Morgunblaðið - 29.08.1980, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980
Pólland:
„Sósíalismann
þarf að vernda“
- segir fréttastofa Austur-Þýskalands
Ikrljn ok I'aris. 2S. avcust. — AP.
FRÉTTASTOFA Austur-hýskalands sagði í dag írá
vaxandi áhyKKjum í Póllandi vexna vöruskorts sem
komið heíurí kjölfar verkfallsins ok hættu á vaxandi
„and-sósíalískum“ áhrifum í landinu.
í stuttri fréttasendingu frá
Varsjá var vitnað í pólsku
fréttastofuna sem segir að efna-
hagslegir erfiðleikar af völdum
verkfallanna hafi valdið íbúum
Póllands miklum erfiðleikum. í
fréttinni sagði að sósíalismi væri
lífsspursmál fyrir Pólverja og því
þyrfti að vernda hann.
Veður
víða um heim
Akureyri 10 hólfskýjaó
Amsterdam 22 skýjaó
Aþena 32 heióskírt
Barcelona 27 léttskýjaó
Berlín 25 heióskírt
BrUssel 24 skýjaó
Chicago 28 skýjað
Denpasar 29 heióskírt
Dublin 18 heióskírt
Feneyjar 26 þokumóóa
Frankfurt 24 skýjaó
Fsereyjar 8 alskýjaó
Genf 23 skýjaó
Helsinki 18 skýjað
Hong Kong 32 skýjaó
Jerúsalem 30 skýjaó
Jóhannesarborg 20 heióskírt
Kaupmannahöfn 18 skýjaó
Las Palmas 25 lóttskýjað
Lissabon 26 heióskírt
London 22 skýjaó
Los Angeles 28 heióskírt
Mexicoborg 23 skýjaó
Madrid 30 heióskírt
Malaga 27 léttskýjaö
Mafiorca 29 léttskýjaó
Miami 31 skýjaó
Moskva 13 heióskírt
Nýja Delhi 33 skýjaó
New York 36 r 1 1
Oslo 16 skýjað
París 24 heióskírt
Rio de Janeiro 24 skýjaó
Reykjavík 10 léttskýjaó
Rómaborg 24 skýjaó
San F^ancisco 17 heióskírt
Stokkhólmur 18 skýjaó
Tel Aviv 30 skýjað
Tókýó 26 skýjað
Vancouver 19 skýjaó
Vínarborg 22 heióskírt
í fréttinni var sagt frá því að
verkföllin væru í Szczecin, Gdansk
og Elblag. Ekkert var minnst á
fjölda verkfallsmanna eða samn-
ingaviðræður.
I annarri frétt fréttastofunnar
var sagt frá auknum undirbúningi
heræfinga Varsjárbandalagsins
sem fram fara í Austur-Þýska-
landi á næstunni.
Viðbrögð .kommúnista á Vestur-
löndum við ástandinu í Póllandi
eru mismunandi.
Italski kommúnistaflokkurinn,
sá stærsti í Evrópu, er hróðugur
yfir því að verkföllin í Póllandi
sanni kenningar flokksins um að
sósíalisma megi aðeins byggja á
lýðræði.
Spánski kommúnistaflokkurinn
vonar að atburðirnir í Gdansk
þýði meira lýðræði fyrir þjóðir
Austur-Evrópu.
En franski kommúnistaflokkur-
inn er á öðru máli. Þeir taka ekki
afstöðu sem stríðir á móti Sovét-
mönnum. Ritstjóri blaðs franska
kommúnistaflokksins L’Humanite
hefur fullvissað lesendur sína um
að „þeir standi með verkamönnun-
um og pólsku kommúnistunum í
að leiðrétta villur og ófullkom-
leika, til að vernda og þróa
sósíalískt stjórnkerfi“. Frétta-
skýrendur segja flokkinn ekki
vera heilhuga með verkamönnum í
Póllandi heldur fremur á bandi
Sovétmanna.
Myndin er tekin rétt í þann mund, að sprengjan i spilavítinu í Stateline í Nevada, sprakk í fyrrakvöld.
Sprengjan í Nevada:
Sprakk eftir að kröfur
höf ðu verið samþykktar
Statrlino. Nevada. 28. áxúst. AP.
SPRENGJAN, sem komið var fyrir í spilaviti einu í borginni Stateline
í Nevada sl. þriðjudag, sprakk í gærkvöldi. Stuttu áður hafði eigandi
spilavitisins gengið að kröfu þeirra sem komu sprengjunni fyrir og
tilkynnt þeim það símleiðis. Miklar skemmdir urðu á byggingunni og
hús í nágrenninu titruðu. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi slasast.
Tveir menn komu sprengjunni
fyrir í stórum kassa í spilavítinu
sl. þriðjudag. Skildu þeir eftir bréf
þar sem þeir kröfðust þriggja
milljóna dollara og þyrlu að auki.
Kváðu þeir sprengjuna innihalda
1.000 hólka af dýnamíti og 450 kíló
af TNT sprengiefni og myndi hún
springa ef óvarlega yrði komið að
henni.
Lögreglan staflaði 260.000
sandpokum umhverfis kassann og
íbúar nærliggjandi húsa voru
fluttir á brott. Sérfræðingar voru
kallaðir á staðinn og reyndu þeir
að gera sprengjuna óvirka úr
fjarlægð. Ein slík tilraun var
einmitt í gangi er sprengjan
sprakk.
Þá hafði þyrla með 3 milljónum
dollara verið á sveimi í u.þ.b.
hálfan klukkutíma og beðið eftir
frekari fyrirskipun frá þeim sem
komu sprengjunni fyrir. Sú skipun
kom aldrei og var peningunum
skilað aftur til eiganda spilavítis-
„Frjáls verkalýðsfélög ...
