Morgunblaðið - 29.08.1980, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.08.1980, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980 Kjeld Olesen. utanríkisráðherra Danmerkur, á hestbaki í Mosfellssveitinni. en hjá stendur ólafur Jóhannesson. Danski ráðherrann var vel dúðaður í færeyska lopapeysu. Danski utanríkisráðherrann í reiðtúr DANSKI utanríkisráðherrann Kjeld Olesen heimsótti Þingvöll í gær og í leiðinni brá hann sér á hestbak á bænum Dal í Mos- fellssveit, en ráðherrann kom í opinbera heimsókn til landsins í gær. í gærkvöldi sat ráðherrann veizlu í boði Ólafs Jóhannesson- ar í Súlnasalnum. í dag ræðir Kjeld Olesen við Ólaf Jóhannesson og um miðjan dag heldur danski ráðherrann blaðamannafund, en síðan heim- sækir hann forseta Islands, Vig- dísi Finnbogadóttur, til Bessa- staða. Danski ráðherrann heldur utan í kvöld. Skil ekki þetta fyrir- komulag á uppsögnunum - segir formaður Flugvirkjafélagsins — OKKUR kemur mjög á óvart að ekki skuli farið eftir starfsaldurs- lista við uppsagnir. heldur sagt upp nærri öllum félögum Flugfreyjufé- lagsins. Mér finnst skrítið að þótt ekki sé samkomulag um slikan lista hjá flugmönnum þurfi að heita þessari aðferð við uppsagnir okkar. sagði Jófríður Björnsdóttir formað- ur Flugfreyjufélagsins í samtali við Mbl. í gærkvöldi. Jófríður Björnsdóttir sagðist telja að uppsagnarfresturinn væri of stuttur þar sem ekki yrði ljóst fyrr en í október eða nóvember hversu margar flugfreyjur héldu áfram starfi, en þá væru ekki þrír mánuðir til 1. desember. Flugfreyjur halda félagsfund í kvöld. — Ég skil ekki þetta fyrirkomulag á uppsögnum flugvélstjóra þegar starfsaldurslisti liggur fyrir, — ekki nema hér sé verið að leggja Flugleið- ir alveg niður, sagði Éinar Guð- mundsson formaður Flugvirkjafé- lagsins, en félagsfundur þeirra var haldinn í gærkvöldi. — Við höfum ekki hugsað okkur að setjast að í Indlandi eða einhvers staðar og teljum því er.ga framtíð í því að finna okkur verkefni langt úti í heimi, en teljum að leggja eigi áherslu á að vinna upp Ameríkuleiðina, því ef Flugleiðir missa hana alveg niður taka Luxemborgarar við. Félag Loftleiðaflugmanna og Félag ísl. atvinnuflugmanna héldu félags- fundi í gærkvöldi þar sem atvinnu- málin voru rædd. Skýrðu stjórnar- menn félaganna þar frá fréttum Flugleiða um uppsagnirnar og hvern- ig þeim yrði háttað. Sögðu flugmenn, sem Mbl. ræddi við í gær, að útlitið væri ekki bjart og svo virtist sem félagið væri endanlega að draga saman seglin og svo virtist sem þeir færu brátt að fljúga síðustu ferðirn- ar. Ékki vildu félagsmenn kannast við að aðgerðir væru ákveðnar, þeir myndu sjá til fram yfir fundinn með forsætisráðherra í dag og félags- mönnum yrði gefinn tími til að kynna sér málin ofan í kjölinn. Hitaveita Reykjavíkur: Félagar FÍ A á fundi í gærkvöldi. Ljósm. Kristján Flutt inn í 30 hús án hitaveitu í Hafnarfirði Félag Loftleiðaflugnianna héldu einnig fund í gær um atvinnumálin. Formenn stéttarfélaga og Flugleiðamenn á fundum með stjórnvöldum Hiti í allar nýbyggingar á veitusvæðinu fyrir veturinn — 700 millj. kr. lán tekið VEGNA uppsagna Flugleiða munu formenn þeirra stéttarfélaga er hlut eiga að máli ganga á fund forsætis- ráðherra. dr. Gunnars Thoroddsen í dag. Átti fundurinn að hefjast kl. 9 árdegis. Á fundi þessum. sem hald- inn er að heiðni stéttarfélaganna. verður fjallað um uppsagnarmál Flugleiða. en Flugleiðir hafa