Morgunblaðið - 13.08.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1980
31
STANGARSTÖKKVARAR eru ekki til stóræðanna með mölbrotnar
og ónýtar stangir. Þessi mynd af Sigurði T. Sigurðssyni íslandsmet-
hafa í stangarstökki var tekin á Laugardalsvelli um helgina er hann
varð fyrir því óláni að stöngin brotnaði er hún ienti á járnbúkkanum
á stangarstökksuppistöðunum í fyrsta stökki Sigurðar i Kalottkeppn-
inni. Sigurður lét þó ekki deigan siga, fékk aðra stöng og sigraði og
setti nýtt íslandsmet. En það er dýrt spaug að brjóta stöng þar sem
hver þeirra kostar hátt á annað hundrað þúsund króna og ekki fást
þær bættar. Stangarstökksaðstaðan á Laugardalsvelli hefur verið
mjög umdeild og skiptast sjónarmið vallarstjóra og íþróttamanna þar
algjörlega í tvö horn. íþróttamennirnir segja aðstæðurnar nánast
lífshættulegar og að margar stanganna brotni á þessum lélegu
uppistöðum. Vallarstjóri segir stangarstökksaðstöðuna á Laugardals-
velli þá beztu sem völ er á í heiminum. en það voru erlendir
íþróttamenn sem hingað komu vegna Kalottkeppninnar honum ekki
sammála um. Rekja margir stangarstökkvara meiðsl sín til þess sem
þeir kalla lélegrar aðstöðu við stangarstökk á Laugardvalsvelli, og
sagt er að Valbjörn Þorláksson hafi varla þorað að beita sér í
stangarstökkskeppni í tvo áratugi af hræðslu við að slasa sig.
LjÓ8m. Mbl. JE.
• Leikmenn Fram mæta FH i 4 liða úrslitum i bikarkeppni KSÍ á
fimmtudag á Kaplakrikavelli i Hafnarfirði og hefst leikurinn kl.
19.00.
Fram er núverandi bikarmeistari, og spurning hvort þeim tekst að
verja titil sinn.
Bikarkeppni KSÍ
FJÖGURA liða úrslit í bikark- kl. 19.00. Á morgun fimmtudag
eppni KSÍ hefjast i kvöld. Þá leika á Kaplakrikavelli FH og
mætast Breiðablik og ÍBV á Fram. Sá leikur hefst kl. 19.00.
Kópavogsvelli og hefst leikurinn
Tvísýn keppni í Bikar-
keppni FRI, 2. deild
„Við Borgfirðingar vonum að
heimavöllurinn komi okkur til
góða, en engu að síður má búast
við mjög tvisýnni og spennandi
keppni a.m.k. fjögurra liða um
sigurinn i 2. deild Bikarkeppni
FRÍ,“ sagði Ingimundur Ingi-
mundarson þjálfari UMSB i
spjalli við Mbl., en um helgina fer
fram keppni i 2. deild Bikar
keppni FRÍ i Borgarnesi á sama
tima og keppt verður til úrslita i
1. deild i Reykjavik.
í Borgarnesi leiða saman hesta
sína frjálsíþróttamenn frá UMSB,
HSK, UMSE, UMSS, HSÞ og UÍA
og keppa um sæti í 1. deild að ári.
UMSB varð í öðru sæti í 2. deild í
fyrra, HSK í þriðja, UMSE í
fjórða og UMSS í fimmta. HSÞ
féll ú 1. deild í fyrra og UÍA
sigraði í 3. deild. A.m.k. átta
keppendur úr Kalottliði íslands
verða með í Borgarnesi og fleiri af
fremstu frjálsíþróttamönnum
landsins, þ.á m. keppa Jón Dið-
riksson, Einar Vilhjálmsson, Iris
Grönfeldt og Ágúst Þorsteinsson í
liði UMSB, Stefán Hallgrímsson,
Unnar Vilhjálmsson, Stefán Frið-
leifsson og Helga Unnarsdóttir í
liði UÍA, Kári Jónsson og Elín
Unnarsdóttir í HSK, svo að eitt-
hvað sé nefnt.
