Morgunblaðið - 19.11.1980, Síða 23

Morgunblaðið - 19.11.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980 23 Hólmfríður Jónsdótt- ir — Minningarorð Fædd 5. júní 1933. Dáin 10. nóvember 1980. I dag kveðjum við Hólmfríði Jónsdóttur sjúkraliða, sem lengi starfaði með okkur á deild 9 á Kleppsspítala. Hún fæddist á Gilsbakka í Akrahreppi í Skaga- firði þann 5. júní 1933. Foreldrar hennar voru Jón Brynjólfsson og Sesselía Haraldsdóttir. Hólmfríð- ur ólst upp hjá ömmu sinni Jóhönnu Bergsdóttur á Sauðár- króki. Ömmu sína mat hún ætíð mikils. Hólmfríður giftist þann '29. september 1959 Óskari Frí- mannssyni og var þeim tveggja barna auðið. Þau eru Jóhanna Kristín sem stundar nám við Háskólann og Karl Sigurbjörn sem er við nám í fjölbrautaskóla. I mörg ár starfaði Hólmfríður við Kleppsspítalann og útskrifað- ist þaðan sem sjúkraliði árið 1971 og vann þar nær óslitið síðan nema hvað hún starfaði í tvö ár á Landakotsspítala. Hólmfríður var stórbrotinn og eftirminnilegur persónuleiki, sem seint mun gleymast. Hún hafði mikla skap- festu og hlýju til að bera, sem kom best fram í samskiptum við sjúkl- inga og samstarfsfólk og eru ótaldir þeir einstaklingar, sem hún hefur rétt hjálparhönd fyrir utan sinn vinnutíma. Þó annasamt væri hjá Hólm- fríði í hennar frítíma þá bitnaði það aldrei á starfinu því hún var með afbrigðum stundvís og ábyrg í starfi. Þeim samhenta hópi, sem vann lengst með henni á deild 9 finnst stórt skarð höggvið í hópinn, sem ekki verður fyllt. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til eiginmanns, barna og annarra ástvina hennar. Við þökkum Hólmfríði sam- fylgdina. Fari hún í friði. Anna. Dóra, Erla, Eva, Guðrún, Ingunn og Jóhanna. Okkur, sem unnum með henni á Landakoti, langar til að minnast hennar með nokkrum kveðjuorð- um. Minnast hennar sem góðs starfsfélaga, hennar góða og glaða viðmóts bæði gagnvart okkur sem unnum með henni og ekki síður sjúklingunum sem hún annaðist. Ríkur þáttur í fari Hólmfríðar var greiðvikni hennar og hjálp- semi svo að leitun var á slíku. Ekki bara í vinnu heldur líka utan hennar. Ef einhver þarfnaðist Páll Jónsson Leví bóndi — Minning Fæddur 9. maí 1917. Dáinn 8. okt. 1980. Fyrir tæpum mánuði var jarð- sunginn sæmdarbóndinn Páll Jónsson Leví á Heggsstöðum í Ytri-Torfustaðahreppi, V-Hún. Þar er góður genginn, enda kippti honum í kyn til áa sinna, um dugnað, myndarskap og rausn. En foreldrar hans voru hjónin Jón Pálsson Leví og Sigurjóa Guð- mannsdóttir, er bjuggu á Heggs- stöðum nálægt 5 áratugum, far- sælu rausnarbúi við vinsældir og virðingu sveitunga sinna. En for- eldrar Jóns voru Páll Jónsson Leví bóndi á Heggsstöðum og kona hans Ingibjörg Halldórsdóttir; glæsilegir fulltrúar bændastéttar- innar um búskaparháttu, dugnað og fyrirhyggju. Var heimili þeirra rómað fyrir höfðinglega risnu og menningarbrag. Páll var um langt skeið forystumaður sveitar sinnar; fyrirmyndarbóndi, lagði í miklar jarðabætur og byggði upp öll hús á Heggsstöðum þar með talið íbúð- arhús rétt fyrir aldamótin síðustu, og var það hús talið eitt það veglegasta í héraðinu á hverri tíð. Páll var um langt skeið hrepps- stjóri og sýslunefndarmaður, og um skeið oddviti. í hálfa öld hélt svo Jón, sonur þeirra, og