Morgunblaðið - 31.07.1980, Page 14

Morgunblaðið - 31.07.1980, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ1980 Stefán Svavarsson lögg. endurskoðandi: Nú þegar í hönd fer sá tími, að skýrust verður álagningargleði stjórnvalda, er ekki úr vegi að leiða hugann að einum af mörgum sköttum hins opinbera. Sá skatt- ur, sem ég sé ástæðu til að fara nokkrum orðum um, er eignar- skatturinn. Því er stundum haldið fram, að erfitt sé að afnema skatta, sem einu sinni hafi verið lagðir á. Efiaust er margt til í þessu, og það svo, þótt aðeins sé tekið tillit til þeirra skatta, sem átti að leggja á um stuttan tíma. Umræðan um að afnema skatta hefur að vísu sjald- an verið um eignarskattinn og er það aðalástæðan til þess, að ég sting nú niður penna. Vonandi tekst mér að færa rök fyrir því að það eigi vel við. Fyrst vil ég ræða nokkur atriði, sem snerta álagningu eignar- skatts á lögaðila og síðan fjalla lítillega um eignarskatt á ein- staklinga. I álagningu sumarið 1978 var eignarskattur á lögaðila 0,8%. Haustglaðningur stjórnvalda til skattgreiðenda sama ár bar með sér tvöföldun eignarskattsins og varð hann því 1,6%. Næsta ár þótti ekki ástæða til að lækka hann aftur og var hann því óbreyttur í álagningu 1979. Endurmat fastafjármuna skv. nýju skattalögunum réð því senni- lega, að skatturinn var lækkaður í 1,2%, sem gildir fyrir álagningu þessa árs. Sú lækkun er þó hvergi nærri nóg til að vega á móti endurmatinu, svo eignarskattur- inn mun hækka verulega í ár. Af þessu sést, að löggjafinn virðist vart vera að hugleiða lækkun eða niðurfellingu eignarskattsins. Rétt er að minnast þess, að fyrstu ár eignarskattsins var hann í prómillum, svo ekki er gott útlit fyrir þá, sem bíða eftir afnámi eignarskattsins. Eignarskattur lögaðila er lagð- ur á hreina eign, þ.e. mismun eigna og skulda í lok hvers árs. Undanskilið frá hreinni eign í þessu sambandi er þó hiutafé eða stofnfé eftir því sem við á. Af þessu ætti að vera ljóst, að eignarskattur er lagður á nánast sama stofn aftur og aftur. Breyt- ingin á stofni frá ári til árs ræðst að mestu af afkomu viðkomandi árs. Hér er því ekki um tvísköttun að ræða, eins og víða erlendis þykir óhæfa, heldur margsköttun. Einhver myndi eflaust kjósa að kalla álagningu eignarskatts eignaupptöku. Því til skýringar er þetta dæmi: Ef fyrirtæki, sem á eina eign og skuldar ekkert, er rekið þannig, að tekjur og gjöld (án eignarskatts) eru jafn há, verður eign fyrirtækisins smám saman að engu vegna eignar- skattsins. Að einu. leyti má segja, að álagning eignarskatts sé tvískött- un. Eignarskattur er lagður á stofn, sem áður er búið að leggja tekjuskatt á. Hrein eign, önnur en hlutafé, myndast af uppsöfnuðum ágóða sem tekjuskattur var lagður á þegar ágóðinn varð til. Hér verður að undanskilja uppsafnað- an ágóða sem lagður er í skatta- legan varasjóð. A hann er Iagður eignarskattur en tekjuskatt er ógert að leggja á. í þessu sam- bandi er þó rétt að taka fram, að bókfærð hrein eign getur að hluta til verið mynduð af endurmati varanlegra rekstrarfjármuna. Ef lögaðilar hafa notað heimildir til útgáfu jöfnunarhlutabréfa er gild ástæða til að ætla, að eignarskatt- ur sé einvörðungu lagður á skatt- lagðan ágóða, með þeirri undan- tekningu, sem nefnd var. Álagning eignarskatts veldur því bæði marg- og tvísköttun. Undanfarin ár hefur eignar- skattur verið verðtryggður, ef svo má segja, að svo miklu leyti sem hann var lagður á fasteignir lögaðila, því hann var lagður á fasteignamat í lok hvers árs. Með nýju skattalögunum eru ekki ein- göngu fasteignir færðar til „raun- virðis“ heldur jafnframt allir var- anlegir rekstrarfjármunir. Þannig er ljóst, að eignarskatturinn hækkar af þessum sökum allveru- lega ef ekki hafa verið nýttir að fullu