Morgunblaðið - 19.11.1980, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980
Ilöfundar: EkíU Ólafsson. Ólaf-
ur Ilaukur Símonarson o« I>ór
arinn Eldjárn.
Tónlist: EkíII Ólafsson og Þurs-
arnir
Lýsing: Daniel Williamsson
Dansar: Þórhildur Þorleifsdótt-
ir
Búningar: Guörún Haraldsdótt-
ir
Leikmynd: Steinþór Sigurðsson
Leikstjóri: Stefán Baldursson
LR: Austurbæjarbíó
Á blómatímabilinu þegar
rokkið var ferskt og safamikið
blómstrðu söngleikir, Hárið, Jes-
ús Kristur Súperstar, Óli. Langt
er síðan pg nú miga menn á
sviðið og hrækja til að fá athygli
áhorfenda. Af er ferskleikinn,
því má ætla að endurvakning
rokksöngleikjanna sé til lítils
nema til komi samfarir á sen-
unni eða eitthvað ámóta frum-
legt.
Höfundar Grettis varast þá
gryfju. Þeir eru trúir upprunan-
um og vilja ná til áhorfenda með
ómenguðu rokki, skáldskap og
bröndurum. Ekki tókst þetta
burðuglega í upphafi verksins þá
Grettir húkir í Breiðholtinu, var
þar þó einn ljós punktur er
Tarsan — í ágætum meðförum
Eggerts Þorleifssonar — þusti
inn á sviðið. Hélt maður að
verkið væri á leið inn í félags-
fræðilegt vandamáladrama.
Setti raunar að manni langvar-
andi geispa í stíl sumra kollega,
en þá birtist Atli viðskiptafræð-
ingur og hans hyski með fé-
græðgina lekandi úr munnvikun-
um.
Og nú færist fjör í leikinn.
Grettir — gufa úr Breiðholtinu,
breytist í ljónfagran Disco-
Gretti. Brandararnir fjúka einn
af öðrum er auðhyggjumenn
tæknivæða Gretti og færa þenn-
an forna kappa til nútímalífs.
Ljósin blika, músikin hækkar og
myrkvast vandamálasvið.
Áhorfendur klappa og eru albún-
ir að kasta blómum á senu þá
faðir Grettis gerist api, en
skyndilega man annar höfundur
verksins eftir því að móðir
Grettis er heimavinnandi hús-
móðir og nær ekki Sóknartaxta.
Þessi höfundur treður því aríu
um uppþvott, ryksugun, skó-
burstun og matseld inn í verkið.
Áhorfendur hætta við að kasta
blómunum, sumir geyspa, aðrir
klóra sér í nefinu, einn snýtir sér
af þrítugasta bekk. En loks lýkur
höfundur bæn sinni, hann hefir
ekki syndgað gegn málstaðnum,
við þeytumst aftur út í ærslin
með Gretti vaðandi disco-vit-
leysuna í mitti og ekki minnkar
spennan er Glámur sjónvarps-
draugur ryðst fram á skerminn.
Gerast áhorfendur þess albúnir
Grettir (Kjartan Ragnarsson) hittir gengið eftir að hann er orðinn
frægur. í baksýn: Soffia Jakobsdóttir og Andri örn Clausen.
Lelkllst
eftir ÓLAF M.
JÓHANNESSON
Atli (Harald G. Haraldsson) syngur Auglýsingasögn Grettisþátta
sjónvarpsins.
að kyssa klæðafald listamann-
anna en þá kemur annað frið-
þægingarkast. Vondi viðskipta-
fræðingurinn fer í heimsókn til
foreldra sinna með það illa
markmið að fá þau til að setjast
fyrir framan sjónvarpið, salur-
inn fyllist af hnerrum og einn
áhorfandinn veltir fyrir sér
hvort höfundar — þessir bráð-
hnittnu orðsmiðir — séu haldnir
pólitískri niðurfallssýki sem
hægt sé að setja upp í reglulegt
línurit sem síðan megi beita á
verk þeirra, féllu þeir í framtíð-
inni þannig fremur undir þjóð-
hagsstofnun, enda þá öll verk
unnin í þjóðarhag af sönnum
þjóðlistamönnum.
Ég vona að svo verði ekki enda
skáldfákurinn of óstýrilátur í
brjósti þessara ungu manna til
að láta að tamningu einslitrar
svipu. Datt mér í hug þegar
leikararnir gengu fram á sviðið
og tóku við hlýju og áköfu klappi
áhorfenda, hvort við Islendingar
værum nú ekki búnir að eignast
fyrirtaks revíusmiði, stæðum
máski frammi fyrir nýrri gullöld
þessarar listgreinar. Vona ég til
guðs að svo verði. Að einhvers-
staðar komi glufa í hinn gráa
múr sjónvarpsins sem lykur æ
fastar um landsmenn. Ekkert
jafnast á við þá safaríku snert-
ingu við tal og tóna sem revían
býður uppá.
