Morgunblaðið - 29.08.1980, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980
3
Ero Helme formaður finnska skáksambandsins:
Virðist rökrétt að ekki sé
hægt að skipta svona um
mann á miðju kjörtimabilinu
- íslenzkt deilumál, sem íslendingar verða sjálfir að leysa
„LÖG Norræna skáksambands-
ins segja vissulega að viðkom-
andi skáksamhand velji stjórn-
arformanninn. en hann er svo
entfu að síður kosinn á aðal-
fundi Norræna sambandsins til
tveKKja ára. Og það virðist
rökrétt af því sem segir í þriðju
grein laganna um mannaskipti
i embættinu. að viðkomandi
skáksamband geti ekki skipt
um mann á miðju kjörtimabili.
nema þá viðkomandi dragi sig
sjálfur í hlé eða forfallist, þar
sem formennska í norræna sam-
bandinu fylgir ekki endilega
formennsku i viðkomandi skák-
sambandi. eða setu i stjórn
þess,“ sagði Ero Helme, formað-
ur finnska skáksambandsins og
stjórnarmaður í Norræna skák-
sambandinu. er Mbl. raddi við
hann i gær um deilu þá, sem nú
er upp komin milli stjórnar
Skáksambands íslands og Ein-
ars S. Einarssonar um stjórn-
arformennskuna í Norræna
skáksambandinu.
„Um þetta síðastnefnda get ég
nefnt þau dæmi, að þegar ég var
formaður stjórnar Norræna
skáksambandsins, var ég einnig
formaður finnska skáksam-
bandsins, en í annað skipti, sem
við áttum stjórnarformann
Norræna sambandsins, völdum
við til þess embættis mann, sem
átti alls ekki sæti í stjórn
finnska skáksambandsins,"
sagði Helme.' „Annars hefur
svona deilumál ekki komið til
fyrr og mér sýnist í fljótu
bragði, að þetta sé séríslenzkt
mál.
Ég hygg, að það verði ekki
auðvelt að kveðja saman fund í
stjórn Norræna skáksambands-
ins út af þessu einu. Það kostar
líka peninga að ferðast milli
Norðurlandanna. Hins vegar
væri hugsanlegt að standa í
bréfaskiptum, en mér sýnist rétt
að þetta sé mál, sem komi til
kasta næsta þings eftir 10 mán-
uði, ef menn á íslandi geta ekki
komið sér saman. í mínum
augum er þetta ekki stórmál."
Mbl. spurði Helme, hvort hann
teldi þessar deilur geta haft
skaðleg áhrif á störf Norræna
skáksambandsins og þá einkum
og sérílagi undirbúning þingsins
og Norðurlandamótsins hér á
landi á næsta ári.
„Sannast sagna liggur ekki
það mikið fyrir fyrr en þingið
verður haldið, að ég á bágt með
að sjá að þessar deilur geti
beinlínis haft skaðleg áhrif,
nema mönnum sé þá bara svo
heitt í hamsi, að þeir láti það
gerast," svaraði hann. „Fram-
kvæmd skákmótsins sjálfs er
verkefni Skáksambands Islands
og það er á hreinu, að þingið og
mótið eiga að vera á íslandi. Ef
svo færi, að íslendingar vildu
það ekki, þá er komið upp
vandamál. En ég á bágt með að
trúa því, að menn setji persónu-
legt stríð ofar þeirri skyldu að
halda skákmótið og jafnframt
halda uppi eðlilegri starfsemi.
Þannig vil ég telja, að þetta sé
vandamál Islendinga sjálfra,
sem þeir verði sjálfir að leysa."
Birgðastöð innflutningsdeildar Samhandsins við Sundahöfn. Þar skammt frá mun nú risa skrifstofustór-
hýsi Sambandsins. á 11 þúsund fermetra gólffleti.
