Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 „Að sjálfsögðu gerir maður sér grein fyrir því að líf manns er í stöðugrí hættu," sagði hann. „En þar kemur, að maður neitar að hugsa um það. Annars missir maður vitið.“ Eftir sex mánaða flóknar samn- ingaviðræður var ég loks kominn á fund við Arkady Shevchenko, æðsta embættismann sovéskan sem flúið hefur til Vesturlanda. Þetta var fyrsta blaðaviðtal sem við hann er tekið frá því hann leitaði hælis sem pólitískur flótta- maður árið 1978. Shevchenko ... æðsti maður Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum þegar hann flúði; yngsti sendi- herra Sovétríkjanna með glæstan frama innan utanríkisþjónustunn- ar, skjólstæðingur Gromykos utanríkisráðherra og talinn líkleg- ur arftaki hans. Schevchenko ... sérfræðingur í afvopnunarmálum er bjó yfir mörgum leyndarmálum þjóðar sinnar; verðmesti fengur sem vestrænum njósnastofnunum hafði nokkru sinni hlotnast. Shevchenko ... yfirlýstur gagn- njósnari og sagður hafa starfað fyrir CIA í tvö ár áður en hann baðst hælis; hinn sorgmæddi eig- inmaður sem í kjölfar flóttans missti konuna sína af völdum dularfullra lyfjaskammta i Moskvu. Útrýming Þetta er hinn sami Schevcher.ko sem vændiskonan Judy Chave ljóstraði upp um, er hún greindi frá dvalarstað hans og dulargervi eftir flóttann og skýrði frá því hvernig diplómatinn krafðist Shovchcnko og Elaine. síðari konan hans. Þau gengu i hjónabandið aðeins sex vikum eftir að þau kynntust. „Þar sem sannleikurinn er lygi og maður má aldrei fella grímuna“ Paul Dacre ræðir við Arkady Shevchenko, sovéska embættis- manninn sem kaus útlegð „Hin ósýnilega vera“, eins og hádegisverðar- gestur minn kallar CIA-lífvörðinn sinn, gat verið hver og einn meðal matargesta á veitingastaðnum í Washington, þar sem auðvaldsskipulagið blasti við hvarvetna án minnstu blygðunar. Hinn 49 ára gamli viðmælandi minn er ellilegur eftir aldri; grátt hárið og prakkaralegt andlitið stinga óþyrmilega í stúf við glansandi, dökkt hár og ískalt augnaráð kommúnistaforingjans fyrir þremur árum síðan. Hann pantaði sér sérríglas með einum ísmola. Meðal valdamanna: Shovchenko (annar frá hægri) situr andspænis Brezhnev, þáverandi húsbónda sínum. blíðu hennar á hverjum degi, um leið og hann jós yfir hana tuttugu milljónum króna í gjöfum, keypti handa henni bíl á sjö milljónir, skipulagði verzlunarferðir í fylgd reikningshaldara frá CIA og fór með henni í frí á Karíbahafinu, ásamt tveimur skuggalegum FBI- náungum. Shevchenko, sem vill ennþá láta ávarpa sig sem sendiherra, svarar hranalega þegar ég færi þetta í tal við hann: „Það er augljóst mál, að ég var leiddur í gildru." Þess gerist ekki þörf að spyrja hver hafi komið þeirri gildru fyrir. Að tala við Shevchenko er eins og að komast í sovézka útgáfu af sögusviði John le Carrés. Hann talar af hispursleysi um að KGB láti fólk hverfa, um viðkvæma bletti hjá yfirmönnum njósna- netsins á Vesturlöndum og um það hvernig eiginkonu hans, Lenginu, var komið fyrir kattarnef. „Um leið og þeir vissu að ég var farinn í felur, var konan mín þegar í stað orðin fangi hjá sovézku sendinefndinni í New York,“ sagði hann. „Sömu mennirnir og hrópuðu í hræsni, að mér væri haldið nauð- ugum af Bandaríkjamönnum, leyfðu mér ekki að tala í síma við konuna sem ég hafði verið kvænt- ur í 27 ár. Ég veit núna að þeir gáfu henni deyfilyf. Þeir fullvissuðu hana um að Bandaríkjamenn héldu mér með valdi og hún trúði þvi. Þeir blekktu hana. Lát hennar (í Moskvu, einum mánuði eftir flótta hans) var ekki af völdum sjálfsmorðs, Hún var ekki þannig kona að hún gerði slíkt. Hún var látin hverfa. Þetta var bezta aðferðin til að ná sér niðri á mér. Þeir voru líka með áhyggjur út af því að hún kynni að skipta um skoðun og tala við vestræna blaðamenn. Hún var mikil vin- kona frú Gromyko. Hún vissi of mikið um einkalíf sovézkra leið- toga. Svo þeir losuðu sig við hana.“ Það fór svo að Shevchenko gafst aldrei koofur á að tala við konu sína áður en hún dó. Og fram til þessa dags hefur hann ekki getað komizt í samband við dóttur sína, Anyu, sem er á unglingsaldri, þrátt fyrir umleitanir æðstu manna bandarískra stjórnvalda. „Það er þess háttar ómannúð- legt kerfi sem ég varð að komast burt frá,“ segir hann. Það er eins og opinberun að tala við hann. Hann er betur að sér en kannski nokkur annar maður á Vesturlöndum um leiðtogana sov- ézku og hann dregur upp hroll- vekjandi mynd af Rússlandi þar sem nú gengur í garð kúgunar- tímabil innanlands, samfara yfir- ráðum erlendis sem stefna að fullum heimsyfirráðum. „Enginn nema sá sem hefur upplifað það sjálfur," segir hann „getur skilið sálarkvalir þess manns sem áttar sig á að hann getur ekki lengur sætt sig við þá hræsni sem líf hans byggist á, þó svo að það hafi í för með sér þá áhættu að hann sjái konu sína og börn aldrei framar. Imyndaðu þér hvernig það er að búa í þjóðfélagi þar sem augun segja manni að allir séu óham- ingjusamir, þar sem aldrei er hægt að gera það sem mann langar til og maður er látinn gera það sem fólki fellur yfirleitt illa, þar sem sannleikurinn er lygi og maður má aldrei fella grímuna. Ég komst á það stig að ég gat ekki lengur haft trú á né umborið þetta þjóðfélag. Mér fór að finnast að mér bæri siðferðileg skylda til að vara umheiminn við hinu sanna eðli ógnarinnar sem stafar af Sovétríkjunum eins og það kom mér fyrir sjónir." Þegar hlustað er á Arkady Shevchenko segja frá, er svo að heyra að hinn andlegi ferill sem að lokum leiddi til flóttans, hafi hafizt fyrir löngu. Hann segir að fyrstu efasemdirnar hafi vaknað þegar hann var ungur maður að alast upp á stríðsárunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.