Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 35 Frá nýju voitinKastofunni i Hafnarfirði. stúlkan kladd tucky-friod“-búninKÍ. sinnir gostum. Ný veitingastofa i Hafnarfirði .Ken- Kjúklingar á Kentucky-vísu KENTUCKY-friod heitir nýr voitingastaður að Roykjavík- urvegi 72 í Ilafnarfirði. bar eru eigendur Ilolgi Vilhjáimsson og Jón Viðar Magnússon. Sox þús- und veitingastofur víðsvogar um hoim munu matreiða kjúkl- ing á Kentucky-vísu. og er þotta í fyrsta sinn som íslendingar gota snætt þannig tilroiddan kjúkling i landi sínu. Það var amerískur ofursti, Harland Sanders að nafni, sem hóf að matreiða kjúkling á sinn eigin máta fyrir fimmtíu árum og kallaði „Kentucky-fried Chicken". Ofursti þessi á sér langa sögu, og segir í blöðum kjúklinga-fyrirtækisins, að ríki hans nú sé svo víðlent að þar gangi sól aldregi til viðar! Dani nokkur, Sven North, og starfsmaður „Kentucky-fried Chicken" í tuttugu ár, staddur hérlendis, sagði ofurstann við hestaheilsu og níræður væri hann enn að ferðast og kynna kjúklinga sína heiminum. Dan- inn sagði það hernaðarleynd- armál hvernig Sanders ofursta tækist að gera kjúklinga sína öðrum kjúklingum betri. Ekki einu sinni hann, sem verið hefði fyrirtækinu dyggur þjónn, gegn- um súrt og sætt öll þessi ár, vissi hvernig ofurstinn færi að þessu. Blm. var sýnt eldhúsið þeirra Kentucky-fried-manna að Reykjavíkurvegi 72, og sagði heilbrigðisfulltrúi Hafnarfjarð- arbæjar að eldhúsið það væri öðrum eldhúsum fyrirmynd. Þar hanga á veggjum fyrirmæli til starfsfólks á ameríska vísu: „Þvoðu þér nú“, „Hafðu kjúkl- ingana hreina — í öllum bæn- um“, „Slökktu á eldavélinni áður en þú þrífur hana!“ Þá var blm. boðið að borða og át hann eins og hann gat í sig látið af Kentucky-fried kjúkling- um og þeir sögðu, eigendurnir, að íslenzkir kjúklingar væru í engu síðri erlendum, a.m.k. ekki væru þeir matreiddir á Ken- tucky-vísu ... Leiðtoganemabraut við Skálholtsskóla áður sagt, að afstaða landnámsins mótaðist af afstöðu viðkomandi jarðanefndar. Viðbrögð hans urðu nú þau, að hann neitaði að leggja málið aftur fyrir stjórnina, þar sem hann var þeirrar skoðunar, að svar jarðanefndar væri ekkert svar, engin bein afstaða væri tekin til málsins. Kom þarna berlega fram, eins og samtökin vissu, að Landnámsstjóri dró taum ábú- enda að Hellnum og hefur ætíð gert það síðan, sem og skrifstofu- stjóri landbúnaðarráðuneytisins, sem barist hefur gegn samtökun- um af alefli. Virðast Hellnabúar eiga þar hauk í horni, svo ekki sé meira sagt. Vegna neitunar Landnáms- stjóra að leggja málið aftur fyrir stjórnina var leitað til einstakra * stjórnarmanna, sem virtust ekk- ert hafa í mót því, að taka málið aftur fyrir, enda töldu sumir þeirra að mjög litlar upplýsingar hefðu legið fyrir um málið við afgreiðslu þess í stjórninni. Ekki varð þó Landnámsstjóra haggað eftir sem áður og virtist málið komið í algera sjálfheldu. Viðbrögð landbúnað- arráðuneytisins Það vakti því óneitanlega furðu samtakanna þegar þeim barst bréf landbúnaðarráðuneytisins dags. 21. ágúst 1979, þar sem tilkynnt er, að ráðuneytið samþykki sumarbústaðabyggingar á efra svæðinu, þegar það er haft í huga, að samtökin höfðu ekki óskað eftir því, að ráðuneytið samþykkti eitt eða neitt, enda tilgangslaust, þar sem Landnámið hafði ekki af- greitt málið á þann hátt, sem samtökin voru að sækjast eftir. Verður ekki annað ráðið, en Land- námsstjóri hafi óskað eftir því við skrifstofustjóra ráðuneytisins að bréf þetta yrði sent, sem skrif- stofustjórinn kallar síðan