Morgunblaðið - 13.08.1980, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1980
A ferö um Eyjafjörö: Texti. Hjörtur Gíslason Ljósmyndir: Kristinn ÓLafsson
Steinhólaskáli er veitinga-
staður innarlexa í Eyjafirði og
búa þar hjónin Helga Her-
mannsdóttir ok Kristján
Óskarsson ásamt yngstu dótt-
ur sinni Kristjönu. bau reka
þarna greiðasölu allan ársins
hring ok hafa Kert i fimm ár,
en áður hjuggu þau á Grænu-
hlíð í Eyjafirði. Er blaðamað-
ur Mbl. var þar á ferðinni þáði
hann veitintfar hjá þeim ok
rabbaði lítillcKa við þau.
„Okkur finnst
gaman að þessu“
Við opnuðum þennan stað
fyrir rétt rúmum fimm árum
og fórum þá smátt af stað, en
síðan hefur þetta undið smám
saman upp á sig. Áður bjuggum
við hér á næsta bæ, Grænuhlíð,
en urðum bæði sjúklingar og
gátum ekki búið lengur. í stað
þess að leggja upp laupana,
ákváðum við að reyna þetta. Þó
staðsetningin sé ekki upp á það
bezta, við erum jú ekki við
hringveginn, hefur þetta gengið
Hjónin i Steinhólaskála.
Helga Hermannsdóttir og
Kristján Óskarsson ásamt Krist-
jönu dóttur sinni.
hafi ekki búizt við því í upphafi,
að hann yrði langlífur.
Helga bakar allt brauð, sem
við erum með hér og fólki hefur
líkað það vel. Við höfum lítið
auglýst, en einu sinni auglýst-
um við í útvarpinu, „kosninga-
lummur með kaffinu" og það
yfirfylltist allt hjá okkur, svo
það virðist, sem staðurinn sé að
verða nokkuð þekktur.
Þyrftum helzt að
slappa af í miðri
viku eftir helgar-
ösina
Það sem háir okkur nokkuð
mikið, er að um helgar er alltaf
Hjónin á
Steinhólaskála:
Höfum
ævinlega
verið talin ævintýrafólk,
vel. Akureyringar og aðrir Ey-
firðingar koma hér mikið um
helgar og reykvísk hjón sögðu
okkur, að þetta væri eins konar
Hveragerði Akureyringa. Við
höfðum gaman af að heyra
þetta, það kitlaði svolítið hé-
gómagirnd okkar. Vegurinn úr
Eyjafirðinum upp á hálendið
liggur hér hjá og þeir, sem um
hann fara, koma venjulega við
hjá okkur. Ef þessi vegur yrði
lagaður vænkaðist hagur okkar
verulega.
Við höfum ævin-
lega verið talin
bjartsýnisfólk
Við höfum ævinlega verið
talin bjartsýnisfólk, og ef svo
væri ekki, hefðum við heldur
aldrei lagt út í þetta, við erum
því einnig bjartsýn á framtíð-
ina. Við höfum heyrt út undan
okkur að fólk sé ánægt með
staðinn og sveitafólkið vill
ógjarnan missa hann, þó það
eða eitthvað
svolítið
klikkuð
yfirfullt, en daufara í miðri
viku. í fyrra þurfti Helga helzt
að slappa af alla virku dagana
til að jafna sig eftir ösina um
helgina og undirbúa þá næstu.
Það hefur verið heldur minna
um ferðamenn í ár en í fyrra,
en Akureyringarnir hafa engan
bilbug látið á sér finna, þeir
spara heldur bílana í bænum og
fara síðan út að aka um helgar.
Höfum kannski
aldrei dansað á
rósum, en alltaf
gengið vel
Við höfum ævinlega verið
talin ævintýrafólk, eða eitthvað
svolítið klikkuð og það þótti til
dæmis ekki sérlega gáfulegt,
þegar við keyptum Grænuhlíð,
sem hafði verið í eyði í fjórtán
ár og var nær alveg húsalaus og
túnið gaf aðeins af sér eitt og
hálft kýrfóður, en það tókst nú
samt og nú gengur þessi „vit-
leysan" bara vel. Við höfum
kannski aldrei beinlínis dansað
á rósum, en alltaf komizt vel af.
Það er gaman að .vera bóndi
og eiga jörð hér í Eyjafirði, eða
hvar sem er. Bóndastarfið er
ábyggilega skemmtilegasta
starf, sem hægt er að hugsa sér.
Við héldum, þegar við byrjuð-
um hér, að nú gætum við átt
rólega daga í ellinni, en það var
nú eitthvað annað. Þetta er
miklu erilsamara en búskap-
urinn og auk þess meira bind-
andi, en okkur finnst þetta
skemmtilegt engu að síður.