m.a. greint frá því að leitað verði til stjórnvalda um lausn þessara mála. í fyrradag var haldinn fundur fulltrúa Flugleiða með starfsmönnum félagsmálaráðuneytisins. Að sögn Hallgríms Dalbergs ráðuneytisstjóra komu Leifur Magnússon fram- kvæmdastjóri og Örn O. Johnson stjórnarformaður á fund ráðuneytis- stjórans og Arnmundar Baekmans, aðstoðarmanns ráðherra, en fundinn sátu einnig eftirlitsmenn stjórnvalda hjá Flugleiðum, Birgir Guðjónsson og Baldur Óskarsson. Skýrði Örn þar stöðu Flugleiða og greindi frá því að samdráttur væru nauðsynlegur félag- inu, og myndi hafa í för með sér verulegar uppsagnir. Hallgrímur Dal- berg sagði, að í Ólafslögum væri gert ráð fyrir því, að dragi fyrirtæki saman seglin og hefði ákveðið upp- sagnir, yrði að tilkynna það ráðuneyt- inu. HITAVEITA Reykjavíkur hefur nú hafið framkva'mdir til þess aó öll hús á svæði veitunnar fái hitaveitu fyrir veturinn. en hér er um að ræða þau svæði sem mest hefur verið fjallað um i fréttum að undanförnu þar sem Hitaveitan hafði ekki fjármagn til framkvæmdanna og fékk að- eins hluta af umheðnum ha kkun- um. Stjórn Hitaveitunnar hefur nú ákveðið að taka lán upp á 700 milljónir króna til þess að ný- hyggingar geti fengið heitt vatn til hitunar. Gunnar Kristinsson, verkfræð- ingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur, sagði í samtali við Mbl. í gær að hér væri um að ræða framkvæmd- ir Hitaveitunnar í Seljahverfi, Hólabergi, Hvammahverfi í Hafn- arfirði og á Hnoðraholti í Garða- bæ. Kvað Gunnar málið standa verst í Hvammahverfinu þar sem búið er að flytja inn í um 30 hús án þess að þau hafi fengið hita- veitu og er stöðugt verið að flytja inn í hús í hverfinu sem mun telja alls um 100 hús. Er reiknað með að framkvæmdum Hitaveitunnar þar ljúki fyrir 15. nóvember nk. í hverfunum í Breiðholti er aðallega um að ræða framkvæmdir við „í FRAMHALDI af viðræðum við Færeyinga og Dani var í gær rætt við fulltrúa Breta og tra um Rockall-svæðið. íslenzku full- trúarnir hafa einbeitt sér að því máli. enda er það nú mikilvægast.“ götur sem ekki er byrjað að byggja við og verður hitaveitu þörf þar í nýbyggingar á næsta ári. Gunnar kvað áætlað að þessar umræddu framkvæmdir á næst- unni myndu kosta um 300—400 milljónir króna, en ekki hefur verið ákveðið hvar lánið verður tekið til framkvæmdanna. sagði Eyjólfur Konráð Jónssun. alþingismaður í samtali við Mhl.. en hann er einn fulltrúa í sendi- nefnd tslands á Hafréttarráðstefn- unni i Genf. „Samkvæmt ályktun Alþingis frá 19. maí og fyrirmælum utanríkis- ráðuneytisins hefur Hans G. Ander- sen, formaður íslenzku sendinefnd- arinnar, haft forystu í málinu, í fullu samráði við fulltrúa stjórnmála- flokkanna hér, sem töldu heppi- legast á þessu stigi, að hann ræddi einn við fulltrúa Breta og Ira og gerði hann það í gær en gerði okkur rækilega grein fyrir stöðu mála í morgun. Samkvæmt 83. grein uppkastsins að hafréttarsáttmála ber að leita samninga milli þjóða í tilvikum sem þessu. Má því telja víst, að beinar samningaumleitanir fari brátt fram milli íslendinga, Færeyinga, Breta og íra. Hvort sem þar verður um tvíhliða viðræður að ræða á fyrsta stigi eða fulltrúa allra fjögurra þjóðanna, þá leitumst við við að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Slíkar viðræður eru einnig í fullu samræmi við ályktun Alþingis frá í maí og samþykkt Alþingis frá 22. desember 1978. Formaður íslenzku