Morgunblaðið - 19.11.1980, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980
17
Þessi mynd var tekin af TF Rán nýverið, er starfsmenn Landhelgisgæslunnar voru við björgunaræfingar.
Giftusamleg björg-
unaraðferð á TF Rán
„Þyrlan reyndist betur en nokkur hafði þorað að vona,“
sagði Sigurður Árnason sem var skipherra í ferðinni
HIN NÝJA bYRLA Landhelgisgæzlunnar, TF Rán, fékk sannkallaða
eldskirn í gær. Þyrlan sótti mjög veikan mann að Hornhjargsvita í
Látravík á Ströndum. þrátt fyrir að veður væri mjög slæmt og
skyggni lélegt. Þyrlan flutti manninn, sem starfað hefur i
afleysingum sem vitavörður að Ilorni um tíma, til ísafjarðar þar sem
hann dvelur nú á sjúkrahúsi staðarins.
Maðurinn varð mjög veikur árla
dags í gær og var fljótlega beðið
um aðstoð. Vegna veðurs komst
þyrlan ekki í loftið í Reykjavík
fyrr en kl. 2 síðdegis, en mikill
viðbúnaður var viðhafður, þar sem
ekki þótti öruggt að þyrlan kæm-
ist í Látravík vegna veðurs.
Varðskipið Ægir hélt áleiðis til
Isafjarðar þar sem menn úr slysa-
varnafélaginu Skutli höfðu undir-
búið að fara með lækni, snjósleða
og þotur til hjálpar. Ekki var talið
mögulegt að ná manninum sjóleið-
ina við Látravík og því reiknað
með að sigla þyrfti í Hornvík og
sækja manninn landleiðina þaðan,
en það er um tveggja tíma ganga
yfir erfiða vegleysu. Ef þurft hefði
að sækja manninn á þennan hátt
hefði mjög líklega tekið um tólf
Hildudalur, 18. okt.
LEIKFÉLAGIÐ Baldur frumsýndi
Skugga Svein á laugardaginn
fyrir fullu húsi og við mjög góðar
undirtektir leikhúsgesta. Leik-
stjóri var Kristján Jónsson. Undir-
leik annaðist Sigurjón Daníelsson.
Sýningin var endurtekin á sunnu-
dag, sömuleiðis fyrir fuilu húsi og
klukkustundir að koma honum til
byggða. Þá var björgunarlið varn-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli
einnig í viðbragðsstöðu.
Þyrlan fór frá Reykjavík kl. 14,
eins og fyrr segir, og lagði leið
sína yfir Dragháls, Borgarfjörð,
Hrútafjörð og fór síðan með
ströndum við Hornstrandir. Veður
var norðaustan 30—35 hnútar og
skyggni mjög lélegt. Þyrlan lenti
að Horni um kl. 15.30 og stóð þar
við í um 10 mínútur en hélt síðan
með sjúklinginn til Isafjarðar og
lenti þar kl. 15.59.
Segja má, að þetta hafi verið
fyrsta prófraun nýju þyrlunnar,
og luku áhafnarmeðlimir lofsorði
á flughæfni hennar. Þyrlan var á
ísafirði í nótt og fyrirhugað var að
við mjög góðar undirtektir. Fyrir-
hugað er að ferðast með sýninguna
tii nærliggjandi staða.
Togarinn Sölvi Bjarnason landaði
í gær 140—150 lestum eftir tæplega
viku útiveru. Aflinn var mestmegn-
is þorskur og grálúða, u.þ.b. 30
tonn.
Páll
hún kæmi til Reykjavíkur á ný nú
í morgun, ef veður leyfir.
Fréttaritari Mbl. á ísafirði, Úlf-
ar Ágústsson, ræddi við Sigurð
Árnason skipherra a lsafirði síð-
df gis í gær, er hann var nýkominn
úr hinu frækilega björgunarflugi.
