Morgunblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ1980 35 Alfred Schubrig aðal- rœðismaður Islands í Austurríki - Minning Alfred Schubrig arkitekt, aðal- ræðismaður íslands í Austurríki lést 20. júlí sl. Schubrig tók við ræðismanns- starfinu 18. apríl 1972. Á þessum átta árum vann hann að málefn- um Islands og íslendinga af svo mikilli atorku og áhuga að minn- ingin um. þennan góða dreng og Islandsvin mun lifa meðal þeirra fjölmörgu íslendinga sem kynnt- ust honum, konu hans, Corneliu og börnum þeirra tveim, Elizabetu og Afred. Island á marga dugmikla ræð- ismenn víða um heim en það er álit þeirra sem best þekkja til þessara mála, starfsmanna ís- lenska utanríkisráðuneytisins, að Schubrig hafi borið af þeim flest- um. Ég býst við, að íslenskir náms- menn og aðrir Islendingar sem dvalist hafa í Vín og nágrenni á þessum tíma séu sammála um að nú sé skarð fyrir skildi, svo vel sem Schubrig reyndist þeim öll- um. Það nægði honum ekki að leiðbeina þeim sem til hans leit- uðu heldur stofnaði hann sérstak- an lánasjóð til hjálpar náms- mönnum í Austurríki. Schubrig var alltaf vakandi fyrir öllu því sem snerti ísland. 17. júní var alltaf mikill hátíðisdagur í boði Schubrighjónanna og fjöldi annarra tækifæra notuðu þau hjónin til að hlúa að íslendingum í Austurríki. Sömu sögu hafa þeir fjölmörgu að segja sem erindi áttu til Austurríkis fyrir hönd íslendinga. Kom sér þá vel hversu vel kynnt þau Schubrig hjónin voru í sínu heimalandi, því að allar dyr virt- ust opnast fyrir tilstilli þeirra. Sérstök áhugmál aðalræð- ismannsins voru afurðasala og markaðsmál fyrir íslenskar afurð- ir til lands og sjávar og á því að efla verslunar og fjármálasam- skipti íslands og Austurríkis. Þau mál hefðu án efa borið ríkulegan árangur ef hans hefði notið við lengur. Af hinum fjölmörgu málum sem Schubrig vann að, má nefna stuðning við Vestmanneyinga eft- ir gosið. Gekkst hann fyrir söfnun í Austurríki og var hluta af því fé varið til að koma upp garði við spítalann í Eyjum. Lét hann senda þangað mikið magn af plöntum, runnum og laukum ásamt garð- bekkjum frá Vín. Er garður þessi í Ásta Sigfúsdóttir, Heiðargerði 24, Akranesi, var lögð til hinstu hvílu laugardaginn 19. júlí sl. á hvíldardegi. Hún varð 69 ára gömul. Ásta lést að heimili sínu. Hjá henni var dóttir hennar þar til yfir lauk. Ásta átti góðar dætur og góða tengdasyni og myndarleg barnaböm, tvo eftirlifandi bræður og eina systur, allt framúrskar- andi vel gert fólk, sem ísland þarfnast svo mjög. Samgangur og vinátta var á daglegu tali nefndur Vínargarður enn ég býst við að mörgum Vestmanneyingum sé ókunnugt um þann hlut sem ræðismaður Islands í Austurríki átti þar að máli. Persónuleg kynni fjölskyldu minnar af Schubrig fjölskyldunni verða ógleymanleg fyrir þann hlý- hug og vináttu sem þau sýndu okkur. Alfred Schubrig fæddist í Krems við Donau 13. apríl 1908 og átti þar heima alla tíð. Hann rak stórt byggingafyrirtæki bæði í Krems og í Vín. Kona hans Cornelía, hagfræðingur að mennt og vann í fyrirtækinu með manni sínum og studdi hann með sinni óvenjulegu atorku og áhuga í ræðismannsstarfinu. Ég veit að við öll, núverandi og fyrrverandi íslendingar í