Morgunblaðið - 29.08.1980, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980
5
Augljóst að afkoma
mun f ara versnandi
- segir Björn Dagbjartsson um fiskimjölsiðnaðinn
í NÝÚTKOMNU tölublaði ekki tilefni til að
Ægis, rits Fiskifélags ís-
lands, fjallar Björn Dag-
bjartsson, forstjóri Rann-
sóknastofnunar fiskiðnað-
arins, um fiskimjöls- og
lýsisiðnaðinn. í niðurlagi
greinar sinnar segir
Björn, að því miður virðist
vera
mjög bjartsýnn á afkomu
fiskimjölsiðnaðarins í nán-
ustu framtíð.
Björn segir, að í ár sé
búizt við metuppskeru á
kornmeti og fóðri og því sé
ekkert, sem bendi til þess
að hækkun á fiskimjöli sé
væntanleg á erlendum
mörkuðum í nánustu fram-
tíð, þó svo að alvarlegt
verðhrun sé e.t.v. ekki á
næstu grösum. Hann bend-
ir á, að miklar sveiflur í
hráefnisframboði hafi þó
löngum verið enn alvar-
legri heldur en ytri skilyrði
verðlagsþróunar og nú
bendi flest til minnkandi
hráefnisframboðs. Þá segir
Björn ennfremur að
vinnslukostnaður, einkum
orkuverð, muni eflaust
halda áfram að hækka.
Að þessum forsendum
gefnum sé augljóst að af-
koma iðngreinarinnar
muni í heild fara versn-
andi. Til að bæta hag ið-
naðarins þurfi verulegra
fjárfestinga við, sem miði
að orkusparnaði, bættri
nýtingu og auknum afurð-
agæðum.
ísland og heims-
valdastefnan
VEGNA fréttar Mbl. í gær um
útkomu viðtalsbókar við Einar
Olgeirsson hafði útgáfustjóri Máls
og menningar samband við blaðið
til að upplýsa að bókin er ekki
ævisaga í venjulegum skilningi
eins og greint hafði verið frá í
fréttinni, heldur er þar um að
ræða pólitíska úttekt og verða
ævisöguþættir felldir inn í frá-
sögnina. Bókin á að heita Ísland
og heimsvaldastefnan.
Útsölustaðir: Karnabær Laugavegi 66 — Karnabær Glæsibæ — Eplið Akranesi — Eplið ísafirði
Álthóll Siglufirði — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafirði — Eyjabær Vestmannaeyjum
Hafnaði í
Liverpool
á leið til
Fleetwood
og strand-
aði síðan
SÍÐUSTU vikur hafa mörg
íslenzk fiskiskip landað afla
sínum erlendis og hefur ekki
frétzt af áföllum skipanna i
þessum siglingum. Ein und-
antekning er þó á. en frá því
sagði nýlega í brezkum blöð-
um. að islenzka skipið Hlein
hefði orðið fyrir því á dögun-
um að hafna i Liverpoo!
þegar förinni var heitið til
Fleetwood. Ekki var þó lengi
staðið við í Liverpool. en
stefnan sett á Fleetwood. Sú
ferð gekk þó ekki með öllu
áfallalaust. þvi skipið strand-
aði á leiðinni þangað.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins fékk skip-
stjórinn á Hlein hafnsögu
mann um borð í Liverpool, en
þrátt fyrir það tókst ekki
betur til en fyrr er greint frá.
Nú er unnið að viðgerð á
skipinu í Englandi, en smá-
vægilegar skemmdir urðu á
stýri og skrúfublöðum þess.
Hlein ÁR 18 hét áður Ófeigur
II, en var seld til Þorlákshafn-
ar í vetur og síðan aftur til
Vestmannaeyja fyrir nokkru.
SG-330
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR MAGNARI 2x20
WOTT R.M.S. ÚTVARP: 4 ÚTVARPSBYLGJUR. FM
FW, STERIO LW. MW. SW
PLÖTUSPILARI: HÁLF-
SJÁLFVIRKUR, S-ARM-
UR, MAGNETIC PICKUP.
SEGULBAND: MEÐ
SJÁLFLEITARA.
HÁTALARAR: 2 STK. 40
WÖTT.
/^r---- »
VERÐ MED
HÁTÖLURUM:
kr. 469.000.-
sem lyf tir pilsum.
Á tívolísvæðinu er sannkallað tívolí andrúmsloft. Ballerínan
þeytir fólki upp og niður hring eftir hring. í tvisternum rang-
hvolfir það augunum og skrækir af ánægju. Allir fá útrás fyrir
bíladelluna í bílabrautinni. í flugvéla- og dýrahringekjunni
skemmtir smáfólkið sér konunglega. Lokkandi hróp og köll
heyrast frá lukkuhjólunum.
Hér er víst alveg eins gott að gæta buddunnar.
- Eða eru freistingarnar bara til þess að falla fyrir?
Munið að inngangur á tívolí svæðið er innifalinn í aðgangseyri
sýningarinnar. Verð miða í einstök tæki er 300 - 1500 krónur.
1700 krónur kostar þó í hvern bíl, en það gildir fyrir tvo.
Opiðer kl. 3-10 virkadagaog 1-10
laugardaga og sunnudaga.
Svæðinu er lokað alla daga kl. 11.
Heimilið