GRETTIR
DISCO-
Þó sýndust mér margir sem
steinrunnir á sýningunni. Flögr-
aði að manni hvort sumt af
þessu fólki ætti ekki afturkvæmt
úr imbakassanum. Hvað um það
ég ætla ekki að víkja hér að
tónlist Grettis svo veigamikill
þáttur sem hún er. Þá fer ég ekki
nánar í frammistöðu einstakra
leikara, því þar reyndi mjög á
sönginn, vil þó minnast á Kjart-
an Ragnarsson, sem náði litróf-
inu í persónu Grettis allt frá því
hann húkir í Breiðholtinu
áhugalítill unglingurinn þar til
hann gefur mömmu og pabba
blokkina sem þau búa í og fer
þar að fordæmi Prestleys, enda
súperstjarna. Jú og ekki má
gleyma Guðrúnu Gísladóttur í
hlutverki aðstoðarstúlku kvik-
myndaleikstjórans, varð þar ein
sjónvarpsþulan Ijóslifandi fyrir
augum áhorfenda. Harald G.
Haralds kom líka á óvart, sýndi
nýja hressilega hlið á leikper-
sónu sinni, einnig Ragnheiður
Steinþórs sem sæt diskópía þó í
þéttara lagi væri. Hlutverk Sig-
urveigar Jónsdóttur var eins og
áður er sagt, runnið úr Sókn-
arkvennakomplex annars texta-
höfundar, píslarvættissvipurinn
á andliti hennar var þó nokkuð
sannfærandi miðað við að hún
var hvorki í frystihúsi né hjá SS.
Jón Sigurbjörnsson fengi ör-
ugglega vinnu hjá Sædýrasafn-
inu. Það er raunar aðeins eitt
fyrir utan predikunartóninn sem
skyggir á þessa stórskemmtilegu
sýningu, ónákvæm lýsing og
afhverju þessa sparsemi í notk-
un disco-effekta.? Og hvers eiga
ballettstelpurnar hjá Þjóðleik-
húsinu að gjalda? Eru ekki
dansar eins og þarna eru framd-
ir kjörnir til að lyfta undir
þessar vesalings forsómuðu
stúlkur sem slíta í sér sinarnar
upp í Þórscafé á sunnudags-
kvöldum í örmum Halla, Ladda
og Jörundar.
Ég veit ekki hvort Ragnar
Arnalds hefur tekið eftir þessu á
sýningunni. Ingvar Gísla sá ég
hvurgi en forsetanum sem þarna
sat hefir vafalaust þótt
oskemmtilegt að sja fjársvelti
síns gamla leikhúss birtast í
snautlegri umgjörð Grettis. En
því miður heldur hún ekki um
ríkiskassann.
Aldraðir koma saman
í tilefni afmælis Endurhæfingarstöðvarinnar.
útvega sjúkraþjálfara og tókst
sendiráðinu að ráða sjúkraþjálf-
ara til tveggja ára frá háskóla-
sjúkrahúsinu í London. Fyrsti
sjúkraþjálfarinn kom þaðan í
október 1978, en þegar sá næsti
átti að koma 6 mánuðum síðar
kom í ljós að fyrirvaralaus and-
staða hafði komið upp hjá Há-
skólasjúkrahúsinu við því að
næsta stúlka kæmi.
Heilsuræktin fékk þá Rann-
sóknarlögreglu ríkisins í lið með
sér til þess að upplýsa þau óeðli-
legu vinnubrögð sem lágu að baki
synjuninni og er málið nú komið í
hendur lögmanns Heilsuræktar-
innar, Inga R. Helgasonar."
Jóhanna sagði að lokum að
Heilsuræktinni hefði nú boðist
sjúkraþjálfari frá þriðja landinu
og vonaðist hún til að geta búið
svo um hnútana að vinnufriður
yrði tryggður í framtíðinni.
Jóhanna Tryggvadóttir,
stjórnarformaður Heilsuræktarinnar:
„Hvers eiga aldr-
aðir að gjalda?44
Endurhæfingardeild Heilsu-
ræktarinnar í Glæsiba* er 1 ára
um þessar mundir. í Heilsu-
ræktinni fer fram tvíþætt
starfsemi, annarsvegar almenn
heilsurækt og svo endurhæfing
fyrir ellilifeyrisþega. Leyfi tií
þess að reka þessa endurhæf-
ingardeild fékkst 1971 og síðan
197fi hafa eldri borgarar getað
nýtt sér þjónustu endurhæf-
ingardeildarinnar ókeypis. Á
hlaðamannafundi. sem Jó-
hanna Tryggvadóttir, stjórn-
arformaður Heilsuræktarinn-
ar, hoðaði til vegna afmælisins
sagði hún að endurhæfingar-
deildin hefði átt í sífelidum
erfiðleikum með að veita þá
þjónustu. sem húsnæði og
ta*kjahúnaður gera mögulega,
vegna óskiljanlegrar óvildar
Féiags íslenskra sjúkra-
þjálfara í garð endurhæfingar-
deildarinnar.
„Stjórn Heilsuræktarinnar fékk
leyfi frá félagsmálaráðuneytinu
1976 til þess að ráða sjúkraþjálf-
ara frá Danmörku til endurhæf-
ingardeildarinnar og starfaði
hann í 6 mánuði eins og samning-
urinn við hann sagði til um. Samið
hafði verið um 5 ára samstarf við
danska yfirsjúkraþjálfarafélagið
en því miður gat ekki orðið af
áframhaldandi ráðningu á starfs-
kröftum af óskiljanlegum ástæð-
um. Þá snéri Heilsuræktin sér til
Bretlands og leitaði aðstoðar ís-
lenskra stjórnvalda til þess að ná
samningum við sjúkraþjálfara
þar. Sendiráðinu í London var þá
falið að aðstoða stofnunina í að
Jóhanna Tryggvadóttir, stjórnarformaður Heilsuræktarinnar.