Morgunblaðið - 01.11.1980, Síða 48

Morgunblaðið - 01.11.1980, Síða 48
41 1 GRUnDIG I LITTÆKI 100.000 kr. staögr. afsláttur eöa 300.000 kr. útborgun. Gildir um öll littæki. GRUNDIG vegna gæöanna. | u ISCO H L LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980 Fisklöndun á (irundarfirði. l.jóMn. Mhl. RAX. Gjöf Helgu og Sigurliða til menningarmála: Brunabótamat eigna rúmar 3560 milljónir Gæzluvaróhalds krafizt yfir yfirmönnum á einum Fossanna: Taldir haf a stolið saltfiski og selt f yrir smyglgóss RANNSÓKNARLÖGREGLA rikis- ins Kerði í gær kröfu um að tveir yfirmenn á einum Fossa Eimskipa- félaKs íslands yrðu úrskurðaðir í Ka/luvarðhald á meðan rannsókn færi fram á meintum þætti þeirra i stuldi á talsverðu maijni af blaut- verkuðum saltfiski. sem seldur var i Marokko ok andvirðið notað til kaupa á smyKlKossi. Dómarinn i sakadómi Reykjavikur tók sér um- huKsunarfrest til hádeKÍs i dag. Málavextir eru þeir að skipið sigldi til Grikklands með saltfisk. Kaupendur saltfisksins vildu ekki taka við hluta af sendingunni þar sem þeir töldu saltfiskinn lykta illa. Var ákveðið að skipið kæmi með gallaða saltfiskinn aftur til Islands. Þegar skipið kom til landsins vant- aði hluta af saltfiskinum og sögðu yfirmenn skipsins að honum hefði verið hent fyrir borð. Við leit í skipinu fannst töluvert magn af áfengi og tóbaki, sem smygla átti í land, m.a. 96% spíritus. Viðurkenndu tveir skipverja að eiga smyglið. Grunsemdir munu hafa vaknað um fjármögnun kaupanna á smyglinu og við yfirheyrslur hafa komið fram játningar í málinu hjá þremur skipverjum, matsveini, 1. stýrimanni og 2. vélstjóra. Sögðu þeir að skipið hefði á heimleiðinni komið við í hafnarborginni Ceuta í Marokkó, sem Spánverjar ráða. Þar hefði saltfiskurinn, sem ekki skilaði sér hingað verið fluttur frá borði og hann seldur og smyglgóssið keypt fyrir andvirðið. Grunur leikur á því að skipstjór- inn og 1. vélstjóri eigi einnig aðild að þessu máli en þeir hafa harðlega neitað. Hefur verið óskað eftir því við sakadóm að þeir verði úrskurðað- ir í gæzluvarðhald. Erla Jónsdóttir deildarstjóri hjá RLR tjáði Mbl. í gærkvöldi að ekki lægi fyrir hve mikið magn af salt- fiski væri um að ræða. UM ÞESSAR mundir er unnið að skiptum á dánarbúi hjónanna Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar kaupmanns. Eins ok fram hefur komið í Mbl. var það vilji þeirra hjóna, að nettó- andvirði eignarhluta þeirra í Silla ok Valda skyldi varið til menningarmála á sviði leiklistar, málaralistar, sönglistar og raun- visinda. Þegar fyrirtækinu Silli og Valdi var skipt árið 1977 milli Valdimars Þórðarsonar og Helgu Jónsdóttur komu sex fasteignir i hennar hlut og nemur samanlagt brunabótaverð húsanna rúmlega 3.561 milljónum króna. Lang- stærsta eignin er verzlanamið- stöðin Glæsibær i Reykjavik. Þessar fasteignir verða auglýstar til sölu á næstunni og andvirðinu varið eins og að framan greinir. I fréttatilkynningu, sem Mbl. barst í gær frá skiptaforstjórum dánarbúsins, kemur fram, að nettó-eignarhluta þess í Silla og Valda verður varið sem hér segir: 25% renna til Listasafns íslands, sem nú stendur í byggingafram- kvæmdum. 25% renna til Islenzku óperunnar, og skal öllu framlag- inu varið til að koma upp söng- ieikahúsi til flutnings á óperu- Sigurliði Kristjánsson. verkum. 25% gangi til Leikfélags Reykjavíkur sem framlag þess til byggingar Borgarleikhúss. 25% ganga til tveggja sjóða, 12,5% til hvors, en þeir eiga að styrkja stúdenta í raunvísindanámi og nýjungar í læknisfræði. Auk þess ánöfnuðu þau hjón ríkissjóði íbúðarhús sitt, Laufás- Helga Jónsdóttir. veg 72 í Reykjavík, og jörð sinni Ásgarði í Grímsneshreppi, Árnes- sýslu skiptu þau milli þriggja aðila, Hjartaverndar, Reykjavík- urborgar og Skóræktar rikisins með ákveðnum kvöðum. Sjá „Gjöf aílra alda“ aldarinnar ef ekki á bls. 23. Listasafn íslands: Afþakkaði nær 600 mál- verk úr dánarbúinu LISTASAFN íslands hefur af- þakkað tæplega 600 málverk, sem hjónin Ileíga Jónsdóttir og Sigurliði Kristjánsson ánöfnuðu’ safninu i erfðaskrá. Hins vegar hefur safnið þegið 25% af