Hér kemur skemmti-
legt og kurteist
fólk
Steinhólaskáii, eini veitingastaður landsins þar sem gestir fara venjulega úr skónum?
Hingað kemur gott og kurt-
eist fólk og hér hafa aldrei
orðið nein læti. Okkur er einnig
sagt, að þetta sé eini veitinga-
staðurinn, þar sem fólk fer
venjulega úr skónum, áður en
það kemur inn. Á veturna
höfum við einnig opið, þá er
alltaf dálítill reitingur og
okkur hefur ekki fundizt, að við
höfum getað brugðið okkur frá,
en einu sinni fórum við frá einn
seinnipart til að vera við brúð-
kaup yngsta sonar okkar og
fengum ákúrur fyrir hjá við-
skiptavinum okkar. Yngsta
dóttir okkar er hér hjá okkur
og hefur verið okkur mikil stoð
og stytta.
Við erum einnig hér með
olíu- og benzínsölu fyrir OLÍS
og þeir segja okkur að við
seljum næst mest hér í Eyja-
firðinum. Hér koma menn
einnig á allskonar farartækjum
og einn maður kemur oft hér á
flugvél frá Akureyri og lendir
þá á túninu hjá okkur og einu
sinni voru hér tvær flugvélar í
hlaðinu.
Bandarískur
ísbrjótur í
heimsókn
MIÐVIKUDAGINN 13. ágúst
kemur hingað til lands isbrjótur-
inn Northwind, sem er eitt af
skipum bandarísku strandgæsl-
unnar. Mun skipið dvelja hér i
þrjá daga i Sundahöfn i Reykja-
vík. Alla dagana verður opið hús
fyrir almenning um borð, milli
klukkan eitt og fjögur siðdegis
dagana 13., 14., og 15. ágúst, og
er áhugafólk velkomið um borð
til að skoða skipið.
Northwind var hleypt af stokk-
unum skömmu fyrir lok síðari
heimsstyrjaldar. Það er af svo-
nefndri Wind-gerð ísbrjóta og er
eitt af þrem slíkum sem enn eru í
þjónustu. Skipið er áttatíu og
tveggja metra langt, 19,4 metra
breitt og djúprista þess er 8.8
metrar. Það er 3.500 tonn og er
rafmagnsdieseldrifið og hefur
10.000 öxulhestafla orku.
Northwind komst fyrst á blöð
sögunnar árið 1947, þegar það
fylgdi Richard Byrd, aðmírál, á
ferð hans á Suður-heimsskauts-
svæðið. Við þær erfiðu aðstæður
er þar mættu flota hans, sannaði
skipið ágæti sitt svo ekki varð um
villst. Síðan þá hefur Northwind
margt afrekað, meðal annars að
vera annar tveggja ísbrjóta sem
fylgdu ísbrjótnum og risaolíuskip-
inu Manhattan á leið þess gegn
um Norð-vestur sundið árið 1969.
Þá kannaði Manhattan möguleika
til þess að nota þá leið til
olíuflutninga frá lindum á land-
grunninu við Norður-Alaska.
Fréttatilkynning.
Fjölmenni
á skagfirzk-
um ættar-
mótum
llær i Skagafiröi. 11. ágúat.
MÖRG eru nú ættarmót hald-
in og fer það mjög í vöxt að
ættingjar minnist þeirra sem
fallnir eru. Ein fjögur skag-
firsk mót hafa verið haldin
nú að undanförnu og á laug-
ardag þ. 9. ágúst var á
Laugarvatni efnt til ættar-
móts Sigurlínu Gísladóttur
sem hefði orðið 100 ára 1.
ágúst, ef hún hefði lifað.
Hún var systir Sigurbjörns
Á. Gíslasonar elliheimilinu
Grund og var maður hennar
Kristinn Erlendsson kennari
og smiður frá Miðhúsum í
Óslandshlíð. Þau lifðu sinn
starfsaldur í Skagafirði, en frá
þeim er kominn mikill fjöldi
afkomenda. Á þessu móti voru
taldir 192 gestir, en fjölmenni
vantaði þó af nánum ættingj-
um, sem ekki gátu komist til
þessa móts.
Þessi mót eru til þess fallin
að auka samheldni og kynni
ættmenna, sem dreifast jafn-
vel um allt landið og þekkjast
ekki nema af afspurn. Á Laug-
arvatni var yngsti gesturinn
þriggja mánaða en sá elzti
nær áttræðu. Þess má geta, að
fyrir 12 árum, er Sigurlína
Gísladóttir andaðist átti hún
136 afkomendur. Nú geri ég
ráð fyrir, að erfitt sé að ná
réttri tölu á niðjum þessara
merku hjóna.
Björn í Bæ.