Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 Áö á leiðinni frá landa- mærunum. Oft vill veröa lítið til skipt- anna fyrir þá, sem mest þurfa á hjálpinni aö halda. SkæruliOar khmeranna. bæði rauðra og hvítra. sem eru á kreiki i skoutinum á landamær- um Kampútseu ok Thailands, lifa i vellystinKum praktugleKa OK setfja má. að þeir haldi það heilatft einu sinni i viku. Svo er fyrir að þakka Barnahjálpar- sjt'tði Sameinuðu þjóðanna. Skæruliðarnir eÍKa erfitt með að dylja anænju sína með þetta óendanleKa örlæti. DaK einn fyrir nokkru var ók staddur i Ta Prik-búðunum, þar sem liðsmenn Pol Pots hafa hreiðr- að um sík, ok það, sem ég sá þar ok upplifði, er dæmÍKcrt fyrir það hvernÍK farið cr með mat- arKjafir alþjóðleKra hjálpar- stofnana. Til að koma í veg fyrir, að maður fyrir sveltandi fóikið félli í hendur skæruliðunum, voru útbúnir sérstakir „neyðarpakk- ar“, sem afhentir voru öllum konum yfir 10 ara aldri einu sinni í viku. I hverjum pakka voru 10,5 kg af hrísgrjónum, 700 gr af matarolíu og 600 gr af niðursoðnum fiski. Eftirlit með þessu hafði aðeins ein kona frá bandarískri hjálparstofnun. Þó að hún þeyttist fram og aftur um svæðið og reyndi að vera alls staðar samtímis gat hún ekki fylgst með því sem fram fór. Konur skæruliðanna lögðu mat- arpakkana fyrir fætur manna sinna, biðu í skógarþykkninu nokkra stund en fóru svo og sóttu annan pakka og síðan þann þriðja. Þeir úr hópi hinna innfæddu, sem áttu að aðstoða konuna, brostu meinfýsislega í kampinn en eftirlitskonan, úttauguð og uppgefin, lagði árar í bát. „Þetta er ómögulegt," sagði hún. „Við höfum reynt allt til að hafa einhverja stjórn á þessu en það er ekki hægt. Þau eru öll sem eitt í þessu.“ Hún getur aðeins reynt að geta sér til um hve margt fólk þarf að fæða en thailenski herinn og Rauðu khmerarnir vilja ekki að það sé talið af „öryggisástæðum", eins og þeir segja. Annars staðar á landamærunum sjá Thailend- ingar um að dreifa matvælunum og er ekkert eftirlit haft með því. Thailendingum er umhugað um, að skæruliðana skorti ekki neitt og bæta oft við birgðirnar, sem eru ærnar fyrir, mat, sem öðrum er ætlaður. Þegar það skarst einu sinni í odda með skæruliðunum innbyrðis, börð- ust þeir í vígjum, sem þeir hlóðu úr hrísgrjónapokum. I síðasta mánuði var ástandið orðið svo alvarlegt, að Alþjóða Rauði krossinn neitaði að senda meiri matvæli til fólks í þeim búðum, sem khmeramir ráða. Neyðarhjálpin, sem gripið var til í október í fyrra, bjargaði lífi hundruða þúsunda Kambódíu- manna en nú, ári seinna, eiga matarflutningarnir ekkert skylt við mannúðarstarf. Nú virðist tilgangurinn vera sá einn að grafa undan stjórninni í Phnom Penh með því að fæða skærulið- ana og klæða og sjá þeim fyrir kínverskum vopnum. Á sama tíma deyja börn hungurdauða víða á þessum slóðum. Þegar haldið er frá Battam- bang í Kambódíu til Sisophon má sjá aragrúa uxakerra og hjólreiðamanna á öllum vegum á leið til landamæranna. Hungrað fólkið fagnar matargjöfunum en er ekki jafn þakklátt átökunum, sem hafa valdið því, að ekki er hægt að erja akrana í þessu kornforðabúri Kambódíu. í Phnom Penh var mér sagt, að aðeins hefði tekist að sá í 65% af ökrunum, sem taka átti til rækt- unar í ár. Að vísu væri það helmingi meira en í fyrra en þó hvergi nóg til að brauðfæða þjóðina. Hér veldur mestu um skortur á dráttardýrum og sáð- korni. Þegar ég hélt frá Phnom Penh höfðu aðeins borist þangað 16.000 af 30.000 tonnum af sáð- korni, sem Matvæla- og land- búnaðarstofnun SÞ hafði útveg- að og greitt fyrir. Kornið var - en sult- urinn sverfur að börnunum eftir BRIAN EADS niðurkomið í Bangkok í Thai- landi en stjórnvöld þar höfðu neitað um tilskilin Ieyfi fyrir útflutningnum og nú var sáðtím- inn liðinn. Starfsmenn hjálpar- stofnana