Morgunblaðið - 01.11.1980, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980
33
Torfí Ólafsson:
Til varnar
bókaverslunum
Fyrir nokkrum dögum var sjón-
varpað viðræðu um hvort réttlæt-
anlegt hefði verið af Félagi ís-
lenskra bókaútgefenda að synja
versluninni Hagkaup um bóksölu-
leyfi. Ég hef orðið þess var í
viðtölum við fólk að það hefur ekki
til hlítar áttað sig á, hvað hér er á
ferðinni. Þess vegna tel ég ástæðu
til að gamall bókavinur og við-
skiptamaður bókaverslana um
langan aldur lýsi sínu viðhorfi til
þessa máls.
Það sem helst virðist blasa við
fólki í þessu máli er að bókaútgef-
endur, sem margir séu um leið
bóksalar, geti ekki unnt öðrum en
sér og sínum mönnum að hafa
hagnað af bóksölu. Auk þess muni
Hagkaup selja bækur fyrir lægra
verð en sérverslanirnar og það sé
almenningi í hag.
Af nánum kynnum við bókaút-
gefendur á undanförnum áratug-
um er mér kunnugt um, að
bókaútgáfa hér á landi er ekki sá
gróðavegur sem margir halda.
Utgefendur taka mjög oft til
útgáfu bækur, sem þeir vita fyrir-
fram að þeir tapa á, en gera það í
því skyni að leggja íslenskri rit-
mennsku lið og koma á framfæri
bókum, sem þeir telja að eigi
erindi til fólks, enda þótt þær færi
ekki mikla fjármuni í kassann.
Undir tapi á bókum eins og
þessum standa auðseldari bækur,
ýmsir vinsælir reyfarar og bækur
sem eftirsóttar eru í það og það
skiptið. Þegar útgefandinn tekur
handrit til útgáfu, reiknar hann
saman útgáfukostnað bókarinnar
og giskar á sölumöguleika. Síðan
jafnar hann kostnaðinum niður á
þann hluta upplagsins, sem hann
hyggur að muni seljast, en þau
eintök, sem þá eru eftir, eru hans
ágóðahluti ef áætlunin stenst. Sá
eintakafjöldi, sem ætlaður er til
greiðslu útgáfukostnaðar, hefur
farið síhækkandi á undanförnum
áratugum, en ágóðahluti útgef-
andans hefur farið síminnkandi.
Astæðan til þess er sú að útgef-
endur hafa ekki þorað að hækka
bókaverð í samræmi við aðrar
hækkanir á vöruverði, þjónustu,
launum starfsfólks og innfluttu
efni til bókagerðar, því það er
auðvitað takmörkum háð, hversu
miklu fé menn vilja verja til að
kaupa sér bók. Auk þess verða
útgefendur að borga tolla af efni
til bókagerðar, þar sem aftur á
móti innfluttar, erlendar bækur
eru ótollaðar. Ríkisvaldið mis-
munar því útgefendum bóka, hin-
um erlendu í hag. Fari ég ekki rétt
með þessi atriði, bið ég bókaútgef-
endur vinsamlegast að leiðrétta
orð mín.
Hagur bókaverslana stendur
ekki heldur með neinum blóma,
um það er mér vel kunnugt.
Bóksalan fyrir jólin er þeirra
síldarvertíð en þess utan er sala
alvarlegra bóka nánast reytingur,
enda ekki við öðru að búast í jafn
litlu þjóðfélagi og okkar. En undir
þessum treggenga rekstri stendur
sala innfluttra tímarita og auð-
seldra bóka. Og það eru einmitt
auðseldu bækurnar, sem Hagkaup
mundi vilja taka til sölu. Og ekki
aðeins Hagkaup, heldur allar þær
verlsanir sem á eftir þeim kæmu,
er þetta leyfi væri veitt, og er
sérverslanirnar misstu að veru-
legu leyti af sölu hinna auðseldu
bóka, ættu þær ekki annarra kosta
völ en draga saman seglin og
jafnvel hætta störfum. Og þá
mundi bóksölufyrirkomulagið
komast í það horf sem maður sér
víða erlendis; bókagrind úti í
horni í matvöruverslununum með
auðseldum reyfurum og klámbók-
um.
