Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 15 VESTURLÍNA var vígð á sunnudaginn við hátíðlega athöfn í Mjólkárvirkjun í Arnarfirði. Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- og orkuráðherra tengdi Vesturlínu formlega við landskerfið með því að snúa takka í stjórnstöð Mjólkárvirkj- unar. Hann kvaðst óska þess að gæfa fylgdi þessu mikla mannvirki og þakkaði öllum, sem stóðu að gerð þess. Allmargir gestir voru viðstaddir vígsluathöfnina, ráðherrar, þing- menn, framámenn á Vestfjörðum, forystumenn í raforkumálum og fleiri. Vesturlína vígð á sunnudaginn: V estfir ðir tengjast landskerfinu Að lokinni vígsluathöfninni í Mjólkárvirkjun var ekið til Þing- eyrar, þar sem efnt var til samsætis í samkomuhúsinu á staðnum. Kristján Jónsson rafmagnsveitu- stjóri var veizlustjóri. Hann flutti einnig ræðu og lýsti mannvirkinu. Það kom fram í máli Kristjáns að Vesturlína er 161,4 kílómetrar að j lengd frá Hrútatungu í Hrútafirði j að Mjólkárvirkjun. Hann sagði að j engin háspennulína á íslandi hefði verið eins erfið í byggingu og Vesturlína og kvað byggingu henn- ar afreksverk. Línan er sérstaklega sterkbyggð, bæði möstur og línur. Heildarkostnaður við línuna er um 8000 milljónir króna. Með tengingu hennar eru Vestfirðir komnir í samband við aðalorkukerfi lands- ins. Hún leysir af hólmi dýrar dieselrafstöðvar sem Orkubú Vest- fjarða hefur rekið. Línan er mikið öryggisatriði fyrir Vestfirðinga og býður upp á mikla möguleika t.d. hvað varðar húshitun með raf- magni. Það kom fram hjá Kristjáni að ef línan hefði ekki verið komin fyrir veturinn hefði orðið að keyra dieselvélar til raforkuframleiðslu fyrir Vk— 2 milljarða króna á Vestfjörðum í vetur. Aðalræðuna flutti Hjörleifur Guttormsson og sagði hann m.a. í ræðu sinni: „Hugmyndina að lagningu Vest- urlínu má rekja allt til ársins 1973. Þá, í ráðherratíð Magnúsar Kjart- anssonar, var á vegum ráðuneytis- ins settur á fót vinnuhópur til að gera tillögur um samtengingu raf- orkukerfanna á Norðurlandi og Suðurlandi. Á þeim tíma lá nokkuð beint við að leggja slíka línu beint Kristján Jónsson rafmagns- veitustjóri flytur ræðu. Honum á hægri hönd situr Guömundur Ingólfsson formaður Fjórð- ungssambands Vestfjarða. frá Sigölduvirkjun norður Sprengi- sand til Akureyrar og hafði verið rætt um það þegar við stofnun Landsvirkjunar árið 1965. Niðurstaða varð samt sú, að hyggilegra væri að fara svokallaða byggðaleið, þ.e. um byggðir Vestur- lands og Norðurlands vestra til Akureyrar í þeim tilgangi að geta þjónað þessum svæðum, jafnframt orkuflutningi norður til Akureyrar, og hafa einnig möguleika til að tengja Vestfirði við línuna sem kölluð hefur verið Byggðalína síðan. Raunar má segja að fyrsti áfangi þessarar Byggðalínu hafi verið lína sem lögð var árin 1972—1973 milli Akureyrar og Varmahlíðar í Skaga- firði og tengd á 66 kV (kílóvoltum) í maí 1973. Lögn þeirrar línu sætti á sínum tíma nokkurri gagnrýni, talað var um að verið væri að tengja saman orkuskortinn sitt hvorum megin Öxnadalsheiðar. Ekki leið þó á löngu áður en hún sannaði gildi sitt á ótvíræðan hátt. Það kom í hlut Gunnars Thor- oddsen sem orkuráðherra að tryggja framhald þeirra fram- Hjörleifur Guttormsson tengir Vesturlinu við raforku- kerfi landsins. LJÓKin. Mbl. Emilia. kvæmda sem hafnar voru við línu- lögnina norður og síðar einnig að beita sér fyrir framkvæmdum við Vesturlínu. Fyrsti áfangi Norður- línu milli Vatnshamra í Borgarfirði og Tannstaðabakka í Hrútafirði var tengdur til bráðabirgða í júní 1976. Þar með tengdist kerfið á Norður- landi vestra við landskerfið. Teng- ing 132 kV við Laxárvatn var gerð í desember 1976 og endanleg tenging til