Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 Gleymum ekki geðsjúkum Endurhæfing Húsnæðisþörf Endurhæfing sjúkra og fatlaðra er mjög fjölþætt, andleg, líkamleg og félagsleg. Allir, sem átt hafa við langvarandi sjúkdóm eða fötl- un að stríða þurfa á fjölþættri endurhæfingu að halda, hvort sem fötlunin eða sjúkdómurinn er lík- amlega eða geðræn. Starfsþjálfun og félagsleg endurhæfing eru veigamestu þættirnir í endurhæf- ingu þeirra, sem átt hafa við geðræna sjúkdóma að stríða. Mjög hefur skort á að unnt væri að sinna þessum þáttum eðdurhæf- ingar svo viðunandi væri fyrir hinn stóra hóp, sem er hugfatlað- ur vegna afleiðinga geðsjúkdóma eða þroskaheftingar. Þessi stærsti hópur fatlaðra á erfiðast með að tala fyrir sig sjálfur og vill ærið oft gleymast. Hann er því háður Tómas Helgason Þannig var löng- um umhorfs á baðströndinni í Saintes Maries de la Mer í Suöur- Frakklandi. Sumarið Glevmum ekki geðsjúkum velvild og stuðningi annarra, sem eru fúsir til að tala máli hans og vinna að bættum möguleikum á endurhæfingu, svo sem vernduð- um vinnustöðum og bættri hús- næðisaðstöðu eftir að sjúkrahús- dvöi lýkur. Um og upp úr 1970 rofaði nokkuð til í málum geðsjúkra. Þá voru tekin í notkun hús Geðvernd- arfélagsins að Reykjalundi, fengið húsnæði í stað þess, sem ónýtt var á Kleppsspítala, fyrir sjúklinga, sem gátu dvalist utan sjálfs sjúkrahússins og hafist handa um byggingu geðdeildar Landspítal- ans. Síðast nefndu framkvæmd- inni er ætlað að fyrirbyggja lang- varandi fötlun af völdum geðsjúk- dóma eða draga úr henni svo sem þekking frekast leyfir með því að gera geðsjúklingum kleift að leita sér meðferðar fljótt. Eftir þörfum sjúklinganna á að veita meðferð- ina í göngudeild eða í dag- eða sólarhringsvist á sjúkradeild. Framvindan hefur orðið mun hægari, en vonast var til. Geð- deildinni er ólokið enn og óvíst, endurhæfingarheimili, áfanga- stað, á vegum félagsins. Eins og fram hefur komið í sambandi við umræður um ár fatlaðra, sem í hönd fer, er húsnæðisvandinn eitt af stærstu vandamálum þeirra. Fjölmargir þeirra, sem eru fatlaðir vegna geðsjúkdóma, búa einir við lélegar aðstæður og hafa ekki vinnu við sitt hæfi. Einnig dveljast á sjúkra- húsunum sjúklingar, sem ekki þyrftu að vera þar lengur ef nauðsynleg húsnæðisaðstaða væri fyrir hendi. Þetta á ekki hvað síst við um sjúklinga utan af landi, sem þurfa á göngudeildarmeðferð að halda eftir að sjúkrahúsdvöl lýkur. Erfitt er að útvega þeim húsnæði, þar sem þeir fá þann stuðning, sem heimili veitir. Flest- ir í þessum hópum þyrftu á félagslegri endurhæfingu og æf- ingu í heimilisrekstri að halda, sem þeir gætu fengið meö nokk- urra mánaða dvöl á endurhæf- ingarheimiii. Slík heimili eiga að vera lítil, fyrir 6—8 manns mest, til þess að auka getu og sjálfstæði hvort fé verður veitt til þess að ljúka henni á næsta ári. Ekki hefur heldur enn fengist að ráða allt nauðsynlegt starfslið í þann hluta deildarinnar, sem lokið er, þrátt fyrir brýna þörf fyrir aukna og betri bráðaþjónustu. Þáttur Kiwanis Einn hópur manna hefur öðrum frpmur sýnt í verki skilning á vanda geðsjúkra og vilja til að reyna að bæta úr honum, en það eru meðlimir Kiwanishreyfingar- innar. Þeir hafa tvívegis á undan- förnuni árum safnað fé til að bæta endurhæfingaraðstöðu fyrir geð- sjúka undir kjororðinu Gleymum ekki geðsjúkum. í fyrra