Morgunblaðið - 29.08.1980, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980
Hvað vitum við
um andófsmenn ?
FRELSISBARÁTTAN í RÁÐ-
STJÓRNARRÍKJUNUM.
Ilannes H. Gissurarson sá um
útgáfuna ok samdi eftirmála.
Almenna bokafclat;iö,
íslenzka andófsnefndin 1980.
í Frelsisbaráttunni í Ráð-
stjórnarríkjunum eru ræður eft-
ir þá Alexander Solsénitsín og
Vladimír Búkofskí og ritgerð
eftir Andrei Sakharof. Efnið er
vandi andófsmanna í Sovétríkj-
unum og afstaða Vesturlanda-
manna til þeirra.
Ræður eiga yfirleitt ekki
heima í bókum, en fara ágætlega
í stuttum endursögnum í dag-
blöðum. Þannig er einnig um
ræður þeirra oslsénitsíns og
Búkofskís. Öðru máli gegnir um
greinargerð Sakharofs: Hvers
vegna varð ég andófsmaður?
Hún er einmitt af því tagi sem
gott er að hafa aðgang að í bók,
merkileg heimild um mann sem
talar rödd samviskunnar.
Bðkmennlir
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Eins og kunnugt er var Sak-
harof einn þeirra vísindamanna
sem áttu þátt í að gera Sovétrík-
in að því kjarnorkuveldi sem þau
eru nú. Hann lét stjórnmál lengi
afskiptalaus, en eftir lát Stalíns
og hið sögufræga tuttugasta
flokksþing fann hann til ábyrgð-
ar og jafnframt skelfingar vegna
þeirrar hættu sem heimsfriðn-
um stafaði af eyðingarvopnum.
Hann aðvaraði valdamenn með
þeim árangri að Krústjoff gaf þá
yfírlýsingu að hann væri góður
vísindamaður, en hefði ekki vit á
stjórnmálum. Eftir að Solsénits-
ín var fluttur úr landi hefur
Sakharof orðið kunnasti andófs-
maður Sovétríkjanna heima
fyrir. í ritgerðinni Hvers vegna
varð ég andófsmaður? lýsir hann
ofsóknum sem hann, fjölskylda
hans og vinir hafa orðið fyrir.
Það er ljót saga. Engu að síður
skrifar Sakharof:
„Ég er ekki að öllu leyti
neikvæður jragnrýnandi lífshátt-
ar okkar. Ég sé margt gott með
þjóð okkar og landi — sem ég
ann. Ég hef neyðzt til að ein-
skorða mig við hið neikvæða, því
að hin opinbera áróðursvél þegir
um það, og af því stafar mesta
hættan. Éger ekki andstæðingur
bættra samskipta, viðskipta eða
afvopnunar. Öðru nær: I mörg-
um rita minna hef ég beðið slíks.
Það er einmitt á þennan hátt
einan, sem unnt er að bjarga
mannkyni...“
Athyglisverð eru orð Sakhar-
ofs um misskilning vestrænna
menntamanna. Hann telur af og
frá að halda að ráðamenn í
Andrei Sakharof
sameignarríkjum stefni að
framförum. Ekki síst leggur
Sakharof áherslu á að sovéskir
andófsmenn líti öðrum augum á
vinstristefnu en félagar þeirra á
Vesturlöndum. Það gerir söguleg
reynsla sem hefur fælt Sakharof
og fleiri frá vinstristefnu.
Viðvörun til Vesturlanda-
manna er ræða sem Alexander
Solsénitsín flutti á fundi banda-
rísku verkalýðssamtakanna
1975, einkennileg blanda af lofi
og níði um Bandaríkin. Hann
talar við bandarísku verkamenn-
ina eins og þeir séu börn og
hvetur þá til að vera á verði gegn
Sovétríkjunum og gerast virkari
í afstöðu sinni. Solsénitsín er
rökvís og sannfærandi í ádrepu
sinni, enda getur hann trútt um
talað, en spurningin er sú hvort
heimurinn myndi ekki loga væri
farið að ráðum hans.
Enn harðari er Vladimír Bú-
kofskí í ræðu sinni yfir Varð-
bergsmönnum í Reykjavík 1979.
Búkofskí sýnir fram á galla
slökunarstefnu, détente, enda
getur varla verið réttlætanlegt
að aðhyllast slíka stefnu gagn-
vart glæpamönnum eins og hann
kallar ráðamenn í Kreml.
Solsénitsín og Búkofskí minn-
ast báðir á minnihlutahópa í
Sovétríkjunum, þjóðir innan
þeirra sem markvisst hefur verið
reynt að útrýma. Þetta hefur eflt
þjóðernishreyfingar í Sovétríkj-
unum og án efa munu þær eiga
eftir að rísa upp gegn ofbeldinu.
Sama er að segja um trúarsöfn-
uði sem ekki geta sætt sig við
kerfið og ekki er unnt að kveða
alveg niður.
Eins og Sakharof bendir á
vitum við í raun lítið um það
sem er að gerast í Sovétríkjun-
um og enn minna vita Sovét-
menn um Vesturlönd. Margir
sovéskir andófsmenn hafa því
miður reynt það á Vesturlöndum
að þau eru ekki sú paradís sem
Hannes H. Gissurarson gerir
þau að í eftirmála Frelsisbarátt-
unnar í Ráðstjórnarríkjunum.
Áttræður í dag:
Bergþór Magnússon
frá Mosfelli og Viðey
Áttræður er í dag einn þeirra
manna sem settu svip sinn á
samfélag bernsku minnar. Mér fer
því svo, þegar ég sendi bóndanum,
lækninum og söngvaranum Berg-
þóri Magnússyni kveðjur mínar og
fjölskyldunnar, þá renna bernsku-
dagarnir mér fyrir hugskotssjónir
því hann og kona hans, Ragna
Björnsdóttir, voru fastir punktar í
tilverunni.
