Morgunblaðið - 19.11.1980, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980
Peninga-
markadurinn
GENGISSKRANING
Nr. 221. — 18. nóvember 1980
Eining Kl. 12.00 Kaup Saia
1 Bandaríkjadollar 571,70 573,10
1 Sterlingspund 1369,50 1372,90
1 Kanadadollar 461,40 482,60
100 Danskar krónur 9655,85 9679,55
100 Norskar krónur 11380,50 11406,40
100 Sasnskar krónur 13249,15 13281,55
100 Finnsk mörk 15098,35 15135,35
100 Franskir frankar 12796,90 12828,20
100 Belg. frankT 1844,80 1849,30
100 Svissn. frankar 33036,70 33117,60
100 Gyllini 27343,60 27410,60
100 V.-þýzk mörk 29677,90 29750,60
100 Lírur 62,53 62,69
100 Austurr. Sch. 4179,10 4189,30
100 Escudos 1099,40 1102,10
100 Pesetar 744,50 746,30
100 Yen 26731 268,46
1 írskt pund 1107,50 1110,20
SDR (sérstök
dréttarr.) 17/11 729,53 731,19
V______________________________________
GENGISSKRANING
FERÐAMANNAGJALDEYRIS
18. nóvember 1980.
Eining Kl. 12.00 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 628,87 630,41
1 Sterlingspund 1506,45 1510,19
1 Kanadadollar 529,54 530,86
100 Danskar krónur 10621,44 10647,51
100 Norskar krónur 12518,55 12549,24
100 Sœnskar krónur 14574,07 14609,71
100 Finnsk mörk 16608,19 16648,89
100 Franskir frankar 14076,59 14111,02
100 Belg. frankar 2029,28 2034,23
100 Svissn. frankar 36340,37 36429,36
100 Gyllini 30077,96 30151,66
100 V.-þýzk mörk 32654,69 32725,66
100 Lírur 68,78 68,96
100 Austurr. Sch. 4597,01 4608,23
100 Eacudoa 1209,34 1212,31
100 Pesetar 818,95 820,93
100 Yen 294,59 295,31
1 írskt pund 1218,25 1221,22
v
Vextir:
INNLÁNSVEXTIR:.
(ársvextir)
1. Almennar sparisjóðsbækur.......35,0%
2.6 mán. sparisjóösbækur .......36,0%
3.12 mán. og 10 ára sparisjóösb.37,5%
4. Vaxtaaukareikningar, 3 mán..40,5%
5. Vaxtaaukareikningar, 12 mán.46,0%
6. Ávísana- og hlaupareikningur.19,0%
7. Vísitölubundnir sparifjárreikn. 1,0%
ÚTLÁNSVEXTIR:
(ársvextir)
1. Víxlar, forvextir ...........34,0%
2. Hlaupareikningar.............38,0%
3. Lán vegna útflutningsafurða. 8,5%
4. Önnur endurseljanleg afuröalán ... 29,0%
5. Lán með ríkisábyrgö....^.... 37,0%
6. Almenn skuldabréf............38,0%
7. Vaxtaaukalán.................45,0%
8. Vísitölubundin skuldabréf ... 2,5%
9. Vanskilavextir á mán.........4,75%
Þess ber aö geta, aö lán vegna
útflutningsafurða eru verðtryggö
miöaö viö gengi Bandaríkjadollars.
Lífeyrissjódslán:
Líteyrissjóöur starfsmanna ríkis-
ins: Lánsupphæö er nú 6,5 milljónir
króna og er lánið vísitölubundið meö
lánskjaravísitölu, en ársvextir eu 2%.
Lánstími er allt aö 25 ár, en getur
veriö skemmri, óski lántakandi þess,
og eins ef eign sú, sem veö er í er
lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt
lánstímann.
