Morgunblaðið - 01.11.1980, Síða 35

Morgunblaðið - 01.11.1980, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980 35 hæfa í siðuðum veiðimannasam- félögum (sjálfhlæðar kaliber 10). Eg er reiðubúinn að skrifa form- lega kæru, ef þarf, krefjast lögreglurannsóknar og tilnefna vitni. En ég þakka ráðherra svör- in, sem gefin eru með beztu vitund, þótt „þessi iðja hafi fyrst og fremst verið stunduð í kjör- dæmi hæstvirts ráðherra." Ráðherra tók aftur til máls og sagði, að þingmaður ætti að bragði að fylgja ásökunum sínum eftir með viðeigandi hætti. Gjöld af bifreiðum aldraðra Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, svaraði fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur varðandi hugsan- lega lækkun á gjöldum af bifreið- um öryrkja. Ráðherra sagði það rétt vera, að fjárhagsnefnd neðri deildar hefði bréflega farið fram á að ákvæði 27 tl. 3. gr. tollskrárlaga um tollívilnanir til handa öryrkj- um yrði tekin til endurskoðunar og óskað eftir tillögum þar að lútandi fyrir 10. október 1980, þ.e. samkomudag Alþingis. Vegna mikilla anna í tolladeild fjármála- ráðuneytisins hefur þó ekki tekizt að ljúka þessari endurskoðun. Þess er hinsvegar að vænta, sagði ráðherra, að lagt verði fyrir Al- þingi frumvarp til breytinga á ákvæðum sem varða þetta atriði, en ekki er tímabært að gefa ákveðnar yfirlýsingar um það nú, í hverju væntanlegar breytingar verða fólgnar. Jóhanna kvað nauðsynlegt að boðaðar tillögur kæmu það fljótt fyrir Alþingi, að afgreiða megi fyrir næstu úthlutun bifreiða til öryrkja, sem yrði í febrúarmánuði nk. Afurðalán og útflutningsbætur Eyjólfur Konráð Jónsson (S) hef- ur lagt fram svohljóöandi spurn- ingar til viðskiptaráðherra og land- búnaðarráðherra. Um afurðalán: • 1. Hverjar eru þær reglur, sem settar hafa verið um greiðslur rekstrar- og afurðalána beint til bænda í samræmi við fyrri mgr. þingsályktunar frá 22. maí 1979, sem er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að hlutast til um að settar verði reglur um rekstrar- og afurðalán land- búnaðarins, sem tryggi að bændur fái í hendur þá fjár- muni sem þeim eru ætlaðir, um leið og lánin eru veitt." • 2. Hvernig fyrirhuga bankarnir að haga greiðslu afurðalána nú á næstunni? • 3. Hafa einhverjir erfiðleikar verið samfara framkvæmd þeirri, sem Alþingi mælti fyrir um? Um útflutningsbætur og niðurgreiðslur • 1. Hvað líður athugun þeirri, sem ríkisstjórninni var falið að láta fram fara með ályktun Alþing- is 22. maí 1979 síðari mgr., sem er svohljóðandi: „Jafnframt láti ríkisstjórnin fara fram athugun á því, hvernig heppilegast sé að koma við breytingum á greiðsl- um útflutningsbóta og niður- greiðslna, þannig að þær nýtist betur." • 2. Hefur verið haldið áfram at- hugunum þeim, sem Stéttar- samband bænda hóf á fyrri hluta árs 1979 og gerði grein fyrir í bréfi til fyrirspyrjanda, dags. 6. apríl 1979? • 3. Hefur verið kannað hvort unnt væri að afnema núverandi „kvóta-kerfi" með því að beita þeim aðferðum, sem framan- greind athugun Stéttarsam- bands bænda beinist að? • 4. Hverjar yrðu þær upphæðir nú, sem fjallað er um í nefndu bréfi? Sveigjan- legur vinnutími Þórður Albertsson, Víkingi. Leik- irnir fór fram á malarvellinum við Hringbraut, en sá