Morgunblaðið - 19.11.1980, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980
11
ekki máli. Það er annað sem skiptir
miklu meira máli — og verra. Og
það er hvaða stefna virðist vera að
mótast hjá þessu flugfélagi.
Mér hefir alltaf leiðst menn, sem
eru uppfullir af belgingi og monti.
Menn sem eru með sífellt sjálfshól.
Það má vera að einhverjum finnist
þetta sniðugt, mér finnst það bera
vott um vanþroska. Þannig hælast
þeir Arnarflugsmenn enn um í
blöðunum, að þeir hafi „gert alla
alþjóðlega leigusamninga fyrir
Flugleiðír undanfarin tvö ár“, og
miklast af sinni „yfirgripsmiklu
markaðsþekkingu". Það er hreint og
beint hlægilegt að sjá þessa menn
vera að grobba yfir því að hafa „séð
um“ pílagrimaflugssamninga Flug-
leiða og láta sem margra ára
reynsla og persónulegur kunnings-
skapur Loftleiðamanna og við-
skiptaaðila í langan tíma hafi hér
engan þátt átt í málinu.
Sannleikurinn er sá, að þegar
Flugleiðir keyptu meiri hlutann í
Arnarflugi gerðu þau með sér samn-
ing, illu heilli, þar sem svo var
kveðið á um, að Arnarflug ætti að
sjá um leiguflugssamninga Flug-
leiða. Þetta þýddi það, að upp á alla
slíka samninga þurftu forráðamenn
Arnarflugs að skrifa — og hljóta
líka sína „commission" fyrir, hvort
sem nú þeir eða einhverjir aðrir
höfðu raunverulega komið samning-
um á og unnið alla undirbúnings-
vinnuna. Þessi samningur, sem
Flugleiðir gerðu við Arnarflug á
sínum tíma og leiddi það m.a. af sér
að Arnarflug flaug allt sólarlanda-
flugið sl. sumar sem Flugleiðir
höfðu áður flogið, virðist hafa verið
meir en lítið óhagstæður Flugleið-
um, því það er eins og að grennslast
fyrir um mannsmorð að fá að sjá
þennan samning. Svo virðist sem
Flugleiðir hafi gert meira en að
bjarga Arnarflugi frá því að fara á
hausinn haustið 1978 sbr. þessa
klausu í „Flugfréttum": „Komið
hefur í ljós að áhættufé Arnarflugs
hf. þurfti að auka, og starfsemi
félagsins með tvær flugvélar var
mjög áhættusöm, ef um engan
stuðning væri að ræða frá stærra
flugfélagi." Eins og ég sagði, þá er
eins og Flugleiðir hafi gert meira en
að bjarga Arnarflugi, því að nú
hælast Arnarflugsmenn yfir því
(meðan Flugleiðir eru mjög illa
staddar) að rekstrarafkoman sé svo
góð, að þeir vilji losna við Flugleiðir,
sem séu orðnar einskonar dragbítur
á þá sjálfa. Það er eins og maðurinn
sagði: „Sjaldan launar kálfur
ofeldi." Enda hafa Flugleiðir nú loks
lýst því yfir, að framvegis ætli þær
sjálfar að annast sitt leiguflug.
Þá hef ég áður bent á það, að.
forstjóri Arnarflugs fór með hrein |
ósannindi, þegar hann lýsti því yfir, j
að þeir Arnarflugsmenn hefðu vel j
getað leigt sína eigin vél til Guate-
mala í vetur leið, en ekki tímt því af
vorkunnsemi við Flugleiðir. Hin
„yfirgripsmikla markaðsþekking"
forstjórans dugði hins vegar ekki til1
þess að útvega verkefni á mesta
annatíma ársins fyrir aðra B-727 vél
Flugleiða, sem stóð verkefnalaus í
Keflavík mestallt sl. sumar.
Þetta barnalega grobb er nú svo
sem allt í lagi, ef ekki kæmi annað
og alvarlegra til greina að auki.
