Morgunblaðið - 19.11.1980, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980
Hrafnhildur Sigurð-
ardóttir — Minning
Fædd 3. ágúst 1939.
Dáin 9. nóvember 1980.
Hrafnhildur er dáin.
Við þá helfregn setti mig hljóða
og mér varð hugsað til þess mikla
örlagavefs sem líf vort er.
Ung kona sem enn hafði ekki
lokið móðurhlutverki sínu er hrif-
in á brott frá heimili sínu og þá
ekki síður frá því skapandi list-
ræna afli sem að í henni bjó og
hún hafði enn ekki haft tíma né
ástæður til að vinna að nema í
litlum mæli.
Hrafnhildur Sigurðardóttir var
fædd í Reykjavík 3. ágúst 1939.
Foreldrar hennar voru hjónin
Valgerður Laufey Einarsdóttir og
Sigurður Sólonsson múrari, en
hann er nú Iátinn.
Hún sleit barnsskónum í faðmi
ástríkrar fjölskyldu og er hún óx
upp stóð hugur hennar til þess að
nema hið fagra og listræna sem
hendur kvenna hafa um aldaraðir
skapað á Islandi.
Arið 1955 hleypti hún svo heim-
draganum aðeins sextán ára göm-
ul og settist í Húsmæðraskólann á
Isafirði, þessum gamla menning-
arbæ umluktum háum vinalegum
fjöllum, sem eins og vernda íbú-
ana fyrir umheiminum og um
langan aldur hefir fjörðurinn veitt
bæði innlendum og erlendum
fiskiskipum skjól fyrir veðurofsa
og hafróti. Margur sjómaðurinn
hefur einnig notið þarna læknis-
hjálpar og aðhlynningar og það er
ekki trútt um að þarna hafi
Hrafnhildi opnast hulinn heimur
er hún leit skipaflotann í vari eftir
óveðursnótt.
I skólanum opnaðist henni nýr
heimur, hún stundaði námið vel og
af þeim áhuga og natni sem að
henni var eiginlegur, þó var ein
námsgrein sem að hreif hana
öðrum fremur, það var vefnaður.
Þegar skólanum var lokið um
vorið og hún stóð með prófskír-
teinið sitt í höndunum ákvað hún
að verða vefnaðarkennari eða
bara læra að vefa. Vefa jafnvel
listaverk.
Mennirnir þenkja en guð ræður.
Hún stóð með örlagaþráðinn og
byrjaði að vefa. Maðurinn sem
hún unni var kominn með lífið
sjálft.
Frekara nám varð að bíða.
Hrafnhildur Sigurðardóttir og
Guðmundur Yngvason voru gefin
+
Maöurinn minn og bróðir okkar,
PÁLL STEINSSON,
Háteigsvegi 11,
andaðist í Landakotsspítala 17. nóvember.
María Jónsdóttir,
og systkini hins látna.
+
Maöurinn minn,
GUDBRANDURJÖRUNDSSON,
frá Vatni,
lést í Landspítalanum 17. nóvember.
Ingiríður E. Ólafsdóttir.
Maöurinn minn,
EIRÍKUR SIGURÐSSON,
fyrrverandi skólastjóri,
Hvannavöllum 8, Akureyri,
andaðist í Landspítalanum 17. nóvember.
Jónína Steinþórsdóttir.
+
Alúöarþökk tyrir alla vinsemd í sambandi viö andlát og útför,
GUDRUNAR ÞORBJORNSDOTTUR.
Ingveldur Guömundsdóttir.
+
Meö þakklæti fyrir auösýnda samúö við fráfall og jaröarför systur
mlnnar,
JÓHÖNNU ÍSLEIFSDÓTTUR.
F.h. vandamanna.
Marta í. Ólafsdóttir.
+
Hjartkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
RAGNAR JÓNSSON,
Stórholti 26,
sem lést í Borgarspítalanum 12. þ.m. veröur jarösunginn frá
Fossvogskirkju, fimmtudaginn 20. nóvember kl. 13.30.
Magnúsína Bjarnadóttir,
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Jóhannes Noröfjörð,
Pálína Aóalheiöur Ragnarsdóttir, Oddur Halldórsson,
og barnabörn.
saman í hjónaband 21. desember
1957.
Fæðingarhátíð frelsarans var
framundan, þegar allt hið góða
um víða veröld er leyst úr læðingi.
Allt er hreint og fágað og sorinn
úr sálunum víkur fyrir bænarorð-
um. A þessum grundvelli var
hjúskapur þeirra byggður, gagn-
kvæmum kærleika og trausti sem
entist þeim til hinstu stundar.