völlur var þar sem nú eru blokkirnar gegnt Elliheimilinu Grund. Sneri völl- urinn í austur og vestur. Kostaði mikið átak og stórfé að laga völlinn fyrir heimsókn Dananna, Mynt eftir RAGNAR BORG ísland — Danmörk 4:1 Crvalslið Reykjavíkurfélaganna og Akademisk Boldklub. Á myndinni eru, taldir frá vinstri til hægri: — Aftari röð: Chr. Bonde, L. Frederiksen, Friðþjófur Thorsteinsson, A. Nyeborg. Kristján Gestsson, G. Schram, Magnús Guðbrandsson, II. Scharff, Sam. Thorsteinsson, G. Aaby, óskar Norðmann, R. Hansen, Ernst Petersen, H. Kierulf, H. Bendixen, P. Graae, E. Schwartz (línuvörður). Erik Boas. E. Hansen, Benedikt G. Waage (dómari). Fremri röð: Stefán ólafsson, Gisli Pálsson, Pétur Sigurðsson. Páll Andrésson, Tr. Magnússon og F. Rosborg. Er eldri dóttir mín, Anna Elísa- bet, gifti sig fyrir rúmum þrem árum, kynntist ég afa brúðgum- ans og nafna, Magnúsi Guð- brandssyni. Hann er einn af þessum gömlu og góðu Reykvík- ingum, sem allir hafa gagn og ánægju af að kynnast. Magnús Guðbrandsson vann hjá Hinu íslenska Steinolíuhluta- félagi, svo hjá Landsverzlun Is- lands og síðan hjá Olíuverzlun íslands, BP, þar sem hann sá um innflutning á smurolíu. Eru frá- sagnir Magnúsar efni í margar greinar því bæði er, að hann hefir mörgum kynnst á lífsleiðinni, hefir gott minni, og kann að segja frá. En þetta er sem sagt önnur saga. Skömmu eftir brúðkaupið var ég boðinn til þeirra hjóna, Júlíönu (sem nú er látin) og Magnúsar. Þar var raðað saman, á smekk- legan hátt, alls kyns minjagrip- um, en það var reyndar lítil næla sem vakti athygli mína. Er ég forvitnaðist nánar um næluna hjá Magnúsi sagði hann mér, að hún hefði verið gjörð í tilefni af því að AB (Akademisk Boldklub) heim- sótti ísland 1919. Var þetta merk- ur íþróttaviðburður og í fyrsta sinn sem erlent íþróttalið heim- sótti ísland. Það sem enn var merkilegra var að Islendingar unnu Danina í einum leiknum 4:1! Ég kannaðist þá við söguna því faðir minn hafði sagt mér frá því að daginn fyrir leikinn hefðu Danirnir verið boðnir út í reiðtúr og hefðu verið að drepast úr harðsperrum, er þeir léku við úrval Reykjavíkurfélaganna. Ég spurði svo Magnús hvernig hann hefði eignast þessa nælu en hann svaraði: „Nú ég var í móttöku- nefndinni og spilaði líka með í leiknum." Þar sem ég veit að næla þessi er mjög fágæt, ef til vill er þetta eina eintakið sem varðveitzt hefir, langar mig til að skrifa nokkuð um þessa frægu heimsókn AB árið 1919 og styðst að sjálf- sögðu við upplýsingar Magnúsar Guðbrandssonar. Þeir félagar í Myntsafnarafélaginu, sem safna nælum, prjónum og íþrótta- merkjum geta því farið að leita að annarri nælu. Þeir eru einhverjir hörðustu safnarar, sem ég þekki, og hefir orðið vel ágengt. í móttökunefnd Islendinga voru: Egill Jacobsen, formaður, Ben. G. Waage f.h. ÍSÍ, Sigurjón Pétursson frá Álafossi f.h. Valla- sambandsins, Friðþjófur Thor- steinsson, Fram, Gunnar Schram KR, Magnús Guðbrandsson Val, Danir og Reykjavíkurúrvalið og öllum til undrunar unnu íslend- ingar 4:1. Það vantaði viðhlítandi skýringu og Danirnir fóru þá að gera mikið úr útreiðartúrnum og að þeir hefðu verið stirðir og stífir eftir. Magnús Guðbrandsson segir aftur á móti að það sé ekki rétt. íslendingarnir voru bara betri. Það var austan strekkingur og rigning. Islendingarnir kunnu að hemja boltann í svona veðri en Danir ekki. Einfalt mál. Seinasta leik sinn unnu Danir svo 7:2 aftur á móti. Reykjavíkurúrvalinu og Dönum var haldið kveðjuhóf í Iðnó. Ræðuhöld voru mikil yfir borðum. Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti flutti minni konungs. Kristján Albertsson cand. phil. fyrir minni danskra stúdenta en AB var skipað stúdentum svo sem nafnið bendir til. Guðmundur landlæknir Björnsson flutti minni Danmerkur. Leo Frederiksen þakkaði góðar móttökur. Ernst Petersen talaði fyrir minni ís- lands en Kalkar forstjóri fyrir minni kvenna. Þegar staðið var upp frá borðum afhenti heimboðs- nefndin og formaður ÍSÍ dönsku knattspyrnumönnunum gjafir til minja um förina. Fengu allir knattspyrnumennirnir litla aska sem Stefán Eiríksson hafði skorið út og í hverjum aski var lítið flagg. Ennfremur var þeim og öllum íslendingunum, sem við þá höfðu keppt, afhentir minnis- peningar. Magnús Guðbrandsson fullyrðir að hér sé ekki átt við næluna því hana hafi eingöngu þeir fengið, sem í móttökunefnd- inni voru. Þessi fyrsta heimsókn erlends knattspyrnuliðs til íslands 1919 verður áreiðanlega lengi í minn- um höfð. Margir þeirra sem voru í móttökunefndinni, eða léku á móti Dönunum, urðu síðar þjóð- kunnir menn. Af þeim lifa nú 2, þeir Gunnar Schram og Magnús Guðbrandsson. Þjóðsagan um út- reiðartúrinn og harðsperrurnar og sigur íslendinga yfir Dönum mun þó lifa lengst. Silfurnælan og peningurinn, ef finnst, mun halda þessum minningum lifandi. Af Magnúsi Guðbrandssyni er það svo að segja, að hann er mjög vel ern þótt hann sé orðinn nærri 85 ára gamall. Hann hefir á þessu ári látið prenta og gefa út bók sína Gamanyrði. Þar er að finna vísur og kvæði sem Magnús hefir sett saman og Halldór heitinn Pétursson myndskreytti. Þetta er afar skemmtileg og læsileg bók, sem ég skora á menn að kaupa, gefa og lesa. 8. þáttur Magnús Guðbrandsson og Ragnar Borg skoða úrklippubók um heimsókn AB. Nælan frá heimsókn Akadem- isk Boldklub til íslands 1919. Á efri hluta nadunnar er mynd af Fjallkonunni. Á neðri hluta nælunnar er letrað Heimsókn AB 1919. Nælan er silfurlituð, annað hvort úr silfri eða pletti. Ekki eru neinir stimplar sem sýna hvar hún er slegin. Nælan er 4 sm á hæð og 2,7 sm þar sem hún er breiðust. meðal annars var lagður þangað vegur, en það var ekki eins létt verk þá og nú. Fyrsta leikinn unnu Danir gegn Val/Víkingi 7:0, svo KR með 11:2. Dönunum var ákaflega vel tekið því þeir léku fína knattspyrnu, enda bezta lið Dana og hafði farið víða erlendis og gengið vel. Ég hefi Séð umsagn- ir um leikina í Morgunblaðinu frá þeim tíma. Var óspart grín gert að okkar mönnum. Einum var til dæmis ráðlagt að drekka flösku af Kínalífselexir fyrir næsta leik. Hann hlyti að skána við það! Ferdinand Hansen kaupmaður í Hafnarfirði bauð svo löndum sín- um og móttökunefndinni til veislu í Hafnarfirði. Til að skemmta Dönum leyfði hann þeim að fara á bak hinum víðfrægu íslensku hestum. Var riðið úr Hafnarfirði og suður í Straum og þaðan um Kaldársel til baka til Hafnar- fjarðar. Ekki eru þetta margir kílómetrar. Daginn eftir léku svo

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.