Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 Allt í grænum sjó hjá hafmeyjunum í hækistöð handaríska sjóhers- ins á LönKufjöru í Kaliforníu Ken^ur skipió Norton Sound undir nafninu „Ástarfleytan“ og er nafnió sótt í vinsadan sjónvarpsþátt. Eftir slysfarir, hneyksli ok harmieik í heilt ár hefur Norton Sound orrtið tii- efni ákafra deilna um afstörtu sjóhersins til kynlífs um horð og ekki er ólíklegt, art málirt fari loksins fyrir hæstarétt. Fyrir einu ári var Norton Sound valið flaggskip þeirrar áætlunar sjóhersins, sem kölluð var „Konur á sjóinn." Tilgangurinn með henni var að jafn margar konur og karlar yrðu um borð í öðrum skipum en herskipum. Af 366 konum, sem ráðnar voru á skip Kyrrahafsflotans, hafnaði 61 á Norton Sound. Áður en mánuður var liðinn hófust vandræðin. Muiel Mac- Bride, sem hafði kvartað undan því, að komið hefði verið fram við hana á ósæmilegan hátt, undir ofsóknum og kynþáttafordómum, hvarf á dularfullan hátt eina óveðursnóttina undan ströndum Oregons. Engin merki fundust um að átök hefðu átt sér stað og herdómstóll komst að þeirri niðurstöðu, að „ónógar sannanir væru fyrir glæpsamlegum verkn- aði eða sjálfsmorði". Næst voru tveir ungir sjómenn stungnir til bana þar sem þeir lágu í fletum sínum. Sagt var, að þeir hefðu átt í útistöðum við óaldarlýð um borð, sem stundaði eiturlyfjasölu, fjárkúgun og mis- þyrmdi konum kynferðislega. Sökudólgarnir fundust aldrei. Seinna var svartur undirforingi, sem borinn var þeim sökum að hafa áreitt fjórar hvítar konur, rekinn úr hernum með skömm. Það var þó ekki fyrr en reynt hafði verið að kveikja í klefa etns foringjanna — foringinn var inni í honum og dyrnar bundnar aftur — að farið var að rannsaka skipsstjórnina og hæfni yfirmann- anna. Þegar rannsóknin stóð fyrir dyrum tók þessi fljótandi sápu- ópera nýja stefnu. Stríðandi fylk- ingar meðal kvennanna báru fram gagnkvæmar ásakanir um kyn- villu — og ný rannsókn hófst. í júní sl., eftir tveggja mánaða rannsókn, sagðist sjóherinn hafa sýknað 16 af 24 konum sem höfðu verið kærðar, en átta voru reknar. Talsmaður hersins sagði, að svona réttarhöld væru „alvanaleg" og bætti því við, að á síðasta ári hefðu 854 sjómenn, þar af 76 konur, verið reknir úr sjóhernum fyrir kynvillu. Samtök kynvillinga og kvenrétt- indakvenna ráku upp mikið rama- kvein þegar málið komst í hámæli. Konurnar átta, sem höfðu verið reknar, drógu bandarísku mann- réttindasamtökin inn í málið og fengu það tekið upp að nýju fyrir herrétti þar sem klögumálin gengu á víxl, bæði um kynvillu og kynmök milli karla og kvenna. Helsta vitni ákæruvaldsins fékk svo taugaáfall þegar hún var sökuð um að hafa „hreykt sér af því að hafa legið með hverjum einasta manni um borð“. I síðasta mánuði var réttarhöldunum hætt í miðjum klíðum að fyrirskipan herforingjanna í Pentagon, sem farið var að ofbjóða skrípaleikur- inn. Hverjum var um að kenna þessi móðursýkisiega vitleysa? Áætlun- inni um að koma konunum á sjóinn eða, eins og sumar konurn- ar sögðu, gamla karlhrokanum? Var „gamli karlhrokinn" undirrót allra vandraeö- anna? Yfirmennirnir á Norton Sound höfðu allt frá fyrstu tíð verið andvígir áætluninni. „Skip frá sjóhernum er enginn staður fyrir konur," sagði einn þeirra í sjón- varpsþætti. Sharris Huesser, sem var ein kvennanna um borð, hafði þetta að