Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 17 Það var engin ör tröð á veitinga- húsum Aþenuborgar. Tímanna tákn fyrir breska hóteliðnaðinn. aðeins 80% hótelnýting og 62% hvað varðar séríbúðir og sumar- hús. Þó var samdrátturinn lang- me.stur á Kanaríeyjum. ÍTALÍA Á ítalíu fækkaði ferðamönnum um 15% í sumar og vilja margir kenna þar um „óguðlegum" verðhækkunum. Sumir staðir hafa orðið verr úti en aðrir, t.d. Sorrento, þar sem samdrátturinn nam 21%. Á veit- ingastöðunum fækkar þeim sí- fellt, sem leyfa sér einhvern munað í mat og drykk, og þeir, sem í fyrra gistu á fyrsta flokks hóteli, láta sér nú nægja annars flokks hótel. GRIKKLAND Útlitið var allt annað en glæsilegt fyrst í vor en úr því rættist þó heldur vegna langvarandi rigninga í N-Evrópu framan af sumri. Þrátt fyrir það er talið, að ferðalöngum hafi fækkað um 15%. Samdrátturinn kom samt mjög misjafnlega fram og t.d. voru vinsælustu ferðamannastaðirnir, eins og Rhodos, Krít og Korfu, fullbók- aðir en ýmsir staðir aðrir voru með öllu tómir. TYRKLAND „Ferðamanna- kreppa, ferðamannakreppa," hrópuðu tyrknesku dagblöðin og enda ekki að ósekju. Erlendum ferðamönnum fækkaði um 40% í sumar og var það ekki síst að kenna vaxandi hryðjuverkum og eldsneytisskorti. Hótel, sem höfðu 90% nýtingu í fyrra, urðu að sætta sig við 30% nýtingu í sumar, þrátt fyrir niðursett verð fyrir útlendinga. í ferðamannaþjónustunni á það við, að eins dauði er annars brauð. Samdrátturinn í sólar- landaferðum olli því, að ferðalög innanlands í Norður-Evrópu jukust mjög, t.d. í Þýskalandi og Austurríki. Átta af hverjum tíu Svíum fóru ekki út fyrir land- steinana í sumar og á sænsku eyjunni Gotlandi var svo margt um manninn um sinn, að 12.000 manns börðust um 4.000 reið- hjól, sem voru til leigu. í hérað- inu Var í Frakklandi var ástand- ið líka þannig eitt sinn, að 300.000 manns reyndu að koma sér fyrir á tjaldstæðum, sem ætluð voru 150.000. Af Norðurálfuþjóðunum eru Bretar langverst settir, en þar minnkuðu ferðalög innanlands um 40% og tala erlendra ferða- manna jókst ekkert frá því í fyrra. Aðalástæðan fyrir því er stórhækkað verð og hátt verð á pundinu. London er orðin ein af dýrustu höfuðborgum í heimin- um og ferðamenn kvörtuðu um okur þegar pylsa með öllu var komin upp í rúmar 600 krónur, næturgisting á fínu hóteli ásamt miðdegisverði kostaði 150.000 kr. og morgunverður í bresku járn- brautunum rúmar 6.000 kr. Viðskiptin hafa verið svo bág- borin, að hið fína Savoy Hotel er að ráðgera að breyta sumum svítunum í leiguhúsnæði. (Þýtt og endursagt úr Time.) Garðar Sigurðsson, fyrrv. form. þingfararkaupsnefndar: Óhjákvæmilegt eftir það sem gerðist í sumar - að kjaradómur taki við ákvörðun- um um kaup og kjör þingmanna „ÉG IIEF ekkert nema gott eitt um það að segja. enda á ég ekki von á þvi, að sá þingmaður finnist nú. sem sé ginnkeyptur fyrir setu í þingfararkaups- nefnd.“ sagði Garðar Sigurðs- son. formaður þingfararkaups- nefndar siðasta þings, er Mbl. leitaði álits hans á þeim frum- varpsdrögum, sem þingflokkun- um hafa verið kynnt, um að kjaradómur ákveði kaup og kjör alþingismanna. „Ég sé enga ástæðu til annars en að setja þetta allt í kjaradóm, bæði kaupið og annað og tel reyndar, að eftir það, sem gerðist í sumar, sé það óhjákvæmilegt," sagði Garðar. Sem kunnugt er urðu miklar umræður um ákvörðun þingfar- arkaupsnefndar eftir að þingi lauk í vor og hart deilt um það, hvort þingmenn hefðu almennt vitað um ákvörðun nefndarinnar eða ekki. „Ég á ekki von á öðru, en að ýms ummæli, sem þá féllu, komist aftur á dagskrá, þegar þessi mál ber á góma á þessu þingi,“ sagði Garðar. Brldge Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON Reykjavíkurmót í tvímenningi Undankeppni Reykjavíkur- mótsins í tvímenningi fer fram 25. og 26. október og 9. nóvem- ber. Spilað verður í Hreyfilshús- inu og hefst keppnin kl. 13 alla dagana. