Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 Bæjarstjórn Garðabæjar: Mótmælir vinnubrögð- um Ingvars Gíslasonar BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur sent frá sér ályktun, þar sem mótmaJt er mjotc harðlega þeirri ákvörðun Insvars Gísla- sonar að hafa að cnsu meðmæli meirihluta skólanefndar bæjar- ins ojí fræðslustjóra Reykjanes- umda’mis við veitingu skóla- stjórastöðu við Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Mótmæli þessi voru samþykkt á fundi bæjarstjórnar- innar 11. september siðastliðinn af fulltrúum mcirihluta sjálf- stæðismanna í hajarstjórninni. Alyktunin er svohljóðandi: „Bæjarstjórn Garðabæjar mót- mælir harðlega þeirri ákvörðun menntamálaráðherra að hafa að engu meðmæli meirihluta skóla- nefndar bæjarins og fræðslustjóra Reykjanesumdæmis við veitingu skólastjórastöðu við Hofsstaða- skóla í Garðabæ. Þykir bæjar- stjórninni það furðulegt, að ráð- herrann skuli telja sig hæfari til þess að velja skólastjóra fyrir börn í Garðabæ en Garðbæinga sjálfa. Lítur bæjarstjórnin svo á, að með þessari afgreiðslu hafi ráð- herrann fallið í gryfju ósmekk- legra embættisveitinga, sem lengi hafa loðað við embættið og Garð- bæingar hafa áður kynnzt." Undir ályktunina rita bæjar- fulltrúarnir Garðar Sigurgeirsson, Sigurður Sigurjónsson, Markús Sveinsson og Jón Sveinsson. Skólastjóramálið í Garðabæ: Mótmæla ummælum menntamáiaráðherra MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til Benedikts Sveinssonar og Erlu Jónsdóttur, sem eru tveir af þrem fulltrúum sjálfstæðismanna í skólanefnd Hofsstaðaskóla í Garðabæ vegna þeirra ummæla Ingvars Gíslasonar menntamála- ráðherra í Dagblaðinu á fimmtu- dag, að afgreiðsla skóla- nefndarinnar á ráðningu nýs skólastjóra hafi verið pólitísk, en meirihluti skólanefndarinnar mælti með Eyjólfi Þór Jónssyni, kennara úr Keflavík, í starfið, en minnihlutinn mælti með Ililmari B. Ingólfssyni. Ekki náðist í þriðja fulltrúa sjálfstæðismanna i skólastjórninni. Hjalta Einars- son. Þau Benedikt og Erla höfðu þetta um málið að segja: „Þegar skólanefnd afgreiddi umsóknir um skólastjórastöðu við Hofsstaða- skóla lágu fyrir tvær umsóknir um stöðuna. í fyrsta lagi frá Eyjólfi Þ. Jónssyni kennara í Keflavík. Um- sókn hans fylgdu gögn er sýndu að hann hefur verið afburða náms- maður í Kennaraskóla Islands og © INNLENT síðan aflað sér framhaldsmennt- unar við Háskóla íslands í dönsku og við danska kennaraháskólann. Hann hefur starfað sem kennari í fjórum skólum á 27 ára starfs- ferli sínum og þar af 7 ár við barnafræðslustigið. Þá fylgdu um- sókninni umsagnir þriggja skóla- stjóra. Umsókn Hilmars B. Ingólfsson- ar kennara í Garðabæ, sem var hinn umsækjandinn um stöðuna, fylgdu engin gögn. Hann hefur starfað við Gagnfræðaskóla Garðahrepps, síðar Garðaskóla, sem stærðfræðikennari í 14 ár. Allir skólanefndarmenn þekkja Hilmar B. Ingólfsson persónulega, bæði sem skólamann og pólitíkus, en hann er bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins í Garðabæ. Fræðslustjóri Reykjanesum- dæmis sat fundinn og skýrði frá því að hann teldi báða umsækj- endur hæfa til starfsins. Skólanefnd afgreiddi umsókn- ina með