Morgunblaðið - 13.08.1980, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1980
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250
kr. eintakiö.
„Litli Stalín"
og stóri Stalín
Vegna þess að 10. maí sl. voru 40 ár liðin frá því að Bretar
hernámu ísland í síðari heimsstyrjöldinni efndu herstöðva-
andstæðingar til mótmæla gegn kjarnorkuvopnum á íslandi.
Gengu þeir grímuklæddir í hringi fyrir framan byggingu
utanríkisráðuneytisins og afhentu síðan einarðleg mótmæli sín
gegn tilvist kjarnorkuvopna á íslandi í bandaríska sendiráðinu.
Allt var þetta með hefðbundnu sniði. Fréttastofa útvarpsins skýrði
skilmerkilega frá öllu saman og las allt yfir landslýðnum, sem
henni barst frá herstöðvaandstæðingum. Og fréttastofan gerði
meira, hún tók sér fyrir hendur sjálfstæða rannsóknastarfsemi. 21.
maí var útvarpað fréttaþættinum Víðsjá og þar var haft svo mikið
við, að hringt var í stofnun í Washington, Center for Defense
Information, og starfsmaður hennar skýrði frá athugun sinni, fyrir
tilmæli útvarpsins, á því, hvort hér á landi væru kjarnorkuvopn.
Kom þá í ljós, að hér var um 5 ára gamla „frétt" að ræða.
Að loknum þessum útvarpsþætti tóku hjólin að snúast. Aðrir
aðilar en fréttastofan og herstöðvaandstæðingar hófu gagnaöflun
um málið og áróðurinn í kringum það. Fréttastofan neitaði hins
vegar að svara fyrirspurnum útvarpsráðs um vinnubrögð sín.
Fljótlega kom í ljós, að heimildamaður fréttastofu útvarpsins
var ekki „kjarnorkusérfræðingur" eins og hann hafði verið
kynntur. Hinn 30. maí gaf Center for Defense Information út
yfirlýsingu, þar sem fram kemur, að hún hefur engar sannanir
fyrir tilvist kjarnorkuvopna á íslandi og leiðir aðeins fram líkur og
vangaveltur um hernaðarlega áætlanagerð. Hinn 3. júní flytur
fréttastofa útvarpsins nýjan Víðsjár-þátt. Þar gerir hún hreint
fyrir sínum dyrum og leiðir fram innlenda og erlenda aðila, er
fullyrða að hér séu ekki kjarnorkuvopn. Þá var einnig upplýst á
öðrum vettvangi, að öll skrif útlendinga um að kjarnorkuvopn
kynnu að vera á Islandi mætti rekja til greinarinnar, sem birt var
á vegum Center for Defense Information 1975.
Ekki var þó látið staðar numið. í viðtali við Morgunblaðið hafði
forstöðumaður Center for Defense Information sagt, að ekki væri
að marka yfirlýsingar frá bandaríska utanríkisráðuneytinu nema
þær væru skriflegar. Taldi Ólafur Ragnar Grímsson, formaður
þingflokks Alþýðubandalagsins, þá óhjákvæmilegt að fá skriflega
yfirlýsingu frá Bandaríkjastjórn. Fréttastofa útvarpsins beindi
fyrirspurn um það efni til Ólafs Jóhannessonar, utanríkisráðherra,
3. júní og sagðist hann mundu leita eftir skriflegu svari. Þetta svar
var síðan birt hinn 11. ágúst. Á blaðamannafundi þann dag sagði
Ólafur Jóhannesson um viðbrögð Bandaríkjamanna: „Yfirlýsingin
útilokar algjörlega staðsetningu kjarnorkuvopna hér á landi."
Morgunblaðið hefur oftar en einu sinni vakið máls á því í
umræðum um þetta mál að undanförnu, að alls ekki væri líklegt, að
Alþýðubandalagið tæki nokkurt mark á Ólafi Jóhannessyni, þótt
hann hefði í höndunum skriflega yfirlýsingu frá Bandaríkjastjórn.
Komið hefur á daginn, að Ólafur Ragnar Grímsson telur málið
ekkert skýrara eftir gagnaöflun utanríkisráðherra. Hefur frétta-
stofa útvarpsins gefið Olafi Ragnari áberandi langan tíma til að
útlista viðhorf sín til starfa utanríkisráðherra og nefnir hann Ólaf
Jóhannesson nú „litla Stalín" í útvarpsfréttum. Ólafur Ragnar
heldur fast við, að hér séu kjarnorkuvopn og ber nú fyrir sig „tvo
fyrrverandi bandaríska hershöfðingja", eins og hann kallar þá, en
þar er í raun um að ræða forstjóra og aðstoðarforstjóra Center for
Defense Information. Aldrei hefur erlend stofnun haft jafn ötulan
blaðafulltrúa í þjónustu sinni hér á landi með jafn greiðan aðgang
að fréttastofu útvarpsins.
