Morgunblaðið - 29.08.1980, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980
ÁLAFOSS. nýtt fjolskip Eimskipaíélagsins, kom til hafnar í
Krykjavik sl. miAvikudag. eins on skýrt hefur verið frá. Ljósmyndari
Mbl., RAX, tók þessa mynd í brú skipsins af þeim Herði
SÍKurtfestssyni. forstjóra félaRsins, t.v., Hreini Eyjólfssyni, yfirvél-
stjóra. Jóni I>. Karlssyni, 1. stýrimanni og Alan Thorsland, skipstjóra,
sem er danskur.
Norræn leiklistar-
hátíð í Finnlandi
í FRÉTTATILKYNNINGU frá
Bandalagi islenzkra leikfélaga
seKÍr, að Norra*n leiklistarhátíð
áhugamanna verði haldin í Aho
í Finnlandi dagana 29,—-31.
áKÚst. Ilátíðin er haldin að
tilstuðlan Nordisk Amator
Teaterrád. en Finnar tóku að
Leiðrétting
NAFN skipstjórans á Selá misrit-
aðist í gær. Hann heitir Rögnvald-
ur Bergsveinsson. Er hann beðinn
velvirðingar á mistökunum.
Góss í óskilum
hjá Selfoss-
lögreglunni
HJÁ lögreglunni á Selfossi eru í
óskilum nokkrir svefnpokar,
ferðasegulbandstæki, ferðaút-
varpstæki, lítil myndavél og lítið
flass, sem stolið var í Þjórsárdal
og félagsheimilinu Árnesi um sl.
verzlunarmannahelgi. Þeim, sem
tapað hafa siíkum munum á þess-
um stöðum, er bent á að hafa
samband við Hergeir á lögreglu-
stöðinni á Selfossi, sími 99-1154
virka daga kl. 9—17.
sér framkvæmd hennar. Hátíð-
in. sem er hin fyrsta af þessu
tagi, er að hluta til kostuð af
Norræna menningarmálasjóðn-
um og' finnska menntamála-
ráðuneytinu, auk þess sem
borgaryfirvöld í Abo hafa
styrkt hana.
Einum leikhópi frá hverju
landi var gefinn kostur á þátt-
töku. Til að velja íslenzka hópinn
var kosin dómnefnd tveggja
manna, þeirra Péturs Einarsson-
ar, skólastjóra Leiklistarskóla
Islands, og Stefáns Baldurssonar
leikstjóra. Fyrir valinu varð sýn-
ing Leikfélags Sauðárkróks á
leikriti Kjartans Ragnarssonar,
Týndu teskeiðinni, undir leik-
stjórn Ásdísar Skúladóttur.
Hátíðin^ fer fram á tveimur
stöðum í Ábo, Sænska leikhúsinu
og Stúdentaleikhúsinu og verður
Týnda teskeiðin opnunarsýning
hátíðarinnar í því fyrrnefnda.
Ennfremur hefur íslenzka leik-
hópnum verið boðið að sýna í
Esbo, sem er vinabær Sauðár-
króks, og í Helsinki.
Núverandi formaður Nordisk
Amater Teaterrád er Helgi
Hjörvar, framkvæmdastjóri
Bandalags íslenzkra leikfélaga,
en fulltrúi Islands í stjórn þess
er Einar Njálsson.
(Fréttatilkynning)
Pétur Pétursson þulur:
Verkf allsrétturinn
og gamla heyið
'177
pí&a.-tkf. i<m
Björn Arnórsson, hagfræðing-
ur BSRB er greinileg þeirrar
skoðunar að hann sé ráðinn til
þess að verja hag forystumanna,
en eigi að loka augum fyrir
kjaraskerðingu ef hún er framin
af örvhentum og megi veitast að
óbreyttum félögum með stóryrð-
um. Björn ásakar mig í Morgun-
blaðinu, dylgjar og dróttkveður
•og segist aldrei hafa reiknað
fyrir mig sáttatillöguna frá 1977.
Síðan segir hann að hann „trúi
því ekki fyrr en á reyni, að ekki
sé unnt að ræða við Pétur
Pétursson án þess að hafa vitni
til staðar".
Svo vel vill til að vitni var til
staðar og skal það nú leitt fram.
Vitnið er Björn Arnórsson sjálf-
ur. Skal nú birtur útreikningur
Björns, sá er hann gerði að
beiðni minni. Til Guðslukku
geymdi ég miðann með útreikn-
ingi hans og athugasemdum er
hann skráði sjálfur neðanmáls.
Rithönd Björns sjálfs er á tölum
og athugasemd. Þar stendur
skráð hans eigin orðum: Kaup-
máttur sáttatillögu 1977 miðað
við framfærsluvísitölu.