í Þjóðviljanum 16. nóv. sl. lýsa
„starfsmepn" Arnarflugs því yfir á
sinn venjulega sjálfumglaða hátt, að
velgengni Arnarflugs byggist fyrst
og fremst á „samstöðu starfsfólks
og sveigjanleika í rekstri. Flug-
menn Arnarflugs fljúga t.d. jöfn-
um höndum á stórum þotum f
millilandaflugi — og á minni
flugvélum i innanlandsflugi (let-
urbr. höf).“
Má það furðu gegna að menn, sem
teljast eiga ábyrgir gerða sinna,
skuli láta annað eins frá sér fara í
þeirri von að vinnuveitendunum
geðjist að því. Sá háttur að flug-
menn hlaupi af einni vélartegund
yfir á aðra er löngu af lagður hjá
öllum alvöruflugfélögum. Þannig er
t.d. ekki tekið í mál, öryggisins
vegna, að menn fljúgi jöfnum hönd-
um á B-727 og B-707 sem eru þó
mjög áþekkar vélagerðir, hvað þá
heldur að verið sé að hlaupa á milli
jafnólíkra flugvéla og B-720 og
einhverra tveggja hreyfla skrúfu-
véla, sem notaðar eru í inna'dands-
fluginu og eru þar að auki reknar
við allt önnur skilyrði veðurfarslega
og einnig að öllu öðru leyti við miklu
frumstæðari og ólíkari skilyrði en
tíðkast í millilandaflugi. Svona
galgopatal er fullkomlega ábyrgð-
arlaust og vara ég flugfarþega við
að sætta sig við slík vinnubrögð,
jafnvel þótt einhverjum misvitrum
ráðherra þyki það gott og blessað.
Góðir farþegar
Við ykkur, og aðra viðskiptavini
Flugleiða, sem eruð hinir raunveru-
legu vinnuveitendur og launagreið-
endur okkar flugmanna Flugleiða,
vil ég segja þetta: — Þótt ykkur og
ölium almenningi kannski líka, hafi
stundum gramist við okkur flug-
mennina, þegar við höfum þurft að
grípa til verkfallsaðgerða eða hót-
ana um slíkt til þess að ná fram
vissum kröfum, þá megið þið ekki
gleyma því, að þær kröfur hafa oft
gengið út á það að breyta vinnuregl-
um þannig að til aukins öryggis
flugsins mætti telja, aukins öryggis
bæði áhafna og farþega. Varðandi
hinn þáttinn, þ.e. kaupgjaldskröfur,
vísa ég til þess, sem ég hefi áður
sagt um það hér að framan. Hvernig
litist mönnum á það, ef við, sem nú
fljúgum B-727 tækjum upp á því að
fljúga Fokkerunum einnig? Fyrir nú
utan það, hvað þetta gengi í berhögg
við öryggisreglur, myndi það kosta
fjölda annarra flugmanna vinnuna.
Nei, ég þykist geta fullyrt að svona
ábyrgðarlausri vitleysu fengist eng-
inn flugmaður, hvorki hjá Loftleið-
um né Flugfélaginu, til að taka þátt
í.
Mig langar einnig til að benda á
það, að nú á þessum síðustu og
verstu tímum flugfélaga víða um
heim fer sú tilhneiging sífellt vax-
andi að ganga lengra og lengra í
sparnaði. Og nú er svo komið að
flugmönnum þykir þessi stefna vera
gengin of langt. Eitt það nýjasta,
sem flugfélögin hafa fundið upp á til
að spara, er að fækka mönnum í
flugstjórnarklefanum úr þrem í tvo.
Þessu hafa IFALPA, alþjóðasamtök
flugmanna sem telja um 56000
flugmenn, sem og EUROPILOT,
sérstök samtök flugmannafélaga í
Evrópu, alfarið lagst gegn og telja
að með þessu sé öryggi flugsins
skert verulega.
Þessa dagana hafa flugmenn, t.d.
austurrískir, belgískir og hollenzkir,
svo e-ð sé nefnt, farið í eða boðað
mótmælaaðgerðir gegn þessari til-
högun. Franskir flugmenn fengu því
áorkað, að flugfélög þar í landi
hættu við að kaupa vélar, sem
gerðar voru fyrir tvo í stjórnklefa,
og stærsta flugfélag Bandaríkjanna
„United Airlines" fljýgur með þrjá í
stjórnklefa B-737, sem annars er
miðaður við tvo.
Eg vil vekja athygli almennings á
þessum málum og vona, að væntan-
legir ferðamenn og við, flugmenn
Flugleiða, eigum samleið í að sporna
gegn því, að þessi öryggisskerð-
ingarstefna nái fram að ganga hér á
landi. Mér er ekki grunlaust um, að
ákveðið flugfélag hér á landi sé
þegar farið að mæna eftir kaupum á
B-737. Ég segi aðeins, gætið vel að
öllu.
