Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 25 ir þrennt er þriðju tilraun bar sigurorð af Kína kst íslenzka landsliðinu í orð af Kínverjum, og þá líka Njarðvíkum vannst öruggur íslenzka liðið náði sínum ireignunum við Kínverjana. iikmenn gáfu hvergi eftir — iterkir í vörn og sóknarleik- og hittni í góðu meðallagi. jp sigurinn í Njarðvíkum var kilaði sér bezt í fráköstum. stin. Nánast einráðir undir kst íslenzku strákunum að cu körfunni og skora. og Einar Bollason hvatti sína menn til dáða. Það kom því Njarðvíkingum verulega á óvart, að kínversku leikmennirnir fóru ekki til búningsklefa sinna — þeir settust á varamannabekkina og létu fara vel um sig. Ekki var að sjá, að reynt væri að leggja á ráðin um breytta taktík. Og svo komu íslenzku strákarnir og byrj- uðu að hita upp — Kínverjarnir horfðu bara á og mættu svo í leikinn. Það var greinilegt að Einar Bollason hafði notað tímann vel. Sama baráttan einkenndi leik íslenzka liðsins í síðari hálfleik og í hinum fyrri — barátta sem sló Kínverjana út af laginu. Á 4. mínútu hafði íslenzka liðið náð 23 stiga forustu, 62—39. Kínverjun- um tókst aðeins að laga stöðuna án þess þó nokkurn tíma að ógna íslenzkum sigri. Á 10. mínútu skildu 20 stig, 64—44, á 15. mínútu 15 stig, 80—65 og minnstur varð munurinn níu stig, einmitt þegar flauta tímavarðar gall — öruggur sigur í höfn, 88—79. Islenzka liðið átti sem heild góðan dag — Jón Sigurðsson átti margar snjallar sendingar og dreif leik liðsins áfram. Hins ísland OQ - Kína OO” # %f • Jónas Jóhannesson reynir körfuskot í lands- leik gegn Kínverjum. vegar skoraði hann ekki nema 6 stig og hefði að ósekju mátt sýna meiri-eigingirni — skjóta meira en hann gerði. Það er einmitt sem íslenzka liðið vantar — langskot. Leikmenn verða að ná að brjóta sér leið að körfunni og gegn sterkri vörn er það oft erfiðleikum bundið. Það sem íslenzka liðið vantar er 30-stiga mann í leik, leikmann eins og Kínverjann Li Feng — það var nánast sama hvar hann stóð á vellLnum. Hárnákvæm skot hans rötuðu undantekninga- lítið rétta leið í körfuna. Alls urðu stig hans 36 — með slíkan mann í sínum röðum hefði munurinn orð- ið mun meiri. Nú, en ásamt Jóni voru þeir Torfi Magnússon, Símon Ólafsson og Guðsteinn Ingimars- son beztu menn íslenzka liðsins. Símon byrjaði fremur rólega en óx þegar á leikinn leið og varð stigahæsti leikmaður íslenzka liðsins, með 15 stíg. Torfi Magn- ússon var og drjúgur með 13 stig. Guðsteinn Ingimarsson skoraði 12 stig, Ríkharður Hrafnkelsson 10 stig, þeir Kristján Ágústsson, Jón- as Jóhannesson og Gunnar Þor- varðarson 8 stig, Valur Ingimund- arson 4, Jón Sigurðsson 6 og Axel Nikulásson 2 stig. Eins og áður sagði várð Li Feng stigahæstur Kínverja með 36 stig og Li Juejin með 20 stig. Minna kvað að öðrum leikmönnum. Þess- ir tveir skáru sig úr — gagnstætt hjá íslenzka liðinu þar sem mikil breidd ríkti. Það kann að hafa háð Kínverjum í Njarðvík að þreyta var farin að gera vart við sig. Kínverjar léku sinn þriðja leik á fjórum dögum eftir erfitt keppnis- ferðalag um Svíþjóð og Finnland. En kurteisin var einkennandi þrátt fyrir að á móti blési — „ég hef aldrei dæmt leik, hjá eins prúðum leikmönnum og Kínverj- unum,“ sagði Ingi Gunnarsson dómari eftir leikinn. Og það var vissulega rétt — Kínverjarnir voru óaðfinnanlegir í framkomu. í heild fór leikurinn prúðmannlega fram — og íslenzku leikmennirnir létu ekki sitt eftir liggja þó af og til hafi menn látið óánægju sína í ljósi með einstaka dóma. H.Halls FH sigraði Fylki létt LEIKUR Fylkis og FH sem fram fór í íslandsmótinu í handknatt- leik á laugardag bauð ekki upp á margt sem gladdi auga þeirra fáu áhorfenda sem lögðu leið sina í Laugardalshöllina. Lið Fylkis er afspyrnuslakt um þessar mundir og mun lakara en það var i 2. deild í fyrravetur. Er sem æfingaleysi hrjái liðið verulega. Vonandi verður bragarbót á lið- inu í næstu leikjum. Því bæti Fylkisliðið ekki við sig