Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Ráðherrar á öndverðum meiði í Flugleiðamálinu Ekki fer á milli mála, að Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra, og Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, eru á öndverðum meiði í Flugleiðamálinu. Fjármálaráðherra sendir Flugleiðum bréf, þar sem fyrirheit um bakábyrgð vegna Atlantshafsflugs er bæði þokukennt og óljóst. Af því tilefni segir samgönguráð- herra í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag, að hann sé „mjög óhress yfir því, að fjármálaráðherra sé að flækja þetta mál með bréfi sínu til Flugleiða, það á að ganga hreint til verks og þetta mál liggur fyrir afgreitt í ríkisstjórninni". Af hverju er fjármálaráðherra að „flækja málið“, eins og samgönguráðherra kemst að orði? í bréfi sínu til Flugleiða segir fjármálaráðherra, að það sé skilyrði fyrir ríkisábyrgð, að félagið selji eignir. Um þetta skilyrði segir Steingrímur Hermannsson hins vegar í samtali við Morgunblaðið í fyrradag: „Skilyrðið um sölu eigna til þess að fá ríkisábyrgð er óframkvæmanlegt eins og það er sett fram í bréfi fjármálaráðherra...“ Samgönguráðherra segir ennfremur: „Ég tel ekki, að það sé nokkur sem vill kaupa Hótel Esju eða skrifstofuhús- næði Flugleiða, en það væri viðleitni að auglýsa. Mér er kunnugt um, að verið er að kanna möguleika á að selja hlut Flugleiða í Aerogolf í Luxemborg, en persónulega tel ég, að félagið eigi ekki að selja hlut sinn í Cargolux, sem er líklega einhver verðmætasta eign félagsins." Niðurstaðan af ummælum Steingríms Hermannssonar í viðtali við Morgunblaðið er sú, að fjármálaráðherra sé að flækja málið varðandi bakábyrgð vegna Atlantshafs- flugs og að hann hafi sett skilyrði fyrir ríkisábyrgð, sem að dómi samgönguráðherra er óframkvæmanlegt. En hvers vegna er fjármálaráðherra að flækja málið og setja skilyrði, sem eru óframkvæmanleg? Ástæðan hlýtur að vera sú, að fjármálaráðherra sé andvígur þeirri afstöðu, sem samgönguráðherra hefur markað og ríkisstjórnin hefur sem heild tekið í Flugleiðamálinu. Augljóst er, að Alþýðubandalagið hefur ekki gefizt upp við að koma Flugleiðum á kné, og nú þegar að því er komið að ganga frá bakábyrgð vegna Atlantshafsflugs og ríkisábyrgð vegna rekstrar félagsins yfir veturinn, stefna alþýðu- bandalagsmenn að því að tefja afgreiðslu þessara mála með þeim hætti, að Flugleiðir komist í þrot. Það er ekki sízt eftirtektarvert, hversu þokukennd svör fjármálaráðherra eru í sambandi við bakábyrgð vegna Atlantshafsflugs, vegna þess, að Flugleiðir hafa ekki farið fram á þá bakábyrgð, heldur er það ríkisstjórnin, sem hefur farið fram á það við fyrirtækið að taka við þessari bakábyrgð og halda Atlantshafsfluginu áfram. Þetta gerir ríkisstjórnin til þess að koma til móts við það starfsfólk, sem ella mundi missa atvinnu sína. Nú virðist hins vegar sem Alþýðubandalagið hafi ekki lengur áhyggjur af því og ráðherrar þess halda þannig á málum, að allt eins getur verið, að ekkert verði úr áframhaldandi Atlantshafsflugi og endurráðningum í sambandi við það. Steingrímur Hermannsson segir réttilega, að Flugleiðir „verða að fá þessa ríkisábyrgð mjög fljótt, því ella er mikil hætta á því, að félagið verði stopp á næstu vikurn". Af þessum ástæðum er nauðsynlegt, að lýðræðisflokkarn- ir á Alþingi taki höndum saman um að afgreiða ríkisábyrgðina til Flugleiða með eðlilegum hætti og