Líteyrissjóöur verzlunarmanna:
Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aðild
aö lífeyrissjóðnum 4.320.000 krónur,
en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3
ár bætast viö lániö 360 þúsund
krónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5
ára aöild aö sjóönum. Á tímabilinu
frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö
höfuöstól leyfilegrar lánsupphæöar
180 þúsund krónur á hverjum árs-
fjóröungl, en eftir 10 ára sjóðsaðild
er lánsupphæöin oröin 10.800.000
krónur. Eftir 10 ára aöild bætast viö
90 þúsund krónur fyrir hvern árs-
fjóröung sem líður. Því er í raun
ekkert hámarksián í sjóönum.
Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö
byggingavísitölu, en lánsupphæöin
ber 2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til
25 ár aö vali lántakanda.
Lánskjaravísitala var hinn 1.
nóvember síöastliöinn 191 stig og er
þá miðaö við 100 1. júní '79.
Byggingavísitala var hinn 1.
október síðastliöinn 539 stig og er þá
miðað viö 100 í október 1975.
Handhafaskuldabrót í fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru
nú 18—20%.
Ferskt og fryst kl. 22.10:
Kindakjöt og
kjúklingar...
Á daKskrá sjónvarps kl. 22.10
er þátturinn Ferskt og fryst í
umsjón Valdimars Leifssonar.
Fjallað verður um meðferð of?
matreiðslu kindakjöts ojí kjúkl-
inga.
— Halldór Pálsson fyrrverandi
búnaðarmálastjóri fjallar um
flokkun dilkakjöts, sagði Valdi-
mar Leifsson, ræðir um uppi-
hangandi skrokka, fitumagn o.fl.
Síöan tekur Friðrik Gíslason
skólastjóri við. Hann er með
hrygg á borðinu og sker niður í
kótilettur. Og þá tekur kokkurinn
við, Kristján Sæmundsson, og
matreiðir lambageira. Friðrik
kennir okkur líka að þekkja
kjúkling frá hænu og sýnir
hvernig á að binda upp kjúklinga
áður en þeir eru grillaðir í ofni.
Það eru margir sem kunna ekki
að binda vængina rétt. í þessum
þætti verður loks fjallað um
frystingu og frágang kindakjöts
og kjúklinga, pakkningu, áhöld,
frystinn sjálfan og hitastig.
HJjóðvarp kl. 11.00:
A austurströndinni
í dag kl. 11.00 flytur síra Ágúst
Sigurðsson á Mælifelli fjórða og
siðasta fyrirlestur sinn um
kristni og kirkjumál á Græn-
landi. Nefnist þessi þáttur Á
austurströndinni.
í fyrstu erindum mínum fjallaði
ég um kristni og kirkju fornþjóðar-
innar á Grænlandi, sagði síra
Ágúst, og ýmislegt er við vék 500
ára sögu hennar, en á miðvikudag-
inn var sagði ég frá „endurfundi"
landsins gleymda meir en 200
árum eftir dauða síðustu norrænu
Grænlendinganna, starfsemi
dönsku stjórnarinnar í þessu fjar-
læga og stóra iandi og trúboðinu
þar og því er hinir norrænu
prestar bjuggu til grænlenzkt bók-
mál.
Öll sú saga varð á vesturströnd
landsins. Nú víkur sögunni á aust-
urströndina, þar sem kallað er „í
óbyggð á Grænlandi" í fornum,
íslenzkum bókum, en Danir hugðu
þó, að Eystribyggð hefði verið.
Sira Ágúst Sigurðsson
Voru þeir ekki úrkula vonar um að
finna íslenzkumælandi fólk á aust-
urströndinni, rétt eins og í víkum
og fjörðum Vestfjarðakjálkans
hinum megin við Grænlandssund,
langt fram eftir síðustu öld. Eftir
rannsóknarleiðangur Gustavs
Holms fyrir einni öld kom þó hið
sanna í ljós. Var nýlenda stofnuð í
Angmagsalik og trúboð hafið þar
og með heiðnum Eskimóum, hvar
sem til næðist á austurströndinni.
