Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 24
) 24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 Svipmyndir af síldveið- um við Eyjar FYRSTU dagana eftir að síldveið- ar hófust í lok ágústmánaðar reyndu bátar heöan fyrst fyrir sér með reknet, en árangur varð heldur lítill. Þá voru lagnetin tekin um borð og eftirtekjan varð sæmileg dag og dag. Fyrstur af stærri bátunum á lagnet var Ófeigur III, en minni bátar höfðu þó aðeins farið út áður og hið sama gerðu þeir einnig síðastliðið sumar. Þeir sem fyrstir voru af stað fengu ágætan afla fyrst í stað og einn daginn fengu þeir á Ófeigi rúmlega 200 tunnur í 40 net af virkilega góðri síld. Síldin er dyntótt sem fyrrum og hrotan stóð ekki lengi, en svo undarlega vildi til, að einmitt þann dag, sem mest veiddist, var undirritaður um borð í Ófeigi. Við fórum úr höfn um fimmleyt- ið þennan morgun, en ekki var nema um 10 mínútna sigling í fyrstu trossuna sem var grunnt á Viðlagavíkinni. Netin voru síðan nokkuð samfellt suður með öllum Urðum og langleiðina suður undir Stórhöfða, bæði grunnt og djúpt, en þó mun meira nær landinu og það alveg upp á 8 faðma. Þennan umrædda dag var yfirleitt gott í flestum trossunum og upp í það að netin væru alveg bunkuð, en 3 — 4 net voru í trossu. Lætur nærri að þegar bezt var hafi verið um 10 tunnur í net. Veður var stillt þennan dag og það var líka eins gott því trossurn- ar voru mjög þétt og sums staðar sem samfelld girðing. Betra að drekarnir héldu svo allt færi ekki í flækju. Vel gekk að draga og yfirleitt var lagt í sama aftur. Strákarnir á Öfeigi III gengu hressir til verka og voru allir á dekki meðan verið var að draga netin. Lýður skipstjóri var þó eölilega á sínum stað í brúnni, en kokkurinn, vélstjórinn og allir hinir gengu jafnt til verka á dekki. Samt snérist vélin og allir fengu mat. Að landi var komið um miðjan dag. Þá hófst löndunin og sannarlega er það ekki léttasta verkið. Þá var að þrífa og gera klárt fyrir næsta róður. Hringrás sem sjaldnast slitnar. Vinna og aftur vinna. Það gerist margt og misjafnt um borð í hverju skipi, því þó starfið sé svipað frá degi til dags er veðrið yfirleitt ekki hið sama tvo daga í röð og fiskiríið ekki heldur. Þó dagarnir séu yfirleitt langir og erfiðir kemur ýmislegt óvænt upp á teninginn til að krydda tilveruna. Þennan ágæta dag, sem ég fór með strákunum á Ófeigi III, vildi svo til að útgerðar- maður, eigandi og vélstjóri, sem allt er sami maðurinn, Siggi Ella, bað Lýð skipstjóra að kalla fyrir sig í land og senda skeyti. Hvað gat það nú verið svona um hádegisbilið í miðri viku. Jú, Siggi átti afmæli, sömuleiðis frúin í landi og að auki var þetta brúð- kaupsdagurinn þeirra. Hann vildi standa sig í stykkinu, strákurinn, og sýna henni blessaðri, að hann myndi eftir deginum. Áður en Lýður kallaði í land var haft á orði að varla væri hægt við slík tímamót að senda venjulegt skeyti. Lýður Ægisson (bróðir G.vlfa) brá fljótt við og meðan hann andæfði á næstu trossu ínaraði hann því á blað sem síðan var sent út í loftið, í gegnum Vestmannaeyjaradíó til hennar Sigrúnar í landi: .Þú ert enn þá uni; iik klár, »1t enn mert rjnöar kinnar. Initt nú é|t hafi i nitján ár nntið bliðu þinnar. Kn fcKÍnn vil é|f i faðmi þér fá að lúra lenitur. Þvi enn þá finn éit. að inni f mér nmar ástarstrenitur.** Já, þeir geta líka borið fyrir sig pennann þó til sjós séu við nauman tíma og oft bágar að- stæður. Góða veiði í framhald- inu. Ófeigur III á síld við Eyjar. sannarlega eru þeir ekki langt frá landi. Síldarskipstjórarnir, Guðfinnur á Árna i Görðum og Lýður á Ófeigi III, ræða málin áður en haldið er út á ný. Síld, síld og aftur síld. Netið er bunkað og mikið streð fyrir mannskapinn að ná þessu öllu inn. Texti og myndir: Sigurgeir Jónasson Siggi Ella, útgerðarmaður og vélstjóri á ófeigi III, sallaróleg- ur, þó allt i kringum hann séu merkisafmæli. Kokkurinn i sild upp fyrir haus. At í síldinni og þær fijúga um allt þegar verið er að hrista. X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.