Morgunblaðið - 19.11.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980
5
Verkfall bankamanna:
Aðeins 5% starfs-
manna fá undanþágu
„BANKARNIR mc>ía, þremur
döKum áður en verkfall skellur á,
senda skrá yfir starfsmenn, sem
hljóta mcga undanþágu til starfa
að ákveðnum þáttum bankaþjón-
ustunnar. Þessir starfsmenn
meKa. að hámarki, vera 5% af
starfsliði og mejía siðan aðeins
vinna að ákveðnum þáttum. Þá
mesa hankastjórar og aðstoðar-
bankastjórar sinna störfum sin-
um,“ saKði Vilhelm G. Kristins-
son, framkvæmdastjóri Sam-
bands islenzkra hankamanna, er
Mbl. spurði hann í Kirr, hvort
Fjölskyldu-
bingó
í Garðabæ
FJÖLSKYLDUBINGÓ verður
haldið i Kirkjuhvoli. nýja safnað-
arheimilinu í Garðabæ nk. sunnu-
dag og hefst það kl. 16.
Allur ágóði af bingóinu rennur
til að fullgera safnaðarheimilið.
J.C. Garðar og Braeðrafélag
Garðakirkju standa að bingóinu
og verður margt eigulegra muna á
vinningaskrá.
einhverjar undanþágur yrðu
veittar. ef til verkfalls banka-
manna kemur, en þcir hafa boðað
verkfall 3. des. nk.
„Þetta eru þrenns konar verk-
efni, sem undanþágan er veitt til,“
sagði Vilhelm. „I fyrsta lagi nauð-
synleg öryggisvarzla, þ.e. varzla á
verðmætum, þá nauðsynleg af-
greiðsla til að standa við skuld-
bindingar við erlenda aðila, þ.e.
greiðslu á erlendum ábyrgðum og
greiðslu vaxta og afborgana af
erlendum lánum. Þá erlend lán
sem bankarnir sjálfir hafa tekið,
eða eru í ábyrgð fyrir. Ennfremur
störf við greiðslur vaxta og af-
borgana af skuldum íslenzka
ríkisins. I þriðja lagi eru störf við
erlendan póst, síma og telexþjón-
ustu.“ Vilhelm sagði, að aðrar
undantekningar væru ekki heimil-
aðar og væri það málefni bank-
anna sjálfra hvernig staðið yrði að
afgreiðslu annarrar þjónustu.
Skv. upplýsingum sem Mbl. afl-
aði sér í gær er enn ekki vitað
hvernig staðið verður að innlendri
bankaþjónustu, ef til verkfalls
kemur, en eins og að ofan greinir
eru undanþágur aðeins veittar
vegna erlendrar bankaþjónustu og
nauðsynlegrar öryggisgæzlu.
Samband íslenzkra tryggingafélaga:
r __
Atelur Tímann
f yrir æsingaskrif
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi frétt frá Samhandi
islenzkra tryggingafélaga:
Vegna fréttar á forsíðu í dagblað-
inu Tímanum, laugardaginn 15.
þ.m. með fyrirsögninni „Missa tvö
stór tryggingafélög starfsleyfi sín?“
átelur stjórn Sambands íslenskra
tryggingafélaga slík æsingaskrif,
þar sem umrædd vátryggingafélög
era gerð tortryggileg í augum
almennings, og geta slík skrif haft
ómæld áhrif á hag þeirra.
í reglugerð um könnun á gjald-
hæfi og greiðsluhæfi vátrygginga-
félaga nr. 466/1977, er kveðið á um
að Tryggingaeftirlitið fari yfir út-
reikninga á gjaldþoli og greiðslu-
þoli vátryggingafélaga. Ef Trygg-
ingaeftirlitið hefur einhverjar at-
hugasemdir fram að færa er við-
komandi vátryggingafélagi gefinn
kostur á að svara slíkum athuga-
semdum. Þá fyrst er komið að því
hvort vátryggingafélagið þurfi að
gera einhverjar ráðstafanir. Öll slík
upplýsinga- og skoðanaskipti eru
trúnaðarmál á milli Tryggingaeft-
irlitsins og viðkomandi vátrygg-
ingafélags.
Meðan mál eru í slíkri umfjöllun
er það óeðlilegt að Tryggingaeftir-
litið ræði þau í fjölmiðlum.
f HEIMSMETABÓKINNI er meðal annars að finna mynd af
Jóhanni Svartdælingi sem er hávaxnasti fslendingur sem vitað er
um. Við hlið hans stendur Magnús Finnson blaðamaður sem er 1.83
m á hæð.