skiptið var féð notað til tækjakaupa fyrir Bergiðjuna. endurhæfingarvinnu- stofu Kleppsspítala. I síðara skipt- ið var Geðverndarfélaginu afhent gjafabréf fvrir því fé, sem safnast hafði, til þess að koma upp einstaklingsins með stuðningi hópsins. Heimilið þarf að vera vel í sveit sett samgöngulega, þar eð heimil- isfólk á að stunda vinnu annars staðar. Nokkrum örðugleikum hefur verið bundið að fá heppilega lóð. Nú hefur rætst úr þeim vanda með því að borgarráð Reykjavíkur hefur gefið fyrirheit um lóð. Starida vonir til að hægt verði að hefjast handa um framkvæmdir á vori komanda. Hafa Kiwanismenn enn á ný heitið stuðningi sínum til að koma þessu máli fram. Ætla þeir að láta ágóðann af solu lykilsins á K-daginn þann 18. október næstkomandi ganga til endurhæfingarheimilisins. Er ekki að efa að allir muni taka vel undir er þeir bjóða l.vkil sinn á næstunni. Þetta er lykill hinna hugfötluðu til sjálfsbjargar og betra lífs. Tómas Helgason. Eins og öllum evrópskum ferðalöngum er fullkunnugt, eru júlí og ágúst sá timi ársins þegar umferðin er hvað mest á þjóðvegunum og flugvélarnar fullar af sumarleyfisfólki á leið í sólina. Þannig hefur það lengi verið — en þannig var það ekki i ár. Allt frá Spáni í vestri til Tyrklands í austri hefur ferða- mönnunum fækkað og þeir, sem létu sjá sig, eyddu minna og stoppuðu stutt. „Viðskiptin voru mjög léleg,“ sagði tyrkneskur búðareigandi í Kusadasi, vinsæl- um ferðamannastað nálægt Izm- ir. „Við vorum vanir að selja þúsundir minjagripa daglega en nú máttum við jafnvel bíða allan daginn eftir einni eða tveimur sálum." Grískur kaupmaður í Heraklion h&fði sömu sögu að sem flestir sátu heima segja: „Þeir komu inn, litu í kringum sig, athuguðu verðmið- ana — en keyptu ekkert." Ekki er þó allt á eina bókina lært í þessum efnum. í Banda- ríkjunum hefur erlendum ferða- mönnum fjölgað svo mjög, að nú í sumar voru þeir í fyrsta sinn í sögunni fleiri en þeir Banda- ríkjamenn, sem fóru utan. Hvað sem því líður verða Evrópu- menn, sem vilja gjarna lifa góðu lífi þrátt fyrir verðbólgu og yfirvofandi samdrátt, að spara — og það er byrjað á því að spara ferðalögin. Þeir, sem bregða sér af bæ í sumarleyfinu, fara miklu heldur á nálægar baðstrendur eða upp í sveit en suður í sólina. Þeir taka farfuglaheimili og tjaldstæði fram yfir dýra ferðamannastaði og glæsileg hótel og þeir leigja sér reiðhjól — ekki bíla. í sumar fækkaði sólarlandafarþegum á Norðurlöndum um 25% og í Frakklandi um 20%. Fyrir þær þjóðir, sem eru háðar ferða- mönnum og þjónustu við þá, er slíkur samdráttur mjög sárs- aukafullur. Meðal þeirra, sem verst hafa orðið úti, eru: SPÁNN Hærri flugfargjöld og ótti við hryðjuverk Baska olli því m.a., að erlendum ferðamönnum fækkaði um 6% eða um hálfa aðra milljón á fyrra helmingi þessa árs. I Benidorm á Costa Brava, þar sem venjulega er ómögulegt að fá inni í ágúst, var Metþátttaka á helgarskákmóti Fimmta helgarskákmótið fór fram á Akureyri um helgina og var það langfjölmennasta til þessa. Þátttakendur voru alls 64 talsins. þar af komu 30 frá Reykjavik til þess að vera með. þannig að vin- sældir mótanna virðast stöðugt vera að aukast. Vegna hinnar miklu þátttöku varð keppnin harð- ari en oft áður og fleiri með í baráttunni um efstu sætin. Svo sem áður réðust úrslit ekki fyrr en í siðustu umferð, en eftir hana stóðu þeir uppi efstir