Svo varð það 1925, er nær 90
manns skyldu flytjast frá Ang-
magsalik 700 km norður með
ströndinni þangað, sem heitir í
Scoresbysundi, að vandamál kom
upp:
Hvernig átti að sjá nýlend-
unni fyrir prestsþjónustu? Frá því,
hversu það mál var leyst, segir í
þessum Grænlandsþætti, sem er
hinn síðasti að sinni, en landnem-
arnir frá Angmagsalik burgðu sér
til ísafjarðar á leiðinni til Scores-
bysunds.
Sjónvarp kl. 21.20:
Kona
Nýr ítalskur fram-
haldsmyndaflokk-
ur í sex þáttum
Á dagskrá sjónvarps kl.
21.10 er nýr ítalskur mynda-
flokkur. Kona (Una donna). í
sex þáttum. Höfundur Sibilia
Alerama.
Myndaflokkurinn fjallar
um líf ungrar yfirstéttarkonu
á Suður-ítaliu i lok nitjándu
aldar. Þýðandi er Þuríður
Magnúsdóttir.
í fyrsta þættinum segir frá
því er unga stúlkan er að
flytjast með fjölskyldu sinni
norðan frá Mílanó suður í land
þar sem faðir hennar á að
stjórna verksmiðju. Hún er elst
þriggja dætra og er augasteinn
föður síns. Hún er sjálfstæðari
og betur menntuð en gerist og
gengur um konur á þessum
tíma og fer að vinna í verk-
smiðjunni hjá föður sínum.
Hjónaband foreldra hennar er í
molum. Móðir hennar hefur
tekið flutninginn nærri sér og
ekki síður hitt, hvernig bóndi
hennar kemur fram við fólk
þegar þau eru sest að þarna
syðra. Hann lítur svo á að bæði
hann og fjölskylda hans séu
hátt yfir almúgann hafin og
hefur það í för með sér að þau
einangrast frá öðru fólki. Þetta
fer illa með konuna. Svo bætist
það við að karl fer að halda
framhjá konu sinni. Hún reynir
að svipta sig lífi.
Útvarp Reykjavík
/VIICNIKUDKGUR
19. nóvember
MORGUNINN_____________________
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 Bæn. 7.15 Leikfimi.
7.25 Morgunpó.sturinn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðuríregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Dagskrá.
Tónleikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Guðmundur Magnússon les
söguna „Vini vorsins“ eftir
Stefán Jónsson (8).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. 9.45 Þing-
fréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Kirkjutónlist.
Charley Olsen leikur á orgel
Frelsarakirkjunnar í Kaup-
mannahöfn og Drengjakór
Kaupmannahafnar syngur.
Söngstjóri: Niels Möller.
a. Prelúdía og fúga i h-moll
eftir Johann Sebastian Bach.
b. „Guð. helgur andi, heyr
oss nú“. og „Faðir vor, sem á
himnum ert“, tvö sálmalög í
útsetningu Mogens Peder-
söns.
c. Kóral í a-moll eftir César
Franck.
11.00 Um kristni og kirkjumál
á Grænlandi.
Séra Ágúst Sigurðsson á
Mælifelli flytur fjórða og
síðasta erindi sitt: Á austur-
ströndinni.
11.20 Morguntónleikar.
Göte Lovén og Giovanni Jac-
onelli leika saman á gítar og
klaríenttu lög eftir Evert
Taube/ Hljómsveit Miguels
Dias leikur lög frá Mexikó.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
Miðvikudagssyrpa. — Svav-
ar Gests.
SÍÐDEGIÐ
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar.
Luciano Sgrizzi leikur Semb-
alsvítu í G-dúr eftir Georg
Fridreich Ilándel/ Arthur
Grumiaux og Arrigo Pell-
iccia leika Dúó í G-dúr fyrir
fiðlu og víólu eftir Franx
19. nóvember
18.00 Barbapabbi.
Endursýndur þáttur úr
Stundinni okkar frá síð-
astliðnum sunnudegi.