leynilegri atkvæða- greiðslu og hlaut Eyjólfur 3 at- kvæði en Hilmar 2. Fullyrðingum ráðherra í blöð- um um pólitíska afgreiðslu skólanefndar á máli þessu mót- mælum við sem algjörlega órökstuddum og skorum á hann að finna þeim orðum sínum stað. Þá er rétt að vekja athygli á því að ráðherra hefur í engu gert grein fyrir því hverja kosti hann telur Hilmar B. Ingólfsson hafa umfram Eyjólf Þ. Jónsson til skólastjórastarfsins." ARNARFLUG hí. hóf áætlunar- ílug hér innanlands fyrir réttu ári, eða 14. september 1979. í upphafi var flogið með leiguvél- um, þar sem þessi þáttur i starf- semi félagsins hófst án mikils fyrirvara og ekki gafst timi til að kaupa vélar i byrjun. Smám saman eignaðist Arnar- flug sínar eigin flugvélar til að sinna áætlunarfluginu. Nú á félag- ið fjórar vélar, sem notaðar eru á leiðum félagsins innanlands, tvær Twin Otter-vélar, sem hvor um sig tekur 19 farþega, eina Piper Chief- tain, 9 sæta, og svo skrúfuþotu af gerðinni Piper Cheyenne, 7 sæta, sem einnig er notuð til leiguferða til nágrannalandanna. Samkvæmt upplýsingum Arnar- flugsmanna hafa frá því innan- landsflugið hófst verið farnar 1300 Innanlandsflug Arnarflugs ársgamalt: Flugu með tæplega 20 þúsund farþega ferðir til 9 staða vestan og norðan- lands, Stykkishólms, Rifs, Bíldu- dals, Flateyrar, Suðureyrar, Hólmavíkur, Gjögurs, Blönduóss og Siglufjarðar. I þessum ferðum hafa verið fluttir tæplega 20 þúsund farþegar og um 170 tonn af vörum. Samhliða áætlunarfluginu hafa vélar félagsins verið notaðar til leiguflugs með farþega og vörur innanlands og milli landa. Hefur þessi þjónusta m.a. verið mikið notuð af íþróttamönnum. Mikið hefur verið um útsýnisflug með erlenda ferðamenn á vegum félags- ins og þá voru farnar 35 „gosferðir" með farþega yfir eldstöðvarnar við Kröflu og í Heklu. Þann 6. september sl. hóf félagið áætlunarflug til Grundarfjarðar og er það tíundi staðurinn í áætlun félagsins. Vetraráætlun tekur gildi 20. september nk. og er hún að miklu leyti byggð á svörum úr þjónustukönnun, sem framkvæmd var í sumar og verður kynnt síðar, að sögn Magnúsar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra félagsins. Arnarflug hefur reynt að beita áhrifum sínum til að bæta flug- vallarskilyrði úti á landi og eitt af aðalmálunum í því sambandi er að fá lýsingu á flugvellina, svo að hægt sé að fljúga, hvenær sólar- hringsins sem er. Danska jazzhljóm- sveitin Mirror hingað til lands DANSKA jazz/rock-sveitin Mirror, sem valin var til tónleikaferðar um Norðurlönd á vegum Nord-jazz og Norræna menningarmálasjóðsins, kemur til íslands á morgun. Stjórnandi og hljómborðsleikari Mirror er Tomas Clausen, sem áður hefur leikið með Jazzhljómsveit danska útvarpsins, Waves, Creme Fraiche og V8. Einnig hefur hann leikið með erlendum tónlistar- mönnum. sem hafa heimsótt Dan- mörk. Jan Zum Vohrde leikur á alto- saxofón, tenór-saxofón og flautu, Aage Tangaard leikur á trommur, Bo Stief leikur á bassa, hvort sém er kontrabassa eða rafmagnsbassa, og loks leikur Allan Botschinsky á trompet og er hann ef til vill þekktastur þeirra félaga. Tónleikar hljómsveitarinnar verða á morgun, 15. september, að Hótel