Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 2 3 Óeirðaalda gengur yfir Breta — 8 ungmenni hafa beðið bana á knattspyrnuvöllum síðustu tvö árin en menn greinir á um lausnir SÍÐUSTU tvö árin hafa átta ungmenni látið lífið með voveiflegum hætti á áhorfendapöllum enskra knattspyrnuliða. Eitt þeirra dó fyrir skömmu eftir átök á leikvelli MiddlesbrouKh, er heimaliðið átti í höggi við Nottingham Forest í 1. deild. Þetta er ekki ný bóla hjá Engilsöxum og síður en svo bundið við Bretlandseyjar. En hvergi færist þessi ófögnuður jafn ört i aukana og þar. Og hverjar eru svo skýringarnar? Ætli nokkur viti þær með vissu? Áhorfendum fækkar Þegar þetta er haft í huga, skyldi engan undra þó að áhorfendum að enskum knatt- spyrnuleikjum fækki. Það eru víst fáir Englendingar jafn áhugasamir um knattspyrnu og gamla knattspyrnukempan Emlyn Hughes. Engu að síður bannar hann syni sinum að fara á knattspyrnuleiki. Og þúsundir for- eldra um allar Bretlandseyjar fara að dæmi hans, því að þeir hafa ekki áhuga á að fá börnin heim útötuð í hlandi, hráka eða blóði. Og þeir hafa heldur ekki áhuga á að vitja afkvæma sinna eftir kappleiki á sjúkrahúsum eða líkhúsum. Venjulega eru óeirða- seggirnir á hverjum leikvelli í miklum minnihluta, en þeir halda hópinn og geta gert hreint ótrú- legan óskunda innan um mikið fjölmenni. Það eru fleiri skýringar á þvi að áhorfendum fækkar. Dýrtíð er mikil í Bretlandi og lífskjör al- mennings æði misjöfn. Þá er það og alkunna, að það fækkar á vellinum ef heimaliðinu gengur illa, eða leikur neikvæða og leiðin- lega varnarknattspyrnu með litl- um árangri. Þó að þessi atriði geti vegið þungt, er ekki vafi, að aðalástæðan er engu að síður umsvif geðveikrax)fbeldisseggja. Allir þvo hendur sínar Bresk yfirvöld segja yfirleitt: „Þetta er knattspyrnufélögunum að kenna, þau gera ekkert fyrir áhorfendur sína, koma ekki upp aðstöðu fyrir þá eða neitt.“ Félög- in svara um hæl: „Þetta er ekki okkar einkamál, þetta er ekki síður vandamál samfélagsins." Þannig þvo allir hendur sínar og meðan sá háttur er á hafður mun ástandið ekki batna. Ýmsir hafa sínar einkalausnir. Má nefna mann að nafni Gordon Jago, kunnan breskan þjálfara, áður hjá QPR og Millwall, en nú í Banda- ríkjunum. Hann segir: „Ég myndi aldrei snúa til Bretlands á nýjan leik nema viðkomandi félag sem ég væri á förum til myndi sam- þykkja einhliða tillögur mínar um lausn þessa vandamáls. Og þær eru í stuttu máli að loka stæðun- um og hleypa aðeins því fólki inn á völlinn sem kemst í sæti. Síðan myndi ég breyta stæðunum í sætasvæði, þar sem fjölskyldur gætu setið saman í góðu yfirlæti. Hverjum aðgöngumiða myndi síð- an fylgja trygging fyrir því að engar óspektir myndu eiga sér stað meðan á leik stæði.“ Þetta gengur víða... Slíkt gengur víða, eins og þeir sem sáu sjónvarpsþáttinn um bandarísku knattspyrnuna á dög- unum, vita. Alan Hubbard, kunn- ur enskur íþróttafréttamaður, segir: „Það kostaði tæp 7 pund fyrir einn fullorðinn og barn á landsleik Englands og Noregs fyrir skömmu. Fyrir sömu upphæð fór ég með alla fjölskylduna á knattspyrnuleik í Bandaríkjunum í sumar. Aðstaða áhorfenda vestra er ótrúleg og þeir sem gera sér að góðu frumstæða aðstöðu Bret- landseyja, myndu halda sig dreyma. Allir sitja, boðið er upp á veitingar, það þarf ekki að ryðjast ásamt hundruðum annarra til að komast á salerni og fjölskyldum er gert kleift að halda hópinn. Leik- irnir eru spennandi og skemmti- legir og fyrir leik, í hléi og eftir leik, fara fram alls kyns skemmti- atriði á vellinum. Kvöldið leið án klámyrða á áhorfendapöllunum, engir bílar voru skemmdir á bifreiðastæðunum, enginn var sleginn, enginn sprændi á náung- ann og enginn hrækti á næsta mann. Reyndar gerðu áhangendur hvors liðs um sig gys að áhangendum