Sambandið fær lóð við Sundahofn:
Reisir skrifstofuhús á 11
þúsund fermetra gólffleti
IIAFNARSTJÓRNIN í Reykja-
vik hefur úthlutað Sambandi
islenskra samvinnufélaga lóð
undir stórhýsi við Sundahöfn, að
þvi er Björgvin Guðmundsson.
formaður hafnarstjórnar. sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Færeyingar á
loðnuveiðum
við Grænland
FÆREYINGAR hafa undanfarið
verið á loðnuveiðum á Jan Mayen-
svæðinu, en þó Grænlandsmegin.
Veiðarnar munu hafa gengið vel hjá
þeim 5 skipum, sem þær stunduðu,
en í gær voru 3 þeirra á heimleið til
Fuglafjarðar með fullfermi. Ekki er
vitað hvort þeir halda þessum veið-
um áfram. Loðnan, sem Færey-
ingarnir hafa veitt er úr íslenzka
loðnustofninum, en um veiðar úr
þessum stofni var ekki samið við
Færeyinga er íslendingar og Norð-
menn gerðu sitt samkomulag í
sumar.
Björgvin sagði formlega lóðar-
veitingu og ákvörðun gatnagerð-
argjalda fara fram siðar. Hið
nýja stórhýsi Sambandsins, sem
rísa mun i nágrenni Holtagarða.
verður fyrst og frcmst skrifstofu-
bygging. á 11 þúsund fermetra
gólffleti.
Erlendur Einarsson, forstjóri
SÍS, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að ekki væri enn búið
að teikna húsið, og ekki lægju
fyrir nema mjög grófar línur um
bygginguna. Húsið kvað hann
verða notað fyrir framtíðar-
skrifstofur Sambandsins, sem nú
eru á sex stöðum víðs vegar um
Reykjavíkurborg. Núverandi aðal-
skrifstofuhúsnæði við Sölvhóls-
götu sagði Erlendur verða selt, og
kvaðst hann búast við að upp yrðu
teknar samningaviðræður við rík-
ið um kaup á húsinu innan
skamms. Sagði hann fjármála-
ráðuneytið þegar hafa falazt eftir
húsnæðinu fyrir hönd Stjórnar-
ráðsins, en samningaviðræður
hefðu legið niðri undanfarið vegna
óvissu um hvort og hvenær ný lóð
fengist. Erlendur kvað enn ekki
ákveðið hvenær hafizt yrði handa
um bygginguna, ekki væri heldur
Ijóst hvernig húsið yrði byggt eða
hve hratt, og ekki væri ljóst
hvenær það yrði tekið í notkun. —
Það yrði þó varla í ár eða á því
næsta.
Björgvin Guðmundsson sagði,
að umsókn SIS um lóð við Sunda-
höfn hefði verið til meðferðar í
borgarkerfinu næstum allt þetta
ár. SIS hefði lagt mikla áherzlu á
að fá aðstöðu fyrir starfsemi sína
á einum stað, en birgðaskemmur
þess eru nú í Holtagörðum.
Björgvin sagði, að SÍS hygðist
flytja höfuðstöðvar sínar í nýja
stórhýsið og hefði hafnarstjórn
getað fallizt á það, þar sem SÍS
rekur innflutnings- og útflutn-
ingsverzlun, svo og umfangsmikla
skipadeild. Þá væri það mikilvægt,
að höfuðstöðvar SÍS yrðu áfram í
Reykjavík með þeim miklu um-
svifum sem þeim fylgja, en SÍS
hefði látið að því liggja að starf-
semin yrði flutt í nágrannabyggð-
ir, ef ekki fengist viðunandi lausn
á aðstöðu í höfuðborginni.
„Ég hélt nú þegar ég varð 70 ára í fyrra. að þeir þyrftu ekki meira á
mér að halda við síldarsöltun,“ sagði beykir gömlu síldaráranna.
Benedikt Þorbergur Jónsson, við ljósmyndarana. „en þeir ungu kunna
þetta ekki.“
Síld til Húsavíkur eftir langa bið:
Matsmaðurinn 76 ára
— beykirinn sjötugur
SALTAÐ var af kappi á Ilúsavík
i gær en þar hefur ekki verið
söltuð síld síðan á síldarárunum
um og fyrir 1960.
