Morgunblaðið - 13.08.1980, Page 32
Síminn
á afgreiöslunni er
83033
afiWtí# a,l
fttMC0iiiitI»(gifcU>
Síminn á ritstjórn
og skrifstofu:
10100
MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1980
Fékk 160 tonn á
80 klukkutímum
MJÖG góð aflahröjíð hafa verið undanfarnar vikur og er þá sama
hvort togararnir hafa verið á þorskveiðum eða svokölluðu „skrapfiski-
ríi“. Sem dæmi um góðan afla má nefna, að i gær var byrjað að landa
úr ftgra í Reykjavík, en hann kom inn i fyrrakvöld með 330—340 tonn
af þorski eftir 10 daga veiðiferð. Stálvik kom inn til Siglufjarðar á
sunnudag með um 160 tonna afia, sem skipið fékk á aðeins 80
klukkustundum. Loks má nefna að Dagrún frá Bolungarvik fékk um
70 tonn af ufsa á rúmum tveimur sóiarhringum.
Morgunblaðið ræddi í gær við
Sigurjón Stefánsson hjá Togara-
afgreiðslunni í Reykjavík og sagði
hann að mjög gott fiskirí hefði
verið undanfarið og ætti það við
um togara víðs vegar að af
landinu. Hann sagði að skipin
hefðu yfirleitt fyllt sig á viku, en
karfa hefðu þau einkum fengið við
Reykjaneshrygginn og í Jökul-
tungunni, en þorsk fyrir norðan og
vestan. Hann nefndi sem dæmi, að
skipin hefðu fengið allt upp í 50
tonn af ágætum þorski í hali í
flottroll í þessari hrotu.
Sigurjón var skipstjóri á togur-
um í um 25 ár og sagði, að jafnvel
þegar mest var af þorskinum,
hefði ekki verið svona góð þorsk-
veiði um þetta leyti árs. — Þessi
tími var karfatími fram í sept-
ember, en síðustu ár hefur þetta
breyst og þá komið miklar þorsk-
hrotur á þessum tíma. Ég held að
ástæðan fyrir þessu sé sú, að
straumar og hitaskil við landið
hafi breyst, en ýmislegt annað
hefur trúlega einnig áhrif, sagði
Sigurjón.
20th Century Fox dreg-
ur sig út úr myndinni
12. ágÚHt 1980. Frá fréttaritara Mbl.
1 Loh Angele8 í Kaliforniu.
BANDARÍSKI kvikmyndahring-
urinn 20th Century Fox hefur
ákveðið að hætta við að fjár-
magna stórmyndina Quest of
Fire, Leit að eldi. sem taka á að
Berin ennþá
óþroskuð
StaAarbakki. 12.08.'80.
TÍÐIN hefur verið ákaflega góð i
júlí, sprettan ágæt og heyskapur
gengið vel. Svo snerist tiðarfarið
við i ágúst, og það sem nú er af
mánuðinum liðið hefur verið einkar
votviðrasamt. Þó voru margir
komnir langt á veg með heyskap-
inn.
Berin eru ekki orðin nægilega
þroskuð ennþá, þó lítur þetta ágæt-
lega út og von er á góðri berja-
sprettu. Ferðamannastraumur hefur
verið þó nokkur, en hann fór minnk-
andi eftir verzlunarmannahelgina.
— Fréttaritari.
hluta tii hér á landi i haust.
Blaðið Los Angeles Times birti
fréttir þessa efnis á mánudag, og
í gær sagði Michael Gruskoff
framleiðandi myndarinnar að
fréttin væri rétt. Jafnframt sagði
hann i samtali við Morgunblaðið,
að unnið væri að þvi að fá annað
kvikmyndafélag til að taka að sér
verkefnið. Kvaðst hann í gær
hafa góðar vonir um að það
mætti takast.
Ástæður þess að 20th Century
Fox hætta við gerð myndarinnar
er langvinnt verkfall leikara í
kvikmyndaiðnaði í Bandarikjun-
um. Hafa mörg kvikmyndagerð-
arfélög orðið að draga saman
seglin af þessum sökum, og hefur
jafnvel verið hætt við gerð mynda
sem unnið hefur verið að árum
saman.
Morgunblaðinu tókst ekki að ná
í Gísla Gestsson kvikmyndagerð-
armann og umboðsmann hins
bandaríska fyrirtækis hér á landi
í gærkvöldi. Sjá bls. 2.
Byrjað var að landa úr skuttogaranum ögra i Reykjavik i gær, en
skipið kom inn i fyrrakvöld með 330 — 340 tonn af þorski eftir um
10 daga veiðiferð. Ljósm. Emiiia.
Fylla
kvótann
í dag
FÆREYINGAR munu að
öllum líkindum fylla þann
kvóta er þeim er heimilað
að veiða innan íslensku
fiskveiðilögsögunnar á
þessu ári í dag, að því er
Guðmundur Kjærnested
skipherra í stjórnarstöð
Landhelgisgæslunnar
sagði í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins í
gærkvöldi.
Alls var Færeyingum
heimilað að veiða 17 þúsund
lestir fiskjar á þessu ári.
Dagsveiði færeyskra skipa
innan íslensku 200 mílnanna
hefur að undanförnu verið
um 100 tonn. I fyrradag voru
rösklega 100 tonn eftir af
kvótanum, svo líklegt er að
þeir fylli hann í dag.