Sögu, þriðjudaginn 16. september í Menntaskólanum við Hamrahlíð, miðvikudaginn 17. september að Hótel Sögu og fimmtudaginn 18. september verða tónleikarnir í Sjálf- stæðishúsinu á Akureyri og hefjast allir tónleikarnir klukkan 21.00. Fimm mættu á fundinn SAMTÖK herstöðvaandstæðinga boðuðu til fundar á Höfn í Horna- firði í vikunni og var mættur fulltrúi þeirra frá Reykjavík. Ekki virðist áhugi heimamanna vera mikill, því fimm manns mættu á fundinn, auk framsögumanns frá Reykjavík. Tillaga um landgræðsluáætlun upp á 6 milljarða króna tilbúin: Vona að sem allra mest samstaða náist um málið - segir Sigurður Blöndal, skógræktarstjóri ríkisins, og í sama streng tekur Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra PÁLMI Jónsson landbúnaðar- ráðherra sagði í samtali við Mbi. i gærdag, að nefnd, sem skipuð hefði verið af landbúnaðarráðu- neytinu, hefði nú skilað tillögum um nýja landgræðsluáætlun, en þeirri eldri er nú lokið. „Þessar tillögur verða lagðar fyrir þingflokkana nú í haust og ég tel mikils virði, að það náist sem víðtækust samstaða um þær i öllum flokkum. í tillögunum er gert ráð fyrir Stef nir í lokun dagvistarstof n- ana vegna skorts á fóstrum VEGNA erfiðleika á að fá fóstrur til starfa á hinum ýmsu dagvist- arstofnunum Reykjavíkur stefnir nú allt i það að loka verði deildum einstakra heimila. For- stöðumaður Vesturborgar hefur t.d. ritað Dagvistarnefnd bréf þar sem farið er fram á að loka annarri deild heimilisins frá 1. desember nk. vegna skorts á fóstrum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i félagsmálaráði lögðu fram vegna málsins tillögu í ráðinu . þar sem segir m.a.: „Félagsmálaráð vekur athygli á þeim alvarlegu tíðindum, sem fram komu á fundi í stjórn dagvistunar þann 8. þ.m. er for- stöðumaður einnar dagvistar- stofnunar borgarinnar lét bréf- lega í ljós ótta um að þurfa að loka heilli dagvistardeild þann 1. des. nk. vegna skorts á fóstrum. Þetta vandamál er ekki bundið við eina stofnun, heldur kemur fram í fundargerð stjórnar dagvistunar að Dagvistarnefnd sé Ijóst „hvílík- ur vandi er hér á ferð og eigi það við um fjölmargar stofnanir, dagvistarheimili og leikskóla". Hér er stóralvarlegt mál til meðferðar, sem knýr á um að námsskilyrði, starfsaðstaða og launakjör starfsfólks á þessum stofnunum verði tekin upp til endurmats. Félagsmálaráð beinir því sér- staklea til launamálanefndar borgarinnar að við gerð sérkjara- samnings verði launakjör fóstra og annars starfsliðs dagvistunar- stofnana bætt þannig að þessar stofnanir geti á hverjum tíma treyst á að fá til starfa hæfa starfsmenn, er geti rækt til fulln- ustu hið uppeldislega hlutverk sem verður æ veigameiri þáttur í starfi þessara stofnana borgarinn- ar.