Það kemur oft fyrir, þegar líða
tekur á sumar og ilmur nýrrar
töðu berst að vitum mér, að ég
minnist þess er við börnin í Viðey
lékum okkur æslafull í heysátun-
um hans Bergþórs. I þá daga var
heyjað á Vestureynni og heyið
flutt með báti frá Kattarnefinu
við Eyðið að hafskipabryggjunni á
Stöðinni og sett inn í eitt af gömlu
fiskverkunarhúsunum sem þar
stóðu tóm og vitnuðu um stórveld-
isdaga Milljóna- og Kárafélagsins.
Það var ætíð tilhlökkunarefni að
mega leika sér í sátunum, finna
þar ótal göng og felustaði, og eitt
var víst, ekki þurfti að óttast að sá
er heyið átti myndi amast við
okkur börnunum. Þar sló skiln-
ingsríkt hjarta. Mér verður það æ
ljósara með árunum hversu mik-
ilsverður hlekkur Bergþór var í
því litia samfélagi er átti sér ból í
eynni. Okkur börnunum var hann
ætíð hlýr og ráðhollur, spaugsam-
ur og glettinn, og auðfundið að
hann hafði gaman af börnum, átti
það til að taka þátt í leikjum
þeirra með smitandi kátínu og var
um leið hvetjandi í drengilegum
leik. Það gat hvesst hjá Bergþóri
ef svo bar undir og hann veitti
okkur föðurlega áminningu með
þeim hætti að eftir sat og varð til
umhugsunar en ekki sárinda.
Þeim sem eldri voru og höfðu
forsjá heimila á herðum sínum
var nærvera Bergþórs ekki minna
virði. Hann var góður læknir,
jafnt manna sem dýra, hafði
læknishendur eins og gamla fólkið
sagði, og ætíð reiðubúinn að
hlaupa undir bagga ef með þurfti.
Virtist raunar finna það á sér
hvar þörfin var mest hverju sinni.
Söngmaður var Bergþór í sér-
flokki, eins og hann átti kyn til.
Ég hefi einhvers staðar minnst
þess áður hve stórar þær stundir
eru í minningu minni, þegar
Bergþór og Þórður heitinn Jó-
hannesson og bræður þeirra
beggja, leiddu sönginn í Viðeyj-
arkirkju eða við messu í skólahús-
inu. Mér hefur hlotnast það um
dagana að ganga um mörg þekkt-
ustu trúarmusteri veraldar, en
verð að viðurkenna að hvergi
hefur lotning mín né trúarleg
innlifun orðið meiri en á þeim
stundum er ég áður nefndi með
þeim söngbræðrum.
Það er víst siðvenja að rekja
ættir manna á stundum sem
þessari, en ég bið forláts á því
hversu lítt ég er til þess fær, þegar
frá er talin sú alkunna staðreynd
að Bergþór er sonur séra Magnús-
ar á Mosfelli. Ættfræði hefir
aldrei verið mín sterka hlið. Hitt
skiptir mig meira máli hvernig
maðurinn reynist, heldur en
hverra hann er, enda hefir mér
ekki virst það algild ávísun um
manngildi.
Ég bið þessar fáu línur fyrir
kveðjur til Bergþórs og þakkir
fyrir árin í eynni og árna honum
og fólki hans öllu allra heilla í
tiíefni tírnamótanna. Bergþór
dvelst nú á heimili Ragnhildar
dóttur sinnar og tengdasonarins
Atla Elíassonar. Þar mun hann
taka á móti gestum frá klukkan
sjö í kvöld. Þangað munu margir
koma eða senda hlýjar hugsanir.
Örlygur Ilálfdanarson.
Svona er búið að öldruðum í Keflavik.
Bæjarprýði í Keflavík
KEFLAVÍKURBÆR hefur veitt
viðurkenningar fyrir það sem
þykir horfa til bæjarprýði.
Fegursti blómgarður var val-
inn reitur Sigriðar Marelsdóttur
og Sigríðar Steindórsdóttur að
Hringbraut 87. Þau hjón hófu
ræktun garðs síns árið 1973 og
þykir dómnefnd hann fjölbreyti-
legasti blómgarður í Keflavík.
íbúar við götuna Langholt
hlutu viðurkenningu fyrir „sam-
ræmda heildarmynd götu“. Þess
má geta að íbúarnir tóku sig
saman og steyptu sjálfir gang-
stéttir á eigin kostnað.
Hjónin Ragnheiður Lúðvíks-
dóttir og Hallur Þórmundsson
hlutu viðurkenningu fyrir endur-
bætur og viðhald á eldra húsi, að
Túngötu 23 (Kristínarbúð), sem
var reist rétt eftir aldamótin og
stendur í miðjum gamla bænum,
sem Keflvíkingar kalla.
Ennfremur var hjónunum
Magnúsíu Guðmundsdóttur og
Jóni Eysteinssyni veitt viður-
kenning fyrir garð sinn að Bald-
ursgarði 2 fyrir „fallega samræm-
ingu á lóðamörkum milli gatn-
anna Baldursgarðs og Fagra-
garðs", eins og dómnefnd segir.
Loks var veitt viðurkenning
fyrir „frágang og umhverfi á
nýbyggðu húsi“. Það var við hús
aldraðra við Suðurgötu, sem búið
var að „snyrta og ganga frá öllu
utanhúss á mjög svo smekklegan
hátt“ þegar fyrstu íbúar fluttu
inn.
Fegursti blómgarður Keflavikur 1980.
Kristínarbúð þykir dæmu um vel heppnaðar „endurbætur og
viðhald á eldra húsi“.