úrskurð landbúnaðarráðuneytisins, greini- lega til að vega upp á móti úrskurði félagsmálaráðuneytisins, sem kveðinn var upp síðar með vísan til 7. m.gr. 8. gr. bygginga- laga 54/1978 og vikið verður að. I 12. gr. jarðalaga er ekki gert ráð fyrir að landbúnaðarráðuneyt- ið úrskurði eitt eða neitt, heldur er umsagnaraðili og getur játað eða neitað samþykki viðkomandi jarðanefndar og Landnáms ríkis- ins. Þá verður ekki séð, að ráðu- neyti geti kveðið upp úrskurð, að aðili sem ráðuneytinu er kunnugt um, að er að sækjast eftir A skuli fá B. Verður að ætla að viðkom- andi umsóknaraðili þurfi að óska eftir því sérstaklega, að ráðuneyt- ið kveði upp úrskurð um viðkom- andi mál, sé ráðuneytinu yfirleitt ætlað að lögum að skera úr máli með úrskurði. Með bréfi dags. 5. júní 1979 sendu samtökin hreppsnefnd Breiðuvíkurhrepps skipulags- teikningu, sem sýndi afstöðu sumarbústaðanna á hinu neðra svæði. Með bréfi dags. 9. júní 1979 samþykkti hreppsnefndin skipu- lagsteikninguna, með tveim minni háttar breytingum. Vanhæfni byggingarnefndar Hinn 22. júní 1979 tók bygg- ingarnefnd Breiðuvíkurhrepps málið fyrir. Hafnaði byggingar- nefnd staðsetningu húsanna á neðra svæðinu, en samþykkti, að húsin verði staðsett á efra svæð- inu, á því svæði er Landnám ríkisins hafði samþykkt „með þeim breytingum að svæðið nái ekki eins langt suður og myndin sýnir, en ný mynd verði gerð í samráði við Landnámsstjóra". Samtökin leggja áherzlu á að þessi samþykkt byggingarnefndar Breiðuvíkurhrepps, sem og önnur afskipti hennar af máli þessu, er markleysa að stjórnarfarsrétti, þar sem tveir nefndarmanna af þremur eru algjörlega vanhæfir að taka þátt í meðferð málsins, sbr. 3. m.gr. 8. gr. byggingarlaga. Hafa þessir tveir aðilar ásamt þeim þriðja, sem ekki á sæti í nefndinni, beitt öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að samtökin fái að byggja á neðra svæðinu og yfir höfuð að vera á staðnum, og hvorki sparað tíma né fyrirhöfn í því skyni. Úrskurður félags- málaráðuneytisins Með bréfi dags. 25. september 1979 staðfesti hreppsnefndin fyrri samþykkt sína, að samtökin megi byggja á neðra svæðinu. Þar sem ágreiningur var þarna risinn upp milli hreppsnefndar og byggingar- nefndar um staðsetningu bústað- anna skutu samtökin málinu til félagsmálaráðuneytisins til úr- skurðar, skv. 8 m.gr. 8. gr bygg- ingarlaga. Eftir að hafa leitað umsagnar Skipulagsstjórnar kvað félags- málaráðuneytið upp úrskurð í málinu hinn 5. desember 1979, þar sem samtökunum er heimilað að byggja sumarhúsin á hinu neðra svæði. í úrskurðinum segir m.a. að hið neðra svæði sé utan túna jarðarinnar og rýri lítið sem ekki búskaparaðstöðu á jörðinni. Skal hér í þessu sambandi ítrekað að jörðin var leigð með þeirri kvöð, að þetta svæði yrði tekið undir sumarbústaði, sem var forsenda þess að jörðin var leigð núverandi ábúanda og forsenda kaupanna á jörðinni á sínum tíma. Þrátt fyrir þá staðreynd að úrskurður félagsmálaráðuneytis- ins lá fyrir, þar si;m úrskurðað er af hálfu þess aðila, sem fer með yfirstjórn byggin(,armála, að sam- tökin megi byggja á neðra svæð- inu, þá töldu samtökin ástæðu til, að fenginni langri reynslu að reyna að fá Landnám ríkisins og landbúnaðarráðuneytið til að fall- ast á með vísan til 12. gr. jarðalaga, að samtökin fái að taka neðra svæðið undan landbúnað- arnotum. Voru samtökin þess fullviss, sem kom á daginn, að þeir þrír ábúendur á Heílnum myndu sem endra nær með vísan til 12. gr. reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir byggingu