Austur- ríki, sem kynntumst Alfred Schu- brig minnumst hins látna heiðurs- manns með djúpu þakklæti fyrir vináttuna, hjálpsemina og áhug- ann á okkur, þjóð okkar og landi. Ekkju Schubrig og börnum þeirra sendum við hjónin innileg- ar samúðarkveðjur. Björn Sigurbjörnsson. Sunnudaginn 19. júlí barst okkur sú frétt að Alfred Schubrig aðalræðismaður íslands í Austur- ríki væri látinn. Dauðann bar að, er hann var heima með fjölskyldu sinni. Var þar með bundinn endi á samskipti okkar félaganna hér í Austurríki við Alfred Schubrig, en milli prestsheimilisins á Akranesi og heimilis Ástu. Hún var beðin fyrir mig þegar fósturforeldrar mínir þurftu að vera fjarverandi og naut ég umhyggju hennar og móðurhlýju til jafns við dætur hennar. Þegar ég kom frá Noregi 1947, gaf Ásta mér Nýja testa- mentið á norsku og ensku. Á fremstu síðu stendur: „Jesús sagði: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.“ Jóh. 14.6. Undirskriftin er Ásta Sigfúsdóttir. Ásta vildi mér og öllum það þau höfðu einkennst af gagn- kvæmri vináttu. Alfred Schubrig var vinsæll, skilningsríkur og traustur maður. Hann hafði stórt hjarta og var hjálpsamur þeim, sem í vandræð- um voru. Hann elskaði ísland og hafði sérstakt yndi af að heyra Islendinga syngja og leika. Schubrig var fæddur í Krems og lagði stund á byggingafræði. 23 ára gamall hóf hann sjálfstæðan rekstur sem byggingameistari og hóf að byggja upp fyrirtæki sitt, sem nú er orðið eitt af stærstu byggingafyrirtækjum landsins í einkaeign. Margar byggingar í Krems og Vínarborg vitna um verk hans. Árið 1975 stofnaði Schubrig Hjálparsjóð fyrir Islendinga í Austurríki. Lét hann oft af hendi rakna stórar upphæðir til styrktar þeim sjóði, og hafa margir Islend- ingar hér og heima á Islandi notið hans. Þá bjó hann, ásamt dr. Erwin Gasser, íslensku ræð- ismannsskrifstofuna í Vínarborg mjög smekklega. Á hverjum jólum, hvernig sem veður var, kom hann með pakka til íslensku stúdentanna í Vínarborg. Ef íslendingar héldu tónleika eða samkomur var Schubrig ávallt reiðubúinn til aðstoðar. Veitti hann t.d. ómetanlega aðstoð við Islandssýninguna í Klosternau- burg 1978. Hann var heiðursfélagi Félags íslendinga í Austurríki og Austurrísk-Íslenska félagsins í Vínarborg. Missa bæði félögin mikið við fráfall hans. Við, sem þekktum hann, vitum að skarðið er stórt. Schubrig var jarðsettur 25. júlí í Krems og að ósk hans var íslenski þjóðsöngurinn sunginn við athöfn- ina og Fálkaorðan, sem hann hafði verið sæmdur, borin á púða á eftir kistunni. Við Islendingar og Islandsvinir hér í Austurríki þökkum honum alla hjálp og vinsemd. Okkur er ógleymanleg síðasta samveran með Schubrig og konu hans í Loiben í tilefni af 17. júní. Hann lét í ljósi sérstaka ánægju með söng íslendinganna þar, og eftir að þjóðsöngurinn hafði verið sunginn, hvíslaði hann að einum okkar, að þegar hann yrði jarðað- ur vildi hann hafa svona söng við þá athöfn. Ekki datt okkur í hug þá, hve dauðinn var nálægur. Við vottum konu hans, frú dr. Cornelia og börnunum, Alfred og Elisabeth, okkar innilegustu sam- úð. Skrifað í Vínarborg, Marín Gísladóttir Neu- mann formaður F.I.A. Helmut Neumann formaður Austurrisk- Islenska félagsins i