Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980
Verulegar samdrátt-
araðgerðir í Svíþióð
Schmidt ræðst
á gjaldeyrishöft
BeiMin. 12. október. — AP.
HELMUT Schmidt kanzlari gagnrýndi um helgina ný gjaldeyris-
höít Austur-Þjóðverja og kallaöi þessar nýju reglur „víðtækt brot“
á samningum landanna.
Schmidt fór hörðum orðum
um gjaldeyrisreglur Austur-
Þjóðverja á fundi með félagi
póstmanna í Vestur-Berlín og
kvað þær miða að því að draga
úr ferðum vestrænna gesta.
Hann sagði að harðlínumönnum
í austur-þýzku stjórninni hefði
fundizt, að nú væri rétti tíminn
til að grípa til þessara ráðstaf-
ana vegna nýlegra atburða í
Evrópu (þ.e. Póllandi) og skoraði
á Austur-Þjóðverja að fella regl-
urnar úr gildi.
Samkvæmt reglunum, sem
tóku gildi í dag, verða vestrænir
ferðamenn eldri en sex ára að
kaupa austur-þýzk mörk fyrir 14
dollara hvern þann dag, sem þeir
dveljast í Austur-Þýzkalandi.
Þetta er tvöfalt hærri upphæð
og í sumum tilfellum fjórfalt
hærri upphæð en áður hefur
tíðkazt.
Reglurnar koma harðast niður
á eftirlaunafólki, sem hefur ekki
efni á þessu, og mun draga úr
heimsóknum Vestur-Þjóðverja
til ættingja í Austur-Þýzkalandi.
Fjögurra manna fjölskylda, sem
vill heimsækja ættingja í
Austur-Berlín, verður nú að
greiða minnst 56 dollara á dag.
Sjö til átta milljónir Vestur-
landabúa ferðast til Austur-
Þýzkalands á ári.
Um helgina mynduðust langar
biðraðir við eftirlitsstöðvar á
austur-þýzku landamærunum,
þar sem Vesturlandabúar vildu
nota síðasta tækifærið til að
heimsækja Austur-Þýzkaland
áður en nýju reglurnar gengju í
gildi. Talið var, að þrisvar sinn-
um fleira fólk en venjulega hefði
farið yfir landamærin.
Verkföll
halda áf ram
hjá Fiat
Tórínó. 13. okt. — AP.
VERKFALLSMENN og stuðn-
ingsmenn þeirra, hertu í dag
verkfallsvörsluna við Fíat-bíla-
verksmiðjurnar í Tórínó 13. dag-
inn í röð. Búist var við að Arnaldo
Forlani, sem nú reynir að koma
saman 40. ríkisstjórninni á Ítalíu
frá stríðslokum, hefði afskipti af
deilunni nú í vikunni. Ástæðan
fyrir vinnudeilunum er uppsögn
23.000 starfsmanna á sl. þremur
mánuðum.
Hryðjuverkamenn
dæmdir í V-Berlín
Bcrhn. 13. okt. — AP.
DÓMSTÓLL I Vestur-Berlín fann I
dag fimm menn seka um að vera
félagar í hryðjuverkasamtökunum
„2. júní“ og að hafa tekið þátt í að
ræna stjórnmálamanninum Peter
Lorenz. sem á sinum tima hauð sig
fram til borgarstjóraembættisins í
Vestur-Berlín fyrir kristilega demó-
krata.
Ránið á Peter Lorenz þótti eitt-
hvert mesta tilræði við vestur-þýskt
samfélag af hálfu hryðjuverka-
manna um miðjan þennan áratug.
Hann var látinn laus úr haldi eftir
fimm daga þegar ránsmönnunum
höfðu verið greiddar 50,000 dollara
og fimm liðsmönnum Rauðu her-
deildarinnar, eða Baader-Meinhofs-
hópsins, hafði verið sleppt og flogið
me' þá til Jemen.