Sigurður sagði, að þeir hefðu
flogið yfir landið og komið yfir í
Hrútafjörð, flogið síðan meðfram
landinu að Horni. Veður hafi verið
norðaustan 30—35 hnútar og
skyggni allt niður í núll, en mest
einn til tveir kílómetrar. „Ferðin
gekk vel út að Horni, en þegar við
áttum eftir 2—3 sjómílur þá var
skyggnið aðeins 50—100 metrar,
en við hittum á bjartara við Horn
og gátum lent þar, stoppuðum í 10
mínútur og tókum sjúklinginn um
borð, en hann var mjög þjáður af
hjartatilfelli og hafði verið það
síðan snemma um morguninn. Við
ákváðum að fljúga frekar vestur
um til ísafjarðar en suður eða
norður um. Maðurinn gat sjálfur
gengið um borð, en var í súrefnis-
gjöf á leiðinni til ísafjarðar þar
sem sjúkrabíll beið hans og flutti
á sjúkrahús staðarins."
Sigurður skipherra sagði, að
þyrlan hefði reynst mun betur en
þeir hefðu nokkurn tíma þorað að
vona og hann tók fram að flug-
mennirnir hefðu verið einvala lið.
Mbl. hafði samband við Tómas
Jónsson lækni á sjúkrahúsinu á
ísafirði síðari hluta kvölds í gær
og spurðist fyrir um líðan manns-
ins. Hann sagði að líðan hans væri
eftir atvikum, hann væri ekki í
lífshættu, en næsti sólarhringur
myndi skera úr um hvernig hon-
um heilsaðist. Þá sagði Tómas
mjög mikilvægt að unnt væri að
köhia hjartasjúklingum hið fyrsta
á sjúkrahús og að í þessu tilfelli
hefði mjög vel til tekist.
Bíldudalur:
Skugga-Sveinn hlaut
góðar undirtektir
Moonistar á íslandi
haf a 5 menn í starf i
MOONISTAR á íslandi, sem kalla
samtök sín „Samtok heimsfriðar
og sameiningar”. hafa 5 manns í
fullu starfi. að því er Bryndis
Ásgeirsdóttir á skrifstofu samtak-
anna i Reykjavík sagði í samtali
við Mhl. í gær. Fyrirliði MtMinist-
anna hér á landi er norskur og
heitir Halvor Kai Iversen. Hann
var ekki til staðar er haft var
samband við samtökin í gær.
Bryndís sagði að starfsemi sam-
takanna væri ekki í líkingu við það
sem sýnt var í sjónvarpsþætti um
Moonista sl. mánudagskvöld. „Ég
verð nú að segja eins og er, að ég er
nýkomin frá Englandi og ég kann-
aðist ekki við það sem fram kom í
þættinum, ekki að öllu leyti. Við
förum auðvitað út á götur og
seljum, en ég hef aldrei gert slíkt
undir fölsku yfirskyni. Þegar ég
sel, það gerum við hér líka, segi ég
alltaf fyrir hvaða starf það er og ég
er ekkert feimin við að segja fólki
að ég sé Moonisti. Ég er stolt af því.
Þetta er ekkert til að skammast sín
fyrir.
— En er mikil leynd yfir starfi
Moonista hér?
„Ég vil ekki segja það. Ég hef
heldur ekki kynnst því að svo sé
annars staðar í heiminum.
— Eru samtökin fjársterk hér-
lendis?
„Ég veit nú ekki hvað ég á að
segja. Þeir peningar sem við eigum
eru þeir sem vinnum okkur inn. Við
Moon og kona hans, Hak Jak
Ilan.
erum bara með bát sem við gerum
út og svo erum við vinnandi fólk.“
— Eru Moonistar á íslandi
heilaþvegnir?
