Morgunblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ1980 29 Leiðinlegasta starf bóndans eru drápin Heldur þú, að það sé einhver kyrrstaða til? Eins og ég hef áður sagt, þá trúi ég á lífið og hreyfanleikann. Ég held, að það sé engin kyrrstaða til nema dauðinn. Það leiðinlegasta sem ég geri, er að drepa skepnurnar, vini mína og ég er sannfærður um að margir bændur eru mér sammála í þessu efni. Eitt af þeim verkum sem ég er ánægðastur með um dagana, er trjágarður sem ég hóf að rækta hér upp eftir 1930. Það þótti ekki sérlega búmannslegt í þá daga að taka hálfa dagsláttu af ræktan- legu landi undir trjágarð, en ég gerði það nú samt og er stoltur af þessum garði, sem er mér mikill yndisauki. Hefur þú einhverja sérstaka lífsskoðun Guðmundur? Mín lífsskoðun er sú, að ég álít alla menn jafnréttháa, ég ber umhyggju fyrir hinum minni máttar og ég ber virðingu fyrir öllum mönnum, án tillits til starfsheita. Hefur verið með börn frá 1932 Hvernig stóð á því að þú byrjað- ir með barnaheimili? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á börnum, og það má segja að hér hafi verið börn frá 1932, þrátt fyrir að í þá tíð hafi þetta ekki verið kölluð barnaheimili. Til að byrja með var þetta ekki stórt í smíðum en með tímanum fjölgaði hjá okkur á sumrin og eftir 1966 voru hér á hverju sumri 70—80 börn. Til þess að geta hýst allan þennan fjölda þurfti ég að byggja mikla viðbyggingu, sem nú stendur auð, en ég hætti alveg með þetta fyrir örfáum árum. Ástæðan var sú að kona mín Anna S. Gunnarsdóttir, bilaði á heilsu, en auk þess vorum við bæði orðin þreytt á þessu, því eins og allir geta gert sér í hugarlund, þá gengur ekki lítið á, með þennan fjölda barna. Dætur okkar þrjár hjálpuðu okkur einnig mikið og auk þess var hér á annan tug starfsfólks þegar mest var. Hvernig gekk ykkur að hafa stjórn á þessum fjölda? Þetta gekk allt saman vel og við lögðum okkur í framkróka við að ná persónulegu sambandi við hvern og einn. Einnig hef ég alltaf verið á móti dagskráruppeldi, hér var allt hæfilega frjálslegt en góður agi samt. Hafa krakkarnir, sem hér voru, samband við ykkur? Já, mörg gera það og ég hef alla tíð haft ákaflega gaman af því að fylgjast með uppvexti þess fólks sem hér var. Sumir koma hér í heimsóknir og sýna okkur vinahug á margan hátt. Hliðið hér heima að bænum er t.d. gjöf frá manni sem hér var, en hann heitir Garðar Ingjaldsson og starfar sem járnsmiður á Akureyri. Hefur þú trú á að byggð haldist í öllum sveitum landsins? Ég vona það svo sannarlega. Ég hef þá bjargföstu trú að sveita- menning verði að lifa og það sé af þeim sökum lífsspursmál fyrir okkur að byggð grisjist ekki. Við getum að sjálfsögðu nýtt okkur verkmenningu með því að framleiða í stærri einingum, en við töpum þá ýmsu í staðinn. Ég álít að fjölþætt menning sé undir- staða heilbrigðrar hugsunar með- al Islendinga og ég er viss um að fólk framtíðarinnar mun aldrei fyrirgefa okkur, ef fólk verður hrakið úr sveitum með einhverj- um aðgerðum. Það er því okkar hlutverk að finna einhverja leið til þess að hægt sé að búa í sem flestum sveitum landsins. Það tekur 20 tjöld og er staðsett við sundlaugina. Þar er fullkomin aðstaða, bæði heitt og kalt vatn auk salernisaðstöðu. Hvað gerið þið fyrir unglinga? Við höfum haft opið hús tvisvar í viku, þar sem unglingarnir geta spilað borðtennis, hlustað á tónlist o.fl. Þessi starfsemi fer fram í safnaðarhúsinu, en hér er einnig rekinn siglingaklúbbur sem ungl- ingarnir hafa mikinn áhuga á. Vinabæjartengslum komið á Hvernig er öldrunarmálum