„Það er mikill áhugi á þessari
keppni hér í héraðinu og nú er
bara að vona að veðrið leiki við
okkur, því þá fjölmenna sveitung-
ar okkar vafalaust á völlinn og
hvetja sitt fólk“ sagði Ingimund-
ur. Hann sagði að lokum að á
laugardaginn, en þá hefst keppni
kl. 14, og á sunnudaginn, en þá
hefst keppni kl. 11, mundu mætast
í keppni margir þeirra er líklegir
þykja til verðlauna á næsta lands-
móti UMFÍ, er háð verður á
Akureyri að ári. — ágás.
Víkingar misstu niður
tveggja marka forskot
LIÐ Víkings og KR gerðu jafn-
tefli 2—2, í miklum baráttuleik á
Laugardalsvellinum i gærkvöldi.
Lið Vikings byrjaði leikinn af
miklum krafti og náði tveggja
marka forystu í fyrri hálfleik, en
gáfu svo eftir og tókst KR-ingum
þá að jafna metin. Voru þetta
sanngjörn úrslit eftir gangi
leiksins. Leikurinn var nokkuð
þófkenndur en á köflum brá fyrir
sæmilegri knattspyrnu en þó
alltof sjaldan.
Víkingar hófu þegar í upphafi
leiksins mikla sókn að marki KR
og strax á 3. mínútu ver Stefán vel
gott skot sem Hinrik átti að marki
KR. Víkingar náðu góðum samleik
fyrstu mínúturnar enda voru ekki
liðnar nema sjö mínútur af leikn-
um þegar þeir náðu forystu 1—0.
Þórður Marelsson brunaði inn í
vítateig, lék laglega á einn varn-
armann KR og alveg upp að
endamörkum, gaf boltann svo vel
fyrir markið á Lárus Guðmunds-
son sem var vel staðsettur inn í
markteig og skoraði með föstu
skoti.
Alveg fram að 22. mínútu leiks-
ins áttu Víkingar frumkvæðið í
leiknum og þá náðu þeir að skora
sitt annað mark. Lárus Guð-
mundsson gaf laglega á Helga
Helgason sem var rétt utan víta-
teigs. Helgi tók vel á móti boltan-
um og skaut viðstöðulaust föstu
skoti í bláhorn marksins alveg út
við stöngina neðst í markhornið.
Glæsilegt mark.
Fram að þessu höfðu KR-ingar
átt fá tækifæri og gert meira af
því að verjast en sækja. En nú
snerist dæmið við. Leikurinn jafn-
aðist og var engu líkara en
leikmenn Víkings héldu að sigur-
inn væri í höfn. Þeir voru ekki
nægilega ákveðnir í leik sínum og
KR-liðið fór að sækja og ná tökum
á miðju vallarins.
Á 36. mínútu leiksins skorar
Sæbjörn Guðmundsson með
skalla, eftir góða fyrirgjöf frá Jóni
Staðaní
1. deild
Víkingur
-KR
Oddssyni. Þarna var vörn Víkings
illa á verði.
KR-liðið kom svo ákveðið til
leiks í síðari hálfleik og á 55.
mínútu tekst þeim að jafna leik-
inn. Jón Oddsson tekur innkast,
kastar langt inn og boltinn berst
inn í vítateig. Þar myndast þvaga
og boltinn berst út að vítateigslínu
til Hálfdáns Örlygssonar sem
skoraði með þrumuskoti. Diðrik
náði að vísu að verja boltann en
svo fast var skotið að hann hélt
ekki boltanum og í netið rúllaði
hann alveg út við stöngina.
Það sem eftir lifði leiksins var
hart barist og bæði liðin áttu
ágætis sóknir en tókst þó ekki að
skora fleiri mörk.