“ Markús Örn Antonsson, annar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fé- lagsmálaráði, sagðí í samtali við Mbl., að greinilegt væri, að málið væri komið á mjög alvarlegt stig, og því þætti þeim sjálfstæðis- mönnunum í félagsmálaráði það skylda ráðsins að taka málið til umfjöllunar. Félagsmálaráð hefur yfirumsjón með rekstri tæplega 40 dagvistarstofnana í Reykjavík. — „Það hlýtur að hvíla á okkar herðum að finna lausn á þessu mikla vandamáli og því lögðum við fram áðurnefnda tillögu, sér- staklega þegar það er nú haft í huga, að stöðugt er verið að fjölga heimilunum. Við leggjum sérstaka áherzlu á menntunarskilyrðin og starfsaðstöðuna, með það í huga að sérkjarasamningar borgar- starfsmanna fara nú í hönd. Því leggjum við til að félagsmálaráð beiti sér fyrir því, að vægi starfa á dagvistarstofnunum, þ.e. störf forstöðumanna, fóstra og aðstoð- arstúlkna í Sókn, vegi þyngra við röðun í launaflokka þegar til endurmats kemur, með það í huga, að sífellt eru gerðar meiri kröfur til þessa fólks. að verja 1200 milljónum króna árlega til landgræðslu í fimm ár, eða gerð er tillaga um land- græðsluáætlun upp á 6 milljarða króna. Ég hef alla fyrirvara á því sem kann að standa í fjárlaga- frumvarpi um þessi mál. Eg vona aðeins, að samstaðan verði sem viðtækust, þannig að ekki þurfi að koma til árekstra vegna máls- ins,“ sagði Pálmi Jónsson land- búnaðarráðherra. Aðeins upphafið að miklu starfi „Ég vona bara að sem allra víðtækust samstaða náist á Al- þingi um málið, þannig að það þurfi ekki að stranda þar, en hér er um mikið alvörumál að ræða, og eldri landgræðsluáætlun, sem er lokið, bjargaði miklu, en þetta er aðeins upphafið að miklu starfi," sagði Sigurður Blöndal, Skógræktarstjóri ríkisins, í sam- tali við Mbl., er hann var inntur álits á drögum að nýju land- græðsluáætluninni. „Það var einhugur í nefndinni, sem vann drögin, um að mæla með 1200 milljóna króna fjárframlagi ár hvert til landgræðslu í fimm ár og af því er gert ráð fyrir að skógræktin fái 200 milljónir á ári til umráða. Höfuðáherzlan á nýskógrækt í áætluninni fyrir skógrækt er lögð höfuðáherzla á að friða land til nýskógræktar, sérstaklega á þeim stöðum þar sem skilyrði til skógræktar eru góð. Þá er gert ráð fyrir ákveðnu fjármagni til gerðar útivistarsvæða við þéttbýli, en þar kreppir skórinn verulega. Við gerðum tiliögur um fjárveitingu til ýmissa rannsóknaverkefna og þá er gerð tillaga um fjárveitingu til að koma á fót færanlegum vinnuflokki í skógrækt, sem er að mínu mati mjög brýnt verkefni. Sérstaklega er það mikilvægt fyrir smærri skógræktarsvæðin úti um landið sem hafa átt í mestu erfiðleikum með að fá mannskap til að vinna ýmisleg nauðsynleg verk. Helztu nýræktarsvæði Skóg- ræktar ríkisins eru á Hallorms- stað, þar sem um 1200 hektara svæði er til reiðu eftir friðun. Þá má nefna ýmis önnur svæði á Héraði, í Borgarfirði, í Eyjafirði og á Suðurlandi. Sameiginleg verkefni Af nýmælum má nefna tillögur um nokkur sameiginleg verkefni stofnananna þriggja, Skógræktar ríkisins, Landgræðslunnar og Rannsóknarstofu landbúnaðarins. Stærsta verkefnið þar er að byggja upp svokölluð skjólbelti, sem myndu nýtast landbúnaðin- um mjög vel,“ sagði Sigurður Blöndal ennfremur. Sigurður vildi að síðustu leggja þunga áherzlu á, að fyrri áætlun var aðeins upphafið að mjög stóru verkefni, reyndar væri land- græðsla hér á landi eilífðarverk- efni. Kirkja Óháða safnaðarins MESSA verður í dag, sunnudag, kl. 11 árd. í kirkju Óháða safnað- arins. Safnaðarpresturinn sr. Em- il Björnsson messar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.