og jafnir Jóhann Hjartarson og Helgi úlafsson með fimm og hálfan vinning af sex mógulegum hvor. Jóhann taldist siðan sigurvegari á mótinu. því hann fékk 16,5 Monrad stig gegn 15 stigum Helga. Þriðju verðlaununum deildu síðan á milli sín þeir Ásgeir Þ. Árnason og Magnús Sólmundarson með fimm vinninga. Röð næstu þátttakenda varð á þessa leið: 5—9. Jóhannes Gísli Jónsson, Elvar Guðmundsson, Guðmundur Ágústsson, Pálmi Pét- ursson og Áskell Örn Kárason 4 ‘Æ v. 10—16. Margeir Pétursson, Jón Torfason, Jón Árni Jónsson, Dan Hansson, Gylfi Þórhallsson, Karl Þorsteins og Þormar Jónsson. Kvennaverðlaunin hiaut Ólöf Þrá- insdóttir, sem hlaut þrjá og hálfan vinning. Bestum árangri unglinga náði Jóhannes Ágústsson. GanKur mótsins Þegar í fvrstu umferðunum urðu úrslitin óvænt á nokkrum borðum. í fyrstu umferð urðu t.d. tveir kunnir meistarar að sætta sig við jafntefli, þeir Magnús Sólmundarson við Kristján Mikkelsen og Jóhannes Gísli Jónsson við Guðmund, E. Traustason. í annarri umferð lagði síðan Jón Torfason Svíann Dan Hansson að velli og þótti það vel gert hjá Jóni, því hann hefur lítið sem ekkert teflt á mótum að undanförnu, en Dan hins vegar vantar aðeins einn áfanga í titil alþjóðlegs meist- ara, þó sem stendur sé hann í fremur lítilli æfingu. Þá lagði Jóhann Hjart- arson Ásgeir Þ. Árnason að velli í góðri skák í annarri umferð og átti sá sigur eftir að koma sér vel síðar þegar stigin voru reiknuð út. Ahorfendum á Akureyrarmótinu sem voru oft fjöldamargir, til mikill- ar ánægju hafði Tímaritið Skák og Skáksamband íslands sem gengust fyrir mótinu, boðið hinum gamal- reynda bragðaref Benóný Bene- diktssyni til þátttöku. Benóný sem vegnaði mjög illa á mótinu í Kefla- vík í júní kom enn einu sinni freklega á óvart og eirði engu í þremur fyrstu umferðunum. Hann stóð þá uppi efstur ásamt þeim Helga, Margeiri og Elvari, þar eð Jóhann Hjartarson gerði jafntefli við Jón Torfason í þriðju umferð. En lítum nú á lokaumferðirnar, en þar kom Benóný mikið við sögu: 4. umferð Helgi — Benóný 1—6 Elvar — Margeir 14 — 14 Ólafur Kristj.son — Jóhann 061 Jón Torfason — Jónas P. Erlingsson 'A-Vi Benóný stóð lengi uppi í hárinu á Ilelgu og virtist t-ngu likara en hann tefldi af sama innhlæstri og á móti þeim Taimanov og Ilivitsky forðum, þótt meistarinn sé nú kominn vel á sjötugsaldur. Benóný tefldi byrjun- Jóhann Hjartarson vann verð- skuldaðan sigur á mótinu. ina allt of glæfralega, en fann þá snjalla leið, fórnaði peði og lang- hrókaði og lagði síðan á stað í gífurlega sókn gegn ótraustum kóngsvæng Helga. Áhorfendur við borðið fóru nú að skipta tugum og voru fáir sem hugðu Helga geta staðist stórsóknina. Hann varðist þó af útsjónarsemi og gekk hvorki né rak hjá Benóný í sókninni. Benóný hafnaði mörgum góðum kostum til þess að geta haldið áfram árásinni og lenti á endanum eftir tímahraks- barning út í endatafl með peði minna, sem Helgi vann af öryggi. Margeir komst ekkert áfram gegn Elvari, þannig að nú var Helgi einn efstur með fjóra vinninga. 5. umferð Margeir — Helgi '4 — V* Jóhannes G. Jónss. — Elvar 1—0 Benóný — Jóhann 0—1 Aftur var það Benóný sem lék aðalhlutverkið. Hann yfirspilaði ís- landsmeistarann með einni af hinum fjölmörgu nýju byrjunum smum, en missti af strætisvagninum í tíma- hrakinu og tapaði. Benóný þótti þó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.