telja, að eingöngu 10.000 af 23.000 tonnum af sáð- korni, sem ætluð voru kambód- ískum bændum, hafi náð alla Ieið. Frá því í apríl, þegar uppskera síðasta árs var uppurin, fram í júlí var mjög litlum matvælum dreift á landsbyggðinni heldur voru starfsmenn stjórnarinnar í Phnom Penh og verkamenn í borgunum látnir sitja fyrir. Bændurnir, sem annars eru van- ir að byggja alla sína afkomu á hrísgrjónaræktinni, tóku þá upp á þeirri nýlundu að sá sætum kartöflum og maís, grænmeti og ávöxtum og veiða sér fisk í soðið. Þá höfðu þeir í huga gamait, kambódískt máltæki sem segir: Þar sem vatn er, þar er fiskur. Það reyndist líka vera svo, og forðaði það mörgum frá skorti og vannæringu. Búast má við að sulturinn sverfi að í Kambódiu á næstu mánuðum en þó ekkert í líkingu við það, sem var á síðasta ári, þegar tugþúsundir manna urðu hungurvofunni að bráð. Fulltrúar stærstu kaupenda íslenzkra sjávarafurða í heimsókn hér á landi Fulltrúar Long John Silver’s ásamt Þorsteini Gíslasyni. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Wm. Toran, Robt Ruckriegel. Ray Brewer, Ken Munch, Wm. Harmon, Don Chiavetta. Tom Riggs, Drew Meyer og Þorsteinn Gíslason, framkvæmdastjóri Coldwater. Ljósmynd Mbl. ói.K.M. Veitingahúsakeðjan LonK John Silver's er stærsta fiskveitinga- húsakeðja í Bandarikjunum og reyndar í öllum heiminum. Hún var stofnuð fyrir rúmum 10 árum og hefur vaxið mjög ört síðan. Nú eru um 1.100 veitingahús starf- andi á þeirra vegum í 36 fylkjum og á næstunni verður fjöldi þeirra aukinn verulega. Fyrir- tækið keypti á síðastliðnu ári um 15 þúsund tonn af frystum fisk- flökum frá Coldwater Seafood Corporation og eru þeir lang- stærsfi kaupandi íslcnzkra sjáv- arafurða. Verðmæti innkaupa þeirra sfðastliðið ár frá Coldwat- er var um 25 milljarðar króna. Sem dæmi um stærð keðjunnar má nefna að á síðasta ári seldu veitingahúsin fyrir jafnvirði 178,5 milljarða króna. Undanfarna daga hafa fulltrúar fyrirtækisins verið í heimsókn hér á landi i fylgd Þorsteins Gíslason- ar, framkvæmdastjóra Coldwater. Þeir hafa ferðazt um landið og skoðað frystihús, og er heimsókn þeirra aðallega farin til þess að kynnast gangi mála hér heima og til að kynna óskir sínar og þarfir í sambandi við fiskkaupin. í samtali við forráðamenn Long John Silver’s kom fram, að til- gangurinn með heimsókn þeirra hingað, er að kynna sér fram- leiðslukeðju íslenzku fiskflakanna og fræðast um meðferð fisksins og vinnslu. Þeir telja að það sé þeim mikil nauðsyn, til þess að geta fylgzt með gæðum fisksins og til þess að geta betur varðveitt þau sjálfir þegar vestur er komið. Þeir vilja einnig kynna sjónarmið sín í sambandi við gæði og magn, því það hvort tveggja er þeim ákaf- íega mikilvægt. Það er ætlun þeirra á næstu fimm árum að auka umfang sitt verulega og á næstu tólf mánuðum verða til dæmis opnaðir um 100 nýir veit- ingastaðir á vegum félagsins. Þeir Ameríkumenn hafa nú heimsótt nokkur frystihús hér á landi og kváðust vera mjög ánægðir með það sem þeir sáu. Það kom einnig fram hjá þeim, að þeir keyptu meiri hluta fisks síns hjá Coldwater og það væri vegna þess að þeir væru fullvissir um, að íslenzki fiskurinn væri beztur. Þeir eru ánægðir með viðskiptin og hygðust halda þeim áfram. Veitingahúsakeðja Long John Silver’s er þannig upp byggð að þeir eiga sjálfir 55% veitingahús- anna, en afgangurinn er í eigu sjálfstæðra aðilja, sem fá leyfi til að nota nafnið Long John Silver’s og eru í náinni samvinnu við alla keðjuna, bæði í sambandi við auglýsingar og gæðaeftirlit og telja þeir sjálfstæðu sér mikinn hagnað af því að fá að vera með í þessu samstarfi veitingahúsa, sem eru þekkt um öll Bandaríkin og eru umtöluð fyrir gæði og vandaða framreiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.