Lið Víkings átti að þessu sinni
góða leikkafla en þess á milli gekk
leikmönnum afar illa að ná sam-
an. Bestu menn Víkings í leiknum
voru varnarmennirnir Gunnar
Gunnarsson og Jóhannes Bárðar-
son. Leikmenn KR sýndu mikla
baráttu í leiknum og syndu mik-
inn keppnisvilja með því að vinna
upp tveggja marka forskot. í liði
KR átti Sæbjörn góðan leik svo og
varnarmennirnir.
í stuttu máli.
íslandsmótið 1. deild. Laugardals-
völlur.
Víkingur—KR 2—2 (2—1)
Mörk Víkings: Hinrik Þórhallsson
á 7. mínútu og Helgi Helgason á
22. mínútu.
Mörk KR: Sæbjörn Guðmundsson
á 36. mínútu og Hálfdán Örlygs-
son á 55. mínútu.
Gult spjald. Ragnar Gíslason Vík-
ing.
Áhorfendur: 942
Dómari: Eysteinn Guðmundsson
og dæmdi hann ágætlega.
ÞR.
fslandsmötlð 1. delld I
• Lárus Guðmundsson fagnar marki sínu, en hann skoraði strax á 7.
minútu leiksins. Ljósm. Ragnar Axelsson.
Einkunnagjöfln
Valur 13 8 2 3 32- -12 18
Vikingur 13 5 6 2 17- -12 16
Fram 13 7 2 4 15- -18 16
Akranes 13 5 4 4 19- -16 14
Breiðablik 13 6 1 6 20- -16 13
KR 13 5 3 5 13- -17 13
ÍBV 12 4 3 5 19- -21 11
Keflavík 13 3 5 5 13- -18 11
FH 13 3 3 7 17- -28 9
Þróttur 12 2 i: 1 í r 8- -14 7
Fram sigraði
UBK 33-7
ÞRÍR leikir fóru fram í útimót-
inu i handknattleik i gærkvöldi.
Haukar sigruðu Þrótt i mfl.
karla 23—20. í mfl. kvenna
sigraði lið Fram Breiðablik með
miklum yfirburðum 33—7.
FH-stúlkurnar sigruðu svó
Hauka, 25—10.
- Þr.
Lið Vals:
Sigurður Haraldsson 7
Grimur Sæmundssen 7
Óttar Sveinsson 6
Dýri Guðmundsson 7
Sævar Jónsson 6
Magnús Bergs 7
Guðmundur Þorbjörnsson 8
Albert Guðmundsson 7
Matthias Hallgrimsson 7
Jón Einarsson 7
Magni Pétursson 6
Lið Fram:
Guðmundur Baldursson 6
Trausti Haraldsson 7
Gunnar Guðmundsson 4
Marteinn Geirsson 7
Kristinn Atlason 5
Kristinn Jörundsson (vm) 4
Pétur Ormslev 7
Guðmundur Steinsson (vm) 4
Baldvin Eliasson 6
Gústaf Björnsson 6
Guðmundur Torfason 6
Jón Pétursson 6
Simon Kristjánsson 5
Dómari Magnús Pétursson 6
Lið Vikings.
Diðrik Ólafsson
Gunnar Gunnarsson
Ragnar Gislason
Magnús Þorvaldsson
Þórður Marelsson
Jóhannes Bárðarson
Helgi Helgason
ómar Torfason
Lárus Guðmundsson
Hinrik Þórhallsson
Heimir Karlsson
Gunnar Örn Kristjánsson (vm)
Lið KR.
Stefán Jóhannsson
Guðjón Hilmarsson
Sigurður Pétursson
Ottó Guðmundsson
Börkur Ingvarsson
Jósteinn Einarsson
Jón Oddsson
Ilálfdán örlygsson
Sæbjörn Guðmundsson
Ágúst Jónsson
Elias Guðmundsson
Dómari Eysteinn Guðmundsson