Morgunblaðið - 01.11.1980, Page 17

Morgunblaðið - 01.11.1980, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980 17 aðrir, sem hugsa eins og hann, vara sig. Sá dagur kann að vera skammt undan, það er álit margra merkra manna, að við fáum ekki að haga okkur svona ósæmilega. Að okkur líðist hrein- lega ekki að bruðla svona með ágætis mannamat á meðan aðrir svelta. Og þegar sá dagur kemur, má hver þakka sínum sæla, sem á nóg af góðu grasi og búfénað til að breyta því í mannamat. „Hagfræðin“ þekkir enga miskunn Það er e.t.v. óþarfa linka og viðkvæmni að kveinka sér, þegar Ríkisútvarpið slöngvar móðgandi sleggjudómum J.K. um landbún- aðinn yfir stritandi bök sveita- fólksins. Vafalaust er þó, að það hefur haft slæm og lamandi áhrif á margan mann í stéttinni, spillt starfsgleðinni og skert sjálfs- traustið. Fátt er hættulegra manni en það að missa trú á gildi þess, sem hann fæst við og hefur gert að ævistarfi sínu. Þó að áhrif af ofstækisfullum skrifum J.K. væru engin önnur, eru þau samt illvirki. Bændastétt- in í landinu hefur að undanförnu átt í talsverðri sálrænni og reynd- ar líka fjárhagslegri kreppu, vegna hastarlegra, nýrra viðhorfa í framleiðslumálum, sem gengur þvert á þúsund ára reynslu hennar sem matvælaframleiðandi. Hún stendur nú í nokkuð sársaukafull- um aðgerðum til að komast niður á betri grundvöll til að vinna á. Þær aðgerðir eru að bera árangur og munu ná tilgangi sínum von bráðar. Af þessum sökum er stéttin berskjölduð og miður vel undir búin að mæta tillitslausum árásum. En J.K. er ekki að hugsa um slíka smámuni sem mannlegar tilfinningar. Hann stendur á ein- hverju plani ofar öllu slíku. Hann er að tala „hagfræði" og varðar ekkert um, hvar eða hvern höggin hitta. Öll él birtir um síðir Af því að ég byrjaði þessa grein með því að taka líkingu af þeim, sem situr af sér veður og lætur sem minnst fara fyrir sér, en lyftir svo höfði þegar upp styttir og lítur fram á veginn, þá ætla ég að enda þetta greinarkorn með því að slá á bjartari strengi. Það má vera okkur til hug- hreystingar, sem störfum að land- búnaðinum, og væntanlega J.K. til hugarangurs að sama skapi, að þrátt fyrir allt er hvergi að sjá þess minnsta vott að trúin á framtíð íslensks landbúnaðar sé að bila, allra síst hjá þeim, sem mestu máli skiptir, ungu kynslóð- inni í sveitunum, og reyndar í bæjum líka. Þvert á móti er góð eftirspurn eftir bújörðum, og aldrei hefur verið meiri aðsókn en nú að eina búnaðarskóla landsins, sem nú er starfandi. (Þeir verða aftur tveir næsta ár.) Þess vegna getum við horft vongóð fram á veginn, og þess- vegna höfum við líka efni á að fyrirgefa og jafnvel gleyma J.K. og hans gagnslausu og brútölu umfjöllun um okkur og atvinnuveg okkar, rétt eins og við fyrirgefum norðangarranum og gleymum lát- unum í honum, þegar hann kyrrist og aftur gerir gott veður. Tjörn, Svarfaðardal 26. okt. 1980 Hjörtur E. Þórarinsson. ólafur örn Arnarson kotsspítala kom fram á árinu 1977 og 1978. Þessi hækkun á sér því eðlilegar orsakir og er ekki á neinn hátt tengd daggjaldakerfinu sem slíku. Ein er sú fullyrðing í málflutn- ingi S.Þ., sem hlýtur að stafa af ókunnugleika á eðli og starfsemi spítala. Hann heldur því enn fram, að hin föstu fjárlög hafi stuðlaö að fjölgun sjúklinga og styttingu meðallegutíma á Land- spítala. Ekki er samt ljóst á hvern hátt þetta á að gerast, en þessi fullyrðing er svo fráleit, að ekki tekur því að ræða hana. Eitt er það atriði sem bæði Davíð Gunnarsson og Sigurður Þórðarson hafa lagt áherslu á, en það er að samhliða innleiðingu fastra fjárlaga hafi stjórnun spít- alans verið bætt. Þetta er vafa- laust rétt og góð stjórnun er mun líklegri að leiða til sparnaðar en föst fjárlög. En þá hlýtur að vakna sú spurning hvort föst fjárlög séu nauðsynleg forsenda góðrar stjórnunar. Og ef svo er, hvort daggjaldaspítalarnir séu þá allir meira og minna stjórnlausir. í þeim umræðum sem fram hafa farið um þessi mál hafa þeir sem ekki vilja skilyrðislaust fallast á ágæti fastra fjárlaga verið sakaðir um, að vilja ekki spara í rekstri sjúkrahúsanna (sbr. fyrirsögn S.