Morgunblaðið - 13.08.1980, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1980
27
„Við teljum það
forréttindi
að fá að vera
kristniboðar“
Steinþór og Lilja eru starfandi kristniboðar i Nigeriu. Á myndinni
er einnig dóttir þeirra Margrét Harpa.
„í Nígeríu búa um 100 millj-
ónir manna og er fólksmergðin
alveg gifurleg. Kjör manna eru
eins og annarsstaðar mismun-
andi, en það er einkennandi
fyrir litlu þorpin hve þau eru
snyrtileg og hrein. Aðalfæði
Nigeriumanna er „kassava". en
það er sérstakur rótarávöxtur.
Að jafnaði rignir sjö mánuði
ársins. en hina fimm mánuðina
er sólin allsráðandi."
Þetta voru fyrstu orð þeirra
Steinþórs Þórðarsonar og Lilju
Guðsteinsdóttur aðventista, er
blaðamaður Morgunblaðsins tók
þau tali fyrir skömmu, er þau
voru stödd hér á landi. Þau
hjónin eru starfandi kristniboð-
ar í Nigeríu, nánar tiltekið í
hafnarborginni Port Harcourt,
í hverju er kristniboðsstarfið í
Nigeríu fólgið?
— Ég er nú prestur, sagði
Steinþór, og þjóna í suðaustur
hluta Nigeríu. Nigeríu er skipt í
sex starfssvæði, og einu af þess-
um umdæmum veiti ég forystu. í
þessu umdæmi okkar eru nálægt
því 200 söfnuðir, sem í eru um
það bil 5000 meðlimir. Þessu
fólki hjálpa ég síðan eftir getu,
auk þess sem ég leiðbeini inn-
fæddu prestunum. Á vegum
okkar aðventistanna eru 40
starfsmenn og á sér stað mikil
uppbygging. I fyrstu lögðum við
áherzlu á skólastarf og sjúkra-
hús, en ríkið tók það síðan til
þjóðnýtingar. Þéssir skólar voru
einnig tilbeiðslustaðir okkar, svo
núna leggjum við aðaláherzlu á
að byggja sem flestar kirkjur. í
augnablikinu eru um 90 kirkjur í
smíðum í mínu umdæmi, og þó
að þakið sé aðeins komið á þær,
og allt annað vanti eru þær strax
notaðar. f kirkjunum fær fólkið
skjól fyrir rigningunni og þess-
ari sterku sól.
— Eru kirkjurnar þá ekki
hálftómar, eins og oft viil verða
hér á landi?
— Nei, það er af og frá. Þarna
eru kirkjurnar alltaf yfirfullar
og á hvíldardögunum byrjar
fólkið með því að ganga um
göturnar syngjandi og fer svo í
kirkjunnar, þar sem söngur
ómar síðan allan liðlangan dag-
inn. Fólkið gerir kannski tíu
mínútna hlé, en byrjar svo
samstundis aftur. Það er einnig
skemmtilegt, sagði Lilja, að
klukkan sex á morgnanna áður
en Nigeríumenn halda til vinnu,
sér maður þá koma saman á
samkomu og biðja.
— Eru margir á ári hverju
sem taka kristni hjá ykkur?
— Víð getum nú aðeins sagt af
árangri síðustu tveggja áranna.
Þá háfa hundruðir manna
kristnast. En takmark okkar er
ekki að ná hundruðum, heldur
þúsundum. Við erum einmitt
núna að berjast fyrir því að fá
hraðbáta til notkunar í Nigeríu,
því við árnar og öll þessi fljót
búa milljónir manna, sem öðru-
vísi er ekki hægt að ná til.
— í hvað hefur gjafafé aðal-
lega verið notað?
— Þeir sem hafa gefið og gefa
peninga geta verið vissir um að
það kemst vel til skila. Þeir hafa
undanfarið verið notaðir til þess
að byggja þök á kirkjurnar og í
mótorhjól handa innfæddu
prestunum, sem áður þurftu að
ganga klukkutímum saman miili
kirkna til að messa. Þeir eru
mjög þakklátir og báðu okkur
fyrir þakklætiskveðjur. En núna
er aðalbaráttumálið að fá hrað-
báta, til að hægt sé að flytja
fólkinu við fljótin fagnaðarer-
indið.
— Er ekki mikil fórn að hverfa
frá öllu og gerast kristniboði?
— Við teljum það forréttindi
að fá að vera kristniboðar og alls
enga fórn. Nú hlökkum við bara
til að fá að hverfa til Nigeríu
eftir fríið og hefjast handa á ný.
Guðbj. Guðm.
Það væri hægt að segja þetta merki táknrænt fyrir það samstarf og
bræðralag sem æskilegt er að koma á milli fólks af ólíkum
litarhætti og kynþáttum.
Fólk á Norðurlöndunum. þ. á m. frá Islandi, hefur gefið fé til kaupa á allmörgum Ein af 90 kirkjubyggingum sem eru í smiðum í Rivers Mission, i Nigeriu. Um 30 kirkjur
mótorhjólum til afnota fyrir innfædda presta. Hér hafa 16 þeirra stillt sér upp fyrir skortir fjármagn til að koma þakinu á.
framan aðalskrifstofu kristniboðs Aðventistanna í Rivers stræti i Nigeriu.
Iðunn sendirf rá sér
sex barnabækur
Þorlákshöfn:
Afli handf ærabáta
með minna móti
BÓKAÚTGÁFAN Iðunn hefur
sent frá sér sex litlar bækur
sem einu nafni kallast Herra-
menn og eru teikningar og
texti eftir breskan mann, Rog-
er Ilargreaves, en textinn
endursagður af Þrándi Thor-
oddsen. Þetta eru fyrstu bæk-
urnar í nýjum flokki og heita:
Herra Kjáni, Herra Subbi,
Herra Hnýsinn, Herra
Draumóri, Herra Skellur, og
Herra Sæll.
Bókaflokkur þessi byrjaði
að koma út í Bretlandi árið
1972 og nefnist þar í landi Mr.
Men. Eru nú komnar á mark-
að 39 bækur af þessu tagi.
Eins og nöfnin benda til eru
hér persónugerðir ýmsir þætt-
ir í mannlegu eðli og fram-
setning við hæfi ungra barna.
Bækurnar hafa verið þýddar á
þrettán tungumál og einnig
hefur breska sjónvarpið gert
þætti upp úr þeim sem víða
HERRA KJÁNI
hafa verið sýndir. — Bækurn-
ar eru 36 bls. hver, litmyndir á
annarri hvorri síðu. Þær eru
settar og prentaðar í Odda.
ÞorlákNhöfn 8. ágúst.
HUMARVERTÍÐ var nú sem
kunnugt er lokið um síðustu
mánaðamót. Enginn humarafli
var unninn hér að þessu sinni, né
heldur undanfarnar tvær vertíð-
ar að minnsta kosti. Allur afli
var fluttur burtu héðan.
Togararnir Þorlákur og Jón
Vídalín hafa siglt með aflann,
Þorlákur tvisvar og Jón Vídalín
einu sinni. Frystihúsið hér hefur
verið lokað frá 15. júlí og verður
það til 18. ágúst að sögn vegna
sumarleyfa. Fimm handfærabátar
eru á veiðum, en afli þeirra er
mjög lítill síðan þorskveiðibann-
inu lauk, en fyrir bannið var afli
þeirra sæmilegur. í saltfiskverk-
unarstöðvunum hér hefur verið
unnið eðlilega og þeim ekki lokað
vegna sumarleyfa starfsfólks.
Ragnheiður.