— Flestir þeir sem starfa við
síldarsöltunina nú voru í síldinni í
gamla daga og er það mál manna
að þeir hafi yngst um mörg ár,
sagði fréttaritari okkar á Húsavík
í samtali í gær.
Yngra fólkið kann lítt til verka
við síldarsöltunina og því eru þeir
eldri kallaðir til.
Matsmaðurinn Þór Pétursson er
t.d. 76 ára og beykirinn Benedikt
Þ. Jónsson er 70 ára. Síldarstúlk-
urnar lærðu flestar til verka á
gömlu síldarárunum.
Nýju peningarnir að koma:
Nær 12000 milljónir ný-
króna í fyrstu pöntun
FYRSTA sendingin af nýju
myntinni, nýkrónunni, kom til
landsins fyrir skömmu og
fyrstu seðlarnir eru væntan-
legir innan skamms. að því er
Stefán Þórarinsson rekstrar-
stjóri Seðlahanka íslands hefur
tjáð Morgunblaðinu. Hin nýja
mynt mun sem kunnugt er taka
gildi um næstu áramót.
Samkvæmt upplýsingum Stef-
áns var fyrsta pöntun 45 milljón
stykki af mynt að upphæð 23
milljónir nýkróna og 15 milljón
stykki af seðlum, að upphæð
1170 milljónir nýkróna. Þessi
pöntun á að duga allt árið 1981
og fram á árið 1982. Myntin er
slegin í Royal Mint í London,
sem slegið hefur íslenzka pen-
inga síðan 1940 en seðlarnir eru
frá Bradbury, Wilkinson og Co,
sem prentað hefur íslenzka seðla
síðan árið 1933. Það fyrirtæki er
einnig í London.
Seðlabankinn mun verða með
23 birgðastöðvar víðs vegar um
landið, sem bankar og sparisjóð-
ir geta snúið sér til og skipt á
nýrri mynt og gamalli. Lögð
verður áhersla á að ný mynt
verði til staðar í öllum af-
greiðslustofnunum á fyrsta "af-
greiðsludegi ársins 1981. Stefán
sagði að áhersla yrði lögð á að
skiptin tækju sem skemmstan
tíma enda væri það til hagræðis
fyrir alla. Þegar slík skipti fóru
fram í Finnlandi um áramótin
1962—’63 var reynslan sú að
þriðjungur gömlu seðlanna hafði
borizt finnska seðlabankanum 8.
janúar og helmingur 15. janúar.
Innan skamms verður hleypt
af stokkunum kynningarherferð
á myntbreytingunni. M.a. verður
kynningarbæklingur sendur inn
á hvert heimili.
Dollar í fyrsta
sinn yfir 500 kr.
SÖLUGENGI Bandaríkjadollars
er nú i fyrsta sinn i sögunni
komið yfir 500 krónur, eða nú
kostar hver Bandarikjadollar
500,60 krónur. Kaupgengi er
hins vegar 499,50 krónur.
Hækkun sölugengis Bandaríkja-
dollars frá því ríkisstjórnin felldi
gengi íslenzku krónunnar31. marz
sl. er um 15,96%, en þá kostaði
hver Bandaríkjadollar 431,70
krónur.
Breytingar á sölugengi annarra
gjaldmiðla hafa hins vegar orðið
mun meiri. í dag kostar hvert
sterlingspund 1195,90 krónur, en
kostaði 923,00 krónur eftir gengis-
fellingu. Hefur það því hækkað
um 29,57%.
Hækkun á verði vestur-þýzka
marksins er ögn minni, eða
28,31%, en hvert vestur-þýzkt
mark kostaði eftir gengisfellingu
218,67 krónur, en kostar í dag
279,97 krónur. Hver dönsk króna
hefur hækkað um 28,04% í verði á
þessu tímabili, kostaði 70,46 krón-
ur, en kostar í dag 90,41 krónu.
Frá síðustu áramótum hefur
gengi Bandaríkjadollars hækkað
um 26,61%, en þá kostaði hver
dollar 395,40 krónur, en kostar í
dag eins og áður sagði 500,60
krónur.