„Það fer alveg eftir því hvaða
skilning hver og einn leggur í orðið
heilaþvottur. Ég skil það þannig að
það sé eitthvað niðurbrjótandi, geti
ekki verið uppbyggjandi. Eftir
þeim skilningi er ég ekki heilaþveg-
in. En ef það er að losna við
neikvæðan hugsunarhátt og fleira
þannig, þá er hægt að segja að það
hafi farið fram hreinsun á hugsun-
um hjá mér.“
Hópvigsla í hjónahand hjá Moonistum. lljónavígslurnar fara fram i
Seoul í Kóreu.
Kóngsdóttirin vinsæl
í Alþýðuleikhúsinu
ALÞÝÐULEIKIIÚSIÐ hefur nú
sýnt leikritið „Kóngsdóttirin em
kunni ekki að tala" um skeið og
ávallt fyrir fullu húsi. Má ekki á
milli sjá hvort fullorðnir eða btirn
eru í meirihluta á sýningunni
jafnvel þótt svo eigi að heita að
leikritið sé harnaleikrit.
Flugleiðafrumvarpið samþykkt
samhljóða í Neðri deild í gær
ar.
FRUMVARP um fjárhagsstuðn-
ing við Flugleiðir hf. var sam-
þykkt sem lög frá neðri deild
Alþingis í gær með 34 sanibl jóða
atkvæðum. Breytingartillögur
Vilmundar Gylfasonar höfðu áð-
ur allar verið felldar. en þær
gengu meðal annars i þá átt að
allir starfsmenn Flugleiða hefðu
jafnan atkvæðisrétt við stjórn-
arkjör, án tillits til hlutafjáreign-
Samkvæmt hinu nýja frumvarpi
er ríkisstjórninni heimilt að auka
hlutafjáreign ríkissjóðs í fyrir-
tækinu upp í 20%, ríkinu er
heimilt að veita allt að 12 milljón-
um Bandaríkjadala til að bæta
rekstrarfjárstöðu fyrirtækisiTis,
heimild er til niðurfellingar lend-
ingargjalda af Atlantshafsfluginu
á Keflavíkurflugvelli.
Aðstoð ríkissjóðs við Flugleiðir
hf. er háð ýmsum skilyrðum, og
hefur stjórn fyrirtækisins þegar
fallist á þau. Meðal þeirra er að
aðalfundi fyrirtækisins skal flýtt,
starfsmannafélagi Arnarflugs
skal gefinn kostur á að kaupa
meirihluta hlutabréfa í Arnar-
flugi, bókhald vegna Atlantshafs-
flugsins skal vera eins afmarkað-
ur og kostur er, senda skal ríkis-
sjóði ársfjórðuhgslega yfirlit um
fjárhag félagsins og fleira.
Hin nýju lög gera ráð fyrir því,
að Atlantshafsfluginu verði haldið
áfram þar til í október á næsta ári
að minnsta kosti, þannig að full-
reynt verði, hvort ekki verði unnt
að koma því á réttan kjöl á ný
eftir erfiðleikatímabil vegna
margvíslegra aðstæðna.
Þetta er ævintýri; kóngssynir
fára af stað til að leita að máli
handa kóngsdótturinni sem þeir
elska báðir; en hún er mállaus og
heyrir ekki 'neitt. Þeir Alfreð og
Vilfreð lenda í allskyns ævintýrum
og ógöngum í leit sinni að máli
handa henni og spurningin er hvor
þeirra fær hana fyrir konu í lokin.
I sýningunni er sögukona, sem
segir frá gangi mála jafnóðum,
bæði á talmáli og táknmáli, auk
þess sem hún útskýrir mun þess að
vera heyrnarlaus og heyrandi.
Einnig er brugðið á látbragðsleik
til að koma sögunni til skila.
Ákveðið er að hafa tvær sýn-
ingar næstkomandi sunnudag kl. 3
og kl. 5 þar sem erfitt er um vik að
hafa barnasýningar í miðri viku.
Miðasala er í Lindarbæ alla daga
milli kl. 5—7 e.h.