bústaðanna á neðra svæðinu, þrátt fyrir úrskurð félagsmálaráðuneytisins, sam- þykki hreppsnefndar og Skipu- lagsstjórnar ríkisins. Öllum sátta- tillögum hafnað Leituðu samtökin til landbúnað- arráðherra í þessu skyni. Að fyrirlagi núverandi landbúnaðar- ráðherra var haldinn fundur með ábúendum að Hellnum og full- trúum samtakanna. Auk þessara aðila sátu fundinn skrifstofustjóri landbúnaðarráðuneytisins, for- maður Landnámsstjórnar, Land- námsstjóri og byggingarfulltrúi Vesturlands. Vegna endurtekinna fullyrðinga ábúenda þess efnis, að samtökin myndu reisa þarna sumarbústaða- hverfi, þá lýstu fulltrúar samtak- anna því yfir að þeir væru reiðu- búnir að gefa nú skriflega yfirlýs- ingu þess efnis, að ekki yrðu reist fleiri hús en 5 og öðrum ekki veittur aðgangur að svæðinu. Þá var boðist til þess, að láta veginn að sumarbústöðunum liggja frá þjóðveginum, þannig að bílaumferð dvalargesta færi ekki gegnum plássið, sem heimamenn höfðu sífellt miklað fyrir sér. Þá buðust samtökin til þess að stækka á sinn kostnað tún jarðar- innar, sem næmi því að vera helmingi stærra svæði að flatar- máli, en neðra svæðið er, sem liggur utan túna jarðarinnar. Með því móti töldu samtökin að ákvæði 12. gr. jarðalaga ætti að vera fullnægt, enda þótt þau hafi aldrei talið 12. gr. eiga hér við eins og rakið verður seinna. Að lokum lýstu þau yfir, að þau væru reiðubúin að girða á milli túnsins og neðra svæðisins til þess að ekki yrði troðið á túnin eða slysahætta gæti skapast vegna barna, er leituðu hugsanlega í heyvinnuvélar. Öllum þessum tillögum til sátta höfnuðu ábúendur á fundinum, jafnframt því, að þeir lýstu því yfir, að þeir myndu aldrei sam- þykkja að byggt yrði á neðra svæðinu, þótt landbúnaðarráðu- neytið eða aðrir samþykktu það. Kom nú berlega í ljós, að allar fullyrðingar um röskun á búsetu- aðstöðu og átroðning var fyrir- sláttur einn af hálfu ábúenda. Hinn raunverulegi vilji ábúend- anna kemur fram í bréfi þeirra frá 25. október 1978, „erum því algjör- lega mótfallnir að L.Í.Ú. byggji sumarbústaði á jörðinni Skjald- artröð, sem þau hafa fest kaup á“, „heldur reyna að leysa óskir fé- lagssamtaka L.Í.Ú. á byggingu sumarbústaða, sem þeir gætu við unað á öðrum stað“. Sem annan stað hafa þeir stungið upp á hrauninu milli Hellna og Arnar- stapa, sem er mjög úfið apal- hraun, og hins vegar svæði fyrir ofan þjóðveg. í þessu sambandi má geta þess, að ef byggt hefði verið á efra svæðinu en ekki á því neðra, þá hefðu bústaðirnir risið 10—200 metrum norðar og ofan við neðra svæðið, eftir því hvar á efra svæðinu bústaðirnir yrðu reistir. Ætti öllum að vera ljóst, að fjöldi dvalargesta verður hvorki meiri eða minni eftir því á hvoru svæðinu verður byggt og ferðir dvalargesta niður að ströndinni verða hvorki fleiri eða færri á hvorum staðnum, sem byggt ve-ð- ur. Hugsjón eða peningar Málflutningur ábúenda að Hellnpm hefur byggst mjög á því, að plássið muni leggjast í eyði, ef samtökin fái að byggja bústaðina á neðra svæðinu, vegna umferðar og átroðnings dvalargesta sam- takanna. Hér mætti ætía að barist væri af hugsjón, þar sem heill sveitarfélags væri í húfi vegna fyrirsjáanlegs ágangs utanaðkom- andi aðila og því lífsnauðsyn að heimila ekki sumarbústaðabygg- ingar á staðnum. Eitthvað virðist þó hugsjónin málum blandin hjá sumum þeirra a.m.k. Má í þessu sambandi geta þess hér, að einn þeirra, sem hvað harðast hefur barizt gegn samtök- unum, fór þess á leit við Ferða- málaráð 1977, að hann fengi fyrir- greiðslu hjá Ferðamálasjóði til að láta