Enginn skyldi skilja orð mín svo
að ég amist við því að Hagkaup
eða aðrar verslanir auki tekjur
sínar. Síður en svo. Ég álít að
duglegur og hagsýnn kaupmaður
megi græða, og meira að segja eigi
að græða, því það er allra hagur
að fyrirtæki séu vel rekin. Og
matvöruverslanirnar mættu fyrir
mér selja hvaða varning sem er,
einnig bækur, ef sú hætta væri
ekki yfirvofandi að dagar sérversl-
ananna væru taldir. Ótaldar eru
þær ferðir sem ég hef átt í
bókaverslanir um dagana og ótal-
in eru þau skipti sem sérfrótt fólk
í þeim hefur leiðbeint mér og
hjálpað, útvegað mér bækur sem
ekki voru lengur beinlínis á mark-
aðnum, vegna tregrar sölu, fólk
sem gaf sér tíma til að gera
viðskiptavininum til hæfis og vissi
hvað það var að tala um. Þessa
þjónustu trúi ég ekki að ég fengi i
Hagkaup, þótt ég trúi því fólki
sem þar vinnur til alls góðs. Og
þar sem ég á erfitt með að sætta
mig við að missa þessa góðu
þjónustu og þar sem ég veit að
bókaverslanir okkar gegna menn-
ingarhlutverki, sem aðrir eru ekki
færir um að taka að sér með sömu
ágætum, bið ég þá sem um þetta
Hagkaupsmál eiga að fjalla: Leyf-
ið okkur bókavinunum að hafa
sérverslanirnar okkar í friði en
skerið þær ekki niður við trog með
vanhugsuðum ráðstöfunum. Ég
vona að í framtíðinni verði ykkar
ekki minnst sem þeirra manna er
slitu einn helsta burðarþátt ís-
lenskrar menningar og mennta.
„Vítisveiran
ný saga eftir Alistair MacLean
VÍTISVEIRAN nefnist spennusaga
eftir hinn víðkunna breska höfund
Alistair MacLean, sem út er komin
hjá Iðunni. Er þetta tuttugasta og
fyrsta saga MacLeans sem út kemur
á íslensku, en auk þess var gefin út í
fyrra bók hans um kaftein Cook. —
Efni Vítisveirunnar cr kynnt á þessa
leið: „Mordon rannsóknarstöðin á
Suður-Englandi er í opinberum
skjölum nefnd heilsuverndarstöð.
Raunverulegt verksvið stöðvarinnar
er aðeins á vitorði örfárra einstakl-
inga utan hennar: þar eru framleidd-
ir stórháskalegir sýklar til hernað-
arnota, nteðal annars vítisveiran,
sem engu cirir og engin vörn cr
þekkt gegn. Þrátt fyrir óhemju-
strangt eftirlit, gerist það, að úr
stöðinni er raent öllum birgðum af
vítisveirunni og öðru banvænu
sýklaeitri og ljóst er, að ræninginn
hyggst færa sér í nyt aðstöðu sína til
einhverra fáheyrðra óhæfuverka. En
Pierre Oavell tekur sér fyrir hendur
að reyna að koma í veg fyrir að þessi
áform heppnist...“
Vítisveiran er þýdd af Guðnýju
Ellu Sigurðardóttur og Örnólfi
Thorlacius. Bókin er 245 blaðsíður.
Oddi prentaði.
Félagar á æfingu inni á Kili fyrir nokkru.
Árleg merkjasala Flugbjörgunarsveitarinnar um helgina:
„Borgum hærri fjárhæðir í
gjöld til ríkisins heldur
en við fáum þaðan í styrku
segir Ingvar F. Valdimarsson, formaður FBS, sem er 30 ára á þessu ári
Ingvar F. Valdimarsson, formaður Flugbjörgunarsvritarinnar.
Flugbjörgunarsveitin í
Reykjavík er 30 ára á þessu ári,
og hefur þess verið minnst með
ýmsum hætti. Haldin var af-
mælisæfing um hvitasunnuna,
þar sem boðið var ölium björg-
unarsveitum landsins og á
næstunni kemur út saga sveit-
arinnar. sem Andrés Krist-
jánsson, rithöfundur. hefur
skráð. í tilefni þessara tima-
móta ræddi Mbl. við Ingvar
Valdimarsson. formann sveitar-
innar. og spurði hann fyrst
hver hefði verið hvatinn að
stofnun sveitarinnar.
„Sveitin var stofnuð upp úr
Geysisslysinu fræga á Vatna-
jökli árið 1950. Þegar ljóst var,
að Geysir var týndur, var kallað-
ur saman hópur manna úr flug-
inu og hann sendnr til leitar.
Þessir menn geröu sér grein
fyrir því eftir slysiö, að nauðsyn-
legt var, að til staðar væri
sérþjálfuð sveit manna, sem
gæti brugðið við þegar um
flugslys væri að ræða. Þessir
menn komu síðan tvisvar sinn-
um saman til fundar og stofnuðu
Flugbjörgunarsveitina formlega
í októbermánuði það ár. f því
sambandi má geta þess, að
nokkrir þessara frumkvöðla eru
enn þann dag í dag í fullu
starfi,“ sagði Ing\’ar.
„Síðan sveitin var stofnuð
hefur mikið vatn runnið til
sjávar, og í dag sérhæfir sveitin
sig, eða öllu heldur félagar
hennar, í ýmsum þáttum er
varða björgunaraðgerðir við
flugslys og ekki síður í þáttum,
sem varða björgunaraðgerðir í
fjalllendi. í dag eru liðlega 100
félagar á aðalskrá, sem hægt er
að kalla út hvenær sem er, og
auk þeirra er svo stór hópur
varamanna og eldri félaga, sem
hægt er aö kalla í l>egar mikið,“
sagði Ingvar ennfremur.
