Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.09.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980 Loðnuaflinn um 11 þúsund tonn ÁGÆT loðnuveiði var á þriðju- dan <»v? aðfaranótt miðvikudags og hofðu 16 skip fengið afla siðdejfis í Ba-r frá upphafi loðnu- vertíðar, alls um 11.000 lestir. Flest skipin hafa farið til SíkIu- fjarðar ob Raufarhafnar, en einnijf til Krossaness og Bolung- arvíkur. Á þessum stöðum er að verða fullt, þanniff að líklevft er að í vikunni verði einniff landað á Seyðisfirði o)f óðrum Austfjarða- höfnum. Ágætt veður hefur verið á miðunum 80 — 90 milur úti af Scoresbysundi. en þangað er um sólarhrinKssifflinK frá Raufar- höfn. Stöðug löndun hefur verið á Siglufirði og samkvæmt upplýs- ingum fréttaritara Mbl. þar var fituinnihald loðnunnar, sem Sæ- björg landaði á Siglufirði og ísafold á Neskaupstað, 18—19%. Verksmiðjan á Siglufirði hóf vinnslu á miðvikudagsmorgun og afkastar yfir þúsund tonnum á sólarhring þegar bezt gengur. Að- faranótt miðvikudags höfðu menn spurnir af loðnulóðningum við Kolbeinsey, en loðnan mun hafa verið dreifð á stóru svæði. Eftirtalin skip tilkynntu Loðnu- nefnd afla á miðvikudag og síð- degis á miðvikudag, en hins vegar hafði ekkert skip tilkynnt afla í gær þegar Mbl. hafði síðast spurn- ir af. Þriðjudagur: Gísli Árni 640, Náttfari 500, Hilmir II 550, Jón Finnsson 600. Samtals tilkynntu 6 skip 3400 tonn á þriðjudag. Miðvikudagur: Hákon 800, Harpa 620, Helga Guðmundsdóttir 750, Fífill 580, Kap II 630, Svanur 600, Keflvíkingur 520, Grindvík- ingur 1150, Albert 600, Gígja 730, Skírnir 430. Alls 11 skip með um 7.410 lestir. Flugfreyjur og flug- menn í hlutastörf til að fækka uppsögnum? EINN AF þeim möguleikum, sem til umræðu er hjá Flugleiðum þessa dagana, er að bj<)ða flug- mönnum og flugfreyjum breytt- an vinnutíma í vetur. Hugmynd- in er sú að hver einstakur vinni helmingi til þriðjungi minna þann tíma, sem minnst er fð gera hjá fyrirtækinu. en næsta vor yrði síðan um ráðningu í fullt starf að ræða. Varðandi flugfreyjur yrði með þessu móti hægt að ráða 90 flugfreyjur í vetur, en ekki um 60 eins og rætt hefur verið um. Varðandi flugmenn er ekki reikn- að með eins miklum samdrætti í störfum, en það fer þó eftir þeim verkefnum, sem Flugleiðir fá í vetur. Morgunblaðið bar þetta undir Svein Sæmundsson, blaðafulltrúa Flugleiða, og sagði hann, að ákveðnar hugmyndir væru til um- ræðu og þetta væri ein af þeim. Sveinn vildi ekki ræða frekar um þetta mál. Verkamannafélagið Eining, Akureyri: Misrétti í lífeyr- ismálum laun- þega verði eytt VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Eining á Akureyri hefur sent frá sér ályktun. þar sem allt launafólk innan ASÍ er hvatt til þess að standa saman og sameinast í baráttunni um að afnumið verði það misrétti, sem er í lífeyrismál- um og nú virðist eiga að viðhalda og auka. Ályktun Einingar er svohljóðandi: „Almennur félagsfundur Verka- lýðsfélagsins Einingar haldinn 7. september 1980 telur að það eigi að vera ófrávíkjanleg krafa launa- fólks innan ASÍ að til samninga verði nú þegar gengið án tafar, til jafns við það sem gert hefur verið við launafólk innan BSRB og þar á að gilda jafnt um kaup sem félagsleg réttindi. Verkalýðsfélagið Eining heitir því á allt launafólk innan ASÍ að standa saman og sameinast í baráttunni til að nú verði afnumið það misrétti sem átt hefur sér stað og nú virðist eiga að viðhalda og auka. Fólkið í framleiðslustéttunum, sem öll afkoma þjóðarinnar bygg- ist á, getur ekki þolað það