möguleikar til útgáfu jöfn- unarhlutabréfa. Ástæða er til að ætla, að sú heimild hafi ekki verið nýtt því hún veldur tilflutningi á eignarskatti á hluthafa en hjá þeim eru hlutabréf ekki undan- þegin eignarskatti. Löggjafinn hefur ekki ennþá séð nægilega ástæðu til þess að hvetja menn til að festa peninga í hlutabréfum eins og hann hefur t.d. gert með spariskírteini ríkissjóðs. Skv. eldri skattalögum veitti greiddur eignarskattur frádrátt til tekjuskatts. í nýju skattalögun- um er ekki að finna sambærilegt ákvæði og því er ekki einasta, að eignarskatturinn hækkar vegna endurmats varanlegra rekstrar- fjármuna og hækkunar skattstig- ans frá 1977 heldur kemur skatt- urinn jafnframt til íþyngingar atvinnurekstrinum þar sem frá- dráttarbærni hans hefur verið felld brott úr lögum. Einn aivarlegasti gallinn, að mínu mati, við eignarskattinn er sá, að ekki er tekið tillit til afkomu við álagningu hans. Það skiptir sem sé engu máli hvort aðili hefur haft hagnað eða ekki. Þessu til skýringar vil ég taka eftirfarandi fram: Það er mat þeirra, sem til þekkja, að reikningsskil samin eftir nýju skattalögunum, leiði til Stefán Svavarsson réttari niðurstöðu um afkomu lögaðila en eldri lög, þó undan- tekningar geti verið þar á vegna einföldunarforsendna sem lögin byggjast á. Þannig táknar hagn- aður skv. skattalögunum, að rekstraraðili er betur settur en hann var ári áður og tap táknar, að hann er verr settur. í þessu sambandi er rétt að taka skýrt fram, að umræddur hagnaður eða tap hefur ekki að geyma heimild- arákvæði skattalaganna um sér- stakar afskriftir fastafjármuna, birgða og útistandandi skulda. Það má kannski halda því fram, að skaðlaust sé að ieggja eignar- skatt á þann aðila sem græðir, en ég er ekki þeirrar skoðunar. Vand- fundin eru hins vegar rök fyrir því að leggja eignarskatt á þann, sem hefur tapað. Með vísan til þess, sem að framan er rakið um ágæti rekstrarniðurstöðu skattalaganna virðist ljóst, að löggjafinn sér ástæðu til þess að auka á eymd þess aðila, sem tapar, og gera honum enn erfiðara fyrir en hann hefur gert sér sjálfur, að svo miklu leyti sem hann á sök á tapinu. Það er auðvitað sjónarmið að hvetja þá rekstraraðila, sem tapa, til að hætta rekstri. Hvergi hefur þó komið fram, að það sé ástæðan til álagningar eignar- skatts. Að endingu um eignarskatt lög- aðila mætti kalla það skemmtilega bíræfni af löggjafanum að leggja eignarskatt á fasteignamat leigu- lóða, en eins og sú nafngift gefur til kynna eiga skattþegnar ekki slíkar lóðir. Þetta á reyndar líka við um einstaklinga. Um eignarskatt einstaklinga er það að segja, að bæði er um tví- og margsköttun að ræða eins og hjá lögaðilum. Löggjafinn sýnir þó einstaklingum þá tillitsemi, að þeir megi eiga eignir að ákveðnu marki án álagningar eignarskatts. í ár eru þessi skattfrelsismörk 15 milljónir hjá einstaklingi en 30 milljónir hjá hjónum. Þó geta menn átt meira án álagningar eignarskatts ef þeir hafa fest peninga í banka eða keypt spari- skírteini ríkissjóðs. Þannig virðist ljóst, að löggjafinn vill frekar, að menn festi peninga í banka, eins og það hefur verið skynsamlegt, fremur en að kaupa fasteign, að ekki sé talað um hlutabréf, svo sem að framan er rakið. Eitt dæmi ætla ég að láta duga um óréttmæti eignarskatts á ein- staklinga að frátaldri margskött- un og tvísköttun. Ef heimavinn- andi húsmóðir missir mann sinn, sem vann úti, er líklegt að tekjur hennar lækki verulega og hún sé því vanhæfari til að greiða skatta en áður. Um þetta atriði hefur löggjafinn komist að þveröfugri niðurstöðu, því skattfrelsismörk lækka og henni er gert að greiða hærri eignarskatt en þegar maður hennar var á lífi, jafnvel þótt tekjur séu minni. Vandfundin eru skynsamleg rök fyrir þessu. Einna helst virðist löggjafinn vera að segja við ekkjuna: „Komdu þér út — farðu í minni íbúð.