Skilyrði ríkis-
stjórnarinnar
Eins og ég sagði hér á undan fer
ríkisstjórnin fram á það við Flug-
leiðir, að þær gefi „starfsfólki"
Arnarflugs kost á að kaupa hluta-
bréf Flugleiða í Arnarflugi. Mér
finnst rétt að benda á, að nú er verið
að athuga í fullri alvöru, hvort
flugmenn Flugleiða (sem áður störf-
uðu hjá F.í.) vilji ekki bjóða í þessi
bréf. Sömuleiðis finnst mér ekki
nema sjálfsagt, að einhverjir aðrir
hagsmunahópar sýni þessu áhuga.
Þótt Arnarflug virðist vera eitt-
hvert sérstakt „baby“ samgönguráð-
herra, þætti mér gaman að sjá hann
eða einhvern annan í ríkisstjórninni
rökstyðja það, að fyrirtæki sem hún
(ríkisstjórnin) er að styrkja fjár-
hagslega og heimta að selji e-ð af
eigum sínum, megi ekki selja á sem
hæstu verði.
Ég vil svo aðeins að lokum
undirstrika það, að enda þótt ein-
hverjir flugmenn séu svo hræddir
við sína vinnuveitendur, að þeir láti
hafa sig út í vinnuaðgerðir sem
ganga á öryggisatriði, þá þurfa
viðskiptavinir og forráðamenn
Flugleiða engan kvíðboga að bera
fyrir því, að flugmenn þess fyrir-
tækis láti slíkt henda sig, og heldur
ekki því, að fullur skilningur sé ekki
fyrir hendi á erfiðleikum þeim, sem
nú er við að glíma.
Þakka birtinguna.
„Grims saga trollaraskálds44
Ný bók eftir Asgeir Jakobsson
BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá.
Ilafnarfirði, hefur gefið út bók-
ina „Gríms saga trollaraskálds“
eftir Ásgeir Jakobsson.
I fréttatilkynningu frá útgef-
anda segir m.a.: „Ásgeir Jakobs-
son er þaulkunnugur sjómönnum,
veiðum og lífinu um borð í fiski-
skipum á hafi úti. Hann er
landskunnur fyrir skrif um sjáv-
arútvegsmál og fyrir hinar miklu
bækur sínar um Einar Guðfinns-
son, útgerðarmann á Bolungarvík
og Tryggva Ófeigsson, skipstjóra
og útgerðarmann í Reykjavík. í
þeim bókum fjallar hann um báta-
og togaraútgerð, veiðar og mið,
verkun sjávarafla og vinnubrögð í
landi. I „Gríms sögu trollara-
skálds" er það hins vegar háset-
inn, hinn óbreytti liðsmaður um
borð, sem segir sögu sína. Sú saga
er sérstæð og óvenjuleg, það er
Ásgeir Jakobsson
saga um þríeinan mann: skáld,
dára og hausara.
Saga Gríms trollaraskálds er
heimildarsaga. Hún er ekki aðeins
saga skáldsins, dárans og hausar-
ans, hún er einnig saga stríðstog-
aranna okkar, sem voru of gamlir
eins og „Kynbomban", of hlaðnir
eins og „Dauðinn á hnjánum", of
valtir eins og „Tunnu-Jarpur“.
Hún er saga um græðgina miklu,
óvættinn öllumverri; saga um at-
vinnuhórur, hjáverkahórur og
stríðsdrykkinn tunnuromm; saga
um horfinn heim, sexhundruð-
mannaheim engum líkan í millj-
ónaheiminum, einangraðan heim
á hafi úti, framandi jafnvel eigin
þjóð. Hún er saga horfinna
manna, togarajaxlanna gömlu,
manngerðar, sem aldrei verður
framar til á þessum hnetti; saga
horfinna skipa, tuttugu og tveggja
kolakyntra ryðkláfa, sem öfluðu
meira verðmætis á styttri tíma en
nokkur önnur íslenzk skip sömu
stærðar, skipa, sem aldrei framar
sjást á sjó.“
Snyrtivöru-
verzlunin
Evíta opnar að
Laugavegi 41
EVÍTA, ný hárgreiðslu- og
snyrtivöruverzlun, hefur
tekið til starfa við Lauga-
veg 41. Eigendur verzlunar-
innar eru Lára Davíðsdótt-
ir og Hildur Backman. í
verzluninni fæst allt það
nýjasta sem lítur að hár-
lagningu, klippingu, perm-
anenti o.fl.
ral aj ‘t u r, / axi/ri lacj
PANTANIR ÓSKAST STAÐFESTAR