öllu lengur að það sé stimplað sem 2. eða 3. flokks fólk og njóti ekki sömu mannréttinda og meðlimir BSRB. Því skorar Verkalýðsfélagið Eining á ríkisstjórnina að ganga nú þegar inn í samningaviðræð- urnar og hlutast til um að samn- ingar ASÍ verði ekki lakari en samningar BSRB. Einnig minnir VerkaJýðsfélagið Eining ríkisstjórnina á tillögur ASI til ríkisvaldsins í skattamál- um, ef þeim hefði verið svarað jákvætt hefði það leyst betur vandamál láglaunafólksins og komið betur að gagni en varðlaus- ar krónur sem teknar eru aftur með gengisfellingu og gengissigi, eins og gert hefur verið á þessu ári og magnað hefur verðbólgu meir en nokkru sinni fyrr. Við viljum fyrst og fremst aukinn kaupmátt, en hann kemur aðeins með minnkandi verðbólgu." Þá hefur Morgunblaðinu einnig borizt eftirfarandi tillaga frá Ein- ingu: „Almennur félagsfundur Verka- lýðsfélagsins Einingar haldinn 7. september 1980 samþykkir að veita trúnaðarmannaráði félags- ins heimild til að boða vinnustöðv- un til að ýta á eftir gerð nýrra kjarasamninga, enda verði haft fullt samráð við aðalsamr.inga- nefnd Alþýðusambands íslands, um það hvenær vinnustöðvun verði látin koma til framkvæmda og til hvaða vinnustöðvana verði boðað." Ljósm. Mbl. J.E. „Blautum busa er bágt að liía" „í VATNI fúlu vizka býr — Þá vitund enginn busi flýr — En fullum gúl af froðu spýr — Það fól er heim úr busli snýr.“ Þetta eru einkunnarorð busavigslu nemenda Menntaskólans við Sund. í byrjun hvers skólaárs eru nýnemar skólans teknir i tölu hinna eldri með eins konar skírn, þar sem ýmiss konar vökvi er fundinn til, svo sem mysa, sjór og vatn með ýmsu meðlæti, þara, fiskhræjum og fleira tilheyrandi og nýnemun- um dýft i. Einn viðmælandi blm. Morg- unblaðsins sagði að ekki væri með öllu laust við þá hugsun að þarna séu eldri nemendur að rifja upp þá tíð er þeir voru sjálfir busaðir og séu einnig að fá útrás fyrir þær hvatir sem eldri bekkingar héldu þá í skefj- um á sama hátt og þeir gerðu nú. Að loknu busli var hinum vígðu gefið heitt kakó með salti. Um þann lið dagskrárinnar sá „Rauða kross-deild“ MS. Alls munu um 250 busar hafa verið vígðir að þessu sinni. Slökun gegn streitu SUNNUDAGINN 14. þessa mánaðar kynnir Geir Viðar Vilhjálmsson, sálfræðingur efn- ið „Slökun gegn streitu“ með fyrirlestri og æfingu frá kl. 15 til 18. Kynning þessi er liður í undirbúning kennslu á haust- misseri hjá Rannsóknarstofnun vitundarinnar og fer fram í Norræna Húsinu. Fjallað verð- ur um líkamlegar, tilfinninga- legar og hugarlegar hliðar á slökun og fólki gefinn kostur á að kynnast byrjunaræfingum til slökunar og eflingar lífsork- unnar. Þátttaka í slíkri kynn- ingu er forsenda.þess að komast í námskeið stofnunarinnar um Ráð gegn streitu, sem haldin verða í haust. Slökun hugans fylgir oft djúp innri kyrrð og friðsæld. (Fréttatilkynning frá Rann- sóknarstofnun vitundarinnar) • • Okumaður beðinn að gefa sig fram UM MIÐNÆTTI í fyrrinótt ók bifreið aftan á reiðhjól á Löngu- hlíð. Kona var á hjólinu og féll hún í götuna. Hún taldi sig vera ómeidda, en síðar kom í ljós að hún var lítils háttar meidd. Konan ræddi við bifreiðarstjórann en láðist að taka niður nafn og númer bifreiðarinnar og veit það eitt um bifreiðina að hún var hvít fólks- bifreið. Bifreiðarstjórinn svo og vitni eru beðin að gefa sig fram við slysarannsóknadeild lögregl- unnar. Vitað var um leigubifreið á svipuðum slóðum og er bílstjóri hennar beðinn að hafa samband við lögregluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.