Heimsmetabókin komin
á íslensku í annað sinn
Islenskt efni bókarinnar aukið
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg-
ur hefur nú sent frá sér Heims-
metabók Guinness. Er þetta i
annað skiptið sem bókin kemur út
á islcnsku. hún var fyrst gefin út
hérlendis árið 1977.
Efni nýju bókarinnar er að
verulegu leyti nýtt en mesta breyt-
ingin er þó sú að íslenskt efni
bókarinnar hefur verið aukið. Er
getið íslenskra hliðstæðna við þau
met sem bókin telur upp í mörgum
tilfellum og einnig íslenskra sér-
stæðna. Þá er myndaefni bókar-
innar algjörlega nýtt og í bókinni
eru mun fleiri myndir en í þeirri
fyrri.
Auk þess að Islands sé getið í
sérköflum koma Island eða fslend-
ingar þó einnig við sögu þegar um
heimsmet er að ræða. í bókinni er
það t.d. að finna að ekki hefur
verið gefið meira verð fyrir fugls-
ham en það sem Náttúrufræði-
stofnun íslands gaf fyrir geirfugl-
inn árið 1971, að Vigdís Finnboga-
dóttir sé fyrsti og eini kvenforseti
heims sem kjörinn hefur verið með
þjóðkjöri og að heimsmet í plötu-
snúningi hafi Bretinn Mickie Gee
sett í Reykjavík.
Heimsmetabók Guinness hefur
nú komið út á fjölmörgum tungu-
málum og segir í tilkynningu frá
Erni og Örlygi að hún muni vera
mest selda bók heims að Biblíunni
undanskilinni.
Bókinni er skipt í tólf kafla og
eru kaflaheitin: Maðurinn, lífheim-
urinn, jörðin, heimur og geimur,
heimur vísindanna, listir og
dægradvöl, mannvirki, afreksverk
manna, íþróttir, leikir og tóm-
stundaiðkanir. Fremst í bókinni er
einnig að finna kafla sem ber
heitið alsíðustu fréttir.
Ritstjórar íslensku útgáfunnar
eru þeir Örnólfur Thorlacius og
Steinar J. Lúðvíksson. Bókin er
prentuð hjá Redwood Burn Ltd. í
Bretlandi en sett og umbrotin í
prentstofu G. Benediktssonar. Hún
er 352 blaðsíður að stærð.
Góð sala í
Cuxhaven
SIGURÐUR Þorleifsson GK 256
seldi 60.9 tonn í Cuxhaven í gær
fyrir 41.5 milljónir króna, meðal-
verð á kíló 681 króna. sem er
mjög gott. Mest var af ufsa í afla
Sigurðar Þorleifssonar, en einnig
var nokkuð af þorski.
Framundan eru margar sölur
fiskiskipa í Englandi, en á morgun
selur Ljósfari væntanlega síld í
Hirtshals og Hilmir II á föstudag.
Hausthappdrætti
Sjálfstæðisflokks:
Vinnings-
númerin
DREGIÐ var í hausthappdrætti
Sjálfstæðisflokksins hjá borg-
arfógetanum í Reykjavík 15.
nóvember sl.
Upp komu eftirtalin vinn-
ingsnúmer:
Nr. 32393 Toyota Carina DL
fólksbifreið,
Nr. 16989 SONY myndsegul-
bandstæki.
Eigendur ofantaldra vinn-
ingsmiða framvísi þeim í
skrifstofu Sjálfstæðisflokksins,
Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Sjálfstæðisflokkurinn þakkar
öllum þeim fjölmörgu, sem þátt
tóku í stuðningi við flokkinn
með kaupum á happdrættismið-
(FréttatilkynninK frá Sjálfstæðis-
flokknum. Hirt án áhvrgðar.)
Sýning Brim-
ars á Dalvík
BRIMAR Sigurjónsson heldur
málverkasýningu í ráðhúsinu á
Dalvik þessa dagana.
Sýningin er í anddyri ráðhúss-
ins á tveimur hæðum og er opin á
opnunartíma hússins. Yfir 40
myndir eru á sýningunni, sem er
fyrsta opinbera sýning Brimars,
en hann er innfæddur Dalvíking-
ur.
vetrartískan
1980/1981
Austurstracti 10
sími: 27211