and- virði eigna dánarbús þeirra hjóna í fyrirtækinu Silli og Valdi. Flokksþing Alþýðuflokksins: Vilmundur hafnar Sighvati vegna „undirmála“ hans SIGIIVATUR Björgvinsson flutti á flokksþingi Alþýðu- flokksins í gær ræðu um nauð- syn þess, að með kosningunum i dag yrði „átakatímahili" Al- þýðuflokksins að ljúka. Vil- mundur Gylfason svaraði ræðu Sighvats, sagði hana árásar- ræðu á Magnús II. Magnússon, sem hefði orðið Vilmundi seinni til varaformannsframboðs af því að hann væri „seinn að hugsa“ og kvaðst fráhiðja sér slíkan stuðning, sem ræða Sig- hvats hefði átt að vera. Búið var að loka mælendaskrá og lögðu forsetar það i vald fundarins. hvort Sighvatur fengi að gera athugasemd og var það sam- þykkt. Kvaðst Sighvatur harma það, ef menn skildu ra*ðu hans sem stuðning við annan vara- formannsframhjoðandann en til hnekkis hinum. Ilann hefði aðeins verið að flytja flokks- þinginu raddir úr sinu kjör- dæmi um að menn varðveittu einingu flokksins. Vottaði Sig- hvatur háðum frambjóðendum sitt fyllsta traust. í umræðum um skýrslur, reikninga og lagabreytingar gerði Sighvatur Björgvinsson að umræðuefni „stöðugar umhleyp- ingar í okkar pólitísku veðráttu" sem væru farnar að valda Al- þýðuflokknum alvarlegum af- leiðingum og grafa undan trausti meðal þeirra, „sem ráða því alfarið, hvort Alþýðuflokkur- inn getur orðið stór flokkur eða hopar ofan í smáflokk aftur." „Á flokksþingi okkar nú er enn blásið til átaka ... Á morgun göngum við til afgreiðslu þeirra mála. En þar með verður þessu átakatímabili að vera lokið ... Gerum það ekki að reglu í Alþýðuflokknum að forystu- menn hans þurfi stöðugt að berast á banaspjótum hvort sem þeir vilja eða vilja ekki. Gerum það ekki að reglu í Alþýðu- flokknum að flokksfélögin verði vettvangur látlausra burtreiða og sérhver samkoma flokks- manna eins og veizla í höll Goðmundar konungs á Glæsi- völlum." „Hér fara undirmál," sagði Vilmundur. Sagði hann það rétt Magnúsar að hafa boðið sig fram gegn sér til varaformanns og báðir væru þeir það „sjóaðir", að þeir gætu tekizt í hendur að kosningum loknum. „Ef þetta er stuðningur við mig, þá hafna ég honum alveg. Ég veit að þetta hefur átt að vera drengskapar- bragð við mig, en ég hafna þessum stuðningi. Sighvatur tal- ar kraftmikið, en hugsar eins og kerling," sagði Vilmundur. Sagð- ist hann bara svara í sömu mynt og aðrir töluðu, en hann væri bara á yfirborðinu. „Þar til kosningum er lokið á þessu þingi verður umræðan full af undir- málum," sagði Vilmundur. Hann sagði Sighvat hælast um af þreföldun fylgis á Vestfjörð- um síðan 1974 og vissulega væri staða Sighvats í þingflokknum sterk með réttu. „En þegar ég hlustaði á Sighvat, rann það upp fyrir mér, að Alþýðuflokkurinn á Vestfjörðum fór ekki að stækka fyrr en Karvel kom í hann,“ sagði Vilmundur. Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl., einn þriggja skiptaforstjóra dánarbúsins sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi að Listasafnið hefði ekki talið sig hafa tök á að þ'Kgja gjöfina. Hefðu málverkin þá gengið til lögerfingja þeirra hjóna, sem eru 11 að tölu. I fréttatilkynningu frá skipta- forstjórunum í gær kemur fram að í safninu voru tæplega 270 málverk eftir Sigurliða sjálfan. Stór hluti safnsins eru myndir eftir Matthías Sigfússon en aðrar myndir eru eftir ýmsa þjóðkunna málara, lifandi og látna. Morgunblaðinu er kunnugt um að að allmörg verk úr dánarbúinu eru komin í sölu hjá Klausturhól- um við Laugaveg. Éru það myndir eftir Sigurliða, Matthías, Jóhann- es Kjarval og ýmsa aðra. Uppboði á Karli Marx frestað AUGLÝSINGU um uppboð á mót- orbátnum Karli Marx gat að líta i dagblöðunum i vikunni. Karl Marx átti að bjóða upp i Sand- gerðishöfn sl. fimmtudag kl. 16.00. Er Mbl. leitaði frétta hjá Sig- urði Halli Stefánssyni, sem sjá átti um uppboðið fyrir hönd sýslu- manns Gullbringusýslu, hvort boðið hefði verið í Karl Marx og þá hversu mikið, sagði hann að samkomulag hefði náðst um að fresta uppboðinu um mánuð. Karl Marx sleppur því undan hamrin- um í bili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.