Nú er ljóst að forysta BSRB
hefir sett þumalskrúfur á Björn
og lesið honum pistilinn fyrir að
þeir skyldu ekki vera vitni sjálfir
að því er hann reiknaði. Þá hefði
nú dæmið snúist við. í réttar-
farsreglum þeirra er alls ekki
farið eftir bók próf. Ólafs Jó-
hannessonar „Lög og réttur“.
Þeir BSRB menn hafa allt aðra
atriðisorðaskrá. Þar er sekur =
Geir. Sýkn = Ólafur.
Sé grein Björns lesin kemur í
ljós að hann hefir allt aðra
afstöðu til kjaraskerðingar er
verður í tíð seinni ríkisstjórna.
Hann er alls ekki til viðræðu um
samanburð á gildi launa fyrr og
nú. Grein hans er lýsandi dæmi
um það hvernig forystumenn
launamannasamtaka hafa hörf-
að skref fyrir skref og afsalað
sér margháttuðum réttindum,
en kaupa önnur dýru verði og
telja til kjarabóta. Eru vaxta-
aukalánin í biðstöðu? Hver segir
að launavinnu beri að setja skör
neðar en fé og fjármagn? Var
ekki sagt: Verður er verkamað-
urinn launanna?
Er búið að breyta? Á nú bara
að segja. Verð er krónan vaxt-
anna? Björn hagfræðingur má
hræra í sinni Hagkaupspakka-
súpu fyrir mér. Hann þarf ekki
að halda að hann sannfæri
nokkurn mann um að samningur
þeirra félaga sé sá ávinningur að
annar jafngóður og betri hefði
ekki náðst. Það þarf kokhreysti
til þess að hrósa sér af styttra
samningstímabili þegar samn-
ingaþjark hefir tekið hátt á
annað ár. Samtals verður samn-
ingstímabilið því lengra en áður
var.
Það sem er kjarni málsins er
hvort forystumönnum stéttar-
samtaka á að líðast að leggja
upp með kjarakröfur er þeir
segja reiknaðar eftir bestu sam-
visliu meðan andstæð ríkisstjórn
situr, en stinga kröfunum undir
pottinn og elda pakkasúpu
handa fjórum er þeirra eigin
dúsbræður sitja á valdastólum.
Til hvers átti að kaupa rýmk-
aðan verkfallsrétt í fyrra? Er
verið að safna fyrningum af
verkfallsrétti eins og bændur
safna heyi? En ganga síðan í
kring um verkfallsréttinn eins
og Brandur gekk marga hringi
um gamla heyið. Svo á að kalla:
Kibba, kibba, komið þið greyin,
kibba kibba græn eru heyin,
kibba kibba gemsar og gamalær
og golsóttur sauðarpeyinn.
En það vilja þeir ekki gera,
háttvirtir forystumenn, nema
það henti í flokkspólitískri
refskák og valdatafli. Alþýðu
varðar lítt hvort ranglætið var
framið á dögum Geirs góða eða
Ólafs helga.
Pétur Pétursson þulur.
Skúli A. Steinsson
forstjóri - Minning
Fæddur 7. desember 1924.
Dáinn 19. ágúst 1980.
í dag er til moldar borinn Skúli
Steinsson forstjóri, Heiðargerði
19. Hann er búinn að heyja langt
sjúkdómsstríð við erfiðan sjúk-
dóm. Glíman var ströng og virtist
aldrei verða hlé á, svo geist tók
þessi vágestur hann. Þrekið var
svo mikið að það tók rúmt ár að
leggja hann að velli. Hann tók
þessu með hetjulund og stillingu.
„Mér verður tregt tungu að
hræra" er ég minnist vinar míns
og svila, Skúla Steinssonar, sem
lést svo langt um aldur fram.
Skúli var fæddur 7. 12. 1924 að
Litla Hvammi í Miðfirði. Hann
missti móður sína á fjórða aldurs-
ári. Hún dó frá stórum barnahópi,
13 börnum, og var hann yngstur
þeirra. Það má geta þess nærri
hvert reiðarslag þetta var fyrir
heimilisföðurinn og börnin, sem
flest voru ung, eða drenginn á svo
viðkvæmum aldri. Ég undirritað-
ur man vel eftir því þegar andláts-
fregnin barst til okkar að Fossi,
hvað móðir mín var sorgmædd við
þessi tíðindi, enda þekktust þær
vel, Valgerður og Sigríður móðir
mín.
Foreldrar Skúla voru sæmdar-
hjónin Valgerður Jónasdóttir og
Steinn Ásmundsson. Foreldrar
Valgerðar, Kristín Guðmunds-
dóttir og Jónas Eiríksson bjuggu á
Óspaksstöðum og síðar á Þórodds-
stöðum í Hrútafirði. En Steinn,
sem var frá Mýrum í Miðfirði, var
sonur Guðlaugar Gestsdóttur og
Ásmundar Einarssonar, sem lengi
bjuggu þar. Að Skúla stóðu því
traustar bændaættir úr Húna-
þingi.