kona hans, Sigurjóa Guðmannsdóttir, uppi sömu reisn á Heggsstöðum. Jón hafði á unga aldri gengið í Flensborgarskóla og lokið þaðan prófi. Síðan nam hann söðlasmíði og stundaði æ síðan þá iðn með búskapnum, eins og gert hafði fyrr faðir hans. Kona Jóns hafði ung að aldri stundað nám í Kvennaskólanum á Blönduósi í 2 ár og einu ári betur, er hún lærði karlmannafatasaum og orgelspil o.fl. Ennfremur var hún við nám í hússtjórnarskólan- um á ísafirði og loks í Kennara- skólanum. Á þeim árum stundaði hún jafnframt framhaldsnám á orgelharmoníum og gítar. Annað- ist hún síðan kennslu, bæði í hljóðfæraleik, bóklegum greinum og handavinnu á ýltisum L-U'ðum, svo sem á Sauðárkróki og viðar. Við þennan menningarlega heimilisbrag ólust upp börnin þeirra: Páll, Agnar, Ármann og fósturdóttirin Ragnhildur Anna. Góð var því heimanfylgjan þeim, enda hefur hún reynst þeim nota- drjúg. Páll Jónsson Leví yngri fæddist að Heggsstöðum 9. maí 1917 og ólst þar upp ásamt bræðrum sínum; tvíburabróðurnum Agnari, nú gjaldkera hjá Skipaútgerð ríkisins, Ármanni lögfræðingi og fóstursysturinni Ragnhildi Önnu Kristjánsdóttur. Ungur að árum fór Páll í Reykjaskóla og lauk þar tilskildu námi með sóma. Að því loknu fór hann heim og gerðist stoð og stytta foreldra sinna við búskap- inn og tók síðan sjálfur við búsforráðum og hélt öllu í góðu horfi. Fyrir ekki löngu byggði hann myndarlegt og fallegt íbúð- arhús á jörðinni, og naut við þær framkvæmdir drengilegs stuðn- ings og fyrirgreiðslu Agnars bróð- ur síns, eins og oft endranær. Bjuggu þau síðan, hann og kona hans Þórdís Annasdóttir, það smekklega og vistlega fyrir sig og börnin sín tvö: Jón og Helga. Á heimilið að Heggsstöðum var jafnan gott að koma. Þar ríkti góður andi. Páll heitinn var maður vel af Guði gefinn, hlýr og traust- ur og hinn skemmtilegasti heim að sækja. Hann var góður og umhyggjusamur heimilisfaðir, og Þórdís kona hans var honum lík að þessu leyti og þau samhent um að gera heimilið hlýtt og aðlað- andi fyrir fjölskylduna og einnig fyrir gesti og gangandi. Á heimili þeirra áttu lengi friðsælt skjól foreldrar Páls, Jón og Sigurjóa, svo sem verðugt var. Urðu þessi öldnu heiðurshjón mér minnisstæð, því að virðulegri, höfðinglegri eldri hjón hefi ég tæplega séð en þau, er ég kom í Heggsstaði sumarið 1969. Og fróð voru þau í bókmennta- og sögu- heimi íslands; það fann maður fljótt. En á ferðum mínum og fjölskyldu minnar þetta sumar, stóð þannig, að Einar sonur okkar Stefáns var búinn að vera á þessu heimili sumarið áður. Og þau urðu reyndar 3 sumrin hans þar, svo elskur varð hann að þessu heimili og fólkinu þar. Síðan fór hann norður þangað hvenær sem hann gat því við komið. Þannig hófust samskipti okkar við þetta góða fólk á Heggsstöðum og milli okkar tókst vinátta, sem aldrei síðan hefur borið skugga á. Það kom okkur mjög á óvart, er við fréttum fráfall Páls, vinar hjálpar, var hún boðin og búin að rétta hjálparhönd. Alltaf var hún fyrsta manneskja á vaktina, með spaugsyrði á vörum og undruð- umst við oft hvað hún gat verið í góðu skapi, en samt hreinskiptin og sagði sína meiningu án þess að særa aðra. Fréttin um lát hennar kom sem reiðarslag, þar sem andlát hennar bar að með svo snöggum hætti. Sárastur