það getum við ekki leyft“
Gdansk. 28. ágúst. AP.
TRYBUNA Ludu, hið opinbera málgagn pólska komm-
únistaflokksins, skýrði frá því í dag, að á nóvember-
þingi verkalýðssambandsins yrði væntanlega sam-
þykkt, að leyfðar skyldu frjálsar, leynilegar kosningar
innan sambandsins. Blaðið sagði ennfremur: „Kröfurn-
ar um frjáls verkalýðsfélög stefna að því að rjúfa
einingu pólskra verkamanna og ýta undir innbyrðis
togstreitu. bað getum við ekki leyft.“
Fréttir hafa borist um, að verk-
föll haldi enn áfram að breiðast út
í Poznan, Krakow, Lods, Torun og
Wroclaw og verkamenn gefa út
yfirlýsingar um samstöðu með
verkfallsmönnum á Eystra-
saltsströndinni. Miklar biðraðir
eru við matvöruverslanir og sam-
göngur liggja víða niðri.
Mieczyslaw Jagielski, varafor-
sætisráðherra, átti í morgun fund
með verkfallsmönnum í Lenín-
skipasmíðastöðinni í Gdansk og
gagnrýndi þá harðlega fyrir að
leyfa vestrænum fréttamönnum
að vera viðstöddum. Á fundinum
var ekki fjallað um þá helstu
kröfu verkfallsmanna, að leyfð
skuli frjáls og óháð verkalýðsfé-
lög. Jagielski hefur margoft tekið
fram, að kommúnistaflokkurinn
sætti sig aldrei við, að úr völdum
hans yrði dregið. Slíkt væri fá-
heyrt í fylgiríki Sovétríkjanna.
I viðræðum verkfallsmanna í
Gdansk og Jagielskis varaforsæt-
isráðherra, kröfðust verkamenn
þess, að endir yrði bundinn á
ritskoðun í landinu. Jagielski
svaraði því til, að pólska stjórn-
arskráin tryggði fullt tjáningar-
og trúfrelsi. „Hvernig má það
vera, með tilliti til þessarar fal-
legu stjórnarskrár, að stöðugt er
úrbóta þörf,“ spurðu verkfalls-
menn. „Áður treystum við ykkur.
Nú hafið þið brugðist trausti
okkar."
Tass-fréttastofan rússneska
réðst í gær harkalega á „andsósí-
ölsk“ öfl í Póllandi, sem reru að
því öllum árum að ýta bandalags-
ríki Sovétríkjanna út af „braut
sósíalismans". Engin merki sáust
hins vegar um, að Rússar hygðust
hlutast til um málefni Pólverja, þó
að 40.000 hermenn Varsjárbanda-
lagsríkjanna væru við heræfingar
handan landamæranna í Austur-
Þýskalandi.
Hryðjuverkið í Bologna:
Verkfallið í Frakklandi:
Samningaviðræð-
ur hafnar á ný
ítalska lögreglan
að komast á sporið
Róm. 28. ágúst. AP.
ÍTALSKA lögreglan lét í morgun
til skarar skríða í ýmsum borg-
um á Ítalíu og var tilgangurinn
sá að taka höndum 28 hægrisinn-
aða öfgamenn vegna sprenging-
arinnar á járnhrautarstöðinni í
Bologna þar sem 83 manns létu
lífið.
Snemma dags höfðu 12 menn
verið handteknir og var hinna enn
leitað. Þeim er gefið að sök að
hafa staðið að baki hryðjuverkinu
í Bologna, sem er það mesta frá
lokum heimsstyrjaldarinnar síð-
ari. „Handtökuskipanirnar ná að-
eins til ítalskra borgara," sagði
Luigi Persico, aðstoðarríkissak-
sóknari, á blaðamannafundi í Bol-
ogna í dag. „Uppbygging þessara
hægrisamtaka er nýfasísk og ný-
nasísk og við erum að grafast fyrir
um fortíð þeirra og fyrri hryðju-
verk.“
Samtök hægri öfgamanna á
Ítalíu hafa haft þann háttinn á að
koma fyrir sprengjum á fjölförn-
um stöðum en vinstri öfgamenn,
eins og Rauða herdeildin, hafa
hins vegar leitast við að ráða af
dögum einstaklinga, sem þeir telja
til andstæðinga sinna.
París ok London, 28. ágúst. — AP.
UMFERÐ var eðlileg um flestar
hafnir í Frakklandi í dag eftir að
samningaviðræður hófust á ný
milli fiskimanna og fulltrúa
fiskiðnaðarins. Ennþá lokuðu
reiðir fiskimenn þó nokkrum
höfnum um allt landið.
Forsvarsmenn breskra skipa-
félaga sögðu í dag að umferð
ferja milli Englands og Frakk-
lands væri nú aftur með cðli-
legum hætti nema hvað höfninni i
Boulogne er ennþá haldið lokaði.
í Boulogne loka fiskimenn fyrir
umferð bæði um höfnina og götur
borgarinnar. Hafa þeir sett báta
sína fyrir hafnarmynnið og stillt
bílum sínum þvert yfir götur.
Boulogne hefur verið miðstöð
verkfallsmanna frá því verkfallið
hófst fyrir u.þ.b. mánuði.
Forseti Frakklands, Valery
Giscard d’Estaing, hefur hingað
til neitað að skipta sér af verkfall-
inu og sagt það vera vandamál
iðnaðarins. Stjórnin Jiefur þrisvar
sent herskip á flota fiskimanna.
Allar samningaviðræður hafa
hingað til farið út um þúfur. Nú
hafa samningamenn hafið viðræð-
ur í þriðja skipti. Megin kröfur
fiskimanna eru hærra fiskverð og
lægra olíuverð.
ERLENT