Hrafnhildur var skapföst og
dugleg og þegar kom til orða að
Guðmundur maður hennar færi í
iðnnám stuttu eftir brúðkaup
þeirra, fannst henni það sjálfsagt
og studdi hann eftir mætti, þó að
það yrði til þess að þau myndu
hafa minna fyrir framan hend-
urnar og yrðu að búa þrengra. Allt
blessaðist þetta vel og þegar að
hann lauk fjögurra ára málara-
námi, höfðu þau eignast þrjá
myndarlega drengi. Hrafnhildur
var góð húsmóðir og nærgætin
móðir. Glaðlyndi hennar aflaði
henni einnig margra góðra vina og
oft var glatt á hjalla í góðra vina
hópi.
Eins og aðrir Islendingar urðu
þau að byggja yfir sig og leggja
nótt við dag í mörg ár á meðan að
erfiðleikarnir voru sem mestir.
Börnunum fjölgaði og það bættust
tvær dætur í hópinn, svo að nú
voru þau orðin fimm börnin á
ellefu árum. Sigurður Theodór
sem kvæntur er Elsu Sveinbjörns-
dóttur, Guðmundur Rúnar, Yngvi
Óðinn, Jóhanna Kristín og Laufey
Valgerður.
En heilsa Hrafnhildar var ekki
eins góð og skyldi, þó glapti það
fyrir okkur hve hún var alltaf
lífsglöð og viðmót hennar fjörlegt.
Heimilið var samofið af
smekkvísi þeirra beggja og list-
rænum hæfileikum Hrafnhildar
sem komu fram í öllu er hún
handlék.
Fyrir þremur árum ákváðu þau
að flytja um stundarsakir út til
Svíþjóðar með menntun drengj-
anna í huga. En sjálf ætlaði
Hrafnhildur að láta gamlan
draum rætast. Drauminn sem
hana dreymdi forðum í Hús-
mæðraskólanum á ísafirði og
aldrei hafði vikið frá henni þó svo
að hann hafi oft' blundað. Hún
ætlaði að læra vefnað. Hún settist
á skólabekk út í Svíþjóð, lærði
tungumál og í tvo vetur var hún
búin að stunda nám í vefnaði með
ágætis einkunn og góðum vitnis-
burði í listrænni tjáningu og
vandvirkni.
Þau höfðu í upphafi ákveðið að
vera aðeins í tvö ár og þá hefðu
þau átt að koma heim í sumar. En
Hrafnhildur sem svo lengi hafði
beðið eftir þessu tækifæri að geta
sest á skólabekk og noti menntun-
ar við sitt hæfi, gat ekki slitið sig
frá hugðarefnum sínum. Þau
frestuðu því heimferðinni um eitt
ár og hún hlakkaði til vetrar-
starfsins í skólanum eins og börn-
in hlakka til jólanna.
En það syrti í álinn því að áður
en að sumarið var liðið var hún
vistuð helsjúk á spítala og átti
þaðan ekki afturkvæmt. Læknar
og hjúkrunarlið gerðu það sem í
þeirra valdi stóð.
Vefnaðarkennarinn heimsótti
hana og þakkaði henni fyrir
ógleymanlegar samverustundir í
skólanum.
Hún hefur lokiA við orlaKavefinn.
Mennirnir þenkja en Ruð ræður.
Blessuð sé minning hennar.
Innilega samúð votta ég eigin-
manni hennar og börnum, móður
hennar og öðru venslafólki.
Guð blessi ykkur öll.
Hulda Pétursdóttir.
Það var sumarið ’57 að ég ásamt
frænku minni var að versla í
„Gefjun" í Austurstræti. Ung
stúlka, með mikið svart hár,
afgreiddi okkur. Ég tók sérstak-
lega eftir stúlkunni sakir þess að
hún var bæði falleg og hafði
sérlega hlýlegt viðmót og hýrt. Ég
hafði orð á þessu við frænku mína
þegar við komum út á götuna. Hún
sagði þá svo ánægð „Já, þetta er
kærastan hans Gumma." Þannig
hófust kynni okkar Hrafnhildar.
Okkur varð vel til vina. Hrafnhild-
ur var hrein og bein í samskiptum
sínum við fólk. Hún var greind og
ákaOtgii .vjOkwBi, .
Hún var glaðlynd og einstakur
gestgjafi. Það er reyndar ekki
hægt að tala um heimili þeirra
nema tala um þau bæði í einu því
þau voru svo samhent í öllu.
Hrafnhildur var fædd í Reykja-
vík 3.-8. ’39, dóttir hjónanna
Valgerðar Laufeyjar Einarsdóttur
saumakonu og Sigurðar Sólons-
sonar múrarameistara.
Hrafnhildur var elst þriggja
barna og eina dóttirin og ólst upp
við mikið ástríki. Hún hafði mikið
yndi af handavinnu. Hrafnhildur ;
var í Húsmæðraskóla ísafjarðar
veturinn ’56—57. Þar bundust
vináttubönd sem aldrei rofnuðu.