Veður
víða um heim
Akureyri
Amsterdam
Aþena
Berlín
BrUssel
Chicago
Feneyjar
Frankfurt
Faareyjar
Genf
Helsinki
Jerúsalem
Jóhannesarborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
Lissabon
London
Los Angeles
Madrid
Malaga
Mallorca
Míami
Moskva
New York
Oslo
París
Reykjavfk
Rió de Janeiro
Rómaborg
Stokkhólmur
Tel Avfv
Tókýó
Vancouver
Vínarborg
0 alskýjað
12 heióskirt
26 heiöskírt
9 rígning
12skýjaó
12 heióskirt
13 þokumóóa
10 skýjaó
6 alskýjaó
8 skýjaó
12 skýjaó
28 heióskírt
29 heiðskirt
11 skýjaó
24 skýjaó
20 heióskírt
13 heióskirt
24 skýjaó
18 heiðskirt
23 léttskýjaó
18 léttskýjaó
31 heióskírt
14 heióskírt
16 skýjað
12 heíóskírt
13 skýjaó
4 skýjaó
20 rigning
14 skýjaó
9 skýjaó
28 heióskírt
21 skýjað
vantar
12 rigning
Stokkhúlmi. 13. oktúbcr. AP.
SÆNSKA stjórnin til-
kynnti í dag nýjar efna-
haRsráðstafanir til að
mæta vaxandi efnahags-
vanda í landinu. Aðgerðir
stjórnar Thorbjörns Fáll-
dins nú miða að því að
draga úr útgjöldum ríkis-
ins. Mikill halli er fyrir-
sjáanlegur á fjárlöKum og
eru aðgerðir stjórnarinn-
ar nú fyrsti liður í áætlun
stjórnarinnar.
Dregið verður verulega úr
útgjöldum til félagsmála og
opinberra aðgerða. Utgjöld til
þessara þátta lækka um tæp-
lega 700 milljarða íslenzkra
króna. Búist er við að þrátt
fyrir þessar aðgerðir verði
halli á fjárlögum um 60 millj-
arðar sænskra króna. Verðlag
hækkar, þannig hækka lyf,
verðskrá lækna,
járnbrautarfargjöld og mat-
væli. Dregið verður úr útgjöld-
um til húsnæðismála og nýtt
fyrirkomulag á ellilífeyri og
námslánum, sem þýðir minni
útgjöld.
íraskir hermenn hvíla sig eftir töku hafnarinnar í Khorrams-
hahr. Eldsúlur stíga til himins.
Sovézk aðst oö við
bæði íran og Irak
Beinit, 13. oktúber. - AP.
RÚSSAR virðast aðstoða
bæði írani og íraka og
reyna að gegna virkara
hlutverki í Miðausturlönd-
um að sögn diplómata. En
þetta er hættuleg stefna,
sem getur mistekizt, á
sama hátt og stefna þeirra
í Ogaden-stríðinu á austur-
horni Afríku þegar þeir
reyifdu að styðja bæði
Eþíópíumenn og Sómalíu-
menn.
Aðstoð Rússa virðist vera með
þessum hætti:
— Birgðir sovézkra skotfæra og
varahluta í Suður-Jemen og
Eþíópíu eru notaðar til að endur-
nýja birgðir íraka og sendar
sjóleiðis til jórdönsku hafnarborg-
arinnar Aqaba. Suður-Jemen og
Eþíópía hafa gert vináttu-
samninga við íraka og aðstoð
þessara landa er í samræmi við
gamla samninga.
Á sama tíma eru birgðir í Líbýu
og Sýrlandi sendar flugleiðis til
Teheran ásamt hergögnum frá
Norður-Kóreu. Þar á meðal kunna
að vera varahlutir í bandarísksm-
íðaðar F-5-þotur, sem Víetnamar
komust yfir þegar Saigon féll.
Teheran-útvarpið hafði eftir
sendiherra Rússa í íran, Vladimir
Vinogradov, í síðustu viku, að
Rússar væru reiðubúnir að veita
hernaðaraðstoð, en Rússar neit-
uðu því að hafa lagt fram slíkt
tilboð. Abolhassan Bani-Sadr for-
seti sagði í viðtali við AP um
helgina, að hann vissi ekkert um
slíkt tilboð, en taldi að Rússar
gætu hafa átt við aðstoð innan
rammasamninga, sem voru gerðir
við fyrrverandi stjórn.
