Morgunblaðið - 19.11.1980, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980
Þessi mynd var tekin, er unnið var að slokkvistarfinu í «ær.
Ljósm. Mbl. Júlíus.
Eldur um borð í
Morgunstjömunni
ELDUR kom upp um borð í
Morjíunstjörnunni SÁ 45 um
klukkan hálf fimm í kot.
Slökkvilið var kallað til ok
gekk því jjreiðlejía að
slökkva eldinn. Ekki urðu
slys á mönnum.
Morgunstjarnan, sem er í
eigu útgerðarfélagsins Fram-
ness hf. Grundarfirði, er í
slipp í Bátanausti við Gelgju-
tanga og var verið að logsjóða
í lúkar, þegar neisti féll í
olíubrák undir gólfi með áð-
urgreindúm afleiðingum.
Greiðlega gekk að slökkva
eldinn, skemmdir urðu
nokkrar.
Rannsókn mín hefur leitt í ljós
að QUIK fæst í lítilli dós,
stærri dós og ennþá stærri dós.
Með súkkulaði
kveðju •
Bctuu
Súkkulaðisérfræðingur
Rikisútvarp:
Fjárlagatillögurnar lækk-
aðar um 851,5 millj. króna
„LÆKKUNIN frá fjárlagatil-
lögum okkar og niðurstöðum
fjárlagafrumvarpsins nam 9%.
þ.e. 306 millj. kr. til hljóðvarps
og 545,5 millj. til sjónvarps. Þá
munar okkur tilfinnanlega um
að missa tollatekjurnar, sem
teknar voru af okkur 1977.
Upphæð þeirra nemur einum
milljarði í ár.“ sagði Hörður
Vilhjálmsson, er Mbl. spurði
hann, hver niðurskurður hefði
orðið á fjárlagatillögum Ríkis-
útvarpsins í gerð fjárlaga-
frumvarpsins. en eins og fram
kom í frétt Mbl. i gær verður
rekstrartap stofnunarinnar á
þessu ári um einn milljarður,
ef ekki fæst breyting á fjár-
lagafrumvarpinu hvað varðar
Ríkisútvarpið í meðförum fjár-
veitinganefndar og alþingis.
Hörður sagði, að Ríkisútvarpið
myndi fara fram á það við fjár-
veitinganefnd að áðurnefndar
tollatekjur fengjust endurheimtar
og einnig niðurskurðurinn frá
fjárlagatillögunum. Tollatekjurn-
24 íslenzk
fyrirtæki á
sýningu i
Færeyjum
Frá Jógvani Arge, fréttaritara
Mbl. I Færeyjum, 17. nóv.
„NOKKRIR þátttakend-
anna hafa fengið góð sam-
bönd og aðrir hafa fengið
betri upplýsingar um fær-
eyska markaðinn á ís-
lenzku vörusýningunni í
Þórshöfn,“ segir Gunnar
Kjartansson fulltrúi hjá
Útflutningsmiðstöð iðnað-
arins.
24 íslenzk fyrirtæki tóku
þátt í sýningunni í stærstu
verzlunarmiðstöð Færeyja,
SMS í Þórshöfn. Sumir
þeirra hafa fengið pantanir,
t.d. húsgagna- og sápufram-
leiðendur, en aðrir hafa ekki
beinlínis fengið pantanir, en
sambönd sem gætu leitt til
samvinnu í framtíðinni.
Gunnar Kjartansson
sagði aðspurður, að árangur
sýningarinnar hefði ekki
getað verið betri. Hann
sagði, að einnig mætti líta
svo á að sýningin yrði til
þess að Islendingar tækju
þátt í vörusýningum sem
haldnar eru hvert ár í
íþróttahöllinni i Þórshöfn í
Færeyjum.
Borun lokið í
Bjarnarflagi
Vogum. Mývatnssveit, 18. nóv.
GUFUBORINN Jötunn er að Ijúka
við að bora holu i BjarnarflaKÍ. Um
hádeKÍð var holan orðin um 1970
metra djúp. Áætlað er að hora
rúmlega 2.000 metra niður og gæti
það orðið í kvöld.
Að borun lokinni verður Jötunn
tekinn niður og fluttur niður fyrir
Fagraneshóla, sem eru neðan við
hraunið milli Reykjahlíðar og
Grímsstaða. Þar mun hann síðan
bíða eftir næsta verkefni. Vonast er
til að þessi hola í Bjarnarflagi eigi
að geta orðið álíka öflug og síðasta
hola, sem boruð var þar.