I stuttu máli hafa hér verið rakin höfuðatriði kjarnorku-
uppákomunnar anno 1980. Hún hefur snúist um brölt eins manns í
valdaaðstöðu með góðan tíma í útvarpsfréttum. Enn einu sinni, og
nú með skýrari hætti en oft áður, hefur verið staðfest, að hér á
landi séu ekki kjarnorkuvopn. Engu að síður heldur Ólafur Ragnar
Grímsson hinu gagnstæða fram. Hvers vegna? Ekki til að hafa það
sem sannara reynist, það er víst. í brölti hans felst tilraun til að
grafa undan trausti manna á þeim, sem gæta hagsmuna landsins út
á við. Reynt er að slá ryki í augu herstöðvaandstæðinga um leið og
komið er höggi á pólitískan andstæðing, Ólaf Jóhannesson, sem þó
er utanríkisráðherra í stjórn með árásaraðilanum. Kannski
ráðherrann sé kallaður „litli Stalín“ til að gleðja herstöðvaand-
stæðinga og aðra kommúnista! Ríkisstjórnin ber í heild ábyrgð á
stefnunni í kjarnorkumálum. Þetta pólitíska sjónarspil er ekki
hættulegt nema að einu leyti: Með því er alið á grunsemdum hjá
Varsjárbandalaginu um að hér kunni eftir allt að leynast
kjarnorkuvopn. Og þar með verður þessi leiðigjarna iðja
þjóðhættuleg.
Fischer teflir ald
l’m an expert, sagöi hann þessi.
Honum þótti vænt um ísland.
Þessi tefflir á f;
Aftur er hann kominn,
maöurinn í hjólastólnum,
sem teflir skák. John Coll-
ins heitir hann, maöurinn
sem kenndi Fischer, og viö
þekkjum frá einvígi Fisch-
ers og Spasskys. Collins
rekur skákskóla í New
York ríki og þaðan hefur
útskrifast margur efni-
legur pilturinn. Á vegum
Collins er nú hór á landi 40
manna liö skákkappa, aö-
stoöarmanna og velgerö-
armanna hópsins.
Mr. Collins
John Collins er alúðlegur
maður í allri samræðu.
—Þetta er þriðja heimsókn
mín hér, segir hann. Ég
dvaldi hér tíu vikur meðan á
einvígi Fischers og Spas-
skys stóð. Nei, ég get
ekkert sagt þér af Fischer.
Við höfum ekki talað saman
í rúmt ár. Nei, í þessum
hópi er enginn nýr Fischer.
Fischerar koma ekki nema
einu sinni á öld. Þaö eru svo
margir ólíkir hlutir, sem
þurfa að koma saman til að
úr verði Fischer.
— Mér er tjáð að þér
viljið halda aldri yðar leynd-
um? Og nú hló John Collins
af öllum sínum innileik.
Hver segir yöur þvílíkt? Það
hefur þó ekki verið hann
Lombardy? Mér finnst ald-
ur manna nokkuö sem eng-
an varöar um, nema mann-
inn sjálfan, líkt og tekjur
hans og það, hvað hann
hefur átt margar vinstúlkur
um ævina. Ég segi stundum
þegar ég er spurður að
þessu: I am as old as the
hills, and younger than the
springtime. Mér finnst það
lýsa mér vel.
Collins setztur í kennarasætiö. Hér segir hann Thomas R
Thomas Martin er forstööumaöur upplýsingaþjónustu E
Presturinn Lombardy og fleiri fylgjast meö.
Presturinn
— Þér komið aftur og
aftur séra Lombardy, hvað
gengur yður til? Jú, sjáið
þér, ég er masókisti, og
presturinn hló? Mér líkar
hreint ekki viö mig hér,
samt hef ég komiö hingaö
tólf sinnum. Fyrst 1957, þá
tefldi ég á heimsmóti ungl-
inga. Síðan hef ég komið
bæði í einkaerindum og til
aö tefla. Ég tefldi síöast á
móti í Mexico núna í apríl,
varð þriðji ásamt Roman-
ishin. Ribly sigraöi og Vag-
anjan varö annar.
Nei, við Fischer hef ég
ekki talað í tvö ár. Hann
teflir aldrei meir, ekki opin-
berlega. Það situr í honum,
meöferðin sem hann hlaut
af alþjóöa skáksamband-
inu. Það er hart, að allt það
sem Fischer krafðist og
honum var neitað um, taliö
fráleitt að ganga að kröfum
hans, það tók sovézka
skáksambandið upp á sína
arma og gerði að kröfum
Karpovs, og þá þótti ekki
tiltökumál aö ganga aö
þeim. — Nú er Friðrik
Ólafsson orðinn forseti