Stuttu eftir fráfall móðurinnar
leystist heimilið upp. Var hann þá
á vegum föður síns á nokkrum
bæjum í Miðfirði, uns hann fer að
Tjarnarkoti. Þar er hann fram að
skólaaldri, er faðir hans, sem þá
er fluttur til Reykjavíkur, tekur
hann til sín. Skúli fer þó jafnan
norður að Tjarnarkoti á sumrum,
en eftir fermingu verður hann þar
ársmaður.
Á átjánda ári flyst hann svo til
Reykjavíkur. Ræðst hann þá til
Korkiðjunnar og starfar þar í rúm
20 ár. Þá tekur hann við rekstri
Sandsölunnar sf. í nokkur ár, uns
hann stofnar sitt eigið fyrirtæki
árið 1970.
Árið 1946 kvæntist hann eftir-
lifandi konu sinni Gyðu Brynjólfs-
dóttur frá Ormstöðum í Breiðdal,
dóttur þeirra sæmdarhjóna Guð-
laugar Eiríksdóttur og Brynjólfs
Guðmundssonar. Hún er mesta
myndar og dugnaðar kona, sem
bjó manni sínum hlýlegt og gott
heimili. Þar áttu allir góðu að
mæta og var því oft gestkvæmt á
heimili þeirra. Dvöldu þar oft
frændur og vinir utan.af landi ef
þeir voru hér á ferð til lækninga
eða annarra erinda. Gyða hefur
sýnt aðdáunarverðan dugnað og
hetjuskap meðan þetta langa stríð
stóð yfir.
Þeim hjónum varð fimm barna
auðið og eru þau þessi: Bryndís
Skúladóttir kennari f. 10.3. ’45,
gift Páli Árnasyni Verksmiðju-
stjóra. Gunnsteinn Viðar Skúla-
son framkvæmdastjóri f. 31.1. ’47,
kvæntur Sigrúnu Gunnarsdóttur.
Guðlaug Skúladóttir f. 14.1. ’55,
gift Vilberg Skúlasyni kjötiðnað-
armanni. Sigrún Skúlason tækni-
teiknari f. 19.2. ’56m heitbundin
Jóni Þórarni Sverrissyni
húsgagnasmið. Halldór Skúlason
verkstjóri f. 5.8. ’60, heitbundinn
Jónu Ágústu Helgadóttur.
Skúli var afburða starfsmaður.
Vinnutíma var þá ekki alltaf stillt
í hóf ef mikið verkefni var fram-
undan. Hann stofnaði fyrirtækið
Sólningu h.f. fyrir rúmum 10
árum ásamt Gunnsteini, syni sín-
um, og var það í leiguhúsnæði
fyrstu árin. En svo var hafist
handa um byggingu við Smiðjuveg
og fer starfsemin þar nú fram.
Þetta er mikið og traust fyrirtæki
og hefur viðskipti um land allt.
Hann hefur starfað með dugnaði
og hyggindum að uppbyggingu
þess og hygg ég að hann hafi verið
kominn yfir erfiðasta hjallann, þó
áfram sé haldið.
Skúli var mikill heimilisfaðir og
bar mikla umhyggju fyrir fjöl-
skyldu sinni. Heimilið var því
hans vettvangur og vinnustaður.
Hann var áhugamaður um íþrótt-
ir, starfaði hjá knattspyrnufélag-
inu Val og sat í stjórn Knatt-
spyrnudeildar þess félags um
skeið. Bar hann velferð félagsins
jafnan fyrir brjósti og fylgdist
ávallt með störfum þess.
Lengi hafa leiðir okkar legið
saman, allt frá því að við vorum
ungir menn. Heimili okkar eru
nátengd. Það mynduðust því sterk
vináttusambönd, sem aldrei bar
skugga á. Það er því margs að
minnast og margs að sakna og
þakka. Hann var einstaklega
greiðvikinn maður, það þekkjum
við best sem kynntumst honum.
Alltaf var hann glaður og hress í
viðmóti, hvar sem fundum bar
saman, hvort það var á heimili
hans eða annars staðar.
Fjölskylda mín kveður hann
með söknuði og þakklæti fyrir allt
sem hann var okkur.
„Far |>ú í frifli.
FriAur kuAs þi« blessi,
hafAu þAhk fyrir allt ok allt.~
Við hjónin sendum konu hans,
börnum, systkinum og öðrum að-
standendum, okkar dýpstu samúð-
arkveðjur.
Björn Jónsson.