Morgunblaðið - 29.08.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.08.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980 Alþjóðlegt tónlistar- námskeið i Reykjavík I»essa dagana stendur yfir tón- listarnámskeió í Menntaskóian- um við Hamrahlíð á vegum Tón- listarskólans í Reykjavik. Nám- skeiðið sækir ungt fólk frá öllum Norðurlöndunum, Evrópu og Ameríku auk þess er hér staddur nemandi frá Nýja Sjálandi. Nám- skeiðið er kennt við aðalstjórn- anda þess Paul Zukofsky, sem er heimsþekktur fiðluleikari o« hljómsveitarstjórnandi. Á fyrsta námskeiðinu, sem haldið var i Tónlistarskólanum fyrir þremur árum voru nemendur 11, en nú eru þeir um eitt hundrað. Veg og vanda af þessum námskeiðum hefur Þorgerður Ingólfsdóttir tónlistarkennari haft. Auk Zukofskys leiðbeinir Rob- ert Aitken nemendum í flautuleik, en hann er vel þekktur víða um heim og hefur unnið til fjölda verðlauna. skeiði 18 nemendur þar af 11 íslenskir, en hinir kæmu víðsvegar að. Leikin voru í gærkvöldi verk eftir tvö bandarísk tónskáld, Brant og Colemann, auk þess frumflutt var verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem hann samdi sérstaklega fyrir þennan hóp flautuleikara. Það er sérstakt að því leyti að hljóðfæraleikararnir eru staðsettir á meðal áhorfenda en ekki allir á sviði eins og tíðkast hefur fram að þessu. íslendingar nokkuð sérstakir Amande Hollins frá Nýja Sjá- landi, flautuleikari sem hefur stundað nám við Tónlistarháskól- ann í Manchester á Englandi, sagðist hafa frétt af námskeiði þessu hjá vinkonu sinni. „Ég held Zukofsky-námskeiðum en hinum þremur í Englandi. Ég hef heima hjá mér sænska stelpu, sem er þátttakandi á nám- skeiðinu, og leikur á flautu og við leikum saman annað veifið. Henni líkar mjög vel vistin hér á landi og við fórum með hana austur að Heklu nóttina eftir að fjallið byrjaði að gjósa." Kem aftur ef ég á þess kost Frank Nesse heitir bassaleikari frá Ósló og er sendur á námskeiðið á vegum Tónlistarháskólans þar. „Ég rakst á tilkynninguna um þetta námskeið í blaði sem gefið er út í skólanum. Fyrstu kynni mín af Islandi voru eldarnir í Hekla og var sú sjón er þar blasti við mér tilkomumikil. Zukofsky hafði ég ekki kynnst Paul Zukofsky Ljósm. Kristinn. Robert Aitken leiðbeinir hér flautuleikurum á námskeiðinu. Paul A. Zukofsky leiðbeinir hér 100 manna hljómsveit námskeiðsins. í samtali við Mbl. kvað Zu- kofsky námskeið þetta hafa geng- ið mjög vel og ætlunin væri að halda þessu námskeiðahaldi áfram og þau væru orðin stór liður í þjálfun íslenskra tónlistarmanna hér á landi. Þá kvað hann nokkqð undarlegt að fá hingað erlenda tónlistarmenn til þess að leika í sinfóníuhljómsveitinni á sama tíma og innlendir hljómlistar- menn verða að fara út fyrir landsteinana í leit að starfi. Tilganginn með námskeiði sem þessu kvað hann vera þann að veita ungu fólki þá tilsögn og þjálfun sem það nauðsynlega þarf á að haida til þess að geta leikið í kammer- eða sinfóníuhljómsveit. í stuttu samtali við Mbl. sagðist Robert Aitken hafa mikla ánægju af að koma til Islands, og þetta væri 19. skiptið, en það væri mjög dýrt að koma hingað. Hann sagði að þeir íslenskir hljómlistarmenn, sem hann hefur kynnst séu búnir miklum hæfileikum, en skorti reynslu. Þeir þyrftu að leika meira með hljómsveitum, auk þess sem hér væri töluvert af hæfileikafólki í tónlist. Hann sagði einnig að á sinni könnu væru á þessu nám- að þetta námskeið sé mjög gagn- legt og að maður læri mikið á þessu. Ég fór til náms í Englandi vegna þess að ég hafði lært það sem ég gat heima. Á flautu hef ég æft í tíu ár og ætla mér að halda því áfram. Ég sé alls ekki eftir að hafa komið hingað því ég hef lært ótrúlega margt og kynnst íslend- ingum, sem eru margir hverjir nokkuð sérstakir, að mér finnst." Zukofsky nám- skeiðin gagnleg Birna Bragadóttir er einn þeirra íslendinga, sem voru . á námskeiðinu, en hún hefur lagt stund á flautuleik. „Ég tók kenn- arapróf fyrir tveimur árum og í apríl síðastliðnum lauk ég burt- fararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þrisvar hef ég farið á þriggja vikna námskeið í Englandi í flautuleik. Þar hafa verið margir frægir spilarar og kennarar s.s. Trevor Wye, William Bennet o.fl. Ég var í fyrsta skipti á Zukofsky námskeiði sl. ár og lærði ofsalega mikið og ég tel mig hafa haft meira gagn af þessum tveimur mikið fyrir komu mína hingað, en ég kem hingað aftur ef ég á þess einhverntíma kost,“ sagði Frank að lokum. Kemur í boði Sibelius- akademíunnar Eero Munter er bassaleikari frá Finnlandi og kemur hingað í boði Sibeliusarakademíunnar í Hels- inki. „Ég vissi ekki um þetta námskeið fyrr en í byrjun júlí, er ég var spurður hvort ég vildi fara. Ég held að námskeið sem þetta sé mjög góð aðferð til þess að æfa hljómlistarmenn í að leika með hljómsveit, annars hef ég leikið með sinfóníuhljómsveitinni í skól- anum.“ Aðspurður um hvort hann kæmi hingað aftur sagðist hann hafa áhuga, en verði hann ekki styrktur sagðist hann ekki hafa efni á að koma. Þórhallur Birgisson hefur lokið námi í fiðluleik við Tónlistar- skólann í Reykjavík og er við nám í New York. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þátt í þessu námskeiði og líkar vel. Ég hef Birna Bragadóttir Robert Aikten Frank Nesse t.v. og Eero Munter Magnús Kristinsson Þórhallur Birgisson Svanhildur Óskarsdóttir Amanda Hollins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.