Rangárvallastöðvar við Akureyri í janúar 1977. Linan frá Kröfluvirkjun tengdist síðan í nóvember 1977 og tengilínan frá Vatnshömrum að Brennimel í Hvalfirði var lögð sumarið 1978 og tengd við 220 kV kerfi Landsvirkj- unar í nóvember það ár. Má þá telja að Norðurlína hafi verið fullgerð. Sumarið 1977 hófust fram- kvæmdir við Austurlínu sem nær til Hryggstekks í Skriðdal og tengir aðalkerfi Austfjarða við landskerf- ið. Sá hluti línunnar var tekinn í notkun í desember 1978. Lagning Vesturlínu, sem við tengjum formlega hér í dag, hófst vorið 1978 og hefur staðið sleitu- laust síðan að heita má. Rafmagns- veitur ríkisins hafa haft það verk með höndum eins og aðrar fram- kvæmdir við Byggðalínur fram til þessa. Aðrir munu væntanlega rekja byggingarsöguna nánar, en ég vil f.h. iðnaðarráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar nota tækifærið til að þakka þeim mörgu sem þar hafa lagt hönd að verki. Byggðalínur ná nú frá Brennimel í Hvalfirði, um Hrútatungu í Hrútafirði, Laxárvatn við Blöndu- ós, Varmahlíð í Skagafirði, Rangár- velli við Akureyri, um Kröflu til Hryggstekks í Skriðdal, auk Vest- urlínu frá Hrútatungu um Gler- árskóga til Mjólkár. í Brennimel tengjast þær 220 kV kerfi Lands- virkjunar sem nær þaðan um Geit- háls og Búrfell til Sigöldu. Þetta samtengda háspennta raf- orkukerfi, sem ég hef hér kallað landskerfi spannar nú meginhluta landsins. Eftir er hin svonefnda Suðausturlína frá Hé.aði um Djúpavog og Höfn í Hornafirði til Sigöldu. Síðsumars í ár hófst lagning línu frá Skriðdal eystra í átt til Djúpa- vogs og Hafnar. Fyrirhugað er að þeirri línulagningu Ijúki haustið 1981 og er þá einungis eftir kaflinn milli Hafnar í Hornafirði og Sig- öldu til að loka raforkuhringnum. Áætlanir hafa þegar verið gerðar um þá línu, sem augljóst er að rísa þarf innan fárra ára, bæði vegna flutningsþarfar og ekki síður af öryggisástæðum." Hjörleifur sagði ennfremur: „Vesturlína hefur nú verið tekin í notkun. Mér er tjáð, að áætlaður orku- flutningur eftir henni til Orkubús Vestfjarða sé sem hér segir: Gestir verða fyrir sér tengi- mannvirki Mjólkárvirkjunar en þar tengist Vesturlína orku- kerfi Vestfjarða. Á tímabilinu okt.—des. 1980: 15 GWh (gígawattstundir). Á árinu 1981: 86 GWh. Á árinu 1982: 104 GWh. Þetta er ekkert smáræði, þegar til þess er litið, að árleg orku- vinnslugeta allra vatnaflstöðva á Vestfjörðum er talin vera rúmlega 50 GWh, enda er í áætluninni gert ráð fyrir, að fullnægja meginhlut- anum af húshitunarþörf svæðisins með rafmagni og að raforkuvinnsla með dieselafli leggist niður, nema í biianatilvikum. Án Vesturlínu má telja að útilok- að væri að selja raforku til hitunar á Vestfjörðum og annarri raforku- notkun væri þröngur stakkur skor- inn. Þetta er sá hagur, sem þjóðar- heildin hefur af lagningu þessarar línu.“ Aðrir sem héldu ræður voru Steingrímur Hermannsson ráð- herra, Ólafur Kristjánsson, for- maður stjórnar Orkubús Vest- fjarða, Guðmundur Ingólfsson, formaður Fjórðungssambands Vestfjarða, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingismaður, Jakob Björnsson, orkumálastjóri, Jóhann Már Maríusson, yfirverkfræðingur Landsvirkjunar, Hafsteinn Dav- íðsson, ísafirði og Jóhannes Árna- son, sýslumaður, Patreksfirði. Lýstu þeir allir yfir ánægju sinni með það að Vesturlína væri komin í gagnið og kváðu vígslu hennar merk tímamót í raforkumálum Vestfjarða. - SS Þorvaldur Garðar Kristjáns- son alþingismaður flytur ávarp i samkomuhúsinu á Þing- eyri. Á myndinni eru einnig ráðherrarnir Hjörleifur Guttormsson, Steingrimur Hermannsson og ólafur Krist- jánsson formaður stjórnar Orkubús Vestfjarða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.