18.05 Börn í mannkynssög-
unni.
Leikinn, franskur heim-
ildamyndaflokkur i íjórtán
þáttum fyrir börn og ungl-
inga á ýmsum timum.
Annar þáttur. Kastalalíf.
Þýðandi ólöf Pétursdóttir.
18.25 Vatnsdropi.
í þessari bresku fraðslu-
mynd sést hve fjöiskrúðugt
iíf getur leynst f einum
dropa vatns.
Þýðandi Jón O. Edwald.
Þulur Katrín Árnadóttir.
18.50 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Augiýsingar og dag-
skrá.
20.35 Vaka.
í þ<‘ssum þætti verður m.a.
fjallað um sýningu Svavars
Anton Hoffmeistcr/ Adolí
Scherbaum og Barpkk-
hljómsveitin í Hamborg
leika Trompetkonsert nr. 1 í
D-dúr eftir Johann Christ-
oph Garupner/ Li Stadel-
man, Fritz Neumeyer og
hljómsveit Tónlistarskólans
í Basel leika Konsert fyrir
sembal, píanó og hljómsveit
eftir Carl Philipp Emanuel
Bach; August Wenzinger stj.
17.20 Útvarpssaga barnanna:
„Krakkarnir við Kastaníu-
götu“ eftir Philip Newth.
Heimir Pálsson les þýðingu
sína (5).
Guðnasonar i Listasafni ís-
lands, og rætt verður við
Magnús Tómasson, sem
nýlega hlaut starfslaun
Reykjavikurborgar.
Umsjónarmaður Magda-
iena Schram. Stjórn upp-
töku Kristín Pálsdóttir.
21.20 Kona.
(Una donna). Nýr. italskur
framhaidsmyndaflokkur i
sex þáttum. Ilöfundur Sib-
ilia Alerama. Fyrsti þátt-
ur.
Myndaflokkurinn er um lif
ungrar yfirstéttarkonu á
Suður-Italíu i iok nitjándu
aldar.
Þýðandi Þuriður Magnús-
dóttir.
22.10 Ferskt og fryst.
í þessum þætti verður fjall-
að um meðferð og mat-
rriðslu kindakjöts og
kjúklinga.
Umsjónarmaður Valdimar
Leifsson.
22.50 Dagskrárlok.
17.40 Tónhornið.
Guðrún Birna Ilannesdóttir
sér um tímann. ____________
KVÖLDID_______________________
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Á vettvangi.
20.00 Úr skólalífinu.
Umsjón: Kristján E. Guð-
mundsson. Kynnt nám i
Vélskóla íslands.
20.35 Áfangar.
Umsjónarmenn: Ásmundur
Jónsson og Guðni Rúnar
Agnarsson.
21.15 Frá tónlistarhátíðinni i
Schwetzingen í maí í ár.
Útvarpskórinn i Stuttgart
syngur: Marinus Voorherg
stj.
a. „Lamento d'Arianna”,
madrígalar eftir Claudio
Montcverdi.
b. „Fjórar Petrarca-sonnett-
ur“ eftir Wolfgang Fortner.
21.45 Útvarpssagan:
Egils saga Skalia-Grimsson-
ar. Stefán Karlsson hand-
ritafræðingur les (12).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.35 Þar sem kreppunni lauk
1934.
Fyrri heimildaþáttur um
síldarævintýrið í Árnes-
hrcppi á Ströndum. úmsjón
Finnbogi Hermannsson. Við-
mælendur: Helgi Eyjólfsson
og Páll ólafsson í Reykjavík
og Páll Sæmundsson á
Djúpuvik.
23.15 Einleikur á píanó:
Alfred Brendel leikur til-
brigði eftir Beethoven.
a. Sex tilbrigði í F-dúr op. 34.
b. Þrjátíu og tvö tilbrigði í
c-moll.
c. Sex tilbrigði í D-dúr op. 76.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
SKJÁNUM
MIÐVIKUDAGUR