skipuleggja sumarbústaða- svæði að Hellnum, væntanlega í sínu landi, sem er í miðju pláss- inu, og reisa þar 3 sumarhús, mótel, eins og það var nefnt. Þar sem fyrirgreiðslan fékkst ekki, varð ekkert úr framkvæmdum. Það er kannski þarna sem oft, að hugsjónaeldurinn slokknar þegar aurarnir eru annars vegar og blossar svo aftur upp þegar aðrir eiga í hlut og um fjárhagslegan ábata verður ekki að ræða fyrir viðkomandi af sumarbústöðunum. Framkvæmdir hef jast Sé aftur vikið að áðurnefndum fundi hinn 12. júní sl., þá lýstu samtökin því yfir í lok hans, að þau drægju áður nefnt tilboð sitt til baka og myndu hefja fram- kvæmdir við byggingu sumarhús- anna á grundvelli úrskurðar fé- lagsmálaráðuneytisins frá 5. des- ember 1979. Stuttu síðar hófu samtökin framkvæmdir og hafði þá vara-byggingarfulltrúinn árit- að teikningar eftir að hafa mælt út fyrir húsunum. Nokkrum dög- um seinna óskaði hann þess að fyrirlagi ábúendanna, að lögregl- an í Stykkishólmi stöðvaði fram- kvæmdirnar, þar sem formlegt byttKÍngarleyfi væri ekki til staðar og var orðið að tilmælum hans. Um framhaldið er svo öllum kunnugt hvað skemmdarverkin á stöplunum snertir. SKÁLHOLTSSKÓLI var settur miðvikudaginn 1. október. og hófst skólasetning með guðsþjón- ustu i Skáiholtskirkju. Séra Guð- mundur óli ólafsson predikaði og þjónaði fyrir altari ásamt séra Heimi Steinssyni. Að lokinni guðsþjónustu fór skólasetningar- athöfn fram í kennsluálmu skól- ans. I skólasetningarræðu skýrði rektor meðal annars frá því, að nú væru lítils háttar breytingar orðn- ar á rekstri skólans, en fleiri stæðu fyrir dyrum. Undanfarin ár hefur Skálholtsskóli annast rekst- ur miðskóladeildar og síðar ní- unda bekkjar grunnskóla fyrir nemendur úr Biskupstungum. Þessi starfsemi var í öndverðu hugsuð sem bráðabirgðaráðstöf- un, og hefur hún nú verið flutt að Reykholti í Biskupstungum, en þar með er Skálholtsskóli að nýju eingöngu orðinn sá lýðháskóli, sem honum að lögum er ætlað að vera. í annan stað áformar Skál- holtsskóli nú að hefja rekstur svonefndrar leiðtoganemabrautar á nýbyrjuðum vetri. Hér er ætlun- in að reyna að verða við óskum, sem margir hafa borið fram um árabil varðandi þjálfun fólks á ýmsum aldri til forystu í safnað- arstarfi og í ýmiss konar félögum. Raunar hefur skólinn frá upphafi haft með höndum nokkra fræðslu af þessu tagi, lengst af í sam- vinnuvið Ungmennafélag íslands. Þessu sinni er fyrirhugað að bjóða til tveggja mánaða dvalar í upp- hafi næsta árs, og munu þátttak- endur hafa leiðtoganám að megin- viðfangsefni, en jafnframt eiga þess kost að hagnýta sér hina almennu fræðslu lýðháskólans. Forystumaður leiðtoganema- brautar Skálholtsskóla verður Oddur Albertsson, æskulýðs- fulltrúi. Gert er ráð fyrir, að starfsemin hefjist 7. janúar 1981 og endist til jafnlengdar í mars- mánuði sama árs. Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum um áform þessi, geta snúið sér til Æskulýðsstarfs Þjóðkirkjunnar, Klapparstíg 27, Reykjavík, sími 1-26-40, og til Skálholtsskóla, sími 99-68-70. Sumarstarf í Skálholti varð í ár meira en nokkru sinni fyrr. Nám- skeið, ráðstefnur, fundir og meiri háttar heimsóknir entust þrjá mánuði alls, sumarlangt. Er þá ótalin dvöl tónlistarfólks, sem um nokkurra vikna bil dvelur á staðn- um til æfinga og tónleikahalds á miðju sumri. Veður var gott í Skálholti mið- vikudaginn 1. október. Gamlir nemendur sóttu skólann sinn heim, og varð dagurinn hinn ánægjulegasti. Frá Skálholtsskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.