Kristján
ar eru fengnar af aðflutnings-
gjöldum sjónvarpsviðtækja og
loftnetum. Var sá tekjustofn nýtt-
ur til uppbyggingar dreifikerfis
sjónvarps og litvæðingarinnar á
sínum tíma. Þá sagði Hörður að
með fjárlagatillögum stofnunar-
innar hefði verið reiknað með
MAGNÚS og Jóhann, ásamt raí-
magnsfiðluleikaranum Graham
Smith halda tónleika i Mennta-
skólanum við Hamrahlið i kvöld.
Á efnisskrá verða lög af nýút-
kominni hljómplötu þeirra félaga
SVOIILJÓÐANDI fréttatilkynn-
inK barst frá utanríkisráðuneyt-
inu i gær:
„Eins og kunnugt er af fréttum
var forseta Guinéa-Bissau, syst-
urríki Cabo Verde (Grænhöfða-
eyja) steypt af stóli sl. laugardag.
Við völdum tók Joao Bernardo
Vieira, herforingi. Hann var áður
forsætisráðherra hjá Luis Cabral,
forseta, sem settur var í stofufang-
elsi. Vieira er forystumaður bylt-
ingarráðs, sem hefur m.a. lagt
áherslu á það að hætt skuli við
fyrirhugaða sameiningu Guinéa-
Bissau og Cabo Verde.
Á ríkisstjórnarfundi í Cabo
Verde sl. laugardag var valdaránið
fordæmt og m.a. gerður fyrirvari
um réttarstöðu Cabo Verde.
Eins og kunnugt er, hefur Að-
rekstrarafgangi upp á 130 millj.
kr. og hefði verið fyrirhugað að
nýta rekstrarafganginn til niður-
greiðslu á hallarekstri undanfar-
inna ára. „Við vonumst aðeins til
að alþingismenn taki mál þetta til
jákvæðrar afgreiðslu," sagði
Hörður í lokin.
ásamt eldra efni og nýju, óút-
komnu.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og
eru þeir opnir almenningi meðan
húsrúm leyfir.
stoð íslands við þróunarlöndin
beitt sér fyrir umfangsmiklu
þróunarverkefni á Cabo Verde.
Árni Halldórsson, vélstjóri, Hall-
dór Lárusson, skipstjóri og Magni
Kristjánsson, sem starfar nú sem
útgerðarstjóri, dvelja á Cabo
Verde ásamt fjölskyldum sínum.
Spurningar vöknuðu í ljósi síðustu
atburða hvort starfs- eða dvalar-
aðstaða íslendinganna hefði eitt-
hvað breyst. Samkvæmt upplýs-
ingum sendiráðs íslands í París
mun ekki talið að svo sé og líðan
íslendinganna er góð. Allt mun
vera með kyrrum kjörum í höfuð-
borg Cabo Verde, Mindelo, og
Mindelo, og samkvæmt fréttum
frá París eru nú engin átök í
Guinéa Bissau og Cabo Verde.
Kommúnistar og
fasistar á Alþingi?
VIÐ UMRÆÐUR á Alþingi í
gær gerðist það m.a. að Vil-
mundur Gylfason kallaði
alþýðubandalagsmenn komm-
únista og gerði að umtalsefni
afstöðu þeirra til atvinnulýð-
ræðis, sem hann taldi koma
fram í atkvæðagreiðslu um
Flugleiðafrumvarpið. Skömmu
síðar kom Garðar Sigurðsson,
einn þingmanna Alþýðubanda-
lagsins, í ræðustól og gcrði
grein fyrir atkvæði sínu, þegar
verið var að greiða atkvæði um
einn lið Flugleiðafrumvarpsins
og sagði á þá leið að fyrst
fasistinn Vilmundur Gylfason.
segði nei, segði hann já.
Albert Guðmundsson kom að
þessu loknu í ræðustól og óskaði
þess að Garðar endurtæki um-
mæli sín og hvort það væri rétt
sem sér hefði heyrst, að hann
hefði kallað einn samþingmanna
sinna fasista. Væri svo, bæri
forseta að víta Garðar fyrir
þessi ummæli. Vilmundur Gylfa-
son kvaddi sér þá hljóðs og
sagðist vera af sjómannaþjóð,
sem ekki léti sér bregða þó ýmis
stór orð féllu. Minnti Vilmundur
á að hann hefði kallað alþýðu-
bandalagsmenn kommúnista og
hefði Garðar aðeins verið að
svara fyrir sig. „Ég skil Garðar
vel,“ sagði Vilmundur og lauk
þar með umræðum um kommún-
ista og fasista á Alþingi í gær.
Þessi mynd var tekin af þeim félögum fyrir utan Hamrahlíðarskólann
nú nýverið.
Magnús, Jóhann og
Graham með tónleika
Líðan íslendinga á
Grænhöfðaeyju góð