verður missir barn- anna og eiginmannsins. Við send- um þeim innilegar samúðarkveðj- ur og biðum þeim guðsblessunar. Gamlir starfsfélagar á Landakoti. okkar. Ég hafði fengið góðar kveðjur með sendingu frá þeim mánuði áður en hann lést, og þá virtist heilsa hans góð. En hann var búinn að vera veill fyrir hjarta í mörg ár, og sá sjúkdómur gerir ekki ætíð boð á undan sér, en Páll hins vegar harðgerður og kunni lítt að hlífa sér. Og er nú skarð fyrir skildi á Heggsstöðum. Kæra Dísa. Við Stefán vottum ykkur innilega samúð svo og Einar sonur okkar og Stefanía tengdadóttir okkar, einnig litla stúlkan, hún Hildur Björk. Enn- fremur Benedikt sonur okkar, sem nú er búsettur erlendis, en fór oft norður að Heggsstöðum. Við þökkum þér öll hjartanlega fyrir alla hlýjuna og ástúðina alla tíð og biðjum Guð að styrkja þig og drengina þína. Þú hefur misst mikið. Guð blessi þig og þína ævinlega. Kær kveðja. Hildur Benediktsdóttir AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÓTAHF Sverrir Sæmundsson Minningarorð Fæddur 25. janúar 1925. Dáinn 7. nóvember 1980. Kveðja. Að lokinni vinnu á fimmtudegi kveður hann okkur hress í bragði. Þó að við vissum að hann gengi ekki heill til skógar, og ætti við langvarandi heilsuleysi að stríða, hvarflaði ekki að okkur að í þetta sinn kæmi hann ekki aftur. Einstaka sinnum þegar skokkað var með honum í strætisvagn tók maður eftir því að hann átti erfitt með gang, en um það var ekki rætt. Sverrir, sem áður hafði verið manna sporléttastur í ferðum Ferðafélags Islands og ósérhlífinn sjálfboðaliði ef byggja þurfti skála í óbyggðum. Fyrir réttum tuttugu árum hóf Sverrir störf hjá Skipulagi ríkis- ins, en hafði áður um nokkurt skeið unnið á Skipulagsdeild Reykjavíkurborgar og var settur skipulagsstjóri í Reykjavík í 3 mánuði árið 1959. Á teiknistofu Skipulags ríkisins hafði hann afskipti af skipulagi fjölmargra þéttbýlisstaða á land- inu og munu þeir vera orðnir allmargir sveitarstjórnarmenn sem starfsins vegna hafa haft samskipti við Sverri á þessum tuttugu árum. Sverrir var hlédrægur, raunar feiminn að eðlisfari og flikaði lítt skoðunum sínum, en skyndilega gat komið fyrir að hann upplyftist allur og vekti áhuga áheyrandans með litskrúðugri frásögn. Áhugamál Sverris voru mörg og margvísleg en svo virðist sem ættfræði hafi fangað hug hans. Á því sviði liggur eftir hann ritið Niðjatal Sæmundar Guðbrands- sonar og Katrínar Brynjólfsdótt- ur. Einnig vitum við vinnufélagar hans, að alllengi hafði hann viðað að sér efni í arkitektatal og má raunar segja að þar vanti einungis endahnútinn á. Við sem með honum unnum eigum minningar um skemmtileg- ar samverustundir. Við minnumst hnyttilegra tilsvara og litauðugra frásagna af sérkennilegu fólki. Nú er Sverrir farinn, stóllinn auður og ýmsu ætlunarverki ólok- ið. Systkinum Sverris og öðru skylduliði sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Við kveðjum Sverri og þökkum honum samfylgdina og óskum honum farnaðar um ókunna stigu. Vinnuíélagar. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. 5Sl3i Hringið í símaii 35408 Okkur vantar duglegar stúlkur og stráka Miðbær: Laufásvegur frá 2—57. Þingholtsstræti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.