið tjaldsvæði auk þess sem hreinlætisaðstaða verður í félagsheimilinu. Snæfellsnes Jöklagleði við Arnarstapa JÖKLAGLEðl nefnist hátíð sem verður að Arnarstapa á Snæfellsnesi. Dansað verður föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld og leikur hljómsveitin Mandalín fyrir dansi öll kvöldin. IIÆSTU VERÐLAUN A VINDIIEIMAMELUM: Feðgar úr Grímsey keppa í skeiði Ekki er ósennilegt að þessir tveir vekringar blandi sér i toppbaráttuna á Vindheimamelum. Tii vinstri er Viliingur, knapi Trausti Guðmundsson og Frami, knapi Erling Sigurðsson, sem þarna er að taka ofan fyrir kappreiðadómnefndinni á Kaldármel- um I sumar. UM verslunarmannahelgina halda hestamannafélögin i Skagafirði. Léttfeti og Stígandi árlegt hestamót sitt, undir yfir- skriftinni „Sumarhátíð hesta- manna“. Ef að likum lætur, verður sjálfsagt hátið á Vind- heimamelum ef marka má und- anfarin ár. Er skemmst að minnast mótsins i fyrra. en þá voru sett sex íslandsmet, hvorki meira né minna. Voru þá bætt met i öllum greinum kappreiða nema brokki. Einnig er vert að minnast á aðstöðuna á Vind- heimamelum. en hún er ein sú besta hér á landi, þó víða fari hún batnandi. í samtali við Mbl. sagði Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki að mikil þátttaka væri í kappreið- um. Voru þar á meðal flest bestu hlaupahross landsins. Til gam- ans má geta þess að feðgar eru meðal keppenda í skeiði, faðir í 250 m. skeiði og sonur í 150 m. skeiði, en það sem er merkilegt við þessa feðga er, að þeir eru báðir fæddir í Grímsey. Sagðist Sveinn ekki hafa vitað til, að hrossarækt væri stunduð í Grímsey. Það sem er hvað merkilegast við þetta mót eru verðlaunin í kappreiðunum. Skagfirðingar hafa verið þekktir fyrir að veita há peningaverðlaun og svo er einnig nú. Hæstu verðlaun eru í 250 m. skeiði eða 300 þús. kr. og eru þetta sennilega hæstu verð- laun sem um getur hérlendis. Aðspurður um fjármögnun þess- ara verðlauna kvað Sveinn að meginhluti af þeim peningum sem inn kæmi færi í verðlaun. Ennfremur sagði Sveinn að þeir Skagfirðingar skildu vel pen- ingaþörf þeirrar er gerðu út kappreiðahross. Ef almennt væru greidd hærri peningaverð- laun en gert er, skapaðist meiri breidd í keppninni. Dagskráin hefst á laugardag með gæðingadómum, síðan verða undanrásir kappreiða og að þeim loknum verður haldið hrossauppboð. Boðin verða upp hross frá Vallanesi og Krossa- nesi og jafnvel fleiri bæjum. Á sunnudag hefst dagskrá kl. 2.00 með helgistund, síðan verður unglingakeppni og verðlaun af- hent í gæðingakeppni. Síðan verða úrslit í kappreið- um og verðlaun afhent. Dans- leikir verða haldnir í Miðgarði á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Að lokum er Sveinn var spurður hvort þeir lofuðu metum, svaraði hann: „Við lofum engu, en allt er til reiðu." ÚLFLJÓTSV ATN Fjölskyldumót skdta Um verzlunarmannahelg- ina. 1,—4. ágúst standa skát- ar aö fjölskyldumóti að Úlf- Ijótsvatni og hefst það með varðeldi kl. 22.00 föstudaginn 1. ágúst. Er þetta annað árið, sem efnt er til sliks móts. Aðstaða til tjaldbúða- og útilífs að Úlfljótsvatni er hin ágætasta, má m.a. benda á að rennandi vatn og vatnssalerni eru á tjaldbúðasvæðinu. Um- hverfið býður upp á margar gönguleiðir og vatnið heillar unga sem aldna til bátsferða. Af dagskráratriðum má nefna, gönguferðir og náttúru- skoðun, bátsferðir, föndur, FJÖISKYIDUMÖT80 ÚLFUÓl f TSVATN Merki hátiðarinnar „refaveiðar", póstaleik með kennslu í ýmsum skátafræð- um o.fl. Mót þetta er ekki bundið við skáta heldur er öllu áhuga- fólki um skátastarf og heil- brigt útilíf boðið að dvelja á Úlfljótsvatni um lengri eða skemmri tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.