sendinefndar- innar mun nú gera utanríkisráðu- neytinu ítarlega grein fyrir stöðu mála og hafa um það samráð við okkur, fulltrúa stjórnmálaflokk- anna. Á þessu stigi er ekki meira um málið að segja," sagði Eyjólfur Konráð Jónsson að lokum. Sjómannafélag Reykjavíkur um Póllandsskeyti ASÍ: „Grátbroslegar áskoranir til sömu valdhafa og berja niður kröfur pólskra verkamanna“ — Sjómannafélagið vill stöðva flutninga til Póllands EINS OG sagt var frá í Morgun- hiaðinu í gær sendi miðstjórn Alþýðusamhands íslands skeyti til Póllands í fyrradag þar sem lýst var yfir stuðningi við baráttu pólskra verkamanna fyrir kjara- bótum og lýðréttindum. Morgun- hlaðinu harst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Sjómannafé- lagi Reykjavíkur þar sem stjórn félagsins leggur til að Íslendingar stöðvi afgeiðslu á flutningum til Póllands unz deiia þarlendra verði leyst með samkomulagi og jafn- framt segir i tillögu Sjómanna- félags Reykjavíkur að áskoranir AIþýðusambands íslands séu kát- hroslegar, því þær séu sendar hinu ríkisrekna Alþýðusamhandi Pól- lands sem er stjórnað af somu valdhöfum og reyna að berja niður kröfur pólskra verkamanna. Fer erindi Sjómannafélags Reykjavik- ur hér á eftir: Fréttir þær sem borist hafa frá Póllandi af baráttu pólskra verka- manna fyrir lífsnauðsynjum og lágmarks- en grundvallarkröfu lýð- ræðisins, að verkalýðsfélög fái að starfa frjáls og óháð, og njóta verkfallsréttar og skoðanafrelsis, hljóta að hvetja lýðræðissinnaða launþega á íslandi til stuðnings við málstað þeirra. Samþykktarglaðir ráðamenn hinna ýmsu landssamtaka laun- þega hafa þagað um þessa atburði þunnu hljóði, þar til í gær, þótt atburðir sem fjær gerast og óskyld- ari eru, séu gerðir að stórmáli, ef aðrar þjóðir, sem búa við annað þjóðskipulag en Pólverjar, eigaí hlut. Sjómannafélag Reykjavíkur tel- ur sér til gildis að vera í hópi þeirra stéttarfélaga sem vilja standa vörð um hugsjónir lýðræðis- og mann- réttinda og auka þau, en draga ekki úr. Stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur telur að íslensk verkalýðs- hreyfing geti og eigi að beita sér fyrir virkum stuðningi við málstað pólskra verkamanna. Stuðningur okkar og frjálsra verkalýðshreyfinga annarra landa, veitir þeim siðferðilegan styrk og á að verða almenn fordæming á því að erlent kúgunarveldi sendi skriðdreka sína til að drepa niður kröfur verkamanna, eins og dæmi eru fyrir austur þar. Áskoranir á hið ríkisrekna Al- þýðusamband Póllands, sem stjórnað er af sömu valdhöfum og reyna að berja niður kröfur pólskra verkamanna, eru grátbroslegar. Stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur skorar á þá lýðræðissinnuðu einstaklinga sem enn finnast í stjórnum landssamtaka launþega og einstökum verkalýðsfélögum, að taka upp kröftugan stuðning við kröfur pólskra verkamanna um frjálsa og óháða verkalýðshreyf- ingu og fordæmingu á hverskonar notkun vopna og ofbeldis til að brjóta þá á bak aftur. Sérstaklega er skorað á stjórn Sjómannasambands Islands að beita sér fyrir því að Alþjóða- samband flutningaverkamanna I.T.F., hefji nú þegar virkar samúð- arráðstafanir með því að stöðva afgreiðslu flutninga til Póllands, uns deilan er leyst með samkomu- lagi.“ Viðræður við Breta jT og Ira um Rockall - hagsmunir á svæðinu vestan Rokks- ins nú mikilvægastir. Rætt við Eyjólf Konráð Jónsson, alþingismann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.