“ Það kann vel að vera, að það megi finna rök fyrir svona hegðun löggjafans en tæpast geta þau verið mannúðleg. Áuðvitað er enginn skattur sið- laus, en það getur verið siðlaust að leggja suma skatta á. „Siðlausi44 skatturinn Páll Skúlason prófessor: Um veitingu fréttamannsstöðu Opið bréf til yf irstjórnar útvarpsins Á herðum þeirra sem fara með vald til að veita mönnum störf eða stöður hvílir mikil ábyrgð. Hún er sprottin af þeim siðalögmálum, skráðum og óskráðum, sem um slíkar veitingar gilda. Meginsiða- reglan er sú að kynna sér vandlega hæfni umsækjenda og láta ekki annarleg sjónarmið ráða úrslitum um ákvörðunina. Annarleg eru öll sjónarmið annað en það eitt, að hæfasti umsækjandinn hljóti starfið. Þegar slík sjónarmið ráða getur ákvörðunin verið tekin af ábyrgðarleysi (eins og þegar menn viðurkenna ekki siðalögmálin sem gilda í raun um breytni þeirra). Ákvörðunin getur einnig verið tekin af yfirsjón (svo sem ef menn vanrækja að kynna sér málavexti nægilega). Hún getur ennfremur verið vísvitað brot á siðalögmál- inu, ranglæti. Mér er ekki ljóst hvort sú ákvörðun útvarpsráðs og útvarps- stjóra að horfa framhjá Halldóri Halldórssyni, fréttamanni, við veitingu stöðu fréttamanns á fréttastofu hljóðvarps, fellur und- ir ábyrgðarleysi, yfirsjón eða vís- vitað ranglæti. Á það er erfitt að fallast að störf æðstu stjórnenda ríkisút- varpsins einkennist af ábyrgðar- leysi. Slíkt virðist of ótrúlegt til að geta verið satt. Nánast rökfræði- leg mótsögn. Mér er ekki kunnugt um með- ferð málsins í útvarpsráði nema af lauslegri afspurn. Eg get því ekki annað en getið mér til um forsend- ur og vinnubrögð ráðsins. Megin- staðreyndir málsins eru hins veg- ar ljósar og niðurstaðan: Þeim umsækjanda, sem hefur bersýni- lega mestu reynslu og menntun í starfsgreininni og fréttastjóri hljóðvarps mælir því með, er hafnað. Það blasir við að vinnu- brögð útvarpsráðs eru alvarlega ámælisverð, svo ámælisverð að ekki verður annað séð en að útvarpsráðsmenn hafi brugðist skyldu sinni. Hver borgari þessa ríkis hefur siðferðilegan rétt til að fá skýringu á þessum vinnubrögð- um. Slíkrar skýringar er hér með óskað. Páll Skúlason. Páll Skúlason prófessor. Þessi ungmenni gáfu Styrktarfélagi vangefinna ágóða af hlutaveltu er þau héldu nýverið að Kaplaskjóísvegi 93, alls 16.100 krónur. bau heita: Björg Kristín Sigþórsdóttir. Stefán Emil Jóhannsson, Sigþór Gunnar Sigþórsson og Andri Sigþórsson. FIMMTÁN ára piltur i Montre- al I Kanada, sem er að setja á stofn alþjóðlegan pennavina- klúbb óskar að komast I sam- band við ungt fólk á aldrinum 14—19 ára: Brian Le Gassick, 4445 Graham Drive, Pierrefonds, Quebec, Canada H9H 3R1 Bandaríkjamaður óskar að skrif- ast á við konur á aldrinum 18-29 ára: Larry Saska 5420 W Potomac Ave, Chicago, Ulinois 60561, U.S.A. Sextán ára bandarískur piltur óskar eftir bréfasambandi við jafnaldra sína: Thom Wall, 32 Clairrissa Drive, Chelmsford, 01824 Massachusetts, USA Rúmlega tvítug vestur-þýzk stúlka með áhuga á ljósmyndun, frímerkjasöfnun, lestri góðra bóka, ferðalögum o.s.frv. Skrifar á ensku, þýzku eða sænsku: Lis Könnecke, Mansteinstrasse 33, D-2000 Hamburg 20, Deutschland. Fimmtán ára sænsk stúlka með margvísleg áhugamál: Eva Svartz, Tvárgatan 5, 14900 Nynáshamn, Sverige. Þrettán ára V-þýzk stúlka, skrif- ar á ensku og þýzku: Alexandra Tesche, Brúhler Berg 4, 5650 Solingen 1, Deutschland. TVÆR V-ÞÝZKAR stúlkur. 16 ára, er báðar rita á ensku, óska eftir pennavinum hér á landi: Martina Cziczkat, Drostestrasse, 36, 3000 Hannover 1, W-Germany. Pirko Krúger, Goebenstrasse 45, 3000 Hannover 1, West Germany.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.