Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 13 F.v. Sigriður Sigurðardóttir, ólöf Ólafsdóttir og Ilildigunnur Sveinsdóttir. Þær munu sjá um afgreiðsluna í hinni nýju bókadeild Pennans. Penninn opnar bóka- deild í verzlun sinni að Hallarmúla 2 SÍÐASTLIÐINN föstudag opnaði i Penninn sf. bókadeild í verzlun sinni að Hallarmúla 2. Leitazt verður við að hafa úrvalið sem mest í bókadeildinni, — þar verða á boðstólum bækur og tímarit við allra hæfi, auk þess sem starfsfólkið mun sérpanta þá bókatitla sem viðskiptavinurinn óskar eftir. Lögð verður áherzla á bækur og timarit sem tengjast tómstundaiðju íslendinga, s.s. efni fyrir iþróttamanninn, hesta- manninn, garðyrkjumanninn, laxveiðimanninn o.s.frv. Penninn sf. rekur einnig ritfangaverzlan- ir á Laugavegi 84 og í Hafnar- stræti 18. Fyrirtækið hefur verið starfrækt i nær fimmtíu ár og nú starfa hjá þvi fjörutiu manns. Verzlunarstjóri í hinni nýju bókadeild Pennans er Sigríður Sigurðardóttir, Sissa, sem starfað hefur við bókaverzlun í þrjá ára- tugi og nýtur mikillar virðingar vegna þekkingar sinnar og reynslu á þessu sviði. Blaðamaður Morg- unblaðsins átti stutt spjall við Sissu og var hún fyrst spurð hvenær hún hefði hafið störf við bókaverzlun. „Ég byrjaði sem jólasveinn í ísafold fyrir tuttugu og átta árum, ég kaila það fólk jólasveina sem kemur til starfa í jólaösinni," sagði Sissa. „Þá var Oliver Steinn verzlunarstjóri hjá ísafold en Kristján Oddsson, sem er núna bankastjóri Verzlunarbankans, tók síðan við af honum. Svo varð ég verzlunarstjóri einhvern tíma eftir 1960, ég man ekki nákvæm- lega hvaða ár það var. Það var svo loks eftir tuttugu og átta ára starf þarna sem ég tók í mig kjark og sagði upp, en vissi þá ekki fyrr til en ég var búin að ráða mig hérna." Hvernig er að starfa við bóka- afgreiðslu — er ekki erfitt að standa við afgreiðsluborðið dag- langt? „Nei, það er alls ekki erfitt, og því skemmtilegra sem meira er að gera. Því meira sem maður vinn- ur, því hægar eldist maður. Við höfðum ágæta viðskiptavini í ísa- fold og það eru einmitt viðskipta- vinirnir sem gera þetta starf svo skemmtilegt. Sumir sem koma í bókaverzlun vita ekki hvers konar bók þeir ætla að fá og það er mjög ánægjulegt að geta leiðbeint slík- um viðskiptavinum. Þá er að þreifa sig áfram og finna út hverju fólkið hefur áhuga á og yfirleitt tekst þannig að finna bók sem viðskiptavinurinn er ánægður með.“ Þú gætir kanpski að lokum sagt frá einhverju skemmtilegu sem komið hefur upp á í þriggja áratuga afgreiðslustarfi? „Já, það gæti ég, en ég þori bara alls ekki að fara neitt út í þá sálma. Það gerist alltaf eitthvað stórskemmtilegt öðru hvoru í þessu starfi, það yrði efni í heila bók sem ég skrifa kannski um það leyti sem ég læt af afgreiðslustörf- um. Það verður áreiðanlega met- sölubók," sagði Sissa að lokum. Nýveriö er Húsgagnaverzlun Guðmundar flutt úr Hagkaupshúsinu. Verzlunin á 10 ára afmæli á þessu ári og minnist afmælisins með húsgagnasýningu i nýrri verzlun að Smiðjuvegi 2 i Kópavogi, sem opnaði um mánaðamótin. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? 1*1 vn.l.VSlR l M M.I.T I.Wl) l»K(i \K I>1 \l (il.VSIH I MOH(.r\HI. \»)IM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.