Undanfarið hafa 14 fær-
eyskir færabátar verið að
veiðum hér við land, 2 togar-
ar og 2 línubátar, samtals 18
skip. Undanfarið hefur
þorskur verið meginuppi-
staðan í aflanum.
Samningar BSRB:
Drög að samkomu-
lagi send til f élaga
„ÉG ER hvorki bjartsýnn né
svartsýnn,“ sagði Kristján Thor-
lacius, formaður BSRB, þegar
Morgunblaðið spurði hann um
horfur á samningum, i þann
mund er fundur aðalsamninga-
nefndar BSRB var að hefjast um
fjögurleytið í gær.
„Við munum leggja fyrir samn-
inganefndina niðurstöður þeirrar
vinnu, sem undirnefndin hefur
verið að vinna að undanförnu
ásamt samninganefnd ríkisins.
Um þær niðurstöður vil ég ekki tjá
Ný bók frá Halldóri Laxness í haust:
Fjórða og síðasta
bíndi miiuiingabókar
„ÞESSI bók endar, þegar ég er 20 ára og lengur skrifa ég ekki um
mína æfi. Fyrsta bindið byrjaði á mér nýfæddum og ég held áfram
í þessu fjórða bindi til 20 ára aldurs, sem er lokapunkturinn aftan
við þessa bók,“ sagði Halldór Laxness, rithöfundur, er Mbl. spurði
hann um nýja bók hans, sem skáldið kvaðst gera ráð fyrir að farið
verði að setja eftir nokkra daga og komi út einhvern tíman með
haustinu, „því það er ekki siður að gefa út bækur um sláttinn
hérna.“
Mbl. spurði Halldór, hvers
vegna hann hygðist ekki skrifa
fleiri bindi í þessari bók. „Það er
alltaf gaman að skrifa um sína
daga, þegar maður er ungur og
til tvítugs," sagði skáldið. „En
svo fer að koma svo mikill
veruleiki og alls konar umstang
inn í líf manna, að það verður
svo flókið, að það verður ekki
hægt að skrifa um það svo vel sé.
Starfsemin og hugurinn greinast
í svo margar áttir, það kemur
svo margt fyrir mann, að það er
óvinnandi verk. Það verður úr
því bara kaos og þvæla svo það
er um að gera að hætta skrifun-
um, þegar æskudögunum lýkur.“
Um þessar minningar sínar
sagði Halldór Laxness:„Ég hef á
undanförnum fjórum árum verið
að skrifa bók, sem er svona
nokkurn veginn samhangandi, ef
hún væri tínd saman. Það má að
vissu leyti segja að hún sé
skáldsaga, en hún er meira en
skáldsaga. Er svona nokkurs
konar ritgerð í skáldsöguformi
og endurminningar líka í skáld-
söguformi.
Það er nefnilega að þessir
bókmenntaflokkar eru dregnir
saman í eitt og gerðir að
skáldskap. Ritgerðin þykist vera
ritgerð. Skáldsagan þykist vera
skáldsaga. Og ævisagan þykist
vera ævisaga. Það er ekkert
alveg rétt en ekki heldur alveg
vitlaust. Þetta, sem nú kemur, er
fjórða bindið af þessari bók, sem
eru að vissu leyti minningabæk-
ur, en að vissu leyti lygabækur
og fantasíubækur."
Þá spurði Mbl. Halldór, hvaða
nafn hann hefði valið þessari
nýju bók. „Það er tæplegast að
ég þori að fara með það,“ svaraði
Halldór Laxness
hann. „Nafnið gæti breytzt svo
af varúðarsökum þá þori ég ekki
að segja það nafn sem mér er
efst í huga eins og er.“
Loks spurði Mbl. Halldór,
hvaða verk tæki nú við hjá
honum. „Ég hef alltaf nóg að
gera að hugsa um það, sem ég er
að basla við í þann svipinn. En
ég er ekkert farinn að hugsa um
það,“ svaraði Halldór Laxness.
mig núna, en að loknum fundi í
kvöld geri ég ráð fyrir að fundi
verði frestað í tvo daga og samn-
inganefndarmenn kynni málið í
sínum félögum og annar fundur
verði boðaður á föstudaginn,"
sagði Kristján að lokum.
Þau samningsdrög, sem nú eru
til umræðu innan BSRB, munu
meðal annars fela í sér 12—14
þúsund kr. kauphækkun á lægstu
laun. Kauphækkunin fer síðan
stigminnkandi þar til hún hverfur
við 20. launaflokk. Ennfremur
vísitölugólf, sem miðað er við laun
á bilinu 340—350 þúsund. 95-ára
reglan svokallaða, sem felur í sér
heimild til eftirlauna þegar menn
hafa náð samanlögðum starfsaldri
og lífaldri 95 ár. Énnfremur mun
vera í drögunum rýmkun samn-
ingsréttarákvæða, s.s. lengd samn-
ingstímans.
Breytt
kjördæmaskipan:
Tillögur lagðar
fyrir þingflokka
Á BLAÐAMANNAFUNDI með
forsætisráðherra í gær sagði dr.
Gunnar Thoroddsen, að stjórn-
arskrárnefnd hefði í síðustu viku
lokið við skýrslu og tillögur um
breytingar varðandi kjördæma-
skipun og kosningaframkvæmd.
Dr. Gunnar sagði, að skýrsla
stjórnarskrárnefndar yrði nú lögð
fyrir þingflokkana til umfjöllunar.
Hann vildi ekki greina frá efni
tillagnanna í gær.