segja: „Karlmennirnir voru á höttunum eftir vandræðum. Þeir halda að aðeins þrenns konar konur gangi í sjóherinn — hórur, dækjur og stúlkur, sem eigi að þóknast þeim í einu og öllu. Koss á kinn kynsystur, sem hafði hækkað í tign, var kynvilla í augum sumra þeirra." „Þetta var tilraun karlamann- anna,“ sagði formaður Kaliforníu- deildar bandarisku mannréttinda- samtakanna, „til að koma áætlun- inni fyrir kattarnef." Lögfræð- ingar samtakanna segjast ætla að fara með máiið fyrir hæstarétt ef þörf krefur og láta þar reyna á bann sjóhersins við kynvillu. „Það sem máli skiptir, er hvern- ig menn og konur standa sig í starfi,“ sagði formaður samtak- anna, „en ekki hvað gert er í rúminu." - WILLIAM SCOBIE. HIÐ LJUFA LIF Leiðbeiningar fyrir letihauga Tveir ítalskir kennarar hafa skrifað um það hækling hvernig landar þcirra geta farið í sumar- leyfi til Bretlands og lifað þar eins og blóm i eggi án þess að borga fyrir það grænan eyri. Bæklingurinn heitir: Hvernig fara á að þvi að láta Tjallann haida þér uppi i Englandi. Grundvöllurinn fyrir þessu er at- vinnuleysisstyrkurinn, en höfundar bækiingsins segja einnig frá því hvernig hægt er að komast yfir peninga fyrir húsaleigu og öðrum tilkostnaði, eins og t.d. kostnaði við búferlaflutning, húsgögn og lækna- þjónustu. í bæklingnum segir: „Þegar þú hefur komið þér fyrir skaltu láta það verða þitt fyrsta verk að skrá þig atvinnulausan. Reynslan hefur kennt okkur, að þeir, sem aldrei hafa unnið handarvik. eru þeir fyrstu, sem fá atvinnuleysishætur. Aðvörun: Gættu vel að því sem þú segir við þá á atvinnuleysisskrifstofunni því að þeir eru vísir til að reyna að blekkja þig.“ „Til að fá leigupeninga þarftu að fara á almannatryggingaskrifstofuna með húsaleigubókina þina, sem þú getur keypt í einhverri ritfangaversl- uninni. Aðvörun: Þeir eiga að greiða þér alla leiguna en munu vafalaust reyna að borga minna. Hvað um það, okkar reynsla er sú að þú ættir að geta fengið allt að 15 pund á viku. Ef þeir neita að láta þig fá peninga fyrir nýjum fötum, fyrir hitunar- kostnaði eða nauðsynlegustu húsgögn-. um, getur þú afrýjað málinu Q W og langlíklegast er að þú munir vinna það því að áfrýjunarrétt- yf urinn er ekki skipaður fólki frá almannatryggingunum." Höfundar bæklingsins telja að með dálitlum klókindum og bragðvísi megi næla sér í allt o að 250 pund eða 305 þúsund ísl. á mánuði. «=V> o 6000 riddarar albúnir Fortíðín er aldrei fjarri í Kína og sjálfur Maó kynnti sér og kenndi herstjórnarlist gömlu keisaralegu hershöfðingjanna é sama tíma og hann háöi sínar eigin orrustur. „Fjór- menningaklíkan" var hins vegar é ööru méli. Hún var é móti sögunni í öllum hennar myndum og fannst éhugi é slíku bera vott um sméborgara- legan tepruskap. „Klíkan" étti sér þó sína uppéhaldshetju, sem var keisarinn Quin, sem sameinaöi Kína é þriðju öld fyrir kristsburö og lagði grunninn aö konungsættinni, sem gaf Kína nafn. Menningarbyltingin, meö öll- um sínum menningarfjandsam- legu viöhorfum, var skelfilegur tími fyrir þá, sem lögöu stund á kínverska sögu og liðna tíö. „Hún var á viö meiriháttar náttúruham- í slaginn skilningi, var fundurinn ekki lát- inn falla í gleymskunnar dá aö svo stöddu, en valdamáliö var hins vegar af öörum toga spunn- iö: Ofsahrifning ungra hugsjóna- manna, sem ruddust hver um annan þveran