hins liðsins, en allt var góðlátlegt." Tvískinnungur Sem fyrr segir, hafa yfirvöld lýst því yfir, að félögin og leik- mennirnir sjálfir eigi mikla sök á hvernig áhorfendur haga sér, vegna þess að þeir eru teknir til fyrirmyndar. Einn frægasti knattspyrnumaður Englendinga, Kevin Keegan, var ekki ánægður með þessa afgreiðslu yfirvalda og sagði: „Þeir eru bara að þvo eigin hendur með þessu og bjarga sér út úr vandamálinu með ómerkilegu málskrúði. Knattspyrnumenn eiga ekki að svara fyrir mistök yfir- valda." Skömmu síðar var félagi Keegans hjá Southampton, Charlie George, kærður fyrir lík- amsárás, er hann rétti ljósmynd- ara einn á lúðurinn. Hafði mynda- smiðurinn fátt til saka unnið, en George mun hafa barið hann vegna þess að honum þótti blaða- maðurinn vera fyrir sér er hann ætlaði að framkvæma horn- spyrnu. Sama laugardag var Mel nokkur Blyth, miðvörður Millwall, í sviðsljósinu. Lið hans lék á útivelli gegn Colchester og gekk illa. Blyth kenndi markverði sínum um ófar- • Þeir eru ekki beint vinalegir á svipinn þessir drengir, fylgi- sveinar enska landsliðsins á Evr- ópukeppni landsliða á Ítalíu í sumar. Tveir hafa málað breska fánann á andlit sín. síðan geta þeir barið fólk án þess að þekkj- ast. fáninn notaður sem grima. irnar og reifst mjög í honum og skammaðist. Svo illa lét Blyth, að lögreglumaður stöðvaði leikinn, gekk inn á völlinn og varaði Blyth við að halda orðaflaumi sínum áfram. Var Blyth síðan kærður bæði fyrir lögreglunni og knatt- spyrnusambandinu fyrir ósæmi- lega hegðun á leikvelli. Af þessu má ráða, að sökin liggur ekki öll á einum hóp manna. Áfengi kemur við sögu Enginn vafi leikur á því, að áfengisneysla margra áhorfenda kemur við sögu varðandi óeirðirn- ar. Á flestum ef ekki öllum meiri háttar leikvöngum Bretlandseyja, er hægt að fá sér í glas og er sú aðstaða óspart notuð. Auk þess er það hefð í Bretlandi að hanga á „pöbbum" síðustu klukkustundirn- ar fyrir leiki, syngja, ræða málin og síðast en ekki síst, hella í sig áfengi, en það þarf fáum að segja að bjórneysla í óhófi hefur ölvun í för með sér. Undir áhrifum áfeng- is eru margir erfiðari viðureignar og hafa lítil tök á sjálfum sér eins og dæmin sanna. A.m.k. eitt af þekktari knattspyrnufélögum Englands, Aston Villa, hefur nú látið af áfengissölu á leikvangin- um. Fleiri eru talin munu fylgja fordæmi Villa og er það spor í rétta átt. Menn segja: Ef ölvun við akstur er bönnuð, því ekki einnig á knattspyrnuleik? Hugarfar ekki rétt Það er sem sagt möguleiki á því að Bretar séu að taka við sér í þessum málum, a.m.k. eru þeir farnir að ræða vandamálið. En hugarfarið verður að vera í lagi og því er ekki að heilsa í öllum tilvikum. Áður er vikið að þeim áhrifum sem neikvæð varnar- knattspyrna hefur á fjölda áhorf- enda. Stoke City berst í bökkum í 1. deild og þar ríkir það hugarfar eitt, að halda sínu í deildinni, með öllum tiltækum ráðum, þó það þýði að pakka í vörn í hverjum leik. Alan Durban er þar við stjórnvölinn og hefur hann verið talinn einn efnilegasti fram- kvæmdastjóri Englands af yngri kynslóðinni. En hugarfar hans er þetta: „Ef fólk vill fá skemmtun, ætti það að útvega sér trúða í stað þess að horfa á knattspyrnu. Ef knattspyrnan á að veita manni skemmtun, þá er engin þörf fyrir framkvæmdastjóra og þjálfara ...“ Meðan enn örlar á slíku hugarfari, eru Bretar svartsýnir að vandamál knattspyrnunnar í dag verði leyst með öllu. En hverju einasta spori sem tekið er í rétta átt, er fagnað meðal Engil- saxa ... • Hlúð að slösuðum eftir uppþot á Boundry Park, leikvelli Oldham. Það er nýlunda þar um slóðir. Yfirieitt eru það áhangendur þekktari liða, svo sem Chelsea, West Ham. Newcastle og Manchester Utd., sem láta að sér kveða...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.