falla þeir beina leið niður i 2. deild og má mikið vera ef liðinu tekst að fá fleiri stig á mótinu. Sigur FH-inga í leiknum var sann- gjarn. Liðið var þó nokkuð lengi að fara í gang, og það var ekki fyrr en í síðari hálfleik sem FH náði afgerandi forystu í leiknum. -r--„ fyrri hálfleikinn var lítill munur á liðunum þrátt fyrir að FH væri ávallt yfir í leiknum. Aðeins eitt mark skildi liðin af í hálfleik. en þá var staðan 11 — 10 fyrir FH. Lokastaðan í leiknum varð 25—19 yfirburðasigur FH. Þrátt fyrir þennan stóra sigur sýndi lið FH rétt þokkalegan leik enda þurfti ekki meira til við að ná í sigurinn. Erfitt er að dæma lið FH eftir þessum ieik til þess var mótspyrnan of lítil. Bestu menn liðsins voru Gunnar Einarsson og Kristján Arason. Þá kom Gunn- S* 19-25 laugur markvörður ágætlega frá leiknum. Hjá Fylki bar enginn einn af. Gunnar Baldursson var markahæstur og sá eini sem reyndi að rífa sig upp úr meðal- mennskunni. í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild Fylkir — FH 19-25(10-11) MÖRK Fylkis: Gunnar Baldursson 7/4, Einar Ágústsson, 3, Stefán Gunnarsson, Ásmundur Krist- insson, Andrés Magnússon og Örn Hafsteinsson 2 hver. Guðni Hauksson 1. MÖRK FH: Kristján Arason 11/4, Gunnar Einarsson 6/2, Guðmund- ur Magnússon 4, Geir Hallsteins- son 3, og Valgarð Valgarðsson 1. BROTTVÍSUN af velli: Geir Hall- steinsson FH í 2 mín, Örn Haf- steinsson Fylki í 4 mín og Andrés Magnússon Fylki í 2 mín. MISHEPPNUÐ vítaköst: Gunn- laugur varði hjá Gunnari Bald- urssyni á 50. mínútu og Einari Ágústssyni á 35. mín. Einar skaut svo yfir á 16. mín. Jón Gunnarsson Fylki varði hjá Kristjáni á 14. mín og hjá Gunnari á 50. mín. Þr. •Það er FH-liðinu mikill styrkur að Gunnar Einarsson leikur á nýjan leik með liðinu eftir langa dvöl í V-Þýskalandi. Gunnar skoraði 6 mörk gegn Fylki. • Ilart barist undir körfunni. Kínverjar voru harðir í horn að taka í fráköstunum. Ljósmyndir: Emiiia Getrauna- spá MBL. s «8 .fi C 5 tl k 1 Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the World Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Arsenal — sunderland X 1 1 1 1 1 5 1 0 A.Villa — Tottenham X 1 1 1 X 1 4 2 0 Coventry — Norwicn 1 X 1 1 1 1 5 1 0 Cr.Palace — Leicester 1 X X 1 1 1 4 2 0 Everton — Liverpool X X X X 2 X 0 5 1 Ipswich — Man.Utd. X 1 X 1 1 X 3 3 0 Man.City — Birmingham X 2 X X X 1 1 4 1 Middlesbr. — Southampton 1 i 1 1 X 1 5 1 0 Nott.Forest — WBA 1 X X X 1 X 2 4 0 Stoke — Brighton 2 1 1 1 1 2 4 0 2 Wolves — Lecds 2 X X 1 X 2 1 3 2 Newcastlc — Swansea X 1 1 1 2 X 3 2 i „Leikir íslands tóru fram úr mínum björtustu vonurn 4 - sagði Einar Bollason „ÉG ER ákaflega ánægður með leikina gegn Kínverjum — það eru miklar framfarir í liðinu og leikur liðsins nú og gegn írum í fyrra eru eins og svart og hvítt — sérstaklega var ég ánægður með þriðja leikinn og eins sýndu strákarnir góðan leik í Höllinni.“ sagði Einar Bollason. landsliðs- þjálfari, eftir sigurinn í Njarð- vikum og greinilegt að Einar var ánægður með sina menn. „Þessir leikir hafa farið fram úr mínum björtustu vonum. Mark- miðið með þessum leikjum hefur verið að þreifa sig áfram með landsliðið — gefa nýjum leik- mönnum tækifæri. Að vísu eru nokkrir leikmenn ekki komnir í nógu góða þjálfun en það kemur. Þeir bætast svo í hópinn, Pétur Guðmundsson, Garðar Jóhanns- son og Kristinn Jörundsson — þá er landsliðshópurinn kominn. Næstu verkefni eru leikir hér heima gegn Frökkum. Og það verður erfið raun — lokaáfanginn verður síðan C-keppnin. Ég geri kröfur til sigurs þar. Við eigum að eiga jafna möguleika gegn Skot- um. Svisslendingar eru sennilega ívið sterkari en við en ekki svo að ekki eigi sigur að vinnast. Það er því engin ástæða til annars en bjartsýni — og leikirnir gegn Kínverjum hafa farið fram úr mínum björtustu vonum,“ sagði Einar Bollason, þjálfari islenzka landsliðsins að lokum. H. Halls ngBBnnraB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.