Morgunblaðið - 13.08.1980, Síða 1

Morgunblaðið - 13.08.1980, Síða 1
32 SÍÐUR 180. tbl. 67. árg. MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Stjórn innan 10 daga í Iran HINN nýi forsætisráðherra ír- ans, Mohammad Ali Rajaie, sagði i gær, að hann ætti að geta myndað stjórn innan 10 daga og aðalsmerki stjórnar hans yrði órjúfandi tryggð við Khomeini trúarleiðtoga. Stjórnarmyndun mun ryðja úr vegi síðustu hindr- uninni, sem er í vegi fyrir þingumræðum um gislamálið. Ceausescu reynir að sætta aðila Búkarest, 12. ágúnt. AP. NICOLAE Ceausescu, Rúm- eniuforseti, býr sig greinilega undir tilraun til að leysa deilu ísraelsmanna og Eg- ypta samkvæmt heimildum i Búkarest i dag. Ceusescu hefur gefið til kynna að hann hafi misst trúna á samkomulaginu í Camp David og í Búkarest er talað um nýtt „frumkvæði" frá forsetanum. í Washington skoraði bandaríska utanríkisráðun- eytið í dag á Egypta og Israelsmenn að taka að nýju upp viðræður um þalestínska heimastjórn þrátt fyrir sjálf- helduna út af Jerúsalem. Ráðuneytið vildi ekkert segja beiniínis um nýbirt bréf Menachem Begin, forsætisráð- herra, til Anwar Sadats for- seta þar sem hann ítrekar að ísraelsmenn muni aldrei af- sala sér yfirráðum yfir allri borginni. Vonir um frið verða að engu ef Israelsmenn neita að semja um afdrif Jerúsalem og leggja niður byggðir Gyðinga á her-. teknum svæðum sagði Sadat í bréfi því sem hann sendi þegar hann sleit viðræðunum. Bréfið var birt í dag. En Rajaie lét ekkert uppi um afstöðu sína i gíslamálinu á blaðamannafundi í dag. Margir leiðtogar islamska byltingar- flokksins vilja „njósnaréttar- höld" gegn gíslunum, sem hafa verið 283 daga í haldi. Teheran-útvarpið skýrði í dag frá meiriháttar átökum í Kúrd- istan og það er ein vísbending um einn mesta vanda nýrrar stjórn- ar — ókyrrð nokkurra þjóðar- brota í íran. Útvarpið sagði að 155 „árás- armenn" hefðu verið felldir í bardögum nálægt bænum Baneh í Vestur-íran á sunnudaginn. Það sagði, að uppreisnarmenn hefðu áformað árás á setuliðið í Baneh. Þetta munu vera einhver mestu átök á síðari mánuðum, en fréttin er óstaðfest. í London komu 49 af 68 írönum, sem hafa verið í haldi síðan þeir tóku þátt í uppþotum hjá bandaríska sendiráðinu í síðustu viku, aftur fyrir rétt. Þeir neituðu enn að segja frá nöfnum sínum og heimilisföngum og veif- uðu til stuðningsmanna á áhorf- endapöllum. Tuttugu voru látnir lausir gegn 60 punda tryggingu. ' T./ * ** T- *'t' •«.*»»• * Heimalningur, hrafn og hundur, barn og svo blikkbelja í baksýn. Sauðanes, Langanesi, N- Þing. Ljósm. Emilía. Afríku Jóhannesarhorg. 12. ágúat. AP. TVEIR blökkumenn biðu bana þegar handsprengja sprakk i hverfi auðugra hvitra manna i Jóhannesarborg i dag. Lögregla umkringdi húsið eftir sprenginguna, sem varð í vistar- verum þjónustufólks í sérálmu Annar þeirra sem fórst var kvæntur þjónustustúlku og menn- irnir sprungu í tætlur. Sprengjan var af suður-afrískri gerð og rannsókn fer fram. Skammt frá Höfðaborg var hvítur maður grýttur til bana í dag. Maðurinn, George Beeten, fluttist ásamt konu sinni til Suð- ur-Afríku fyrir sex mánuðum frá Zimbabwe „til að búa í öruggu og friðsamlegu landi“. Beetem var annar tveggja hvítra manna, sem létust af sárum af völdum þlökkumanna þegar þeir efndu til nýrra óeirða í Höfðaborg og nágrenni. Óeirðirn- ar stóðu í sambandi við tilraun lögreglu til að brjóta á bak aftur tilraun blökkumanna til að hundsa strætisvagna og ferðast með öðrum farartækjum. Carter reynir að ná sáttum við Kennedy Frá (réttaritara MorKunbladsins, önnu Bjarnadóttur, New York í gær. JIMMY Carter forseti einbeitti sér að því i dag, eftir að endurtilnefning hans var orðin örugg, að koma á sáttum við keppinaut sinn, Edward Kennedy. sem hefur viðurkennt ósigur, áður en kosningabaráttan gegn repúblikönum hefst í haust. Stefnuskrá flokksins er á dagskrá flokksþingsins í dag og Kennedy berst fyrir „raunverulegri demókrata- stefnu". Kennedy ávarpar þingið í kvöld og ræðir efnahagsmál, aðal- ágreiningsmál hans og forsetans. I umræðunum í kvöld vann Kennedy nokkurn sigur þegar samþykkt var stefnuskráratriði þess efnis, að flokkurinn muni láta baráttu fyrir Verkföll breiðast ennþá út í Póllandi Varsjá. 