Morgunblaðið - 13.08.1980, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1980
29
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 13-14
FRÁ MANUDEGI
• Hornsteinninn
0661-1605 skriíar:
Kæri Velvakandi
Lítil hugleiðing.
Ég hef verið að hugsa um
andúð kristinna manna (til eru
undantekningar) á þeim söfnuðum
sem þeir tilheyra ekki. Þeir líta
hver á annan og segja. Þessi fer í
Fíladelfíu og hinn fer í Hjálpræð-
isherinn og annar í þjóðkirkjuna
og margir á samkomu hjá Sam-
hjálp á Hverfisgötu 44 þar sem
hvatt er til að menn og konur
beini sjónum sínum til Jesú,
hornsteinsins sem lagður hefur
verið mönnum til hjálpræðis og er
bjargið sem byggja má á.
• Þar sem Kristur
er upphafinn
Margur maðurinn þekkir ekki
og byggir þess vegna á ótraustum
grundvelli sem skolast burt þegar
stórsjóirnir koma yfir okkur í
allskonar myndum. Grundvöllur-
inn Kristur bregst ekki, það vita
þeir sem beina sjónum sínum til
Jesú Krists sem er vegurinn,
sannleikurinn og lífið. Og þar sem
Kristur er upphafinn þar er gott
að vera. í Ritningunni er ritað:
hver sem á hann trúir mun ekki til
skammar verða, því að með hjart-
anu er trúað til réttlætis en með
munninum játað til hjálpræðis.
• Margir herrar
Öll eigum við okkur herra,
það hafa verið margir herrar í
mínu lífi um dagana, til dæmis
bakkus og fleiri, en þeim fækkar
og fækkar og þökk sé Jesú Kristi
sem býður fólki að beina sjónum
sínum til sín og segir: Komið til
mín, ég er Vegurinn, Sannleikur-
inn og Lífið.
Ég þakka fyrirfram birtinguna
og bið þess að kærleikur Krists
búi áfram ríkulega í hjörtum
ykkar. Sæl að sinni."
0661-1605
Ásgeir Eggertsson.
Þessir hringdu
‘him^
yic Cg-
• Hvað varð um
fánalitina?
H.M. hringdi og spurðist
fyrir um fánalitina, sem ein-
kenndu skip Skipaútgerðar ríkis-
ins. — Ég sé ekki betur en búið sé
að mála yfir fánalitina og klessa
einhverju forljótu merki á skipin í
staðinn, á víst að vera R sýnist
mér. Hvað í ósköpunum veldur
þessari breytingu? Hver hefur
verið að ráðskast þarna með
viðkvæma hluti?
• Talið íslensku,
gott fólk
Erlendur i útlöndum hringdi
og sagðist vera í fríi heima á
Fróni, sig hefði oft langað til að
láta frá sér heyra um lítilræði er
hann hefði komið heim í frí og nú
léti hann verða af því. — Þegar
ágætir landar mínir, sem reka
mikilvæg erindi í landinu sem ég
bý í, eru teknir tali af þarlendu
sjónvarpsfólki, bregst það ekki, að
landinn svarar á „sænsku",
„norsku", „dönsku“ eða „skandi-
SKAK
Umsjón: Margeir Pétursson
Á skákmóti í Sovétríkjunum í
fyrra kom þessi staða upp í
viðureign meistaranna Vitolins,
sem hafði hvítt og átti leik, og
Jurtajev.
23. Re6+! (23. ... fxe6 er hægt að
svara með 27. Bg5+) Kg8, 24. Hd8+
— Hxd8, 25. Rxd8. Nú hótar
hvítur illilega 26. Bf6 og 26. ...
Bg7 yrði svarað með 26. Ha8.
Svartur reyndi Kg7 og gafst upp
um leið, því svar hvíts verður
auðvitað 27. Re6+!
navísku", og oft er alls ekkert
hægt að setja út á málakunnáttu
viðkomandi. En hins vegar má
geta þess, að með myndinni í
sjónvarpinu kemur ávallt texti á
skjáinn, svo að allt komist nú til
skila. Mér leiðist það alltaf þegar
starfsfélagar og kunningjar koma
til mín og segja: Nei, hvað íslensk-
an er lík okkar máli, maður skildi
svo til hvert orð.
Má ég biðja ykkur, ágætu land-
ar í mikilvægum erindrekstri er-
lendis að tala ástkæra ylhýra
málið, þegar sjónvarpsmenn taka
ykkur tali; það mun samt komast
til fólksins hvað þið eruð að segja.
• Svartar kartöflur
Ilulda Gunnarsdóttir hringdi
og bað um að þeirri fyrirspurn
yrði komið á framfæri, hvers
vegna nýjar kartöflur litu ekki út
eins og nýjar kartöflur; með
þunnu og ljósu hýði, sem hægt
væri að strjúka af með fingrinum,
en best að borða með kartöflunum.
— Nú fær maður ekki annað en
sótsvarta drjóla með svellþykku
hýði, og ekki er viðlit að borða það
með, allt verður að skræla. Og svo
finnst mér skrýtið að geta ekki
valið um stærðarflokka, ég veit að
það er víða mögulegt erlendis.
& SlGeA V/GGA í “í/LVEgAW
fflT::*’?
% 'f '"VI í« -V
Á ferðÍ^trugfsOmanð 1980
Leikir, gatur, þrautir og sögur
an
gli
Umsión Rún* Gísladóinr og Þórlr S Guöbergsson
Góðir siðir
Það þykir góður siður að venja
börn á að fara til kirkju. Víða í
kirkjum landsins eru sérstakar
helgistundir eða sunnudagaskól-
ar fyrir börn. Stundum eru
haldnar svokallaðar fjölskyldu-
guðsþjónustur, sem eru sniðnar
fyrir alla fjölskylduna og þá
stundum í styttra lagi vegna
þeirra sem yngstir eru og eiga
erfitt með að sitja lengi og skilja
takmarkað af því sem fram fer.
Stundum segja foreldrar eitt-
hvað á þessa leið: Á ég að fara
með börn mín í kirkju, þegar ég
veit ekki einu sinni sjálf(ur)
hvort ég trúi eð aekki?
Þá er aftur unnt að svara
annarri spurningu: Teljum við
að börn okkar hljóti gott vega-
nesti í kirkjum landsins ...?
L
n
a.
A B
0 E
Gettu betur
Virtu vandlega fyrir þér skuggamyndirnar til hægri á
myndinni. Reyndu síðan að ákveða i huganum. hvar þær eiga
heima á aðalmyndinni með Mexíkananum. Ekki gefast upp.
Reyndu aftur og leggðu þrautina fyrir aðra.
Lausn (á hvolfi): Reitur nr. 1 pasar við reit nr. 4 B, nr. 2 við 6
E, nr. 3 við 3 F, nr. 4 við 1 C, nr. 5 við reit nr. 6 B.