til aö „bjarga“ hermönnum Quins. Leirsytturnar, sem voru afar viökvæmar eftir eld, sem haföi geisaö í grafhvelf- ingunni einhvern tíma í fyrndinni, brotnuðu margar í hamagangin- um. Nú er unniö aö því aö gera viö stytturnar og vinna þaö verk listaskólanemendur, sem hafa þó litla eöa enga menntun í slíkum viðgeröum. Fréttir um þennan merka fund voru lengst af litlar utan Kína enda hafa þeir gjarnan þann háttinn á austur þar. Grafhvelf- ingarinnar, sem nú er komin undir þak, er stranglega gætt og Flikkað upp é leirkarla hins volduga Quin. farir fyrir fornleifafræöina," sagöi Lei Zhung Yun, fornleifafræöing- ur viö sögusafniö í Peking, viö hóp gesta frá UNESCO í síöasta mánuöi. „Söfnin voru lokuð og allt starf lá niörl í heil níú ár. Þúsundum gamalla bóka var fleygt eöa brennt og helgir staöir svívirtir eins og t.d. fæöingar- staöur Konfúsíusar.“ Á árinu 1974, á lokaskeiði menningarbyltingarinnar, fundu þorpsbúar í Shaanxi-héraöi, sem voru aö grafa eftir vatni, merki- legustu fornleifar, sem fundist hafa í Kína frá því Peking-maöur- inn var uppgötvaður. Þaö var hvorki meira né minna en graf- hvelfing sjálfs Quin keisara ásamt 6000 ríddurum úr brennd- um leir, allir búnir til orrustu meö hesta, vagna og vopn. Vegna þess, aö Quin lá réttu megin hryggjar í sögulegum engar myndatökur eru leyföar. Kínverjar ætla aö sjá svo um, aö söfnin veröi ekki svipt þeirri tekjulind, sem Ijósmyndirnar veröa þeim. í ferö gestanna frá UNESCO geröist dálítiö atvik, sem er dæmigeröara fyrir nútíöina en fortíöina. Þegar gestirnir, sem ekki vissu hvaöa reglur giltu þarna, höföu tekiö margar mynd- ir, sem meta mátti á stórfé, kom til þeirra kona nokkur, full fyrir- litningar, sem bannaði þeim aö yfirgefa staöinn fyrr en þeir heföu greitt 28 sterlingspund eöa nær 31 þúsund krónur, fyrir hverja einstaka mynd. Eftir klukkustundarlagar samningaviöræöur leystist málið en augljóst var, aö ekki var djúpt á ofstækinu og einstrengings- hættinum, sem einkenndi rauöu varöliöana. — WALTER SCHWARZ. MATARÆÐI Fré fornu fari hafa Frakkar verirt þekktir fyrir mikirt braurt- át. og hefur grfðarlegt fransk- hraurt bagétta, verirt mjög ein- kennandi fyrir mataræði þeirra. En allt er breytingum undirorpirt. og nú er svo komirt, art hraurt er óðum að hverfa af mathorrti Frakka. Fyrir bragrt- ið hafa hundruð brauðgerðar- húsa verið lögð nirtur og bakarar hafa unnvörpum þurft að leita sér að öðru viðurværi. Nú hefur franska hcilbrigrtismála- rártuneytið hafið mikla herferð til þess að fá Frakka til að hverfa aftur til síns daglega brauðs. Er það ekki gert af tillitssemi við hakarastéttina. heldur telja heilhrigrtisyfirvöld. art heilsu manna. og þó einkum barna. geti verirt ha tta búin vegna svo rótta*kra breytinga á matara*rti. og telja art þær geti valdið næringarskorti. í þessari her- Frakkar virðast þarfn- ast síns dag- lega brauðs ferð hefur ráðuneytið mælt með sérstökum brauðtegundum sem grennandi færtu. Jean-Pierre Weill, prófessor við háskólann í Strassbourg og einn helzti næringarefnasérfræðingur Frakka, er aðalhvatamaður að þessari herferð. Hann segir, að það sé mjög útbreiddur misskiln- ingur, að brauð sé fitandi: — Brauð veldur ekki offitu, — segir hann. — Það er til að mynda miklu síður fitandi en kjötmeti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.