Vinarborg besta sem hún þekkti og hún þekkti það sem hún tilbað. Kristur sagði við lærisveina sina: „Þér eruð í heiminum, þér eruð ekki af heiminum." Ásta eins og María valdi góða hlutann, hann skal ekki verða frá henni tekinn, sagði Jesú. Það eru orðin fjögur ár síðan Ásta tók á móti mér og syni mínum á heimili sínu og næst var að fylgja henni síðasta spölinn. Kristur sagði: Minn frið læt ég eftir hjá yður. Ásta átti þennan frið, hann bar lífi hennar vitni. Þakka samfylgdina. Halldór Þorsteinn Briem. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, að marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasiðum Morgunblaðsins. hand- rit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Ásta Sigfúsdótt- ir - Minningarorð + NANNA HALLGRÍMSDÓTTIR frá Akureyri andaöist aö heimili sínu Hverfisgötu 16, þann 16. júlí. Jaröarförin hefur fariö fram á Akureyri í kyrrþey. Aöatandendur. + Elskulegi drengurinn minn STURLA BRIEM Hverfisgötu 91 lézt aö kvöldi þess 27. júlí sl. í Borgarspítalanum. Halldór Þorsteinn Briem. HARALDUR ALFRED HÓLM EYÞÓRSSON húsvöröur Langholtsskóla lést í Landakotsspítala aö morgni 29. júlí. Fyrlr hönd aöstandenda. Kristin Guðnadóttir. + Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi ANDRÉS GUÐNASON frá Vöölum Bergstaöastrasti 57, Reykjavfk veröur jarösettur frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. ágúst kl. 10.30. Guörún J. Bergsdóttir, Anna J. Andrésdóttir Fish, James C. Fish, Bergljót Andrésdóttir, Mekkin J. Fish, Lfsa C. Fish, Andrea M. Fish, Guörún Anna Friöbertsdóttir. + Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiglnmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, JÓNSJÓNSSONAR frá Skaganesi, Mýrdal, Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Landspítalans. Guörún Markúsdóttir, Sigurborg Jónsdóttir, Magnús Jónsson, Málfrföur Danfelsdóttir. og barnabörn. + Utför móöur okkar. tengdamóöur og ömmu GUONÝJARÓLAFSDÓTTUR hefur fariö fram í kyrrþey. Okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug. sérstakar þakkir færum viö læknum og starfsfólki Sólvangs fyrir góöa umönnun. Mfnerva Jónsdóttir, Bergþór Jónsson, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Ragnar Jónsson, Guörún Bruun Madsen. og barnabörn. + Okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför elginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa BENEDIKTS GRÍMSSONAR Kirkjubóli, Strandasýslu. Ragnheiöur Lýösdóttir, Grfmur Benediktsson, Kristjana Ingólfsdóttir, Siguröur Benediktsson, sigrún Valdimarsdóttir, Lýöur Benediktsson, Helga Valdimarsdóttir. Rósa Benediktadóttir, og barnabörn. + Þökkum innllega auösýnda samúö viö fráfall fööur okkar, tengdafööur og afa. GUNNARS STEFANSSONAR Eyrarvegi 3, Grundarfiröi Elfs Gunnarsson, Hjálmar Gunnarsson, Garðar Gunnarsson, Sigrún Gunnarsdóttir, Sigurlfn Gunnarsdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Jóhann Gunnarsson, Snorri Gunnarsson, Þórarinn Gunnarsson, Ragna Gunnarsdóttir, Helga Árnadóttir, Ólöf Pétursdóttir, Hallvaröur Kristjánsson, Njáll Gunnarsson, Svala Guömundsdóttir, Ingibjörg Kristinsdóttir, Finnbjörg Jenssen. og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.