Þ. í Morgunblaðinu 25. okt. sl.). Þetta er að sjálfsögðu fjarstæða. Deilan stendur eingöngu um það, hvort hægt sé að ná þessum sparnaði með fjármögnunarleiðum. Áhrif fjármögnunar á reksturinn hafa verið mjög ofmetin og málið al's ekki svo einfalt sem af hefur verið látið. . í umræðuhópi á heilbrigðisþingi voru þessi mál rædd og í öðrum þeim hópi sem fjallaði um fjár- mögnun sjúkrahúsa var komist að eftirfarandi niðurstöðu: 1) Hópurinn komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri aðalatrið- ið hvort heldur sjúkrahus væri rekin á daggjöldum eða föstum fjárlögum. Framkvæmdin væru það, sem skipti máli. 2) Gerð hefur verið tilraun með föst fjárlög á ríkisspítölunum í 2 ár. Hópurinn telur að óyggjandi niðurstöður um kosti þess kerfis fram yfir daggjaldakerfið liggi ekki fyrir en tilrauninni beri að halda áfram. 3) Hópurinn telur nauðsynlegt að framfylgt sé lögum um daggjalda- nefnd og ákveðið verði með reglu- gerð þjónustuhlutverk sjúkra- húsa, hjúkrunar- og dvalarheim- ila. 4) Nauðsynlegt er að grundvöllur ákvarðanatöku um fjármál sjúkrahúsa sé styrktur. Á vegum þess opinbera komi aðili sem afli upplýsinga um rekstur og fjármál sjúkrahúsa. Þessi aðili þarf að geta gefið hinu pólitíska fjárveit- ingavaldi þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til skynsamlegr- ar ákvarðanatöku. 5) Slíkur aðili gæti verið á vegum daggjaldanefndar, viðkomandi ráðuneyta eða sérfróðra aðila, sem starfa sjálfstætt utan við kerfið. Rekstur sjúkrahúsa er flókinn og umræður um þau mál eiga vafalaust eftir að verða talsverðar á næstunni, en vonandi snúast þær um annað og meira en fjármögnunarkerfi eingöngu. Þar koma til greina aðrir þættir sem hafa veruleg áhrif á kostnað, t.d. miðstýring, stærð sjúkrahúsa, verkaskipting og fleira. ólafur örn Arnarson yfirlæknir Minningargjöf um Ólaf Stephensen barnalækni Minningargjöf um ólaf Steph- ensen barnalækni. Nýlega gaf Kvenfélagið Hring- urinn barnadeild Landspitalans eða Barnaspítala Hringsins, eins og hann heitir réttu nafni, mynd- segulband til minningar um Ólaf Stephensen barnalækni sem þar hafði unnið í mörg ár en lést í júní sl. sumar. Með tækinu fylgdu 20 spólur til að safna á efni. Á barnaspítölum er reynt að gera sjúklingum lífið sem bæri- legast meðan á dvölinni stendur með því að skapa sem bestar aðstæður til leikja, föndurs, afla bókakosts við hæfi barna, hljóm- flutningstækja og verða sér úti um hvað annað sem gæti orðið þeim til afþreyingar. Myndsegul- bandstæki hefur verið ofarlega á óskalista barnadeildar en fjár- skortur' verið þar fjötur um fót, því þetta er dýr búnaður. Gjöf Hringskvenna kom sér því sér- staklega vel og síðan tækið var tekið í notkun hafa börnin aldeilis notið þess og ekki einungis þau heldur líka þeir fullorðnu á öðrum deildum Landspítalans enda þótt um efni fyrir börn sé að ræða. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem konurnar sýna rausn sína gagnvart barnadeild Landspítal- ans. Þær áttu sinn hlut í stofnun hennar árið 1957 og hafa ætíð látið sér annt um að hún gæti sem best þjónað hlutverki sínu. Þær hafa gefið stórfé til kaupa á ieikföngum, bókum og rannsókna- tækjum. Til dæmis gáfu þær, í tilefni af 75 ára afmæli félagsins, Barnaspítalanum mörg dýr tæki á síðasta ári sem nauðsynleg eru til umönnunar veikra, nýfæddra barna og leikfangabirgðir sem endast til nokkurra ára. Andvirði þessara gjafa ásamt myndsegul- bandstækinu nemur 7—8 millj. króna. Konurnar eru ekki gefnar fyrir að flíka góðgerðarstarfsemi sinni en ég tel rétt og skylt að þetta sé gert heyrumkunnugt. Raunar hefur það oft vakið furðu hvað konurnar eru duglegar og geta lagt mikið á sig í starfi sínu að mannúðarmálum. Nú ætla Hringskonur að halda sinn árlega basar laugardaginn 1. nóvember í Iðnskólahúsinu við Vitastíg til ágóða fyrir starfsemi sína. Þar verða á boðstólum margs konar handunnir munir, kökur, sem geyma má til jólanna, og fleira og fleira. Ef að líkum lætur verður þar að sjá margt eigulegra og girnilegra hluta. Víkingur Hreiðar Arnórsson, yfirlæknir. Heimilistölvan Tölvuskóli, Borgartúni 29, 105 Reykjavík, sími 25400 Tölvunámskeið Byrjenda- og framhaldsnámskeið Námskeiðskynning hefst í dag sunnudag 5. október kl. 14.00—18.00. VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í Þl AIGLÝSIK l'M ALLT LAND ÞEGAR Þl Al'G- LA'SIR 1 MORGINBLAÐINI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.