háttað hér? Þau mál eru í höndum félags- málastjóra og ég get sagt, að þar hefur að mínu viti ágætlega verið að málum staðið. Hér hefur verið komið á fót heimilisþjónustu fyrir aldraða og er einn starfskraftur í fullu starfi við það. Eftirspurnin hefur verið svo mikil, að við verðum að bæta við starfskrafti á næstunni. Á sl. vetri var stofnað hér Félag eldri borgara á Sauðárkróki og hefur það starfað með miklum blóma. Haldnar hafa verið sam- komur hálfsmánaðarlega, þar sem gamla fólkið gerir sér ýmislegt til dundurs. Nýlega hafa sams konar félög verið stofnuð á Hofsósi og á Siglufirði og er hugmyndin sú, að félögin heimsæki hvert annað og komi þannig á samgangi á milli fólksins á þessum stöðum. Er þetta ánægjulegt starf? Já, það get ég fullyrt og kostur- inn við að vera á litlum stað eins og Sauðárkróki er sá, að maður er í miðri hringrás framkvæmdanna og er því í betri tengslum við starfið og bjæarbúar allir fylgjast betur með framgangi mála. Að síðustu get ég minnst á, að við höfum nýlega tekið upp vina- bæjatengsl við bæi á Norðurlönd- um. Bæjarstjóri og forseti bæjar- stjómar fóru nýlega utan í þess- um tilgangi og hefur nú verið komið á tengslum við bæi á öllum Norðurlöndunum. Slík tengsl eru mjög mikilvægur hvati t.d. fyrir unglingana til að taka þátt í æskulýðsstarfsemi, þar sem heimsóknir á milli vinabæja eru alltaf möguleiki. Samsvörun við báru sem brotnaði Sveinbjörn Þ.: Hvitt á forarpolla. Teikningar eftir Ásgeir Lár- usson. Letur 1979. Sveinbjörn Þorkelsson sem skrifar sig Sveinbjörn Þ. hefur áður sent frá sér Ljóð innan glers (1978). Hvitt á forarpolla er ljóðaflokk- ur um Reykjavík þar sem borgar- lífi er lýst í fáorðum myndum, áhersla lögð á að segja ekki of mikið. En höfundurinn er skorin- orður um það sem ekki fellur honum í geð, til dæmis sölu- mennsku fánýts glingurs fyrir jólin og lífsgæðakapphlaupið al- ræmda sem ung skáld þreytast ekki á að hafna. í raun er þetta mjög yfirlætis- laus bók skreytt lítt áberandi vinjettum eftir Ásgeir Lárusson. Höfundurinn virðist vera að æfa Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON sig í ljóðrænu máli og tekst það í raun ekki illa, en segir fátt sem kemur á óvart. Hér er eitt besta dæmið úr bókinni: Jörðin h v í t við ægissíðu húsin hvít minnismerki samsvörun við báru sem brotnaði við ægissíðu í halla handan götu híma skúrarnir bátar menn samsvörun við hafinu húsin fólk og hafið málverk í stofu þess h v í t t á forarpolla Philíps feróafélaginn ZTakið uppáhalds- spóluna með og Philij •> N 2206 sér um ánœgjuna. Kassettu- tœki fyrir rafhlöðw og 220 v. Innbygg&t r Mjóðnemi. Ól yfir öxl- ina og kassetta fylgir. /Ferðaútvarpstækið í vasann er Philips AL 172 fyrir rafhlöður. Lb. Mb. Heymartæki fylgir. Tilvalið i gönguferðina. /Litli ferðafélaginn er Philips N 2002 kassettutækið. Inn- byggður hljóðnemi. Rafhlöður. Kassetta fylgir. Gott verð. Spennubreytir fylgir. Sjónvarp líka í feröina / Philips ART 60 er allt í / senn, útvarp - stereo - — segulband og sjónvarp. Bæðifyrir rafmagn og rafhlöður og getur því fylgt þér hvert sem er. i s ZVanti þig sambyggt útvarp og segulband er Philips AR 073 mik- ill ferðagarpur. Lb. mb. fm. Rafhlöður 220 v. Tónstilling. Endastopp — hraðspól- un og innbyggður hljóðnemi. Auka- tengingfyrir hljóð- nema, plötuspilara eða annað. Kassetta fylgir. Minnsti morgun- haninn er vafalaust Philips AS 100 ferða- útvarpsklukkan. Fm. Mb. Rafhlöður. 2h tíma minni. Vekur aftur og aftur með út- varpi eða hringingu. heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.