Aðspurður um hvernig æfing-
um Flugbjörgunarsveitarmanna
væri háttað, sagði Ingvar, að
sveitinni vieri skipl í sex aðal-
flokka og einn nýbðaflokk. Þess-
ir flokkar störfuðu síðan mjög
sjálfstætt. Sameiginlegar æf-
ingar allru sveitarfclaga cru
síðan haldnar að ineðaltaii einu
sinni í mánuði. Flokkarnir hitt-
ast í annarri hverri viku að
staðaldri, en við það hætast svo
ýmsar ferðir um helgar.
í hvaða þáttum eru menn
sérstaklega þjálfaðir?
„Það eru nokkur grundvallar-
átriði, sem allir félagar sveitar-
innar verða að fara í gegnum,
eins og skyndihjálp, sjúkraflutn-
ingar, fjallamennska, snjóflóða-
björgun og fjarskipt.atækni, svo
eitthvað sé nefnt. Mjög margir
félagar sveitarinnar hafa á und-
anförnum árum sótt ýmiss kon-
ar fræðslu erlendis og komið
síðan heim og miðlað af þekk-
ingu sinni. T.d. fara árlega tveir
félagar á vikunámskeið hjá
björgunarsveitum norska Rauða
krossins og margir hafa sótt
námskeið í fjallamennsku og
snjóflóðavörnum í Austurriki,
Sviss og Frakklandi," sagði
Ingvar.
Starfsemi sem þessi hlýtur aö
vera tnjög kostnaðarsöm, hvern-
ig fjármagnið þið starfið?
„Það er alveg rétt, rekstur á
svona sveit er mjög dýr og við
höfum mjög takmarkaða mögu-
leika til að afla okkur fjár.
Okkar eina fjáröflunarleið er
sala merkja fyrstu helgina í
nóvember ár hvert og það er
einmitt um þessa helgi, sem við
leitum eftir stuðningi fólks.
Raunar er góður stuðningur hins
almenna borgara forsendan
fyrir því, að hægt sé að halda
björgunarsveit sem þessari
gangandi. Margur heldur ef-
laust, að ríki og bær styðji við
bakið á okkur, en þvi fer fjarri.
Við borgum mun hærri fjárhæð-
ir í ýmiss konar sköttun og
gjoldum heldur en viö fáum i
styrki frá ríki og bæ. Við verðum
t.d. að borga allt upp í 100rf toli
af ýmiss konar nevðar- og björg-
unartækjum, seni samkvæmt
okkar skilningi eru varla luxus-
varningur, eins og segir í toll-
skránni. I því sambandi hefur
verið talað mjög fyrir daufum
eyrum þegar farið hefur verið
fram á niðurfellingu tolla af
ýmiss konar búnaði, sem aug-
ljóslega verður ekki notaður í
annað en beina björgimarstarf-
semi,“ sagði Ingvar.
Þá var Ingvar inntur eftir því,
hver borgaði brúsann við útköll
og hversu mikið venjulegt útkall
kostaði í útlögðum kostnaði,
fyrir utan vinnutap og annað
slíkt.
„Við borgum allan kostnað við
leitir sem við förum í og það eru
engir smápeningar. Ég get nefnt
sem dæmi, að við fórum i stystu
gerð af útkaili í fyrravetur upp í
Bláfjöll. Það var útkall, sem stóð
í tæpan hálfan sólarhring. Bara
bensínkostnaður í slíku útkalli
er milli 100—200 þúsund krónur.
Það getur því hver maður gert
sér í hugarlund hvað það kostaði
ríkið ef það þyrfti að borga þessi
útköll að fullu,“ sagði Ingvar.
Að síðustu var Ingvar F.
Valdirnarsson, formaður Flug-
björgunarsveitarinnar, ínntur
eftir því hvernig menn gengju í
sveitina og hvaða skilvrði þeir
þyrftu að uppfylla.
„Kröfurnar, sem gerðar eru til
umsækjenda eru þær, aö peir seu
orðnir 18 ára gamlir, haii ihuga
á starfseminni og séu hi..ustir.
Þeir, sem hafa áhuga, ge'.a snuið
sér tii sveitarinnar hvenær sem
er og eru þeir í fyrstu settir i
sérstakan nýliðaflokk. Þar
starfa þeir alla jafna í 1 ar og
ganga i gegnum nokkuð slremb-
ið þjálfunarprógram. Standist
þeir kröfur þær, sem gerðar eru,
og hafa mætt nægilegu vel
þennan tíma, eru þeir teknir inn
í sveitina, sem fullgildir félag-
ar,“ sagði Ingvar að síðustu.
— sb.