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að láta skrá sig hjá Reykjavíkurfélögunum eða Vig- fúsi Pálssyni (sími 83533) sem fyrst. Keppnisgjald verður 12 þúsund kr. á par. Keppnisstjóri verður Agnar Jörgensson. Úrslitin verða spiluð 22. og 23. nóvember á sama stað og verður þátttökugjaldið þá 10 þúsund kr. Bridgefélag Selfoss Þegar einni umferð af 7 er ólokið í hraðsveitarkeppninni er staða efstu sveita þessi: Sveit Gunnars Þórðarsonar 107 stig Sveit Halldórs Magnússonar 105 stig Steingerðar 81 stig Sveit Guðjóns Einarssonar 67 Sveit Þórðar Sigurðssonar 65 Minningarmótið um nýlátinn heið- ursfélaga, Einar Þorfinnsson, hefst eins og áður hefur verið greint frá, 18. október 1980 og verður spilað í Selfossbíói. Mótið hefst kl. 13 (laug- ardag) og er áætlaður fjöldi 30 pör og verða spiluð 2 spil milli para. Spilað verður um silfurstig, ef leyfi fæst. Þátttöku ber að tilkynna til Vil- hjálms Pálssonar í síma 99-2255 fyrir kl. 21 miðvikudaginn 15. okt. 1980. Þetta er opið mót og eru spilarar af öllu landinu velkomnir. Góð verðlaun verða í boði. Skráning í þetta mót er í fullum gangi, en ennþá er hægt að bæta við pörum. Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON sem byrjunin hafi sannað skilnings- leysi ungu mannanna á skák, en sem kunnugt er les hann sjálfur aldrei skákbækur, enda ekki fyrir að taka vitleysuna upp eftir öðrum, svo sem kemur fram í ágætri ferskeytlu sem hann setti saman um þetta efni: „Enga leiki æskan skilur, allt af bókum lærir hún. Það er eins og blinda bylur. blási yfir heiðarbrún“: Aðrar skákir í toppnum féllu í skuggann af þessari viðureign. Margeir sótti fast að Helga, en röng fórn í tímahraki neyddi hann til þess að taka þráskák. Elvar féll á tíma gegn Jóhannesi í jafnteflisstöðu. 6. umferð Jóhannes — Helgi 0—1 Jóhann — Margeir 1—0 Ásgeir — Karl 1—0 Jón Árni — Magnús 0—1 Elvar — Jónas P. 1—0 Jón Torfason — Benóný 1—0 Helgi vann peð eftir byrjunina gegn Jóhannesi, en lék síðan herfi- lega af sér og tapaði manni. Jóhann- es, sem fékk skyndilega gjörunnið tafl upp í hendurnar var naumur á tíma og lék öllu af sér og tapaði. Jóhannes náði miklu rýmri stöðu gegn Margeiri, sem síðan lék af sér skiptamun og tapaði. Þeir Ásgeir og Magnús voru nú komnir aftur upp í toppinn eftir mótlætið í fyrstu umferðunum. Nýj- ung Benónýs i byrjuninni gegn Jóni Torfasyni, stóðst ekki ströngustu kröfur, þannig að hann hafnaði að lokum með 50% vinninga, eða þrjá, sem var auðvitað allt of lítið. Hljómtæki með ® toppgæði... Bestu kaupin hvernig sem á er litið SG-330 TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR MAGNARI 2x20 WOTT R.M.S. ÚTVARP: 4 ÚTVARPSBYLGJUR, FM FW, STERIO LW, MW, SW. PLÖTUSPILARI: HÁLF- SJÁLFVIRKUR, S-ARM- UR, MAGNETIC PICKUP. SEGULBAND: MEO UH SJÁLFLEITARA. HÁTALARAR: 2 STK. 40 WÖTT. Verö meö hátölurum: kr. 480.000. Ws&KARNABÆR Útsölustaðir: Karnabær Laugavegi 66 — Karnabær Glæsibæ Eplið Akranesi — Eplið ísafirði Álfhóll Siglufiröi —Cesar Akureyri Hornabær Hornafirði — Eyjabær Vestmannaeyjum I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.