12. ágúst. AP. Fáir strætisvagnar voru á götum Varsjár í dag vegna verkfalls flutningaverkamanna, hins siðasta af mörgum ólöglegum verkföllum, sem skekja pólska hagkerfið og stjórnmálakerfið. Embættismenn minnast hinna blóðugu verkfalla.sem leiddu til hreinsana í stjórninni 1970 og 1976 og hafa komið nokkuð til móts við verkamenn, sem hafa lagt niður vinnu á um 200 vinnu- stöðum á undanförnum sex vikum og krafizt launahækkana, aukins framboðs á matvælum og fleiri leiðréttinga. Andófsmenn segja að verka- menn hafi lagt niður vinnu í þremur af 10 strætisvagnamið- stöðvum höfuðborgarinnar, en fá- ir vagnar voru á ferli. Sumum vögnum óku menn sem hlupu í skarðið, en þeir urðu stundum að biðja farþega að vísa sér til vegar. Embættismenn sögðu, að stjórnir fyrirtækja semdu við bíl- stjórana en það er orðin almenn regla, þar sem verkamenn snið- ganga verkalýðsfélög sín og mynda eigin „verkfallsnefndir". I þessu felst raunveruleg viður- kenning á hinum nýju samtökum verkamanna að sögn kunnugra. Verkamönnum hefur tekizt að semja um 10—20% kauphækkan- ir, en óttazt er að þessar hækkanir séu eins konar tímasprengja. Pólverjar skulda um 20 milljarða dollara í hörðum gjaldeyri og kauphækkanir geta haft í för með sér aukinn skort á peningum til að mæta hallanum. í Lodz biðu yfirvöld jafnvel ekki eftir verkföllum og þuðu verka- mönnum 10% hækkun, þegar fréttist að þeir væru óánægðir. Verkföll hafa farið fram í Krasn- ik, Zyrardow og Ostrow. Flutn- ingaverkamenn í Eystrasaltsborg- unum Gdansk og Gdynia fengu næstum tafarlausa launahækkun eftir stutta vinnustöðvun. Fréttir hafa einnig borizt um verkföll frá Chelm, Swidnik, Lubartow, Sandomierz, Stalowa, Wola, Miel- ec, Tczew, Zabierzow og fleiri borgum. fullri atvinnu ganga fyrir í innan- landsmálum. Felld var tillaga hans um almannatryggingar. Aðstoðarmenn Carters og Kenne- dys ræddust við í dag um fyrirkomu- lag samningaumleitana, sem Jody Powell, blaðafulltrúi sagði að færu fram til að útkljá stefnuágreining. Þótt aðstoðarmenn Carters létu í ljós bjartsýni um að sættir tækjust, ítrekuðu þeir að enn bæri mikið á milli. Einn þeirra, Jack Watson, sagði að Carter væri ennþá mótfallinn kröfu Kennedys um 12 milljarða dollara framlag til að tryggja atvinnu og verðlags- og kaupgjaldseftirlit. And- rew Young, fyrrum SÞ-sendiherra, gaf þó í skyn að Carter gæti samþykkt málamiðlun, þar sem lýst yrði með almennu orðalagi stuðningi við ráðstafanir gegn atvinnuleysi, án þess að tilgreina 12 milljarða dollara Kennedys. Margir stuðningsmenn Kennedys brugðust illa við ósigri hans og hóta að sitja heima i kosningunum eöa að kjósa John Andersson. Stuðnings- menn Carters samþykktu fyrir nokkru að Kennedy ávarpaði þingið og það var liður í tilraununum til að ná fram sáttum. í utanríkismálum hefur Kennedy gagnrýnt stjórn Carters fyrir að draga um of taum PLO, og hann telur að ísraelsmenn og Egyptar séu einfærir um að jafna deilur sínar. Kennedy er andvígur herskráningu og MX-kjarnorkueldflaugum, sem Carter hefur leyft smíði á. Nánari fréttir frá flokksþingi demókrata: Sjá bls. 14. KENNEDY HÆTTIR — Edward Kennedy tilkynnir á flokksþingi demókrata i New York með Joan konu sina sér við hlið, að hann hafi ákveðið að hætta við að gefa kost á sér sem forsetaefni demókrata 1980, þegar tillögur hans um breytingar á þingsköpum höfðu verið felidar á þinginu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.