Bani-Sadr sagði í viðtalinu, að
írakar hefðu ekkert varalið lengur
tiltækt og kvað það stefnu írana
að þreyta innrásarherinn áður en
ráðizt yrði til atlögu gegn honuni.
Hann sagði, að íranir teldu ekki
viðræður um vopnahlé koma til
greina fyrr en írakar hörfuðu með
herlið sitt og lofuðu að skipta sér
ekki af innanlandsmálum í íran
Hann sagði, að gíslamáiið
mundi sennilega dragast á langinn
vegna stríðsins og að þingið kyn i
að setja fram ný skilyrði. írar •
mundu grípa til hernaðarleg
ráða gegn öllum arabaríkjum, se
veittu Irökum hernaðarstuðnir .
en íranir mundu ekki sprengja
upp olíusvæði við flóann. Líbýa,
Sýrland og Alsír styddu nú írani,
en Iranir fengju enga aðstoð frá
þessum löndum. Nokkrir vara-
hlutir í bandarísk hergögn væru
keyptir á ótilteknum mörkuðum.
Iranir væru fúsir að virða áskorun
um vopnahlé frá Kurt Waldheim,
framkvæmdastjóra SÞ, til að gera
innilokuðum skipum á Shatt-al-
Arab-sundi kleift að komast
burtu.
Bagdad-útvarpið taldi í gær upp
hergögn, sem það sagði að Sýr-
lendingar hefðu sent Irönum rétt
áður en stríðið hófst, og sakaði þá
og Líbýumenn um að gera íraka
að óvinum araba nr. 1 í stað
Israelsmanna. Sýrlendingar vís-
uðu ásökuninni eindregið á bug og
sögðu þá ráðstöfun Iraka að slíta
stjórnmálasambandi „óréttlætan-
lega“.
Þetta geráist 14. okt
1974 — SÞ viðurkennda Frelsissa
tök Palestínu (PLO).
1968 — Fyrsta beina sjónvarpssen?
ingin frá bandarísku geimfari.
1964 — Martin Lnther King f
friðarverðlaun Nóbels.
1958 — Malagasy-lýðveldið (Ma-
ga3kar) fær sjálfstæði.
1944 — Bretar og Grikkir fre
Aþenu.
1939 — „Royal Oak“ sökkt á Sc;
flóa (800 fórust).
1933 — Þjóðverjar segja sig
Þjóðabandalaginu.
1930 — Byltingartilraun fasist;
Finnlandi.
1929 — Fyrstu tilraunir með le
skipið „Rlol“.
1884 — „Mahdíinn“ tekur Om<:
man í Súdan herskildi.
1813 — Bæjarar segja Frök)
stríð á hendur.
1809 — Vínar-friðurinn.
1806 — Orrustan við Jena (Na
leon sigrar Prússa) — Orrustan
Auerstádt (Napoleon sigrar Saxe
1066 — Orrustan við Hastings:
Vilhjálmur bastarður og Normannar
sigra Englendinga (d. Haraldur
Englandskonungur).
Afmæli. Jakob II, brezkur konungur
(1633-1701) - William Penn, faðir
Pensylvaníu (1644—1718) — Eamon
de Valera, írskur stjórnmálaleiðtogi
(1882-1975) - Dwight D. Eisen-
hower, bandarískur hermaður og
forseti (1890-1969).
Andlát. 1976 Edith Evans, leikkona.
Innlei t. 1861 f. Bjarni Þorsteinsson
— 1873 F. Halldóra Bjarnadóttir —
1897 F. dr. Kristinn Guðmundsson
— 1939 Laxárvirkjun fullgerð —
1953 „Ingólfur Arnarson" rýfur
löndur.arbannið og landar í Grimsby
— 1956 Togarinn „Fylkir" sekkur —
1979Ólafur Jóhannesson segir af
sér.
Orð dogsins. Vald spillir, algert vald
gerspi ir — Acton lávarður, brezkur
sagnfr eðingur (1834—1902).