Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980 13 Flugiir og Stjómaróður - á uppboði Klausturhóla LAUGARDAGINN kl. 14.00 fer fram Bjá Klausturhólum. Launa vegi 71, Reykjavík fyrsta bókauppboð vetrarins. Uppboðs- skrá, sem borizt hefur til blaðsins er að vanda skipt eftir efnisflokk- um: Ýmis rit, rímur. ljóð, fornrita- útgáfur og fræðirit, ferðabækur. rit islenzkra höfunda. leikrit, sagnþættir. lögfræði. trúmálarit, æviminningar. saga lands og lýðs, orðabækur og blöð og timarit. Fágætustu verkin á uppboðinu munu vera íslands árbækur I—XII deild eftir Jón Espólín, útgefin af Hinu íslenzka Bókmenntafélagi í Kaupmannahöfn 1821—1855 og tvær útgáfur af ferðabók Nielsar Horrebow, önnur á þýzku, Leipzig 1753 og hin á frönsku, París 1764. Einnig má nefna meinfágæta bók: Tilskipun um Quarantaine-ráðstaf- anir, ásamt Instrúxi fyrir lóðsa, á íslenzku útlagt af Magnúsi Steph- ensen lögmanni, Viðeyjarklaustri 1831. Af öðrum bókum og verkum, sem seld verða á uppboðinu má nefna: Fiskarnir eftir dr. Bjarna Sæ- mundsson, bók, sem endurprentuð var 1957, en er nú löngu uppseld. Sjómenn tóku fyrri útgáfuna með sér til róðra og eyðilagðist þannig stór hluti upplagsins. Kvöldvökur Hannesar Finnssonar I—II, Reykjavík 1848; Ljóðmæli Bólu- Hjálmars I—II, útgáfa dr. Jóns forna, Rvik 1915—1919; Stjórnar- óður eftir Gísla Konráðsson, Akur- eyri 1858; Grjót, rit eftir Jóhannes Sv. Kjarval um ýmis efni, eitt hinna frægu og umdeildu rita meistarans; bók Halldórs Laxness í Austurvegi, sem ekki hefur verið gefin út aftur vegna breyttra skoðana höfundar á innihaldi verksins; Rit Gunnars Gunnars- sonar I—XXI, svokölluð Land- námuútgáfa í skinnbandi; rit Jóns Thoroddsens yngra: Flugur og María Magdalena, upphafsrit í móderne skáldskap á íslandi; Hentug handbók fyrir hvörn mann eftir Magnús Stephensen, Leirá 1812; Inngangsfræði' Nýja testa- mentisins eftir Magnús dósent Jónsson og Trúarsaga Nýja testa- mentisins eftir Sigurð Sívertsen; Hugsunarfræði eftir Eirík Briem; Postulasögur, pr. í Viðey 1836 og „Reykjavíkur“-biblían svokallaða, Rvík 1859, hin síðasta hinna stóru gömlu Biblía; Frímúrarareglan á Islandi, 25 ára afmælisrit, bók, sem sjaldan kemur á markað; Fjögur hundruð ára saga prentlistarinnar á Islandi eftir Klemens Jónsson landritara; Strönd og vogar, ein hinna nú fágætu bóka eftir Árna Óla; Aldahvörf í Eyjum eftir Þor- stein í Laufási; Jarða og búendatal í Skagafjarðarsýslu 1781—1958 1—4; Forntida Gárdar i Island, bók um híbýlaháttu fornmanna; Land- nám Ingólfs, drög til sögu þess eftir ýmsa merka höfunda I—III, Rvík 1936—1940; íslenzkar ártíðaskrár Jóns Þorkelssonar, fágætt ætt- fræðirannsóknarit; Saga, tímarit Sögufélags, sem nú er erfitt að tína saman og Veiðimaðurinn 1.—79. tölublað, 1940-1967. Alls verða boðin fram til upp- boðs 200 sölunúmer. Uppboðið hefst að Klausturhólum, Laugavegi 71, n.k. laugardag kl. 14.00, en bækurnar verða sýndar á sama stað allan föstudaginn. (Fréttatilkynning). EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Kartöfluupptöku vélar á hálfvirði ÞÓR HF. hefur í haust flutt inn kartöfluupptökuvélar, sem stað- ið hafa kartöflubændum til boða á nánast hálfvirði, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Er hér um að ræða vélar af gerðinni Grimme frá Vestur-Þýskalandi en þetta eru eins árs gamlar vélar. Hafa þær fram að þessu staðið ónotaðar en fengust hingað með sérstökum samning- um við verksmiðjurnar á lágu verði. Að sögn forráðamanna Þórs hf. gátu færri kartöflu- bændur fengið vélar en vildu. Myndin var tekin á dögunum, þegar verið var að afhenda hluta vélanna til kaupendanna. Ljós- myndina tók Baldur Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.