Þar kynntist hún ungum og mynd-
arlegum sjómanni og þau gengu í
hjónaband 21.12. ’57. Ungi maður-
inn var Guðmundur Yngvason
ættaður úr Reykjavík og undan
jökli. Þau voru sérlega fallegt par
bæði hávaxin og dökkhærð og um
alla hluti voru þau samhent.
Hrafnhildur varð fyrir þeirri
þungu sorg að missa föður sinn á
besta aldri, þá var hún nýgift og
Sigurður sonur þeirra hjóna nokk-
urra mánaða gamall. En Guð-
mundur miðlaði konu sinni þá eins
og jafnan síðan af styrk sínum og
kærleika, enda hafði hann sjálfur
misst föður sinn sviplega tveimur
árum áður.
Fyrstu hjúskaparárin voru erfið
hjá ungu hjónunum. Guðmundur
fór í iðnnám, lærði húsamálun.
Þau voru í leiguhúsnæði, en
voru heppin, gátu verið lengi á
sama stað.
Hrafnhildur var ekki vel frísk
en flíkaði því ekki og var ætíð
glaðsinna.
Gummi vann myrkranna á milli
til að sjá fjölskyldu sinni farborða
meðan á náminu stóð. Þegar hann
lauk sveinsprófi höfðu þau eignast
þrjá drengi.
Þau festu kaup á íbúð í Hafnar-
firði og voru alsæl.
Ég man að ég var að vorkenna
Hrafnhildi að hafa enga eldhús-
innréttingu, en hún brosti bara og
sagði: „Hann Gummi minn kemur
með innréttinguna þegar hann
getur, það liggur ekkertá," þá var
fjórða barnið á leiðinni, stúlka var
það sem þau höfðu lengi þráð og
tveimur árum seinna eignuðust
þau aðra stúlku, því eins og
Hrafnhildur sagði „það er svo gott
að eiga systur".
Hrafnhildur saumaði falleg
tjöld fyrir kassana í eldhúsinu og
saumaði dúka, heklaði dúllur og
platta.
Blómin hennar voru alltaf svo
falleg.
íbúðin í Köldukinn varð of lítil
þegar börnin voru orðin fimm.
Þau réðust í að byggja raðhús við
Miðvang.
Oft var Hrafnhildur lasin en
alltaf var áhugi hennar fyrir
handavinnu jafnmikill. Hún fór að
læra að vefa ...
Lífsbaráttan var hörð og þau
voru orðin þreytt á baslinu og
sköttunum og datt þeim í hug að
flytja til Svíþjóðar. Hrafnhildur
sagði að Gummi gæti slakað á og
farið að vinna 8 stunda vinnudag,
sem aldrei tækist hér og hann
sagði að hún gæti lært meira í
sambandi við vefnað. Sumarið ’78
lögðu þau af stað á vit ævintýr-
anna. Þau settust að í Finspánga í
Svíþjóð og undu hag sínum vel þar
til Hrafnhildur veiktist nú á
haustdögum og barðist hetjulega
við válegan sjúkdóm, sem á nokkr-
um vikum braut niður þrek henn-
ar og viðnám.
Hrafnhildur fór í vefnaðarskóía
og hafði mikla ánægju af náminu.
En alltaf þráði hún samt landið
sitt og ættingja og vini heima og
að vori ætluðu þau heim. Nú er
hún komin heim, þó að á annan
hátt en ætlað var.
Ég og fjölskylda mín vottum
Gumma, börnunum, móður
Hrafnhildar, bræðrum og öðru
venslafólki innilega samúð.
Guðlaug P. Hraunfjörð.
Sigurvegarar i hausttvímenningi Bridgeklúbbs Akraness. Ilall
dór Sigurbjörnsson til vinstri og Vigfús Sigurðsson.
Sigríðar Ólafsdóttur og Hall-
dóru Kolka sem hlutu 779 stig.
Staða næstu para:
Jóhann — Jón 760
Valdimar — Sigrún 757
Kári — Jón 73p
Ólafur — Jón 735
Næsta keppni verður hrað-
sveitakeppni sem hefst í kvöld
kl. 19.45. Spilarar eru beðnir að
mæta tímanlega og taka með sér
gesti.
Bridgedeild
Húnvetninga
Fimm kvölda tvímenningi er
lokið hjá deildinni með sigri
Brldge
Umsjóni ARNÓR
RAGNARSSON
Bridgeklúbbur
Akraness
Lokið er 4 umferðum í haust-
sveitakeppni félagsins, en 10
sveitir taka þátt í keppninni.
Staða efstu sveita:
Sveit stig
Þórðar Elíassonar 75
Alfreðs Viktorssonar 73
Guðmundar Bjarnasonar 59
Halldórs Sigurbjörnss. 56
Arna Bragasonar _ 50