láti kommúnista ekki komast upp með þá skemmdarstarf- semi, sem þeir stunda nú í flugmálum okkar íslendinga. Þegar erfiðleikar steðja að í svo mikilvægri atvinnugrein, eiga menn að taka á þeim með velvilja en ekki illvilja sem greinilega ræður ríkjum hjá alþýðubandalagsmönnum. „Verzlun á ís- landi í klemmu“ GUNNAR Snorrason, formaður Kaupmannasamtaka íslands. gekk á fund viðskiptaráðherra, Tómasar Árnasonar. i tcærdaK og afhenti honum orðsendingu samtakanna. t bréfinu, sem ráðherra var afhent var miði, sem á var letrað: Verzlun á íslandi, og á hann fest þvotta- klemma. Sams konar bréf var siðan sent öllum þingmönnum. Gunnar sagði í samtali við Mbl., að innihald bréfsins ætti að tákna, að verzlun á íslandi væri í klemmu um þessar mundir. „Þetta er ein- faldlega okkar aðferð til að tjá stjórnmálamönnum hvernig komið er fyrir þessari atvinnugrein, sem hefur verið mjög afskipt í saman- burði við aðra atvinnuvegi. Við töldum boðskap okkar komast betur til skila, með því að senda þing- mönnum kveðju sem þessa, heldur en að senda þeim langa greinargerð, sem ekki nema hluti þeirra myndi lesa," sagði Gunnar. „Það er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd, að verzlun á Is- landi, er á fallanda fæti. Þar er fyrst til að taka, að verzun er rekin fyrir lánsfé að mjög miklu leyti, og samkvæmt fyrirmælum Seðlabank- ans er alltaf verið að minnka þetta lánsfé, sem óneitanlega leiðir af sér vöruskort fyrr eða síðar. Þá má nefna í sambandi við vörubirgðir, að ef þetta lánsfé fæst, þá er það í flestum tilfellum verð- tryggt, en vörubirgðir sem keyptar eru fyrir það eru það hins vegar ekki. Þetta setur verzlunina óneit- anlega í mikla sjálfheldu, vörulager- í Kjarvalssal hlustuðu ungir og gamlir á erindi um manninn og hungrið. Á veggjum voru myndir skólabarna um efnið. Ljósmyndir Guðjón. Maður og hungur Hungurvakan á Kjarvalsstöðum HUNGURVAKA ’80 stóð á Kjarvalsstöðum allan laugardaginn frá hádegi og fram að miðnætti. Tók fjöldi manns þátt í henni, bæði börn og fullorðnir, en hungurvakan skiptist í ráðstefnu þar sem rætt var um hungrið í heiminum og í annan stað alls konar skemmtiefni, flest tengt tilgangi vökunnar, sem Líf og land stóð að í samvinnu við Rauða krossinn. En tilgangurinn var að vekja athygli á söfnun þeirri, sem yfir stendur handa hungruðum i Austur-Afríku og hungruðum í heiminum almennt. Hornaflokkur Kópavogs hóf vökuna kl. 13.30 undir stjórn Björns Guðjónssonar og átti sinn þátt i henni allt til kvölds. Klukkan þrjú opnaði menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, ráðstefnuna Maður og hungur í Kjarvalssal. En jafnframt voru annars staðar í húsinu alls konar atriði. Nemendur úr Feliaskóla og nemendur af leiklistarsviði Menntaskólans við Sund túlkuðu t.d. milli kl. 2 og 3 hungur og græðgi á 3 stöðum. Fyrsta atriði var fólk í kjörbuð að gramsa af græðgi, þá hópur hungraðra og vesælla og loks mátti sjá hóp við allsnægtaborð, sem tróð í sig af mestu græðgi. Þá var kvikmyndasýning, föndur og fleira fyrir börn, en þessum þætti stjórnaði Halldór Lárusson. Stóð dagskráin til kl. 7. Krakkarnir horfðu af áhuga á ýmiskonar sýningar og uppákomur, sem stóðu alian daginn. Á Kjarvalsstöðum mátti sjá hungur og hjálparstarf túlkað á ýmsan hátt á myndum skóla- krakkanna. Á hungurvökunni safnaðist drjúgt i bauka Rauða krossins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.