Morgunblaðið - 29.08.1980, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980
13
Bjart yfir
Hólahátíð
Bæ. SkaKafirði. 18. ágúst.
EKKI bregst það, að á Hóla-
hátíð er gott veður, og svo var
það nú, er gestir fjölmenntu
heim að Hólum á hina árlegu
hátið Hólafélagsins. Öll sæti
voru skipuð i dómkirkjunni
og mörgum stólum þurfti að
koma fyrir aukalega, en áætl-
að var að þarna væri a.m.k.
150 manns. Auk fjölmenns
kirkjukórs frá Sauðárkróki.
sem söng undir stjórn Jóns
Björnssonar tónskálds, en
einsöng flutti Ragnheiður
Óskarsdóttir frá Sauðár-
króki. Ellefu skrýddir prest-
ar gengu til kirkju ásamt
vígslubiskupi. Fyrir altari
þjónuðu séra Gunnar Gísla-
son prófastur og Sighvatur
Emilsson prestur á Ilólum.
Eitt barn var skírt við þessa
guðsþjónustu. Stólvers var
sungið „Heyr himnasmiður“
eftir Tuma Tómasson, en lag-
ið er eftir Jón Björnsson
tónskáld.
Prédikun flutti Örn Ragn-
arsson prestur á Raufarhöfn.
en altarisþjónustu önnuðust
vigslubiskup og prófastur
Skagafjarðarsýslu.
Eftir messu var kaffihlé, en
kl. 4 hófst hátíðardagskrá með
ávarpi formanns Hólafélags-
ins, sr. Árna Sigurðssonar á
Blönduósi. Haukur Guðlaugs-
son söngmálastjóri lék einleik
á orgel. Þvínæst flutti Pálmi
Eitt verkanna á sýningunni.
Björn Birnir á
Kjarvalsstöðum
í VESTURSAL Kjarvalsstaða
verður kl. 16 í dag opnuð sýning
Björns Birnirs. Á sýningunni eru
tæplega 60 verk, — teikningar,
kol- og akrílmyndir. Björn hefur
áður haldið einkasýningar í
Norræna húsinu 1977, Chicago
I.V. 1979, Devenport Iowa 1979
og auk þess sýningar víðsvegar
um Canada.
Björn stundaði nám í Handíða-
og Myndlistarskólanum 1949—
1952. Lauk prófi í skreytilist og
skiltaferð frá Bergenholtz Dekor-
ations fagskole 1955 og prófi í
fjarvíddarteiknun, flatarteiknun
og rúmteiknun við Indendors
Arkitekt Akademied. Árið 1979
lauk hann svo Master of Science
prófi við Indiana State University.
Sýningin stendur frá 29. ágúst
til 10. september og er opin frá kl.
14 til 22 alla dagana.
LjáHin. A-S.
Á Akureyri er talsverður áhugi rikjandi fyrir
sjóskiðaíþróttinni og má oft sjá menn æfa þá iðju á
pollinum þegar þannig viðrar.
Dómkirkjan að Hólum.
Jónsson landbúnaðarráðherra
ræðu þar sem hann talaði um
margþætt hlutverk Hólafé-
lagsins og þátt Hólahátíðar til
eflingar Hólum. Þá ræddi
hann um Hólastað fyrr og nú,
þær framkvæmdir, sem verið
væri að gera á Hólum og þær
vonir, sem bundnar væru við
þær. Stefnt væri að því að
hefja reglulegt skólahald að
nýju haustið 1981, en á kom-
andi vetri yrði námskeið eins
og verið hefði sl. vetur. Talaði
hann einnig um vonir manna
um framtíð Hóla.
Næst söng Guðrún Tómas-
dóttir einsöng með undirleik
Hauks Guðlaugssonar. Síðan
flutti sr. Sigurpáll Óskarsson
bæn, en formaður Hólafélags
sleit samkomunni.
Á Hólum standa nú yfir
miklar framkvæmdir. Unnið
er að gagngerum endurbótum
á skólahúsnæðinu að utan en
að innan er ráðgert að hefja
viðgerðir á næsta ári. Byrjað
er á hitaveitu frá Reykjum að
Hólum, brú á að setja á
Hjaltadalsá nálægt laxeldis-
stöðinni, sem Hólalax er að
byggja. Er það mannvirki
jafnvel á undan áætlun bygg-
ingartíma. Verið er að byggja
fyrsta hluta hesthúss og til
stendur að laga og endurbæta
starfsmannabústaði.
Þeir, sem unna Hólastað,
gleðjast og vona að senn verði
þar glæsilegur rekstur á skóla
og fleiri framkvæmdir.
Björn í Bæ.
AUCLÝSINCASTOFA
MYNDAMÓTAHF
Bestu kaupin!
heimilistæki
frá Noregi
Viö fengum takmarkaö
magn af þessum stór-
glæsilegu eldavélum á
þessu einstaklega hag-
stæöa verði kr. 520.400.-
PA 460 eldavélinni fylgir
vifta fyrir annaö hvort út-
blástur eöa kolasíu. (Verö
á kolasíu sérstakt.) Digital
klukka er í viftunni.
PA 460 eldavélin er meö 4
hellum. Aövörunarljós fyrir
hverja hellu. 2 fullkomnir
ofnar. Sjálfhreinsandi ofn
aö ofan, búin rafdrifnum
grilltein. Stór ofn aö neö-
an, sem einnig má baka
og steikja í. Öryggislæsing
á ofnhurð.
PA 460 eldavélarnar fást í
karry gulu, avocado
grænu og svörtu.
Tryggöu þér vél strax í
dag á þessu einstaklega
hagstæöa veröi. Takmark-
að magn.
Eigum einnig kæliskápa,
frystiskápa, uppþvottavél-
ar og frystikistur á hag-
stæðu verði.
PA 460 mál: 60x60x85—90 sm.
E _
EINAR FARESTVEIT S. CO HF.
BERGSTAÐASTRÆTI I0A • SIMl 16995
Árs ábyrgð
Greiðslu-
skilmálar